Þjóðviljinn - 03.03.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.03.1972, Blaðsíða 3
■i.fir •íimi^éíwíi ©SfcáaðaiSœ—S.- marz 1972 —> ÞiJííÆJVIIaJrNIN — SlQA 3 Miðað við taxta Dagsbrúnar eru landbúnaðarvörur nú ódýrari beldur en í tyrru BlaSinu hefur borizt meðfylgjandi amanburður á smásöluverði nokkurra landbúnaðarvara 1. marz sl. og 1. marz 1971 miðað við kaupgjald á sama tima. Upplýsingar þessar eru frá upplýsingaþjónustu landbunaðarins. Á eftir þessum upplýsingum fylgir fréttatilkynning frá sömu stofnun landbúnaðarins um hækkanir þær sem nú nýlega hafa orðið á landbún- aðarafurðum. „Samanburður á smásöluverði nokkurra landbúnaðarvörutegunda og al- menns kaupgjalds 1. marz 1971 og 1. marz 1972. Miðað við IV. taxta Dags- brúnar 1971 og samsvarandi taxta nú. Reiknað er ut hve margar mínútur þurfti að vinna fyrir 1 kg. af nokkrum vörutegundum:: 1/3 1971 1. Mjólk í heilhyrnum __________________ 2. Rjómi í lausu máli___________________ 4. I.fl. smjör ________ —_________—_____ 5. Ostur, 45% ............... 6. Ostur, 30% í heilum og hálfum st. 7. Súpukjöt, 1. verðflokkur .... 8. Beil læri, 1. verðflokkur .... 9. Heilir skrokkar, 1. verðflokkur 10. Kótelettur .................... 11. Saltkjöt ...................... 12. Hausar, sviðnir ___________ 10,62 min. 80,78 — 27,07 — 90,27 — 164,57 — 102,77 — 77,77 — 90,27 — 68,95 — 104,14 — 95,13 — 58,26 1/3 1972 8,22 m ní. 75,10 — 23,25 — 93,57 — 105,48 — 70,04 — 85,63 — 97,31 — 77,30 — 110,70 — 102,08 — 58,47 — Samtals 970^5 mín. 907,15 mín. Teknir eru 6 vöruflokkar mjólkurvara og 6 vöruflokkar kjötvara, þeirra sem verðlagðar eru í smásölu. Samtals þurfti þvi 970,5 mínútur hinn 1. marz 1971 til. að vinna fyrir því vörumagni umræddra vörutegunda, sem nu þarf 907,5 mínútur til að vinna fyrir." II. „Vegna ummæla í blöðum um nýorðna verðhækkun á landbúnaðarvör- um þykir rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Verðhækkanir þær, sem urðu á nokkrum landbúnaðarvörum 1. jan. sl. stöfuðu eingöngu af lækkun á niðurgreiðslum rikissjóðs og eru þvi óvið- komandi buvöruverði til bænda. 2. Hækkanir á búvöruverði, sem urðu 1. marz s.l. stöfuðu eingöngu af hækkun almenns kaupgjalds lögboðinnar styttingar vinnuvikunnar og nokk- urri krónuhækkun álagningar á magn vöru, en sú hækkun er einnig afleið- ing kaupgjaldshækkunarinar I vetur. 3. Um hækkanir þessar var farið að landslögum og þær voru sam- þykktar ágreiningslaust af fulltrúum neytenda og framleiðenda í sexmanna- nefnd. Þess má einnig geta, að þeir, sem sömdu um kaupgjaldsmálin í vetur, hljóta að hafa gert sér fulla grein fyrir þeim þætti afleiðinga hinna nýju kaupgjaldssamninga, sem nú koma fram sem hækkun á búvöruverði. Þar er eins og fyrr segir farið að larldslögum sem gilt hafa í nær 25 ár og áhrif búvöruverðhækkana á kaupgjaldsvísitölu eru með sama hætti og verið hefur siðustu 20 árin. 4. Rétt er að benda á, að eins og jafnan fyrr koma kauphækkanir eftir á til bænda og eru því afleiðing en ekki orsök almennra kauphækkana. Til skýringar á þeim hækkunum, sem urðu 1. marz s.l. er hér birt skrá yfir verðlag nokkurra algengustu búvara fyrir og eftir hækkunina. Smásöluv. Nýtt Hækkun 29/2 ’72 verð kr. % 1. Mjólk í liters hyrnum .... 12,60 14,50 1,90 15,1 2. Rjómi í% hyrnum 30,90 33,90 3,00 9,7 3. Skyr ..... 38,00 41,00 4,00 7,9 ,4. Smjör 165,00 27,00 19,6 5 Ostur 45% feitur ... 167,20 185,80 18,60 11,1 6. Ostur 30% ... 140,20 154,50 14,30 10,2 7. Súpukjöt, framp. og síður ... 131,30 151,00 19,70 15,0 .8 Lærl 149,40 171,60 22,20 14,9 9. Hryggir 153,40 176,20 22,80 14,9 10. Kótelettur .„ 195,20 25,20 14,8 11. Hjörtu og nýru 111,60 126,60 15,00 13,4 12. Lifur 190,50 22,50 13,4 13. Svið 103,10 12,10 13,3 14. Kartöflur í 5 kg. pokum ... 76,00 87,00 11,00 14,5 Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Islands er áætluð kaupmáttaraukrH'ng verkamannalauna gagnvart landbúnaðarvörum eins og þær eru í vísitölu framfærslukostnaðar 3—5% frá 1/3 1971 — 1/3 1972." Hj úkrunarkonur Hjúkrunarkoriur ósikast á ýmsar deil-dir Borgarspítal- ans, einnig óskast hjúkrunarkona á næturvakt í hhita úr starfi. — Upplýsingar geflur forstoðukona í símia 81200. Reykjavik, 2. 3. 1972. Borgarspítalinn. 17 AÐILAR TAKA ÞÁTT í ÁTTUNDU KAUPSTEFNUNN! Útstillingardaman Krla Júlíusdóttir unni í gær (Ljósm. A.K.). Vorkaupstefnan íslenzkur fatn- aður hefst í dag í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Það er nú orð- inn siður hjá félagi íslenzkra iðn- rekenda, að halda kaupstefnur vor og haust og hafa þær verið vel þegnar af þeim sem þær eru ætlaðar, þ.e.a.s. innkaupastjórum og kaupmönnum víðsvegar að. Þetta er áttunda kaupstefnan4> sem FÍI gengst fyrir og njóta þær sívaxandi vinsælda, enda mjög hentugt fyrir kaupmennina og innkaupastjórana að kynnast á einum og sama stað þeim vörum, sem á boðstólum eru hverju sinni, í stað þess að þurfa að heim- sækja hin fjölmörgu fyrirtæki sem þeir skipta við. Að sögn Pálínu Jónmundsdótt- ur, sýningarstúlku, þá er t. d. fatnaðurinn sem sýndur er að þessu sinni fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og kvaðst Pál- ína vera mjög ánægð með þessa íslenzku framleiðslu. Tízkusýningar verða fyrir inn- kaupastjórana og kaupmennina daglega, en Kaupstefnunni lýkur n.k. sunnudagskvöld á Hótel Sögu og verður sú sýning opin almenningi. — rl. Lakk fyrir 55 miljónir til Sovétríkjanna Nýlega undirritaði málninga- verksmiðjan Harpa hf. samn- ing um sölu á 1000 tonnuim af hvítu lakki, eða 5000 tunnur. Hér er um samskonar lalck að ræða og verksmiðjan seldi í fyrra, en nokkuð hærra verð fékkst nú. StyBja viBleitni íslands til ai tryggja sjávarútveg sinn Helsinki í gær. Frá blaðamanni Þ.ióðviljans Guðgeiri Magnús- syni: Veður var kalt og bjart hér í Helsinki er forseti íslands hr. Kristján Eldjárn og frú kornu hér með fylgdarliði á hádegi að finnskium tíma. , Á flugvellin.um voru saman- komnir um fimmtíu fyrirmenn úr finnsiku þjóðlífi. fremstir í fylkingu Kekkonen Finnlands- forseti, Sukselainen, forseti þjóðþingisins, Paasio, forsætis- ráðiherra og aðrir ráðherrar í hinni nýju ríkisstjóm. Enn- fremur sendiherrar erlendra ríkja. Þjó'ðsöngvar beggja landa voru leiknir, fjórar þotur úr finnska hemum fliuigu yfir völl- inn og 200 hermenn úr fininska hernum stóðu heiðursvörð. Þá blöktu íslenzkir og finnskir fán- ar á flugvellinum. í dag, á fyrsla degi heim- sóknarinnar, heimsótti forset- inn minnismerki óþekkta h-er- mannsins og lagði blómsveig á gröfina. Var þafl mjög hátíð- leg a'thöfn. Þá tók forsetinn á móti er- lendnm sendiherrum í Helsinki í forsetahöllinni og átti m.a. langar viðræður við sendiherra Kinverska alþýðuilýðve-ldisins, í kvö-ld stóð veizla í forseta- höllinni. Þar fluttu bá'ðir for- setamir ræður. Forseti Finn- lands, Kekkonen. sagði m.a.: „Eigi nokkur þjóð rétt á að dra-ga fæðu sína úr ajónum, þá á íslenzka þjóðin það. Það er réttur sem nútímatækni og stj óm.málaþróun skal ekki fá að hnekkja Með þetta sjónar- mið í huga hefur Finnl-and af mikilli samúð fylgzt með viðleitnj íslands til a*ð tryggja höfuða-t- vinnuvegi sínum sjávarútveg- inum örugga framtíð. Finnland mun styðja þes®a viðleitni á ailiþjóðavettvangi inna-n þeirra marka sem raunhæfar aðstæður þess leyfa. Menningararfuri'nn, hinn norræni þáttur og harð- ger náttúra eru ekki einu bönd- in sem t-engja ísland oa Finn- land. Bæði þessi lönd hafa mátt reyna að aukning alþjóðlegrar s-amvinnu og tilkoma æ um- fangsmeiri samsteypna á sviði stjórnmála og viðskipta hefur einnig sánar neikvæðu hliðar. Þegar um er að ræða hundruð miljóna manna og þjóðarfram- leiðsin sem nemur hundruðum milj-arða er auðvelt að ryðja til hliðar litlum þjóðum, eink- um þeim þjóðum sem lítið ber á. Lítið Land verður sjálft að gæta a<5 og verja hagsmuni sina í síbreytilegum heimi. Þessa reyns-lu ei-ga ísland og Finnland sameiginlega Ég er hins vegar sannfærður um að unnt sé að sigrast á þeim erf- iðleikum sem mæta sm-áþjóðum í d-ag. Þróun sem stefnir að slökun á spennu og æ raun- hæfari og friðsamlegri sam- gkiptum, ein-kuwi í Evrópu vek- ur von um að lífsskilyrði sm-á- þjóð-a h-afi einnig batnað til muna. Er vér gaumgæfum alþjóða- þróun eftirstríðsáranna sjáum við okkur til ánægju, að hið svokallaða kalda stríð milli stórveldablokkanna er á undan- haldi. í stað þess er komin sam- vinna sem einmitt nú er að stíga fyrstu reikandi sporin. Margar smáþjóðir, þar á með- al ísland og Finnland hafa aldrei hagað pólitik -sirmi sam- kvæmt takmörkunum eða regl- um kaldia striðsins. Tilgangurinn með friðá'T-1 óg samvinnuráðstefnu Evrópu sem við erum nú að undirbúa er einmitt trygging friðarins og bæði fsland og Finnland vinna heils hugar og a-f trúleik-a að því að byggja upp þessa ráð- stefnu Dr. Kristján Eldjám hélt því næst ræðu og sagði m.a.: Báðar haf-a þesisar þjóðir þurft að heyj-a langa og þraut- seiga baráttu fyrir þjóðlegum rétti sínum, fyrir pólitískra sjálfstæði og menningarlegum gru-ndvelli sem gerir hverja þjóð að þjóð. Og sá árangur baráttunnar sem nú blasir við í löndunum báðu-m sem stað- reynd, ber á sinn hátt vitni um svipaða þróun, þrátt fyrir aLL-t- sem ól'íkt er. SAMÞYKKT ÚTVARPSRÁÐS ENN HJÁ ÚTVARPSSTJÓRA Samþykkt útvarpsráSs um könnuti á ólögmæti sjónvarps- sendinga bandaríska liersins á Keflavíkurflugvelli, hefur ekki enn hafið langa boðgöngu sína gegnum frumskóg embættis- mannakerfisins, en samkvæmt heföinm er fyrsti dvalarstaður samþykktarinnar hjá útvarps- stjóra. Þaðan á hún að fara tri menntamálaráðuney thri ns, sem sendir hana væn-tanlega til utan- ríkisráðuneytisios, sem svo mun fella úrskrrrð í málinu, eða taka ákvörðun um framvindu J>ess. í fyrradag var samþykktin ekki komin lengra en til útvarps- stjóra, en eftir því sem liann tjáði blaðinu, á eftir að ganga formlega frá samþykktinni. Með form-Iegum frágangi er átt við undirskriftír úmrpsráðs- manna undir fundargerð þess fundar, sem samþykktin var gerð á, en að sögn útvarpsstjóra eru slíkar undirskriftir á fund- argerð ekki framkvæmdar fyrr en á næsta fundi frá. Sagði útvarpsstjóri að nú færi að koma að því, að form- lega yrði gengið frá samþykkt- inni og þar af leiðandi yföi hún send menntamálaráðuneytinu nú næstu daga. Á það skal bent hér, að mál þetta er löglega samþykkt eftir atkvæðagreiðslu um málið í út- varpsráði og bíður því aðeins framkvæmdar, og um hártog- un af hálfu úmrpsstjóra er að ræða þar sem hann talar um að ekki sé formlega gengið frá þessari samþykkt. Blaðinu er kunnugt um það, að tíðkazt hef- ur í útvarpsráði að safna saman allmörgum fundargerðum, sem síðan hafa verið undirskrifaðar allar í senn. Virðist hér fundin skýring á því hversu frarn- kvæmd sumra mála gengur hægt fyrir sig hjá framkvæmda- aðilum opinberra stofnaoa, því víða eru hálmstráin að hanga í. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.