Þjóðviljinn - 03.03.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.03.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 3. marz 1972 — í>JÓÐVILJHSTN — SÍÐA 0 Isfírðingar bjóða uppá beztu skíðalyftuþjónustu landsins LANDSLIÐIÐ MÆTIR HSV Vestur-l)ýzka liöið HSV sem kemur til landsins í boði Víkings í dag, leikur sinn fyrsta leik í kvöld og mætir þá landsliðinu okkar og fer leikurinn fram í Hafnarfirði. Á undan íeiknum fer fram forleikur, og hefst hann kl. 20.15. en strax á eftir byrjar leikur HSV og landsliðsins. Þátttaka landsliðsins í Vík- íngsmótinu er einhver bezta æfing sem íslenzka landslið- ið gat fengið áður en þaö held- ur til Spánar, þar sem það tekur þátt í undankeppni OL 15. til 25. marz. Þama mæt- ir landsliðið m.a. tveimur mjög sterkum erlendum fé- lagsliðum í mótinu, og hlýtur það að vera betri æfing fyr- ir liðið en æfingaleikir við ís- lenzku félagsliðin eins og oft- ast hefur orðið að notast við í æfingum landsliðsins. Menn eru yfirleitt bjartsýnir á að landsliðið standi sig vel þeg- ar tíl Spánar kemur og væri óskandi að só bjartsýni hefði við rök að styðjast, en við fáum að sjá það í leikjum þess gegn HSV í kvöld, og síðan á morgun þegar liðið mætir Gottwaldov, hvers vænta má af landsliðinu í Spánarferðinni. Þýzka liðið HSV kemur eins og áður segir til lands- ins í dag. Þetta Iið er eitt af beztu liðum V-Þýzkalands í handknattlcik og má í því sambandi benda á að liðið varð í 3. sæti í 1. dcildar- keppninni þar í landi í vetur. Næst á undan því, cða í 2. sæti. varð hið fræga lið Gum- mcrsbach. Þjóðverjar eru meðal beztu þjóða heims £ handknattleik. Þeir urðu í 5. sæti í síðustu HM, svo það þarf nokkuð til að hreppa 3. sætið í 1. deild þar í landi. En látum lokið getgátum um styrkleika liðsins, við fáum að sjá það gegn landsliðinu i Haifnarfirði í kvöld. — S.dór. ÍBÚÐ ÓSKAST Óska eftir tveggja eða þriggja herbergja íbúð, sem er laus nú þegar. Vinsamlegast hringið í síma 23821. Skíðafélag Isfirðinga bauð forseta bæjarstjómar Isafjarð- ar, fréttamönnum og fleiri til kaffidrykkju í Skíðheimum, skíðaskála félagsins á Selja- landsdal s.l. laugardag í tilefni af því að fyrir nokkm hefur verið tekin í notkun ný skíða- lyfta. Eldri lyftain, sem þama er, var keypt 1967 frá fýrirtækinu POMAGALSKI í Frakklaindi og var reist þá um haiustið. Hún er 1000 metrar á lengd og hæð- armunur 200 m. Um þessia lyftu sagðd Guðimundur Sveinsson, fdrmaður skíðalyftuinefndar f ræðu, sem hann flutti við þetta tækifiæri: „Hefur hún, (þ.e. skíðaiiyftan) verið mijag vinsæd og stórauk- ið skíðaferðir á Seiljalandsdal og iðkun skíðaíþróttarinnar þar þæði af íslfirðingum og öðrum. Þó þar sóu góðar skíðaþrekkur fyrir hinn almenna skíðamann og byrjendur líka, var strax ljóst. að lefkndr sikíðanuenin og kepipnismenn þurftu að fá hærri lyftu og braittari og var ail'ltalf vonazt til að að því kæmi síðar. Nú hefúr sú von rætzt og er það fyrr en flesta grun- aðd“. Síðan lýsti Guðmundur und- irbúningi skíðalyftukaupanna. Leitað var, tilboða og eftír ná- kvæma yfirvegan var áikveðið að taka tiilboði frá norsku fyr- irtæfci, A/S Anleggstransport í Osdo. eftir að það hafði lækkað fyrri tilboð sín, og lytftan keynt þaðan. Kostaði hún 175.000,00 norskar krónur. Fjáröflun Næst var svo að afla fjár til kaupanna. í þeim erindaigjörð- um fóru þeir Sdgurður Jónsson og Guðmundur Sveinsson á veg- um sikíðalylfltunefndar til Rvík- ur og raeddu þar við framá- REYKJAVIKURBEILD RAUÐA KROSS ÍSLANDS Ávana og fíkniefni OG ÞJÓÐFÉLAGSVANDA- MÁL SEM SKAPAST AF NEYZLU ÞEIRRA VERÐA RÆDD Á ALMENNUM FRÆÐSLUFUNDI. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 4. marz kl. 14,00 í Domus Medica við Egilsgötu. Frummælendur verða: Ezra Pétursson, geðlæknir frá New York. Dr. Jón Sigurðsson, borgarlæknir Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri Ásgeir Friðjónsson, aðalfulltrúi lögreglustjóra. Að inngangserindum loknum verða um- ræður og fyrirspumir. Allir áhugamenn um þessi mál eru velkomnir á fundinn Skíðlantlið osr skíðalyfturnar á .ísafixði. er stoll aJIra - bæjarbúa. Þessi mynd er tekin á Hiíðardals- fjalli og sýnir Simson, heiðursborgara ísafjarðar, og frú hans í hópi æskufólks sem bíður eftir að komast npp með lyftunni. — (Ljósm.: S.J.). menn íiþróttamála, þingmenn Vestfjarða o.fll. um fjármagn til fyrirtækisins. Lánsloforð fékkst hjá framkvæmdasjóði ÍSÍ fýr- ir einnd mdlj. króna og hjá framkivæmidasjóði ríkisins í gegnium lánasjóð sveitairfélaiga 500 þús. kr., Samlþykkti bæjar- stjóm Isafjarðar að taka það lán og endurlána sikíðalylftuna. Nokltrir áfangar Fyrsta greiðslain var send til Anleggstransport 28. jan. 1971, 25% amdvirðisdns samkvæmt sammingi, sama dag var Raf- veitu Isafjarðar skrifað og ósk- að eftir au!kmu ratfmagn.i á Seljalandsdal. Skíöalyftan kom til ísiafjarðar 19. júní sl. í 35 kössum samtails 10 tonn að þyngd og var ekið með hana ratoleitt upp að Skíðheimum; 3. júií var mælt fyrir nýjum raf- magnsjarðstiong frá Seljaiandi að endastöð lyftumnar, reyndist vegalengdin 1,5 km. Fumdur a- huigamamna um byggiingu lyft- unmar var haldimm i Kaupfé- lagssalnum 5. júlí, þar var skipu.löigð sjélfboðaivinna og raðað niður á menm ýmsum yerkefnum, sem aliir tóku fús- lega að sér. Um þetta leyti var verið að leggja veginn upp í Seljaiandsdal og ekfcd bfllfært þangað. Ævintýralegt afrek Guðmumdur lýsti síðam undir- búnimigi og vinnu við að koma lyftunni upp, var sú frásögn ævintýri líkust. Unnið var með trukikum, dráttatrvélum jarðýt- um og jeppum og öðrum stór- virkum taakjum, auk þess sem mannsafflið kom þar mjög við sögu, en alls voru unnar 2494 stundir í sjélfboðavinnu eða rúmlega 361 dagsverk miðað við 8 stunda vinnudag. Tæknifræðingur frá Amleggs- transiport lýsti Ivftuna tilbúna til notkunar 5. febrúar 1972 og fyrstu skíðamemmímir tó'ku sór fari upp fljallið samstundis. Þessi nýja lyfta er 680 m, hæðarmunur er 300 m. Hún byrjar í svonefindri Kvenna- brekku nálægt máðbiki eldri lyftunnar og nær upp í Hrossa- skál ctfarlega í Eyrarfjalli, en þar er loftbrautin fest í Mett. Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af fjárhagnum Næstur tók til méls Gumn- laugur Jónsson, gjaldkeri skíða- lylftunnar og las upp reikninga fyrirtækisins. Áður en hann hóf þann lestur, sagði hann að ástæðulaust væri að hafa á- hyggjur af f jármálum nýju lyf t- unnar, þó í stórt vaari ráðizt, og ennfremur, að nú gætum við boðið upp á betri skíða- lyftuþjóinustu en nokkur annar staður á landinu. Samkvæmt reikningum kost- aði skíðalyftan hingað komin að meðtöldum söluskatti kr. 2.630.963,00, annar kostnaður nemur samanlagtkr. 1.283.050,00. Lyftan kostar þannig uppkom- in kr. 3-913.901,00. Frá þessu má draga eigið framlag kr. 1.558.900,00 þar með taldir pen- ingar frá skíðalyftunni 1967 kr. 329.000,00 nemur þá sikuíld nýju lyftunnar kr. 2.335.000,00, en þegar þess er gætt, að gamla skíðalyftan, að verðmæti 3 til 4 milj. króna, er nú skuldlaus og gat aufc þess' styrkt nýju lyftuna með myndarlegu fram- lagi, þá má hikilaust taka undir það með Gunnlaugi Jónassyni ( að ekki þarf að hafa áhyggj- ur af fjármélum nýju lytftunn- ar. Framtíðarverkefni Þriðji maðurinn, sem þarna talaði var Sigurður Jónssom, sem einnig á sæti í skíða- lyftunefnd. Hann ræddi aðal- lega um framtíðarverkefni á Seljalandsdal, en þar sagði hann að fjöidamörg verkefni biðu úrlausnar. Það þairf að lýsa skfðabrautimar, stækka skíðaskálann, svo að hann geti tekið á móti stöðugit fjjöilgandi skíðafólki er þá aðeins taáið það, sem miest er aðkallamdi. Þá sagðá hann, að styrkir til íþróttamiála væm oiftast miðað- ir við bein framlöig opinberra aðila, en sá styrtour væri einn- ig veittur á annan hátt, fcd. með láni tækja, sem efkibai er en'gu síður þakkar vert. Aðrir sem til máls tóku, voru Sigurður Jóhantnsson, for- maður IBÍ, sem stjómaði sam- sætinu, Högni Þórðarsioin, flor- seti bæjarsitjómar, Jón Jó- hamnsson, skattstjóri oig Ámi Si'gurðsson, prentari. Hrópað var fenfalt húrra fýr- ir Guðmundi Sveinssyni sem að dömd þeira, er bezt þekkja, hefur lagt mieira friam til þess- arar skíðalyfbu og Mnnar fyrri en noikkur annar einstaklinigur, — hafa þó margir vel gert. Seljalandsdalur er með réttu nefndur Paradís islenzkra skíðamanna. Nú hafa ísfirzkir skíðamenn stórbætt aðstöðuna þar og eiga eftir að gera betur. Mikið er nú rætt um, að or- lofstíminn verði bæði sumar og vetur. Væri þá ekki hugsanlegt að stéttarfélög eignist i fram- tíðinni vetrardvalarhús einmitt í næsta nágrenni við Selja- landsdal, og félagsmenn þcirra dveljist þar í vetrarorlofi með fjölskyldnr sínar stundi skíða- ferðir, renni sér á sleðum og fái sér ærlegt snjóbað? — H.ÓI. Gamlar góðar bækur fyrir gamlar góðar krónur ' ’í-j it’*1 BÓKA- MARKAÐURINN SILLA OG VALÐA- ■ HÚSINU ÁLFHEIMUM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.