Þjóðviljinn - 31.12.1971, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.12.1971, Blaðsíða 9
FSKfcutíatgiuir 31, desember 1)971 — (ÞlíöÐVliLJmN — SÍÐA $ II. Vinstri meirihluti í 200 daga Lygafyrirsagnir ársins, báðar teknar úr „bezta fréttablaðinu“. í báðum tilvikum er ekki eástu sinni brot úr sannleik, sem liggur til grundvallvr fréttinni. Hins vegar viðurkenndi Morgnnblað- ið, hvað snertir ræðn Einars Ágústssonar, sem iann aldrei hélt, að fréttin hefði verið „viHamfi"! hraðari endumýjunar og aukniög- Um leið og tesotingaúrslit lágu fyrir að morgni hins 14. júní, blasti það við, að á þessum þrem- ur flokkum, sem fylgt höfðu sam- eiginlegri stefnu í landhelgismál- inu og hlotið höfðu hreinan meiri hluta í kosningunum, hlaut að hvíla sú skylda að mynda stjórn saman, með eða án Alþýðuflokks- ins, og bera 50 mílna landhelgina fram til sigurs. En flokkarnit þrír áttu fleira sameiginlegt, og á næstu vikum náðist samkomulag um ýtarlegustu stefnuyfirlýsingu, sem gerð hefur verið hér við myndun stjórnar. Nú við áramót eru 200 dagar liðnir, síðan úrslit alþingiskosn- inganna lágu fyrir. Hvað hefiir áunnizt á þessum 200 dögum? Útfærsla landhelginnar í 50 mílur er tvímælalaúst stærsta og örlagaríkasta viðfangsefni stjórn- arinnar. Sá sem kynnir sér hin ýmsu ummæli forystumanna frá- farandi stjórnar um landhelgis- málið á síðasdiðnum vetri, mun ekki þurfa að efast- um, að hefðu þeir ráðið ferðinni eftir kosning- ar, hefði alls engin útfærsla verið áformuð næstu 3 eða 4 árin. Að- eins 8 mánuðir eru liðnir, síðan ráðherrar fráfarandi stjórnar köll- uðu einhliða útfærslu landhelginn- ar „ævintýrapólitík" og „siðlaust athæfi". Þeir töldu sig rígbundna af brezka samningnum og vildu ekki segja honum upp. Hitt er svo annað mál, að nú hafa þeir algjörlega snúið við blaðiou. Úrtöluiraddirnar eru þagnaðar, en yfirboð komin í staðinn. Enn hefur þó ekki tek- izt að toga það upp úr þeim, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir, hvort þeir geti nú fallizt á, að samn- ingunum við Breta og Vestur- Þjóðverja verði sagt upp. Nú slá þeir úr og í. Þeir vita sem er, að uppsögn þessara fráleitu samn- inga er algert skilyrði fyrir frek- ari útfærslu landhelginnax, en þó kunna þeir ekki við það frammi fyrir alþjóð að hlaupa svo algjör- lega frá fyrri gerðtun. Líklega eru ekki mörg dæmi þess í íslenzkri stjórnmálasögu, að menn hafi flækt sig svo herfilega í eigin neti. Af hálfu Breta var samningur- inn að sjálfsögðu gerður til að reyna að hindra, að sagan frá 1958, þegar íslendingar færðu Iandhelgina út í 12 mílur, gæti nokkurn tíma framar endurtekið sig. Af hálfu íslenzkra valdhafa byggðist hins vegar saronings- gerðin á gamalkunnum undir- lægjuhætti gagnvart NATO. Bretar hafa sjálfsagt vænzt þess, að samningurinn stæði um aldur og ævi. Af marggefnu tilefni er þp ástæða til að minna á, að frá- ■úeitt er að saka nokkurn um „samningsbrot" eða það „að vir'ða ekki gerða samninga", þótt hann segi upp gerðum samningi með löglegum fyrirvara. Þessir samn- ingar við Breta og Vestur-Þjóð- verja hljóta að teljast uppsegjan- legir rétt eins og aðrir samningar, jafnvel þótt syo lævíslega væri að þeim staðið, að í þeim er ekkert uppsagnarákvæði. í landhelgismálinu verðum við að sigra. Aðeins þetta eina mál væri nægilegt til að réttlæta líf þessarar ríkisstjórnar. Og stað- reynd er, að á fáum mánuðum hefur meira: verið gert til að kynna málstað íslendinga í öðrum löndnm en ájöllu valdaskeiði frá- farandi stjórnar. Umbylting stefnunnar t efna- hags- og kjaramálum hefur verið annað mesta viðfangsefni hinnar nýju stjórnar til þessa. Á því sviði varð að byrja á því að leiðrétta mesta misréttið í þjóðfélaginu og bæta hlut Iáglaunamanna og leggja þannig grundvöll að sæmi- Iegum vinnufriði. Ororku- og elli- laun voru hækkuð mjög verulega þegar í sumar og síðan enn frek- ar nú um áramótin, og nemur hækkunin til þessa fólks minnst 32% og allt að 104% frá því að stjórnarskiptin urðu. Aðrar trygg- ingar hafa einnig stórhækkað, og hefur annað eins átak ekki verið gert í tryggingamálnm í áratugi.a) Við myndun ríkisstjórnarinnar var því heitið, að stjórnin myndi beita sér fyrir verulegum kjara- bótum til láglaunamanna og ann- arra, sem við hliðstæð kjör búa, m.a. styttingu vinnuvikunnar, lengingu orlofs, leibréttingu á vísitölufölsunum fyrri stjórnar og aukningu kadpmáttar launa á næstu 2 árum. Þessi loforð hafa nú þegar verið efnd. Jafnframt var það eitt fyrsta verk Lúðvíks Jósepssonar, sjávarútvegsráð- herra, í samræmi við máiefna- samninginn að bæta kjör sjó- manna á fiskiskipum og togmum og fengu þeir um 18% launa- hækkun þegar í sumar og vænt- anlega enn frekari hækkun á næstu vikum. Viðbrögð fráfarandi stjórnar- flokka við þessari stefnubreytingu ríkisvaldsins í kjaramálum hafa verið hin kynlegustu. „Furðulegar ráðstafanir," sagði Morgunblaðið í ritstjórnargrein 21. júlí s.1. um hækkunina til sjómanna, og blað- ið bætti við: „Það er augljós stefna ríkisstjórnarinnar að slá upp veizlu í þjóðarbúinu og út- deila öllum tiltækum föngum þegar í stað." Lengi var reynt að telja fólki trú um, að frumkvæði hinnar nýju stjórnar í kjaramálum tor- veldaði samninga. Sannleikurinn er auðvitað sá, að með smðningi ríkisvaldsins tókst verklýðshreyf- ingunni að brjóta niður andstöðu vinnuveitenda, áður en til verk- 3) Örorkulaun og ellilífesrrir hsekkuðu nokkru eftir stjórnarskiptin um 20% úr 4900 kr. í 5880 kr. og nú um áramótin hækka þessar greiðslur enn um 10% og verða 6468 kr. Samtals er því hækk- unin á hálfu ári 32%. Til viðbótar þessu er öldruðu fólki og öryrkjum tryggðar lágmarkstekjur kr. 10.000 fyrir einstaklinga og kr. 18.000 fyrir hjón, og nemur því hækkunin til hinni tekjulægstu allt að 104%, frá því að stjórnarskiptin urðu. Barnalífeyrir og meðlög hafa hækkað úr 2149 kr. í 3310 kr. eða um 54% í tíð nýju stiómarinn- ar. falla kom. En undanfarin ár bef- ur beinn eða óbeion stuðn ingur ríkisvaldsins við samtök arvinnu- rekenda stappað í þá stálinu og egnt þá til að halda úti í verk- föllum vikum saman. Nú er tryggður vinnufriður hjá verka- fólki og iðnaðarmönnum í nasstu tvö ár. Ríkisstjómin mun við stjóm efnahagsmála hafa náin sarnráð viS stéttasamtökin í land- inu, og jafnframt hefur hún þegar beitt sér fyrir úrsögn ríkisfyrir- tækja úr samtökum vmrmveit- enda. 6 Borgarstjórnarmeirihlud Sjálf- stasðisflokksins í Reykjavík ákvað nú fyrir jólin að hækka hitaveitu- gjöld um 13,5%, rafmagnsverð um 16,6% og fargjöld með stræt- isvögnum um 20%. Þessar miklu hækkanir em fyrirhugaðar, um leið og verðstöðvunarlögin falla úr gildi um áramótin, og þær sýna svo glöggt sem verða má, hvað gerzt hefði, ef Sjálfstæðisflokkur- inn hefði fengið að ráða: flóð- bylgja stórfelldra verðhækkana á öllum sviðum hefði skollið yfir þjóðina, eins og svo oft átti sér stað í tíð fyrri stjórnar. En hvað mun þá gerast nú um áramótin í Iok verðstöðvunar? Hitaveitji- og rafmagnsgjöld munu ekki hækka að þessu sinni og strætisvagnafargjöldin ekki heldur. Borgarstjórnarmeirihlut- inn mun einfaldlega ekki komast upp með að demba slíkum stór- hækkunum út í verðlagið. í sam- ræmi við nýsett lög, sein þing- menn Sjálfstæðisflokksins snerust hart á móti á seinusm dögum þingsins fyrir jól, verður áfram haldið uppi ströngu verðlagseftir- Iiti og hamlað gegn hvers konar verðhækkuntun, sem ekki eru vandlega rökstuddar. Verðhækk- unaráform Reykjavíkurborgar eru óröksmdd og hljóta að bíða betri tíma eins og svo margt annað. Hins vegar verður auðvitað ekki hjá því kornizt að leyfa einhverjar hækkanir, en ríkisstjórnin mun af alefli sporna gegn því, að flóð- bylgjan skelli yfir. Hér er að glíma við geysierfitt vandamál, sem nýja stjórnin tók í arf frá hinni gömlu og verður aðeins leyst með marghátmðum aðgerðum og lagni. Einhver verð- bólga er alltaf óumflýjanleg, hér eins og í öðmm, nálægum lönd- um, en mesm máli skiptir að koma í veg fyrir stóru stökkin og kollsteypurnar, sem fyrri stjóm gerði að sérgrein sinni. Hægt og þért er nýja stjómin að þoka sér út úr vítahringnum. Trygging vmnufriSar hjá iðnað- armönnum og verkamönnum í tvö ár er mjög mildlvægt skref á þeirri leið. Lækkun niSwr- greiSslna um tæpar 400. miljónir króna er annað mikilvægt skref. Umbylting skattakerfisins er svo þriðja skrefið; þar er verið að framkvæma stórfellda tilfærslu á fjármunum með því að afnerna nefskatta (almannatrygginga- og sjúkrasamlagsgjöld), sem er mjög mikil búbót fyrir lágtekjufólk og með því almennt að lækka skatta fulltrúa atviuuureltenda. á lágtekjum og hækka skatta á fasteignum, háum tekjum og nettóeignum yfir einni miljón. Fyrirhuguð breyting skattakerf- isins er sú mesta, sem gerð hefur verið í marga áratugi. Stefnt er að því aS gera skattakerfiS ein- faldara, skipta verkum á skýrari hátt milli ríkis og sveitarfélaga og gera innheimtu jafnari og öruggari fyrir sveitarfélögin. Með þessari breytingu er þó ekki verið að Ieggja á hlutfallslega meiri skatta en áður var; byrðin á skatt- greiðendur verður samanlagt mjög svipuð og verið hefði, ef gamla skattakerfið hefði verið notað, en byrðin dreifist á þjóð- félagsþegnana með réttlátara hætti. Hins vegar verða skattar í krónutölu talsvert miklu hærri en áður vegna aukinnar peningaveku og tekna. Auknar ríkistekjur verða notaðar til að stórauka fé- lagslega þjónuku og verldegar framkvæmdir. Einkum munu framlög til skólabygginga og sjúkrahúsmannvirkja aukast mjög verulega, svo og framlög til íþrótta og samgöngumála*'1 7 í atviwnumálum má þegar sjá mjög verulega stefnubreytingu. Aðaláherzlan er nú lögð á að breikka undirstöðu efnahagslífs- ins og stórauka framleiðsluna. Milliliðakerfið og yfkbygging þjóðfélagsins hefur hömlulaust og togarafloti landsmanna hefur verið að drábbast niður, frystihús víða verið illa nýtt og ýmsar iðn- greinar, sem miklar vonir eru bundnar við, hafa hjakkað í svip- uðu fari ár frá ári. Samhliða hinni nýju sókn í landhelgismálinu er loksins að komast verulegur skriður á end- urnýjun togaraflotans. Fyrir- greiðsla ríkisvaldsins var í sumar bætt mjög verulega með því að hækka lán til kaupa á skuttogur- um, smíðuðum erlendis, úr 72% af kaupverði í 85% og lán til smíði á togskipum innanlands úr 85% í 90% af byggingarverði. Þegar er sýnilegt, að hin nýja for- ysta í sjávarútvegsmálum og stór- aukin fyrirgreiðsla mun leiða til 4Í Á eárlögum 1972 nemur hækk- unin miSaS viS fjárlög 1971 til byes- ingar barna- os gaenfræSaskóla .... 37 % héraðsskóla .................... 80 — iðnskóla ....................... 90 —- Kennaraskólans ................. 103 —* til sjúkrahúsbygginga og gœzluvistarsjóðs .............. 62 — til íþróttasjóðs .............. 160 — til hafnarmannvirkja ........... 63 — til flugvalla ................. 142 — til rafvæðingar í sveitum ...... 56 — til Vegasjóðs _____ 113 — ar á togskipaflocanum en nokkur þorði að vcma fyrir hálfu ári. Er þegar búið eða verið að semja um srrúSi rúmlega 30 skuttogara til viðbótar þeim 8, sem samið hafði verið um smíði á, þegar stjórnin var mynduð. í máiefnasamningnum er sér- stök áherzla lögð á, að frystihúsa- reksturirm verSi endurbættur og útvegað verði fjármagn rii að koma upp öflugum sölusamtökvm í niSursuSuiSnaSi. Að þessum málum hefur verið uimið af foU- um krafti að undanförmi, og er þess að vænta, að frumvarp um niðursuðumálin verði lagt fyrir þingið innan skamms. Mjög ' mikilvægar ákvarðamr hafa verið teknar í raforkumálum. Unnið er að 150 MW stórvirkjum viS Sigöldu og stefnt að sam- tengingu orkuveitusvæSanna fyrir norSan og sunnan. Hafin verður rannsókn á Dettifossvirkjun, en jafnframt gengið út frá því, að ekki verði leyfðar frekari virkj- anir í Laxá. Samningar um lausn Laxármálsins eru langt á veg komnir, og allt útlit fyrir, að náttúruvemdarsjónarmiðið sigri og þingeyzkir bændur megi vd við una. Ákvarðanir í raforkumálum eru nú teknar með hagsrmini inn- lends iðnaðar fyrir augum, en ekki til að útvega erlendum auð- hringum orku á kostnaðarverði. Gerð verður áætlun um upphygg- ingu fjölbreytts iSnaSar í eigu landsmanna sjálfra og stefnt að húsahitun í stórum stíl með raf- orku, þar sem hún er hagkvæm- ari en varmaorkan. Samþykkt hafa verið lög á Al- þingi um Framkvæmdastofnun rtkisins og þannig sköpuð aðstaða til að skipuleggja fjárfestingu í landinu að vissu marki og hefja víðtæka áædunargerð, bæði til uppbyggingar mikilvægustu at- vinnugreina og einstakra lands- hluta. Stofnunin mun fara með stjórn Framkvæmdasjóðs, sem er einn af þremur stærstu fjárfest- ingaxsjóðum Iandsins, og stjórn Byggðasjóðs, sem fá mun tekjur Atvinnujöfnunarsjóðs og eitt hundrað miljón króna ríkisfram- lag árlega. 8 Eins og fyrr er nefnt, hafa þeg- ar orðið veigamiklar breytingar á Framhald á 10. síöu. þrútnað út ár frá ári, á sama tíma Við lok liinna langrvinnu samningra verkalýðshreyfingarinnar við

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.