Þjóðviljinn - 31.12.1971, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 31.12.1971, Blaðsíða 13
Fo&tMidagur 31. dasemiber 1971 — WÓÐVTLJÍím — SÍBA J3 Mánaðar verkfall farmanna Framihald ai 1. síðu. 60.000,00 á ári, frítt fæði um borð og fæðispcninga kr. 150,00 á dag í orlofi, greiðslu sjúkrasamlags- gjalda, sérstaka slysatryggingu o.fl. Auk framangreinds hafa hásetar í utanlandssiglingum heimild til að fá 59% af launum sínum í erlend- um gjaldeyri og heimild til inn- flutnings á' tollfrjálsum varningi fyrir kr. 5.000,00 v/ hverrar ferðar frá útlöndum. í samningaviðraéðum þeim, sem nú standa yfir hafa vinnuveitendur boðið kjarabætur sambærilegar þeim, sem um var samið 4. des. s.l. til annarra félagsmanna Alþýðu- sambands íslands." Mánaðarkaup í dagvinnu Umrædd frétt Þjóðviljans birt- ist í miðvikudagsblaði. Voru þar birt mánaðarlaun undirmanna á farskipum á vöruflutninga- og far- þegaskipum reiknuð út með kaup- gjaldsvísitölu 107,19. Er rétt að birta umrædd dæmi aftur til skýringar, enda rétt með farið. „Hver voru laun skipverja á Loftárásam á N- Vietnam hætt í gær kaupskipum, þegar þeir fóru í verkfall í byrjun desember? Er þá miðað við kaupgjaldsvísitölu 107,19. Fara mánaðarlaun þeirra eftir: hér á I. Timburmaður, hátsmaður og bezti maðm: (Á mánuði) kr. 16.263 Eftir 2 ár 16.657 Eftir 4 ár 17.053 Efrir 5 ár 17.439 Eftir 6 ár 17.834 2. Hásetar fullgildir 14.718 Eftir 2 ár 15.113 Eftir 5 ár 15.904 Eftir 6 ár 16.299 3. Viðvaningm: 11.146 Eftir 6 mánuði 11.637 4. Yfirmenn og smyrjarar diesilvéla: (innif. 4% mótortillegg 16.789 Eftir 2 ár 17.201 Eftir 4 ár 17.537 Eftir 5 ár 17.955 Eftir 6 ár 18.351 5. Kyndarar og hreingerningar- armenn: (innif. 4% mótortillegg) 16.116 Eftir 2 ár 16.528 Eftir 4 ár 16.939 Eftir 5 ár 17.350 Eftir 6 ár 17.745 Skipverjar á olíuskipum hafa 10% hærra kaup." SAIGON 30/12 — 1 morgun hcldu bandarískar sprengjuflugvélar á_ fram loftárásum á Norður-Viet- nam, fimmta daginn í röð, en nokkru síðar tilkynnti banda- ríska herstjórnin að þeim væri bætt. Þetta eru mestu loftárásir sem gerðar hafa verið á Norður-Viet- nam síðan Johnson, fyrrum for- seti, stöðvaði þær að mestu árið 1968, tóku að mcðaltali 240 flug- vélar bátt í þeim í dag. Um sama leyti hcldur áfram gífur- leguin . „■Joftárásum Bandaríkja- manna á þau svæði í Laos, sem Þjóðfrclsisherir hafa náð á sitt vald að undanförnu. Hvað segir stjórn Sjómannafélagsins? Þá barst blaðinu athugasemd frá stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur sem svar við leiðréttingum skipa- eigenda. Fer hún hér á eftir: „í fréttatilkynningu frá Vinnu- veitendasambandi íslands og Vinnumálasambandi samvinnu- félaganna, telja þessir aðilar sig ‘.'lknúða" til að gefa upplýsingar um rauntekjur undirmanna á tokkrum farskipum. Þar sem hér er um fyrstu skrifin að ræða af hendi þeirra aðila, sem mannafélags Reykjavíkur sig til- knúða til að gefa frekari upplýs- ingar, en fram koma í þessari vill- andi fréttatilkynningu vinnuveit- enda. Tekjuupphæðir sem nefndar eru, verða að teljast algjörlega út í loft- ið, meðan ekki eru gerð full skil á því sem að baki þessmn tölum stendur. Vinnuveitendur forðast að minn- ast á þann ómanneskjulega vinnu- tíma sem þarf til, svo slíkum laun- um verði náð. Þeir minnast heldur ekki á að í þessum upphæðum eru reiknuð laun vegna unninna frídaga. Þeir hásetar sem ganga vaktir hafa nú 56 klst vinnuviku. Ekki er óalgengt að þessir menn séu með allt að 300 klst. í yfirvinnu á mánuði. Tekur mið af aukavinnu Til að fá réttmætan samanburð við aðrar stéttir, ættu útgerðarmenn að birta laun þeirra farmanna, sem litla eða enga yfirvinnu hafa. í þeim lilut yfirlýsingarinnar er segir að farmenn fái greitt aukalega fyrir margskonar störf sem þeir vinna í sínum fasta vinnutíma er að sjálfsögðu ekki getið um að hér er um að ræða vinnu að næturlagi, sem ekki varðar siglingu skipsins, eða nokkur störf, sem sjaldan koma upp, en eru frámunalega óþrifaleg. Að sjálfsögðu er heldur ekki getið um að gegn slíkum „fríðindum" verða undirmenn að vinna „hverja þá vinnu. sem tilfellur", hvencer sól- arhringsins sem yfirmenn fyrirskipa og á hvaða degi ársins sem er, þeg- ar skip er l sjó. Til samanburðar við.Iaun háseta á verzlunarflotanum má benda á eftirfarandi. Tveggja aura munur Byrjunarlaun fullgildra háseta eru kr. 14.837,00 á mánuði fyrir 44 klst. vinnuviku. Nýliði 3. flokks hjá Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur og sendlar á vélhjólum sem orðnir eru 16 ára hafa kr. 11.984,00 á mánuði fyrir 38 klst. vinnuviku. í deilunni eiga ' sér stjórn Sjó- Hásetinn hefur skv. þessu kr. 77.06 — á klst. en sendillinn á vélhjólinu kr. 77.04 á klst. Einkennilegt er ef útgerðarmenn eru farnir að telja sér til ágætis, þegar rætt er um kjör farmanna, að þeir njóti sömu réttinda og aðr- ir þegnar varðandi gjaldeyriskaup og heimildir til innflutnings á toll- frjálsum vamingi, þótt sumar út- gerðir hafi gert sitt bezta til að skera þessi „fríðindi" niður. f þess- um hluta yfirlýsingarinnar er vís- vitandi farið með rangt mál þegar talað er um „hverja ferð". Sama má segja um skattafrádrátt sjómanna. S, R. er ekki kunnugt um þátt út- gerðanna í að þessum hlunnindum var náð. Eða hafa þær hugsað sér til hreyfings til mótmæla, ef rétt er, að tillögur séu frammi á Al- þingi nú um að rýra þessi fríðindi? Sú upptalning á fríðindum sem fram koma í yfirlýsingu vinnuveit- enda er alls ekki tæmandi. Útgerð- armönnum hefur láðst að geta um fjölskyldubætur og fæðingarstyrk hinna almennu trygginga. Malta Fnamhald aí 1. síðu næsta gnaxinland sitt — hið ar- albíska olíuwldi Lybíu. SÍÐUSTU FRÉTTIR. — Dom i Mintoff, forsætisnáðhema Möltu, I hélt í dag ffliugleiðis til Lýbíu í i því sikyni að leita eftir efna- ] haigsiaðstoð þaðan, sem gæti komið í staðinn fyrir þau fjár- framlög. sem Bretar hafa hótað að stöðva. Vinnutíminn Framihald aí 1. síðu. - irvinna, ennfremur fyrstu 2 klst. eftir næturvakt. Öll önnur yfir- vinna vaktamanna greiðist sem næturvinna. Byrjun og lok vinnutíma ákvarð- ast í samráði við starfsfólk. Talsvert er um vaktavinnu á fé- lagssvæði Iðju. T.d. er unnið á þrí- skiptum vöktum á Álafossi og í Hampiðjunni. í kexverksmiðjun- um, Borgarþvottahúsinu o. fl. stöð- um er unnið á tvískiptum vöktum. IÐJA Framihald af 1. síðu • Þegar unnin er eftirvinna, skal vera 15 mín. kaffihlé, þegar að lokinni dagvinnu. Einnig skal vera xaffihlé í 15 mín. kl. 22.00 og kl. 7.15 að morgni. — Deili- tala til þess að reikna frádrátt- arkaup, eftir-, nætur- og helgi- dagakaup er 40. • Félög málmiðnaðarmanna út um land geta samið um byrjun vinnutíma eftir því sem hentar á hverjum stað. • Eftir tilhögun kaffi- óg matar- tíma hjá þessum starfshópum mun dagvinnu ljúka á nolckuð misjöfnum tímum. Algengasta vinnufyrirkomulag hjá járniðn- aðarmönnum mun vera, að tek- in sé !4 Hst. í hádegismat, en síðara kaffitíma sleppt. Með því móti lýkur dagvinnu kL 3.45. Vinnutími í verzlunum Samkvæmt samningi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur við vmnuveitendur, veröur vinnutími afgreiðslufólks þannig frá 1. janúar 1972: Dagvinnutími í verzlunum skal vera 40 klst. á viku. Dagvinnutíminn skal hefjast kl. 9,00 að morgni eða að einiiverju leyti tyrr, eftir því sem heppilegast verður talið íyxir hverja sérgrein. Dagvinnutíma lýkur kl. 18.00 alla virka daga nema laugardaga kl. 12.00, Hinn samningsbundna hámarksvinnutíma skal vinna innan ofangreindra marka, þannig að dagvinnutími dag hvem verði samMldur. Fyrir 3ja tíma vinnu á laugardögum skal veita frí til kl. 13.00 á mánudegi eða næsta virk- um degi eftir samningsbundinn frídag samkvæmt 11. gr. eða einn heilan frídag hálfsmánaðarlega. Heimilt er meö samkomulagi milli starfsfólks óg \dnnuveitanda að hafa aðra vinnutilhögun, en að ofan greinir og skal hann tilkynna það Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur. Vexzlunarntáitnafélag Reykjavíkur - ------ -............. Auglýsing um umferð i Kópavogi Samkvæmt heimild í 2. mgr. 65. gr. umferðarlaiga nr. 40 23. apríl 1968, og að fengnum tihögum bæjar- stjómar Kópavogskaupstaðar. eru hér með settar eftirgreindar reglur um umferð í Kópavogi: 1. Hafnarfjarðarvegur frá brúnni við Nýbýlaveg suður fyrir Fífuhvamms- veg um gjá á Kópavogshálsi (ný lagður vegur nema á svæðinu milli Kópavogsbrautar og Fífuhvamms- vegar). Aðalbraut samfcvæmt 2. mgr. sbr. 4. mgr. 48. gr. umferðarlaga (stöðvunarskylda), nema v*ið inn- akstur til norðurs rétt sunnan eystri brúar við Ný- n- býlaveg, þar sem áikvæði 2. mgr., sbr. 3. mgr. 48 gr. umferðarlaga gildi (biðskylda)'. Bann við stöðvun og stöðu ökutækja bann við framúrakstri. Fyrir sunnan bann stað, sem vegir tensiast í eina akbraut sunnan brúa við Nýbýlaveg sé ek'ið f báðar áttir fyrst uTn sinn ein akrein f hvora átt. 2. Vevur á vestari gjáarbarmi (gamli Hafnarfjarðarvegur): Einstefna til suðubs nema milb' Hábrautar og Digranesbrúar, en á því svæði er heimilt að alca í báðar áttir. Bann við stöðu ökutífekia. bann við framúraikstri norðan Digranes- vegar/Borfrarboltsbrautar. Vegurinn lokist við Borg- arboiVtsbraut nema fvrir strætisvagna og áætlunar- bifreið'ír með fasta viðkomu í Kópavogi þ.e. almenn umferð til suðurs eftir vegi þessum, framhjá mótum Borpiarholtcbrpn+ar er bönnuð Umferð um výy þennan hafi stöðvunarsikyldu samkvæmt 4. Tngr. 48. gr. umferðarlaga gagnvart umferð um Hafnarfjarð- arveg (1. tölul.) og Kópavogsbraut, svo og skal um- ferð til suðurs norðan Hábrautar hafa stöðvunar- sikyldu við gatnamót Hábrautar. 3. Kópavogsbraut: Bann við vinstri beygju af Kópavogsbraut á Hafnarfj arðarveg. Einstefna til norðurs frá Digranésvegarbrú. Bann við framúrakstri. 8. Skeljabrekka (áður Dalbrekka) : Akstur í báðar áttir (tvístefnuakstur). Umferð urn Stoeljabrekku skal njóta aðalbrautarréttar sam- tovæmt 2. tngr.. sbr. 3. mgr., 48, gr. umferðarlaga við vegamót Auðbrekku Álfhólsvegar og vegar að, Fé- lagsheimili. 4. Tengivegur milli Hafnarfjarðarvegar og Vogatungu: Einstefna til norðurs (norðausturs). Aðalforautair- réttur samkvæmt 2. mtgr. sbr. 3. mgr. 48. gr. um- ferðarlaga gaignvart umferð um Vogatungu og Hrauntungu. 5. Illíðarvegur. Hbðarvegur lokisit við Hafnarfj arðarveg (Algjör lokun). 6. Vogatunga: Akstur í báðar áttir (tvistefnuafcstur) milli Hlíðar- vegar og Digranesvegar. Umferð um Vogatungu njóti aðalbrautarréttar samkv. 2. tngr. sbr. 3. mgr.. 48. gr. umferðarlaga fyrir umferg Hrauntungu (sbr. niðurlag 4. töluliðar). Umferð um Vogatungu vítoi fytrir umferð um Digranesveg samkvæmt reglum 2. migr. sfor. 4. migr. 48. gr. umferðarlaga (stöðvun- arskylda). 7. Bráðabirgðavegur milli Digranesvegar og vegar að Félagsheimili: Vegur þessi lokist við Digranesveg (Algjör lokim). 9. Tengivegur vestan Digranesvegarbrúar: Bönnuð bægri beygja af nyrðri tengiveigi' á þanin syðri. 10. Vegur að Félagsheimili: Umferð um veginn víki fyrir umferð um Skelja- brekku og bráðabirgðaveg (7. töluL), sbr. niðurlag 8. töluliðar. 11. Hraunbraut/Urðarbraut: Hraunbraut lokist við Urðarbraut (Algjör lokun)'. Reiglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 2. mgr. 65. gr. umferðarlaga nr. 40 23. apríl 1968, og koma til framkvæmda þegar í stað. Með auglýsnngu þessari eru numin úr giMi bau ákvæði eldri aug'lýsing'a um umferð í Kóoavogi. sem brjóta í bága við ákvæði auglýsingar þessarar. Bæjarfógetinn í Kópavogi. 30. desember 1971. Sigurgeir Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.