Þjóðviljinn - 31.12.1971, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.12.1971, Blaðsíða 10
I® SÍÐA — maúfitmiHíNíN— FSBtaatiaeHfl? 31. éeamíbm 13$L Frá kwdsfundi Alþýðubandalagsins í nóvember síðastliðniMn. ÁRAMÓTAHUGLEIÐINGAR Ftamhald af 9. síðu. ucanríkisstefnu landsins í sam- ræmi við málefnasamning stjórn- arflokkanna. Enn er þó eftit að hreinsa landið af erlendum herj- um. Þótt Alþýðubandalagið hefði helzt kosið, að bandaríski herinn yrði á brott úr landinu þegar á næsta ári, verður við það að una, sem að er stefnt í málefnasamn- ingnum, að brottflutnin'gur liðs- in eigi sér stað á síðari hluta kjörtímabilsins. Ákvæði samningsins um brott- för hersins er ótvírætt. Viðræður við Bandaríkin munu fara fram um endursktfeun samningsins með það fyrir augum að ná sam- komulagi um árlega fækkun her- liðsins. Takist samningar hins vegar ekki er'um það fullt sam- komulag mi"i stjórnarflokkanna, að herstöðvasamningnum skuli sagt upp. Að sjálfsögðu er ákvæði samningsins fyrst og fremst stefnuyfirlýsing; ákvörðun um, að hverju skuli stefnt. Endanleg á- kvörðun um framkvæmd málsins er hins vegar eftir. Það er ætlun utanríkisráðherra, að áður en lokaákvörðun sé tekin, fari fram vtarleg könnun á öllum hliðum herstöðv^nálsins, og er það að sjalfsögðu eðlilegt. Morgunblaðið hefur átt fjarska- lega bágt að undanförnu, og eink- um hefur því veitzt erfitt með að gera það upp við sig, hvort réttara væri að meðhöndla utanríkisráð- herra sem engiJ eða djöful. Frjm- an af var hann aðallega hrakyrtur, seinna kom tímabil fleðulegra blíðmæla, og nú er hann aftur kominn í ónáð. Þetta á víst að heita á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins „að reka fleyg á milli stjómarflokkanna", og í þessu skyni hefur blaðið jafnvel ekki hikað við það hvað eftir ann- að að slá upp áberandi forsíðu- fréttum, upplognum frá rótum, í þeirri vissu að stór hluti lands- manna les ekki annað blað. Þess háttar áróðursaðferðir, sem ein- kennt hafa Morgunblaðið í vax- andi mæli á síðari árum, eru þó frekar en flest annað til þess fallnar að þjappa landsmönnum saman um íslenzka stefnu í þessu máli sem öðrum. í öllu því fjaðrafoki, sem fylgt hefur í kjölfar stefnuyfirlýsingar stjórnarinnar um brottför hersins, kemur í Ijós, að furðulega margir íslendingar horfa á herstöðvamál- ið út frá bandarískum sjónarhól. Og kannski er það ekkert ein- kennilegt, þegar höfð eru í huga áhrif bandarísks hermannasjón- varps í landinu um langt skeið. Áberandi margir hugsa um það eitt, hvað sé tap fyrir Bandaríkja- menn, hvað sé hagur fyrir Rússa og öfugt. En hvað tun hagsmuni Ísíend- inga sjálfra? Hverjir eru þeir? Tvímælalaust að eiga Iand, sem hvorki hefur her né herstöðvar, og er því á engan hátt flækt í hemaðarbrölt stótveldanna í austri og vestri. Að þessu lújótum við að stefna, jafnframt því sem kanna þarf, hvort ekki væri mögulegt, að stórt svæði á hafinu umhverfis ísland yrði útnefnt friðarsvœði með samþykkt AIIs- herjarþings SÞ, líkt og gert var um Indlandshaf nú fyrir nokkram dögum að framkvæði Ceylon. III. Flokksstarfið og landsfundurinn í haust voru þrjú ár liðin, síð- an Alþýðubandalagið var gert að formlegum, sósíalískum flokki. Þá hafði hálfgert upplausnar- ástand verið ríkjandi í hreyfing- unni um nokkurt skeið, og fyrst eftir skipulagsbreytinguna spáðu margir heldur illa fyrir Alþýðu- bandalaginu, enda var þá sótt að því með klofningsviðíeitni úr tveimur áttum. En í þessi þrjú ár hefur flokkurinn verið í látlausri sókn, og í sumar vann hann eft- irminnilegan sigur. Á landsfundi Alþýðubandalags- ins í nóvember s.l. var starf og stefna flokksins tekin til umræðu og endurskoðunar. Þessi samkoma var Iangstærsti fulltrúafundurinn, sem Alþýðubandalagið hefur haldið og áberandi mikið sótt- ur af ungu fólki. var tH á Alþingi ná fyrir skömmu, og voru aðeins nokkrar kjörstjórnir undanskildar. Á landsfundinum voru lögð fram drög að sósíalískri stefnu- skrá flokksins, sem undirbúin var af sérstakri starfsnefnd miðstjórn- ar. Hér var um að ræða fræðilega stefnuskrá um grundvallaratriði, og verða þessi drög nú tekin til umræðu í flokksfélögum. Jafn- framt vora nú sem fyrr samþykkt- ar margar yfirlýsingar um stefnu flokksins í ýmsum þeim baráttu- málum, sem hæst ber. í þessum stefnuskrárdrögum er ýtarlega fjallað um íslenzkt þjóð- félag, eðli þess og einkenni. Á það er meðal annars réttilega minnt, að það er hlutverk sósíal- isnians að útvíkka þau mannrétt- indi, sem áunnizt hafa og gefa þeim raunhæfara gildi. Varað er við því að skerða í einu eða neinu áunnið lýðræði og minnt á, að það er hlutverk okkar að skapa miklu fullkomnara og raunhæf- ara Iýðræði en nókkurt stédtaþjóð- félag getur gert, bæði hvað snert- ir jafnrétti þegnanna, þátttöku í pólitískum ákvörðunum og rétt- inn til opinberrar gagnrýni og pólitísks samtakafrelsis. A fundinum var m.a. samþykkt fordæming á tilraunum einstakra flokka og ríkja til að drottna eða hafa íhlutun um málefni annarra flokka og ríkja, og í því samfoandi sérstaklega minnt á fyrri afstöðu flokksins gagnvart hernámi Tékkóslóvakíu. f þessu sambandi urðu nokkrar umræður um samskipti Alþýðu- bandalagsins við flokka í öðram löndum. Eíns og kunnugt er, á Alþýðubandalagið enga aðild, hvorki beina né óbeina, að al- þjóðlegum samtökum verklýðs- flokka, hvorki að Alþjóðasam- istaflokka, sem valdaflokkar sósí- alísku ríkjanna í Austur-Evrópu hafa staðið fyrir, ásamt kommún- istaflokkum í Vestur-Evrópu og víðar. Flokkurinn stendur utan við bæði þessi heimssamtök og þau sérstöku samskipti, sem þeim fylgja, enda viðurkemúr Alþýðu- bandalagið eldki þá úreltu skipt- ingu í sósíaldemókrata og komm- únista, sem tíðkazt hefttr nú í nokkra áratugi, en er nú greini- lega að syngja sitt síðasta amJc. í norðanverðri Vestur-Evrópu. Þessi skipting var óþekkt á sein- ustu öld og þekktist hreint ekki fram að heimsstyrjöldinni fyrri. í dag er hún aftur orðin merkingar- laus með öllu, a.mk. í ofckar heimshluta. Við sem teljum okkur sósíalista, islenzka jafnaðarmenn, eigum að standa saman og vinna saman að heilbrigðu samfélagi á fslandi og ekki láta gjörólíkar aðstæður eða stirðnaða flokkaskipan í öðrum löndum marka okkur bás. Á liðnu ári höfum við Alþýðu- bandalagsmenn urmið ötullega að því verkefni að byggja upp sósí- alískan fjöldaflokk verklýðshreyf- ingar og vinstrimanna. Við fögn- uðum sigri í sumar og gleðjumst nú yfir augljósum árangri af hálfs árs starfi nýrrar ríkisstjórnar. Flokkur okkar er ekki markmið í sjálfu sér og stjómaraðild enn síður. En staðreynd er, að sósíal- ísk hreyfing á íslandi er í mildum vexti, og hún hefur nú fengið tækifæri til að snúa vörn í sókn, til að stöðva háskalega öfugþró- un á ýmsitm sviðum þjóðlífsins og til að stíga nokkur mikilvæg skref í átt til samfélags, sem mót- ast af félagslegum vinnubrögðum og skipnlagshyggju. ORÐSENDING Frá Innheimtustoínun sveitarfélaga um innheimtu meðlaga. / Samkv. lögum nr. 54/1971 tekur til starfa nú um áramótin Inn- heimtustofnun sveitarfélaga, sem hefur það hlutverk að innheimta hjá barnsfeðrum meðlög, sem Tryggingastofnun ríkisins og umboð hennar greiða mæðrum óskilgetinna barna og fráskildum konum með börn- um þeirra. Meðlög shulu greidd Innheimtustofnuninni mánaðarlega fyrirfram — á hlaupareikning nr. 333 við Útvegsbanka íslands Laugavegl 105, Reykjavík, eða í afgreiðslu lnnheimtunnar, Laugavegi 103, Reykja- vík, afgreiðslutími 09.00—15.30 alla virka daga nema laugardaga. Sími 2 58 11. Hin nýja forysta í sjávarútvegsmálum og stóraukin lánafyrirgreiðsla hefur leitt til þcss að þegar er búið eða verið að semja um smíði rúmleg3 30 skuttogara til viðbótar þeim 8, sem samið hafði verið um smíði á, þegar stjórnin var mynduð. Menn vora sammála um, að þrátt fyrir ágætan árangnr í ný- afstöðnum átökum þyrfti enn að stórefla flokksstarfið. Hins vegar voru aðeins óveralegar breytingar gerðar á flokkslögum og ákveðið^. að standa fast við hinar ströngu endurnýjunarreglur, sem fyrir- skipa stöðug nmskipti í öllum stjórnarstofnunum flokksins. Af þessari ástæðu var um það bil helmingur af kjörnum aðalmönn- um í fráfarandi miðstjórn ekki kjörgengur að þessu sinni, og af sömu ástæðu ákvað þingflokkur- inn nú fyrir skömmu að skipta um alla fulltrúa Alþýðubanda- Iagsins, sem setið hafa fleiri en eitt kjörtímabil fyrir flokkinn í ráðum og nefndum, sem kosið bandi sósíaldemókrata, líkt og gildir um Alþýðuflokkinn og Samtök frjálslyndra og vinstri- manna, né að þeim óformlegu samtökum verklýðs- og kommún- Ég óska Iesendum Þjóðviljans og landsmönnum öllum gæfu og gengis á nýju ári og sendi Al- þýðubandalagsmönnum um land allt hjartanlegar baráttukveðjur. RauBsokkar Munið að þriðjud'agsfundimir að Ásvall agötu 8, kjallara, eru hálfsmánaðarlega og hefjast 4. janúar M. 8,30 s.d. i— ALLIR VELKOMNIR. MIÐSTÖÐ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.