Þjóðviljinn - 03.03.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.03.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐ'VTU'IiNN — Fösbuidasur 3. marz 1972 — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóSfrelsis — Otgefandi: Otgáfufélag ÞjóSviijans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður GuSmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsíngastjóri: Heimir ingimarsson. Ritstjóm, afgreiSsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Siml 17500 (5 linur). — AskriftarverS kr. 225.00 á mánuSi. — LausasöluverS kr. 15.00. ÞINGSJÁ ÞJÓÐVILJANS Iðnaðarráðherra sagði að ráðgerðar væru KERFISATHUGANIR Á RAF- ORKUMÁLUM V.-LANDS Tvískinnungsafstaða Á sam'a tíma og borgarstjórinn í Reykjavík heimt- aði stórfelldar hækkanir á ýmsum þjónustu- þáttum Reykjavíkurborgar hamaðist Morgunblað- ið dag eftir dag vegna þess að nú væri allt að kollsigla sig í verðlagsmálum, þenslan væri gífur- leg og ekki óhugsiandi að yfirstandandi ár yrði metár í verðbólgu. Morgunblaðið gat þess hins vegar ekki að erfiðleikar í verðlagsmálum á þessu ári stafa fyrst og síðast af því að fráfarandi ríkis- stjóm skildi eftir sig slóða óleystra vandamála í efnahagsimálum; hrollvekjuna sem svo hefur ver- ið nefnd með réttu. Þegar tekið er tillit til þeirrar stefnu sem borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykja- vík vill í raun reka í verðlagsmálum er ljóst hvemig ástandið væri í dag hefðu fyrrverandi stjómarflokkar fengið að ráða. Þeir hefðu þó ekki látið sér nægja að hækka verðlag eins og kröfur þeirra nú bera vitni um; þeir hefðu vafalaust líka slitið í sundur samhengi verðlags og launa, en það var ein af íþróttum núverandi stjórnarand- stöðuflokka að taka vísitöluna úr sambandi eins og það var kallað, þannig að launafólk fái í engu bættar þær verðhækkanir sem verða á hverjum tíma. Af kröfum borgarstjómarmeirihlutans í Reykjavík í dag og stefnu íhfeldsins í ríkisstjórn annars vegar og af skrifum Morgunblaðsins hins vegar ma lesa enn einu sinni þá staðreynd að stjómarandstaða Sjálfstæðisflokksins er ráðvillt og veik. Jjessi dæmalausi tvískinnungur flokksforustunn- ar í Sjálfstæðisflokknum kemur einnig fram nú í sambandi við hækkanir þær sem orðið hafa á landbúnaðarafurðum. Þær voru samþykktar sam- hljóða í sex-manna-nefndinni á grundvelli gild- andi laga um að launaliður verðlagsgmndvall- arins skuli hækka um leið og laun í bæjunum. Núgildandi kerfi um verðlagningu landbúnaðar- afurða er auðvitað gengið sér til húðar, en þetta er kerfi sem Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn notuðust við í 12 ár þánnig að verð- hækkanirnar núna eru ekki síður á reikning þess- ara flokka en annarra. pyrir sex áru/m var lögunum um framleiðsluráð landbúnaðarins breytt á þann veg að Kaup- mannasamtökin skyldu fá heimild til þess að til- nefna fulltrúa til ráðgjafar sexmannanefndinni. Þessi breyting gerðist undir forustu Sjálfstæðis- flokksins og þessir sérlegu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins vildu nú að álagningin á landbúnaðar- vörur yrði nær tvöfalt hærri en raun varð á, en á sama tíma fjargviðrast málgagn Sjálfstæðis- flokksins yfir því að hækkanir séu allt of miklar. Þessi tvískinnungur er því alger; í hvert skipti sem eitthvert vandamál kemur upp er Sjálfstæð- isflokkurinn tvískiptur, tvöfaldur og tvíræður. Slíkur flokkur getur sannarlega ekki stjórnað landinu. Það sögðu kjósendur sl. vor. En hann getur heldur ekki verið í stjórnarandstöðu svo vit sé í. Það hefur nú komið í ljós. Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra, gerði að umræðueíni raforkumál Vesturlandskjör- dæmis á fundi sameinaðs þings í gær, í tilefni þess að á dag- skrá voru tvær þingsályktunar- tillögur um raforkumál Vestur- landskjördæmis. Önnur tillagan er flutt af Alexander Stefánssyni (F) og er í benni sikorað á ríkisstjóm- in.a „að láta framkvæma sem ailra fyrst, í samráði vig sam- tök sveitarfólaga á Vesturlandi, ýtarlega rannsókn á hagkvæm- ustu Lausn raforkumála í Vest- urlandskjördæmi í heild . . . “. Hin tillagan er flutt af Frið- jóni Þórðarsyni (S) og er í henni skorað á ríkisstjómina „að láta hið fyrsta rannsatoa til hlítar aðstæður til virkjun- ar við Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi", í ræðum beggja flutnings- manna kom fram að orkunotk- un hefur vaxið ört í þessum Landshluta og að þörf sé á samræmdium aðgerðum til að mæta hinni vaxandi orkuþörf. Um þessi mál sagði iðnaðar- ráðherra m.a.: Á VesturLandi er nú raiorku- málum þannig komið að Riaf- magnsveitur ríkisins annast þar aila vinnslu raforku að undianskyidiu því. sem unnið er í Andiakílsárvirkjun. Á Vestur- Landi eru 3 aðgreind raforku- kerfi, þ.e.a.s í fyrsta lagi Borg- arfjarðarkerfið, sem fær orku frá Andakíisárvirkjun og að nokkru frá Landsvirkjun um Akraneslínu. í öðru lagi Snæ- felismeskerfið, sem fær orku friá Rjúkandivirkjun í ÓLafsvík og frá dieselstöðvum, og í þriðja lagi DaLakerfið, sem fær orku. sína frá dieselstöð í Búð- ardaL. Eins og hér kom fram áðan, er heizti virkjunarmögu- ieikinn á SnæfeilsmesBvæ'ðinu Hraunsfjarðarviatn. Á Dala- svæðinu virðist hins vegar ekki um neina væniega möguleika til virkjunar að ræða En Borgar- fjarðarsvæðið er þegar tentgt Landsvirkjun og orkuöflun fyr- ir það er þvi samtvinnuð orku- öflun fyrir Landsvirkjunar- svæðið. Við Hraunsfjarðarviatn hafa fari'ð fram ýmsar virkjunarat- huganir. M.a. hefur virkjunar- svæðið verið kortlagt til yfir- lits og vatnsrennslismælingar þair hafa farið fnam í mörg ár. Á s.l siumri létu Rafmagnsveit- ur ríkisins gera nýja frum- áætlun um virkjun Hraiuns- fjiarðairvia'tns. Noktour frum- könnun hefur einnig farig fraim á vegum Rafmagnsveitnanna á tengingu Snæfelisness- og Data- svæðanna við Borgarfjörð. Orkustofnun er þeirrar stooðun- ar, að samtenging hinna þriggja aðgreindu raforkukerfa, sem nú eru á Vesturlandi, sé forsenda fyrir skynsamlegri lausn á raforkumálum í þessum landshiuta, og ef kemur til bugsanlegrar virkjunar í Hraunsfjarðarvatni. þá ætti að miöa bana við slíka samtenig- ingu. Það hefur kornið fram, að virkjun úr vatninu kann að hafa áihrif á veiði og fistorækt- armöguieika í Straumsfjaröará, og ég hygg, að allir alþm. hafi fengið bréf frá Veiöifélagi Straiumsfjarðarár, þar sem till. til þál. um virkjun Hrauns- fjarðarvatns er harðlega mót- mælt og fundurinn lítur svo á, að úrbætur í rafortoumálum Vesturlands hijóti fremur að felast í samtengingu við önnur orkiuveitusvæöi en aðgerðum, sem vaida óbætanlegum spjöll- um á eignum manna og nátt- úru landsins, eins og kornizt er að orði í þessu bréfi, þannig að þarna virðist þegar komið uipp vandamál, sem frægt er frá öðrum stöðum og sem kann að torvelda fraimkvæmdir á þessuna stað. En á vegum Orku- stofnunar er það ráðgert, að á næstu mánuðum fari fram kerf- isathuganir á raforkuimálum Vesturlands, þar sem m. a. verður athuiguð virmslugeta virkjunar við Hraunsfjarðar- vatn inn á samtengt kerfi á Snæfellsnesi og í Dölum, og með og án samtangingar þess kerfis við Borgarfjörð. Enn- fremur verða þá athuguð afköst flutningsnaannvirkja innan landsihlutans, borið samian við væntanlega orkuþörf, og loks samtenging Snæfeilsness og Dala við Borgarfjörð. Hér er um að ræða sams konar athug- un og Orkustofnunin hefur nú í gangi fyrir Vestfirði og Norð- urland. Þetta vildi ég, að kærni hér fram, svo að vitað væri, hvemig að þessum málum er nú uinniö á vegum réðuneytis- ins og Orkusítofnunar. Engin vistheimili fyrir vangefna í 2 landshlutum Helgi Seljan mælti fyrir tillögu til úrbóta Á fundi sameinaðs þings í gæi tnælti Helgi Seljan fyrir þál.tillögu um vistheimili fyrir vangefna, er hann flytur ásamt Karvel Pálmasyni (SVF) og Vil- hjálmi Hjálmarssyni (F). Tillagan er á þessa leið: Alþingi álytotar að skora á ríkisstjómina að beita sér fyrir því í samráði við Styrktarfélag vangefinna, að komið verði upp vistheimiium fyrir vangefna. í þeim landshlutum, þar sem slik heimili eru ekki til nú. Ný þingmál Tveir þingmenn Aiþýðu- bandalagsins, þeir Karl G. Sigurbergsson og Geir Gunnarsson flytja þál.til- lögu þess efnis að settur verði radarsvari. við inn- siglinguina í Grindavík. ! greinargerð með tillög- unini kemur fram að inn- siglingarmerki til hafnar- innar séu ekki nægilega glögg í dimmviðrum, eink- um fyrir aðkomumenn, sem ekki eru staöháttum kuinn- ugir. o Bjai-ni Guðnason (SVF) og Inga Birna Jónsdóttir (SVF) flytja þál.till. þar sem skor- að er á ríkisstj. að láta semja frumvarp um sumar- bústaði, er lagt verði fyrir næsta reglultgt Alþingi. Helgi Seljan ræddi í fram- söguræðu sinni almennt um málefmi vangefinna í þjóðfélag- inu, og sagði að allt fram á síðustu ár hefðu þessi mál verið vanrækt. Skilningur á málefn- inu hefði þó farið sívaxamdi og störf lækna, sálfræðinga og fé- lagsiráðgjafa hefðu auðveldað úrbætur. Þá hefði almennimgs- álitið á vamdamálum þessa fólks breytzt til hins betra og hið opimbera hefði komið allmynd- arlega til liðs við það. En síðast og ekki sdzt hefði starfsemi Styrktarfélags vangefinna verið dýrmæt og áraingursrík. Helgi ræddi um starfsemi þeirra 4ra visitheimila, sem nú eru til í landinu, og ríkisihælið í Kópavogi.og dagheimilin 2 sem Styrktanfélagið starfrækir í Reykjavík. Þótt starfræksla þessara heinaila væri lofsverður árang- ur vekti það athygli, að í tveim landshlutum væru engar slíkar stofnanir til, á Vestfjörðum og Austurlandi, sagði Helgi. Helgi rasddi nokkuð um þær forsendur sem vera þyrftu fyrir hendi til þess að mögu- legt væri að starfrækja heim- ili af þessu tagi. Sagði hann að vistfólk myndi því miður ekki skorta. Hitt gæiti verið vanda- mál að fá til svona stofnana hæft fólk, sem hlolið hefði næga kunnáttu í þessum efn- um, og það væri rauinar frum- skilyrði. Ræðumaður kvað það álit flutningsmanina að dreifa bæri þessuim stofnunum um landið, því á þann hátt væri 1) að- standendum vistfólksins auð- veldað að fylgjast með högum þess og 2)' fleiri myndu njóta nauðsynlegrar umönnunar en nú gerist. Oddur Óiafsson (S) lýsti ein- dregnum stuðningi við tillög- una. Sagði hann, að tilkoma hcimiiisins Sólborgar á Akur- eyri, sýndi að ástæða væri til að korna slíkum heimilum á fót bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Hann ræddi um þá breyttu afstöðu sem orðið Helgi Seljan. hefði til vajndamála vanigefinma og hve mikið rrieira vaari nú hægt að gera til að þjálfa þetta fólk, ef sérihæft starfsfólk væri fyrir hendi. Taldi Oddur það ótvíræðan styrk fyrir fjórð'ung- ana að njóta þessarar þjónustu í heimaibyggð. Að lokinni ræðu Odds var uimræðunni frestað. HÚSNÆÐISMALASTOFNUN RÍKISINS MSíBLfM Þeim, sem hyg'gjast sæ'kja um lán til kaupa á eldri íbúð- um, skal hér með bent á, að slíkar umsókmr þurfa að berast stofnuninni með öllum tilskildu'm gögnum fyrir 1. apríl n.k. — Síðari eindagi á þessu ári vegna sömu lána er 1. október, en óvíst er nú með öllu hvenær unnt verður að sinna l'ánsumsóknum, er berast fyrir þann tíma. Rétt er að vekja athyglj á, að lánsumsókn verður að ber- ast innan 12 mánaða frá því að viðkomandj íbúðarkaup- um hefur verið þinglýst. Umsóknareyðublöð eru afhent í stofnuninni og á skrifstofum bæjar. og sveitarfélaga. Reykjavik, 2. marz 1972, HÚSNÆÐISMALASTQFNUN ríkisins LAUGAVEGI77, SlMI 22453

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.