Þjóðviljinn - 31.12.1971, Blaðsíða 8
8 SíÐA — ÞJÓÐVILJIiNiN ■— PöshudatgtB- 31. desember 1071.
Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins:
Aramótahugleiðingar
1
Frá sjónarmiði okkar íslend-
inga hljóta kosningarnar og
stjórnarskipdn í sumar að teljast
merkustu tíðindi ársins. Þunga-
miðjan í íslenzkum stjórnmálum
færðist verulega til vinstri á svo
afgerandi hátt að heita má eins-
dæmi í stjórnmálasögu seinustu
áratuga. Hægrisinnuð ríkisstjórn
ásamt stuðningsflokkum, sem
enginn þekkti lengur mun á, vék
til hliðar fyrir nýjum, sterkum
og samhentum meirihluta.
Fólkið vildi gagnger umskipti
— og fékk þau. Það vildi ekki
lengur una því, að hér sæti kjör-
tímabii eftir kjörtímabil íhalds-
samasta ríkisstjórn á Norðurlönd-
um, stjórn, sem leitt hafði af sér
meira atvinnuleysi, örari verð-
bólgu, tíðari gengisfellingar og
vinnudeilur og meiri fólksflótta
af landi brott en dæmi eru til hér
á landi um áratugaskeið. Ólgandi
óánægja í stjórnarflokkunum báð-
um fékk nú loksins útrás. Verk-
lýðsfylgi Alþýðuflokksins brást
þolinmasði, og flokkurinn minnk-
aði um þriðjung. En það sem
stuðlaði að þessum örlagaríku
kapítulaskiptum í íslenzkum
stjórnmálum frekar en nokkuð
annað, var dómur unga fólksins,
og dómur þess hefur líklega aldrei
verið þyngri á metunum; vegna
óvenjiiegrar fólksfjölgunar um
og eftir stríð hefur meðalaldur
kjósenda lækkað verulega sein-
ustu árin og má reikna með, að
þriðjungur kjósenda sé nú fólk
á þrítugsaldri. Þjóðin er bein-
línis yngri en áður var — og
róttækari að sama skapi.
Niðurlæging Alþýðuflokksins
er mál út af fyrir sig. Flokkurinn
átti þess kost að taþa fullan þátt
í myndun núveraodi stjórnar. Eft-
ir langa umþóftun og stríðar um-
ræður í flokksstjórn varð þó nið-
urstaðan sú, að hinn forni flokkur
róttækrar alþýðu kaus að fylgja
Sjálfstæðisflokknum gegnum sætt
og súrt og hverfa með honum í
stjórnarandstöðu. „Ung var ég
gefin Njáli", sagði Bergþóra forð-
um. En skyldi það hafa áður gerzt
í vesturevrópskri sögu, að flokk-
ur, sem rekur upphaf sitt til jafn-
aðarmanna, hafi lent hægra meg-
in og utan við vinstristjóm?
2
Ef litið er út fyrir landsteina,
verður varla um það deilt, að þró-
un heimsmála hefur almennt ver-
ið jákvæð og hagstæð frá sjónar-
miði vinstri manna og sósíalista.
Á liðnu ári hafa Vestur-Þjóð-
verjar undir forystu Brandt kansl-
ara gert mjög mikilvæga samn-
inga við Sovétmenn og Austur-
Þjóðverja og með því stuðlað
verulega að því, að klakar kalda
stríðsins séu ruddir burt úr
vegi eðlilegra samskipta austurs
og vesturs.
Barátta undirokaðra manna og
þjóða fyrir frelsi og lýðræði held-
ur áfram af fullum þunga um
heim allan. Blakkir menn í
Afríku eiga enn í stríði við
bandamenn okkar í NATO, og
enn er barizt á mörgum vígstöðv-
um í Indókína. í Rómönsku
Ameríku er Chile í sviðsljósinu
fremur en nokkuð annað. Sigur
sósíalistans Allendes í forseta-
kosningunum í fyrra og síðar
kraftmikil framkvæmd sósíalískra
úrræða, samfara fullkomnu skoð-
anafrelsi og óskertu þingræði,
hefur víða vakið bjartsýni og
skapað ný viðhorf í þessari þraut-
píndu álfu afmrhalds og fasisma.
Stjórn hans vegtiar ótvírætt vel
í harðri viðureign við innlent og
erlent auðvald og hefur þegar
tekizt að skipta fimm miljónum
'ekra lands milli þúsuoda jarð-
lausra bænda og endurheimta
dýrmætusm náttújiuauðíindir
landsins og stærstu atvinnutækin
úr höndum erlendra auðfélaga.1*
Það er til marks um minnkandi
áhrifavald bandarískrar heims-
valdastefnu, að Pekingstjórnin
hefur nú tekið sæti Kína hjá Sam-
einuðu þjóðunum. Sjaldan hafa
Bandaríkjamenn beðið meiri ó-
sigur á alþjóðlegum vettvangi en
í þetta sinn, enda fengu þeir nú
fáa aðra til liðs við sig en gull-
tryggustu leppa sína, aðallega ein-
ræðisríki hægrimanna og fasista
í Asíu, Afríku og Rómönsku
Ameríku. Jafnvel NATO-ríkin í
Norður-Evrópu harðneimðu að
taka lengur þátt í skollaleik
Bandaríkjanna í Kínamálinu. Það
var því óneitanlega dálítið spaugi-
legt að hlýða á þau neyðaróp,
sem rekin voru upp hér á íslandi
við þennan atburð og reyndust
vera frá forystumönnum Sjálf-
stæðis- og Alþýðuflokksins. Þar
sem hagsmunir Kanans em, þar
virðist enn eins og komið sé við
logsára kvikuna. Þessi viðbrögð
em ágæt áminning um þann und-
irlægjuhátt, sem fráfarandi vald-
hafar höfðu tamið sér á alþjóðleg-
um vettvangi, reirðir á bás með
hægrisinnuðusm ríkisstjórnum
jatðar og heima fyrir stöðugt til-
búnir að beita almenning ómerki-
legusm blekkingum, sem jafnvel
vopnabræður Bandaríkjastjórnar
í Evrópu höfðu talið fyrif neðan
vírðingu sína.
Á þessu hausti hefur. ísland
loksins greitt atkvæði á þingi SÞ,
óbundið af vinskap sínum við
portúgalska fasista og aðra ný-
lendukúgara og eignast fyrir það
marga sanna vini meðal nýfrjálsra
ríkja Afríku. ísland var eina
NATO-ríkið, sem smddi tillög-
1) Bandarískt einkafjármagn í atvinnu-
lífi Chile var 750 miljónir dollara fyrir
rúmu' einu ári en aðeins 50 miljónir
nú. Til fróðleiks og samanburðar má
nefna, að fjármagn í erlenda álverinu
á fslandi fullbyggðu (að loknum 3.
áfanga) verður ca. 63 miljónir dollara,
en Chilebúar eru líka 42 sinnum fleiri
og hafa ca. 14 sinnum hœrri þjóðar-
tekjur.
una um friðlýsingu Indlandshafs.
Framlag íslands til heimsmála er
nú loksins lagt þar á metaskálar,
sem það helzt getur stuðlað að
friði og frelsi.
3
Árferði til lands og sjávar hef-
ur verið heldur hagstætt á liðnu
ári. Átetlað er, að heildaraflinn á
árinu 1971 verði um 677 þús.
tonn, en í fyrra var hann 729 þús.
tonn og hafði þorskaflinn aldrei
orðið meiri en þá. Hins ber þó að
gæta, að verð sjávarafurða á er-
Iendum mörkuðum hefur enn
hækkað talsvert og á mestan þátt
í því, að talið er, að heildartekj-
ur þjóðarinnar muni vaxa á þessu
ári tim allt að 12%, en á slétm
verði hefur framleiðslan aukizt
um ca. 9%.S)
Þegar hinn nýi þingmeirihluti
tekur við völdum eru allar ytri
aðstæður óvenjulega hagstæðar,
en verða að sjálfsogðu hvorki
þakkaðar fráfarandi né núverandi
ríkisstjórn. Aftur á móti blasir
við, að innri aðstæður þjóðfélags-
ins eru á margan hátt mjög erfið-
ar og viðskilnaður fráfarandi
stjórnar harla Ijótur.
Verðbólguliáskinn er versti arf-
urinn, sem nýja stjórnin tekur við.
Fyrir rúmu ári var sett á verð-
stöðvun, hrein yfirborðsráðstöfun
í tilefni af kosningunum, án þess
að nokkrar aðrar djúptækari að-
gerðir væru viðhafðar gegn dýr-
tíðarvandanum. Verðstöðvunin
stöðvaði því ekki nema á yzta
borði þá verðbólguskriðu, sem
ætt hafði áfram með sívaxandi
hraða allan seinasta áratug.
Stórfelldar hækkanir, sem
leyfðar voru nokkrum vikum fyr-
ir verðstöðvun hafa fljótt kallað
á nýjar hækkanir, og afleiðingar
hrikalegra gengisfdlinga 1967 og
1968 hafa áfram verið að skjóta
upp kollinum með ýmsum hætti.
Þannig hefur dýrtíðarskriðan
hrannazt upp í stíflu, sem stöð-
ugt hefur hækkað í, án þess að
nokkur raunveruleg lausn væri
fundin. Niðurgreiðslur hafa vaxið
mjög vemlega, og enginn hefur
þurft að efast um, að ætlun frá-
farandi stjórnar væri, að flóðinu
yrði fyrr eða síðar steypt yfir
þjóðina, eins og oft hefur áður
gerzt á fyrri árum.
Auk þess má nefna, að fráfar-
andi stjóm hafði stuðlað mjög að
vaxandi launamisrétti í þjóðfé-
Iaginu, og bilið milli hátekjn- og
2) Áætlun um heildar^flann 1071, gerð
af Þórarni Ólafssyni hjá Fiskifélagi
íslands:
1. Þorskafli 1971 Tonn 1970 Tonn
af bátum 346,5 394,4
af togurum 73,5 79,7
2. Síldarafll 60,5 52,3
3. Loðnuafli 182,0 191,8
4. Rækjuafli 6,5 4,5
5. Humarafli 4,6 4,0
6. Hörpudiskur 3,4 2,4
Alls 677,0 729,1
Á árinu 1971 hefur verölag á útflutt-
um sjávarafurðum hækkaö að meöaltali
um 23%, en hækkunin á innfluttum
vöruxn nemur um þaö bil
Ríkisstjóm Alþýðulýðveldisins Kína hefur nú tekið sitt réétmæta sæti í samtökum
Sameinuðu þjóðanna.
Hér má sjá hið langa land
Chile, þar sem þjóðkjörin. sósí-
alisk stjóm ræður nú ríkjum.
lágtekjumanna hafði því aukizt
verulega. Bætur almannatrygginga
til aldraða fólksins og öryrkja
voru smánarlega lágar. Hvað eftir
annað hafði sjómannshluturinn
verið skertur með lagaboði, og
útlit var fyrir, að fiskaflinn færi
verulega rýrnandi vegna skorts á
duglegum sjómönnum með vax-
andi eftirspurn efrir, vinnuafli í
landi. Augljóst var, að verklýðs-
hreyfingin gat ekki unað þessu
misrétti gagnvart þeim, sem
minnst hafa úr að spila...Þjóðin
átti því vofandi yfir höfði sér
stórfelldar vinnudeilur og verk-
föll, sem að venju hefðu lamað
atvinnulífið og kostað þjóðina
hundruð miljóna króna, líkt og
svo oft gerðist í tíð fyrri stjórnar,
þegar íslendingar setm heimsmet
í verkfallsdeilum.
Þetta var það, sem við blasti í
sumar að óbreyttri stefnu: sama
óbilgirnin og áður gagnvart verk-
lýðshreyfingunni, margra vikna
verkföll eins og 1968, 1969 og
1970, gífurleg verðhækkunar-
skriða og síðast en ekki sízt: enn
ein efnahagsleg kollsteypa. Þetta
var sýnin, sem hagspekingur
Sjálfstæðismanna sá við blasa
með löngum fyrirvara og hryllti
við, svo sem frægt er orðið.