Þjóðviljinn - 29.01.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.01.1972, Blaðsíða 4
4 SlÐA —■ ÞJÖÐVILJINN — Laiugardagur 29. jainúair 1972. IODVIUIIIIN — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóofrelsis — C'gefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stióri: Eiður Bergmann. R tstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir tngimarsson. Rjtstjóm, afgreíðsla, auglýsingar, prentsmiðia: Skólavörðustig 19. Simi 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 15.00. Kosningar í Dagshrún j dag og á morgun fara fram kosningar í Verka- mannafélaginu Dagsbrún. Nú um átta ára skeið hefur stjórn Dagsbrúnar verið sjálfkjörin ár hvert en áður fóru iðulega fram kosningar í félaginu og var gerð hörð hríð að forustu félagsins, en æv- inlega án árangurs. Dagsbrún átti 65 ára afmæli á miðvikudaginn, og allan þann tíima hefur Verka- mannafélagið Dagsbrún verið ótvírætt forusfufé- lag verkalýðsins, bæði í Reykjavík og á landsmæli- kvarða. I Dagsbrún hafa íslenzkir launaimenn séð það vald sem líklegast er til að bera réttarkröfur verkalýðsins fram til sigurs. Og í Verkamannafé- laginu Dagsbrún hafa atvinnurekendur séð vald sem þeir hafa óttazt og orðið að taka fullt tillit til. Þannig er þetta enn í dag; þrátt fyrir margháttaða gagnrýni sem stundum er borin fram innan Dags- brúnar á félagsstjómina, neitar því enginn, að hún hefur fylgt málum verkamanna rösklega eftir. Stöðugur straumur fólks á skrifstofu Dagsbrúnar allan ársins hring sýnir líba að stjóm Dagsbrún- ar nýtur trausts meðal alls almennings. gjað sem hefur gefið Verkamannafélaginu Dags- ' brún styrk á undanförnum árum og áratugum er eining Dagsbrúnarmanna um forustu sína. Dags- brun, sameinuð, er voldugt afl, en tvístrist lið Dagsbrúnarmanna er voðinn vís — það mundu ekki einasta Dagsbrúnarmenn merkja í kjörum smum ef til kæmi. Það kæmi fram 1 kjörum alls íslenzks verkalýðs. Þegar menn bera fram gagnýni á stjóm Verkamannafélagsins Dagsbrúnr er ekki nóg að einblína á það sem æskilegast er — menn verða líka að taka tillit til þess hvað er mö'gulegt og hvemig á málum er haldið í öðram verkalýðs- félögum. í Reykjavik er til dæmis annað verka- lýðsfélag álíka stórt ef ekki stærra en Dagsbrún. Það er Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Allir Dgsbrúnarmenn og félagsmenn í öðrum verkalýðs- félöguim vita hver er munurinn á þessum tveimur félögum og þess vegna er leitað til Dagsbrúnarfor- usfunnar fremur en annarra félaga í mörgum til- vikum. Það stafar af því að almenningur á Reykja- víkursvæðinu veit að forusta Dagsbrúnar er traust og til þess vísust að greiða úr hvers konar vanda- málum. En vegna þessara starfa Dagsbrúnar- stjómar hafa ýmis konar félagsmál setið á hakan- um. Úr því verður að bæta, en það sern skiptir meginmáli er að grundvallarstefnan er rétt smærri gagnrýnisatriði era þar hliðarvandamél sem ekki er rétt að móta afstöðu sína eftir. Það vita allir stéttvísir verkamenn. fljóðviljinn hvetur alla Dagsbrúnarmenn til þess að fjölmenna á kjörstað í Dagsbrún til þess að kjósa A-!istann; lista stjórnar og trúnaðiarráðs. Verið minnugir þess að sameinuð fylking að baki forustumanna Dagsbrúnar rnun enn geta unnið "mikla sigra. Sundrang er verkamönnum háska- ieg. ísilenzk sj ávarpláss hringinn í kringum landið, þau byggja tilveru sína fyrst og fremst á ‘sjávarafla En þrátt fyrir þess;a ótvíræðu staðreynd þá eru skólamál og skólafræðsla þess- ara staöa • algjörlega slitin úr ölluim tengslum við þann grundvöll s^m lif fólksins og tilvera byggisit á. Hér eru sikólayfirvöld landsins á algjör- um villigötum og enganveginn hlutverki sínu vaxin, við fræðslu á uppvaxandi kynslóð. Hér á íslandi ætti að veita einhverjia fræðslu um undir- stöðuatvinnuvegina strax í efstu bekkjum bama®kóla og upp í gegnum hig almenna skólakerfi. Þessi vönfcun í skólakerfinu stuðiar að frá- hvarfi frá okkiar lífsnauðS'yn- legustu atvinnuvegum og mö'guleikium þeiira fyrir ein- staklinginn og þjóðina. Ef við ætlum okkur að búa sem sjálf- stæð þjóð á íslandi í framtíð- inni, þá er fyrsita skilyrði sem fullnægja þarf og fuilnægja verður, að fraéða uppvaxandi kynslóg um undirstöðuatvinnu- vegi okkar og möguieika þeirra. Myndin Skóiamál og sjávarútvegur ern á dagskrá í fiskimálum Jóhanns J. E. Kúlds í dag. er frá Stykkishólmi. Skólamál sjávarpláss Skólakeríið þarf að verða í sem nánustum tengslum við þa'ð líf sem í landinu er lifiað. En það er nú eitthvað annað, en að það sé þannig uppbyggt. Það er fyrst og fremst sjávar- útvegurinn sem atvinnu'grein, en undirstaða hans er sgó- mannastéttin, sem leggur fram beint og óbeint (ag stærsta hluta) þá miklu fjármuni sem í skólakeríið bafa farið og fara. Hér fer ekkert á milli mála. Þó er það svo að æðri menntun á fslandi hefur al- gjörlega sniðgengið þarfir sjávarútvegsins, um það vi'tn- ar deildaskiptingin innan Há- skólans. Þar er fátt sem minn- ir á sjávarútveg og sérþarfir hans. Stofnun fiskiðnaðarskól- ans á s.l. hiausti er spor í rétta átt En það þarf meira ag gera. en að stofnsetja slík- an skóla, það þarf líka að búa honum fullkomna aðsföðu til kennslu en það hefur ekki verið gert eimþá. En eins og ég tók fram hér að framian, þarf að hefja kennslu í at- vinnusögu landsins strax í efri bekkjum bamaskólans og upp í gegnum skyldunámið. í gegn- um þessa fræðslu mundi upp- vaxandi kynslóð öðiast nýja innsýn og nýjan skilning á þýðingu sjávarútvégs á fs- landi, sem nú vantar, sökum þess ag fræðsluyfirvöld lands- ins hafa ekki gert sér grein fyrir þýðingu þessa máls. fram að þessu. Hér er stórt verkefni fyrir hinn nýja mBnntamálaráðherra. Magnús Torfa Ólafsison, sem kominn er af forvígismönnum bænda og sjósöknara í ættir fram, að marka nýja stefnu í skóliamálum sem væri meira í samræmi við þarfir landsdns og þess lífs sem í land'inu er lifað. Það er ekki nokkur vafi á því, að nnenningarleg upp-^ byggins okkar þjóðfélags á ^ bverjum tíma er bundin getu u n d i r stöðua t vinn uvega okkar. Og fram að þessu hefur orðið að sækja það fjármagn að | stærsta hluta tíl sjávarútvegs- j ins og svo verður í náinni framtíð Undirstöðufræðsla um þarfir, getu og möguleikia þessa Sængurfatnaður HVfTUK OG MISLITUR LÖK KODDAVER GÆSADÚN SSÆN GUR ÆÐARDÚNSSÆNGUR SKÓLAVÖRÐUSTfG 21 íiskimál yeftir Jóhann J. E. Kúld, atvinnuvagar er því ekkert einkiamál sjávarútvegsims, held- ur þjóðarimnar allrar og í sam- ræmi við það, þarf að undir- bú.a þetta mál Sjávarútvegsráð- herra Noregs stóð við ummæli sín um E.B.E. Mér kom það engian veginní á óvart þegar útvarpið flutti þá fregn. að Knut Hoem sjáv- arútvegsráðherra hefði sagt af sér, sökum ágreinings um inn- gönguskilyrðin í Efnabags- bandalagið. Á lamdsiþinginu í Norges Fiskarlag á s.l. hausti í Þrándheimi var inmgangan í bandalagið tii umræöu og tals- vert hitamál á þinginu. Þeir sem barðastir voru í andstöð- unni gegn bandalaginu vildu þá strax láta siíta samning- um við bandalagið um inn- gönguna. Meirihlutinn vildi sjá. hverju hægt væri að ná gegn- um samnimgana, en setti það sem ófrávíkjanlegt skilyrði ef til samninga yrði gengið, að Norðmenn héldu 12 míln.a landhelgi fyrir sig eina um alla framtíð Sj ávarútvegsrá'ð- berramn lýsti sig samþykk'an þesisu sjóniarmiði og kvaðst ekki mundi samþykkja samninga nema tryggilega væri frá þessu gerngið. Afsögn ráðherrans er því í algjöru samræmi við um- mæli hans á þinginu og þau loforð sem bann gaf þar. Að hans dómi, er ekki trygigt að Norðmenn haldi 12 mílna land- helgi fyrir sig eima, a.g 10 ár- um liðnum. Knut Hoem er frekar ungur miaður og lögfræðdnigur að menntun Hann var áður starfs- m'aður og lögfrseðilegur ráðu- mautur hjá Norges Fiskarlag. Það er ekki ótrúlegt, að þessi orðheldni Hoems og endanleg afsfaða hans til Efnabagsbandia- lagsmálsins, muni styrkja stöðu hans hjá sjómönnum og út- vegsmönnum í Noregi, en um leið mun þessi afstaða skerpa þær andstæður sem fyrir voru í norsfca Verkamannafiokkmum í afstöðunni til inngöngunniar í Efn ahagsban daliaei ð. Þá verður að telja afsögn ráðherrains áfiall fyrir þá siem harðast sækja ixmgönguna og viljia fóma talsiverðu fyrir hana ef á þarf að halda Það er haft fyrir satt, að allir stjórxunálaflokkar í Noregi séu skiptir í skioðunum á þessu rnáli, uitan flokkur Bortens fyrrverandi fiorsætisráðberra, sem talinn hefur verig sitanda einhuga giegn inngöngunni. Um endanlega afstöiðu norsku þjóQarinnar til málsins ríkir aLgjör óvissa nú. en hún mun koma fram í þjóðaratkvæða- greiðslu sem fram fer um málið. Úrslit þeirrar atkvæða- greiðslu eru ekki lagalega bind- andá fyrir Stórþingið og rík- isstjómina. En miargir telja ag úrslit atkvæðagrei'ðslunn'ar hjá þjóðinni ráði" nrálinu til lykta, þrátt fyrir það, þar sem engínn þingmeirihiuti mundi voga, að vdrða þjóðarviljia að vettugi. ©3© SemiBÍLASrÖÐINHf BÍLASKOÐUN & STILLING Skulagótu 32 MÓTORSTILLINGAR ' Ú:! , l jQSA.STlLllMGAR Latiö stilla i tima. 1 Þliot og örugg. biónusta. I ' W&fíM Tilso Sólaðir NYLON hjólbarðar til sölu. SUMARDEKK — SNJÓDEKK Ýmsar stærðir ó fólksbíla ó mjög hagstæðu verði. Full óbyrgð tekin ó sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. ÁRMÚLA 7 SÍMI 3050! REYKJAVÍK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.