Þjóðviljinn - 04.02.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.02.1972, Blaðsíða 1
Föstudagur 4. febrúar 1972 — 37. árganguT — 28. tölublað. Þjóðfrelsishreyfingin ber fram nýjar friðartillögur PARÍS 3/2 — ÞjódfrelsishTeyfinjg Suður-Víetna’t'ns lagði í dag fram nýjar friðartillögur. Leggur hún til að all'ir banda- rískir stríðsfangar verði Mtnir lausir um leið og banda- rískur her hverfur úr Mndinu, og býðst til að hef ja samn- ingaviðræður við Saigonstjómina um leið og Ngyen Van Thieu hverfur úr forsetastóli. Tillaga þessi var lögg fram á 143_ fundi styrj aldaraðila í Farís í dag. Áætlun Þjóðfrels- ishreyfingarinnar nýtur stuðn- ings stjómar Norður-Víetnams. Talsmaður Þjóðírelsisihreyfing- arinmar sagði við fréttamenn óð- ur en hann gekk á fund í dag, að aðalatriði tillaignanna væru tvö. Annað er að Bandaríkin á- kveði hvenær endanlega sé' lok- ið brottfluitningi herliðs þeirra frá Víetnam og hitt er að Thieu verði látinn víkja nú þegar og Saigonstjómin breyti 'Jm stefnu. Muni þá allir bandarískir stríðsfangar látnir lausir, einn- ig þeir flugmenn sem í haldi eru í Norður-Víetnam. Þá muni og Bráðaibirgðabvltingarstjómin fcaka upp v ‘ -ður við Saigon- stjómina. Fuii rúinn neifcaði því, að Þjóðfrelsishreyfingin hefði átt viðræður við Saigonstjómina með leynd eins og Ngyen Van Thieu hélt fram . fyrir skömmu. í áætluninni er gert ráð fyr- ir kosndngum í landinu til þings, .sem muni ganga frá nýrri stjóm- arskrá. Forsenda fyrir gamkorau- lagi við Saigonstjómina er sögð sú, að hún liáti lausa alla þá sem handteknir hafa verið af pólitískum sökum, hætti svo- niefndri „friðunarstefnu*’ með niauðungarflutningium fólks til víggirtra þorpa. ★ Fréttaskýrendur benda á. að þessi áætlun feli í sér nokkra tilslöfoun frá fyrri tillögum Þjóð- frelsishreyfingarinniar. Á’ður hafi hún sjálf viljað áfoveða, hvfenær bandarísikrar her yrði , ó brott og að mynduð yrði stjóm í Suður-Víetnam á alveg nýjum grundvelli — en nú eru Banda- ríkjamenn látnir um að ákveða dagsetningu og þess krafizt að Thieu forseti einn segi af sér. Getraunamálið: Húsvíkingurinn fær sitt! Sjálfsagt muna allir eftir úlfa- þytinum sem varð í haust er leið, þegar Húsvíkingurinn Bald- ur Karlsson hafði 1 seðil með 12 réttum og 6 seðla með 11 rétt- um og vann samkvæmt þvítæpa hálfa miljón í getraununum. Forráðamenn gctrauma stöðvuðu afhendingu vinningsins vegna þess að seðlarnir bárust ekki á réttum tíma að þeirra mati og létu fara fram lögreglurannsókn á því hvort hér hefði verið um nokkurt svindl að ræða. Nú hefur komið í ljóis að svo er eikiki, eins og raranar Baldur hélt fram allan tímann, og Ihef- ur honum nú verið tilkynnt að bann fái vmninginn afihentan og auglýsing því til staðfestingar er í Þjóðvilj’anum í dag. Við höfðum samband við Baldur í gær og var hann að vonum kátur yfir málalokunum. Morður-írland: Mótmælaganga á suanudag- inn þrátt fyrír bann Breta BELFAST 3/2 Kaþólskir menn á Norður-lrlandi ætla að fara í kröfugöngu á sunnudag fyrir mannréttindum sínum í borginni Newry við landamæri Irska lýð- veldisins eins og þeir höfðu á- formað, enda þótt Bretar hafi bannað gönguna. Þafl var í hlið- stæðri göngu sem brezkir her- menn drápu 13 manns í London- derry sl. sunnudag. Brezka stjómi'n hefur tiiky'nnt, að hún muni beita herliði til að stöðva þessa göngu og í gær- kvöldi bað hún káþólsfoa kirkju- höfðingja að beita áhrifum sín- um til að fá henni aflýst. Búizt er við því, að um 30 þús. manns muni tafoa þátt í göngunnl í Newry, sem er 20 km. fró landa- mærunum. BYamihald á 9. síðu. MATTl TSL SÁTTA Á fundi BSRB í HáskóM- bíói í gærkvöld kvaddi Lúðvík Jósepsson ráðh. sér hljóðs utan dagskrár. Hann gerði kjaradeilu rík- isstjórnarinnar og BSRB að umtalsefni og hvatti til sátta í þeirri deilu sem fyrst. Sjá nánari .frásögn af fundinum á 3ju síðu. Fischer kominn til íslands — Ég vissi þetta alltaf, en mér hefur leiðst hvað þetta hefur dregizt, en nú er þessu lokið og fargi af mannd létt. — Og hvað ætlar þú nú að gera við summuna? — Ja, ætli maður kaupi sér ekki bil, ég er búinn að byggja og sjálfsaigt getur maður þá einnig losað sig úr lauisasfould- um, en alla vega kemur þetta sór mjög vel. — Hefur þú unnið nokknð síð- an í getraumuvum. Baldur? — Já ég er búinn að vinna þrisvar síðan þetfca gerðist. Fyrst strax næstu helgi á eftir var ég með 11 rétta og tvívegis eftir það hef ég verið með 11 rélta, en þá voru mjög margir með 11, svo vinningurinn var litUl. En þá tippaði ég etftir sanna kerfrnu og stóri vinninigur- inn vannst á, því eins og ég hef óður sagt gefur það miklla möguleiika, þótt maður vinni etf til vffl ekki svona risavinning aftur eins og geiðist þama í haiust, sagði Baldur að lofoum. — S.dór, HVAD GERIST? Bandaríski skáksnillingur- inn Bohby Fiseher kom til landsins í gær með Loftleiða- vél, en hingað kom hann frá Hollandi ásamt fylgdarmanni sínum, Edmondson, sem er forseti bandariska skáksam- bandsins. Þótt við eldri • fréttamenn séum orönir ýmsu vanir, þá hleypur nokkurt kapp í kinn þegar svo frægur maður birt- ist aUt í einu, og þá ekki sízt vegna þess ad það er ósk flestra, ef ekki allra Islend- inga, að Fischer og Spasskí keppi hér um heimsmeistara- tignina. Fischer kom mcr nokkuð öðruvísi fyrir sjónir en ég átti von á. Hann er myndarlegri og strákslegri, hærri og sterk- legri en ég átti von á. Hon- um leið auðsjáanlega hálfilla þegar. blaðamenn og ljós- myndarar flykktust um hann, hann snerist mikið á hæli og var ekki kyrr eina sekúndu. Þegar öll hersingin var kom- in inn í flugstöðvarbygginguna settist hann niður og greip hvert blaðið og áuglýsinga- bæklinginn á fætur öðrum, blaðaði hratt í þessu og henti síðan frá sér, gaut augunum við cg við framan í ljósmynd- arana. Hann talaði fyrst við Guðmund Þórarinsson, sem mun fylgja honum á ferðum hans um Reykjavík, og reyna að fá hann til að fallast á að tefla hér. Hann spurði Guðmund um Friðrik Ölafs- son og Guðmundur fræddi hann á því að hér væri inn- an tíðar að hefjast alþjóðlegt skákmiót með þátttöku er- lendra skákmeistara og Fisch- er vildi vita hverjir þcir væru. Hann lyfti brúnum þegar Guðmundur nefndi Stein. Hann baðst undan viðtali við fréttamenn þar til siðar, en féllst þó að lokum á að svara einni spumingu útvarpsins, sem reyndar urðu fleiri. Hann færðist undan að segja nokk- uð ákveðið um líkur fyrir því að einvígið yrði haldið hér, það væri í bland peninga- spursmál og spursmál um veðráttu og aðstöðu. Hann kvaðst ekki ákveðinn í hvað hann heföi hér langa viðdvöl, kannski færi hann á laugar- dag, kannski á sunnudag, en hingað hefur Fischer komið áður, árið 1960. Þá var spurt hvort Rússar hefðu rétt fyrir sér er þeir segðu að hann hugsaði bara um pcningahlið- ina. Fischer brosti eilítið vandræðalega, en lagaði stöð- una nicð því að segja: Þeir eru alltaf að ásaka mig um eitthvað! Þegar hann síðast . var spurður að því hvort hann ætlaði ekki að vinna Spasskí, Fischer: spursmál um peninga. veðráttu og aðstöðu. Edmondson hvíslar einhverju að Guðmundi Þórarinssyni um leið og hann hafði fast land undir fótiun. Hvað sagði hann? —- (Ljósm. SJ). sagði haim án yfirlætis: Ég býst við því. Fischer virtist feginn þegar farangurinn kom, hann vildi auðsjáanlega losna undan þessu fargi, en það skal skýrt tekið fram að hann var allan tímann kurteis. A meðan Fischer nældi í töskur sínar, bað Edmondson Sigurð Magn- ússon, blaðafulltrúa Loftleiða, að koma sér til Moskvu sem allra fyrst, og það skipti engu máli hvaða flugfélag ætti í hlut — þangað yrði hann að drifa sig sem fyrst og eigi síð- ar en á laugardagsmorgun. Þess skal að lokum getið að Guðmundur Þórarinsson, forseti Skáksambandsins, taldi að við værum mjög „hcitir“ i þessu máli en aðal áhyggju- efnið væri samningar um sjónvarpsréttindi. — SJ. BODA VERKALYÐSFELOGIN TIL VERKFALLA VEGNA SÉRKRAFA ? ■ V’iðræður um sérkröfur verkalýðsféMga í Mndinu ganga stirðlega við vinnu- veitendur. Svo er einnig um sérsamninga fyrir verkafólk á stórum vinnustöðum eins og í Áburðarverksmiðiu rík- isins og á benzínstöðvum ol- íuféMganna. - ■ Er allt útljt fyrir að þess- um viðræðum burf i að skjóta til sáttasemjara og verkalýðs- félögin neyðist til þess að boða vmnustöðvanir á næst- unni. I gse rim'OirigiUTi var , s aitrminiga- íundur um almiennar taxtatil- færslur í verfoalýösfélöguim. Var danfiega tekið unddr að flytja einstaka starfsíhópa milli kaup- taxta. Geta þessar tilfærslur milli kaupfcaxta verði veigamiiklar kjarabætur fyrir verfoafólk. I sérsamningum gengur stirt að semja um atriði eáns og vaktaólaig, aldurshækkamir og taxtatilfærslur. Eru í gangi slík- ir samnimigar fyrir starfsifólfo í Áburðarverksmiöju ríkisins, MjóOkunsamisölliuinni og á bensín- stöövum olíufélaganna. Fram nð þessu hafa aðeins femgizt álcveðn- ar niðursfcöður um framkivæmd vinnutímastjfttrngarinnar á jþess- um vinmustöðum. í fyrradag var lingu á afgreiðslustöðvuim flug- þamnig samið um vinnutírnastytt- I vélaibensíns. — g.m. Q í blaðinu í dag er sagt frá hermangi Ein- ars Þ. Matthiesen í Hafnarfirði, Olíuverzl- unar íslands h/f (BP) og Egils Vilhjálmsson- ar h/f. Auk bess er sagt frá tveimur öðr- um viðskiptaleyfishöf-). um. SJÁ BLS. 7.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.