Þjóðviljinn - 20.04.1972, Side 6

Þjóðviljinn - 20.04.1972, Side 6
g SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Pimmtudagjur 20. apríl 1072. Hvernig lifir kínverskur almenningur? Takmörkuð neyzla ódýrar nauðsynjar Þ'jóðíólagsástandið í Kína Virðist tiltölulega stöðugt þrátt fyrir það hve skamimt er liðið síðam landið engdist í átötoum menningarbyltingarinnar. Og hagkerfið skilar miklum ár- amgri. Þetta þýðir það, segja athugendur, að yfirgnæfandi meiríhluiti fólks hefur aðlagazt hugsun Maós og viðurkamnir þjóðfélagskerfi hennar. Verka- lýðurinn sem streymár til vinnu á hverjum morgni fótgangandi eða — í stórborigiuinium — á miljónum reiðhjöla, eða lýtur yfir hópvinnu-verkefni sín á okrum eða í smdðjum sveii- anna, þessi verkaiýður er auð- sjáanlega fiuíllur vinnugleði og kátinu. Einkum er áberamdi hvaö fólkið er æskufrískt og jafnframt alvarlegt. Það sýnist vel halddð í mat, en kiæðnað- urinn er iðulega slitinn og bœttur, en hreimn. Brækur bláar eöa gráar og stakkar hnepptir upp í háls, bæöi fyrir karla og konur. Þjóð, sem frá fomu farihef- ur tamið sér aðra eins iðni og Kínverjar hlýtur að ná lamgt á efnahagssviðinu þegar uinnið er árelcstralaust, á agaðan hátt og eftir skynsamlegri skipu- lagningu. Það er því eikkert undrunarefni að síðustu tvö- þrjú árin, eftir að meniningar- byltingin fjaraði út, hafa fært þjóöinni milkinn árangur í efnahagsmálum. Þjóðarfram- leiðsla Kínverja er áætluð haia verið um 120 miljarðar ddllara á s.l. ári eða langdrægt eins mikið og í Frakklandi. Hefur hún tvöfaldazt á 15 árum. Kornframleiðslan virðist vera orðin nokkuö stöðug í 240 mil- jónum tonna, en það þýðir að Kínverjar þurfa ekki að vera upp á aðra komnir. Kína er nú þegar eitt af meirí háttar stálfraimleiðslulöndum heims með 20 miljtómir tonna á ári, þótt það stamdi í þeim efnum auðvitað óralartgt að baki ris- unum tveimur, Sovétríkjuinum og Bandaríkjunum. Almenmur hagvöxtur í Kína hefur und- anifarin ár numið a.m.k. 4-5% á ári og það er meira en ger- ist í flestum þróuðum lönd- um. Bkkert bendir til þessseim ætti að koma í veg fyrir að þessi hraði haldist eða jafiwel aukist. Efnahagsmáttur Kímaer á heimsmælikvarða orðinn uim. talsverður, en vitamlega er Kína enn fátækt lamd á vest- ræmam mælikvarða, og þess er engin van að það nái þróuðum iðnríkjum á næstu áratugum hvað snertir framleiðslu á nef hvert. Hefur þó Kinverjum þegar tékizt að hemja fólks- fjölgunina (m.a. með getnað- arvamatöflum) og koma henmi niður fýrir 2% á éri. ★ Aukin þjóðarfnamledðsla hef- ur eitthvað komið fólki til góða í bættum lifskjörum. I búðum fæst viðunandi úrval og maign af brýnum lífsnauðsynj- uirp. En verðlag á þeim vörum, sem ekkd eru taldar tilheyra nauðsynjum, hátt, en þar má nefha sjónvarpstæki, stærri út- varpstækii, rafkmúðar sauma- vélar og fín föt. Það á aðhalda neyalunmd i skefjum. Aftur -á móti er daglegum nauðsynjum og þjónustu haldið í sérstak- lega lágu verði, enda virðist aðferð stjórnvalda til að bæta lifskjör félast í laékkuðu verði fremur en haékkuðum tekjum. Það stendur yfiríeitt alls ekld til aö umbuna fólki með per- sónudegum tekjum þar eð meg- inreigdan á að vera sú, aðhelzti hvatinn til að leggja meira að sér við vinnu, sé vitneskjan um það að þjóna samfélaginu. Byrjunarlaun iðnverkamanns eru aðeins um 700 krónur á mánuði og meirihluti verka- Framhald á 9. síðu. Iftni Kínverja er fræg, en tækni er mjög takmörkuð: hér er fólk í Mintsjin-sýslu að bera jarðveg á sjálfu sér langar leiftir til aft Kefta sandfok. í------------------------------ OSKA- STUNÐ rHfRft Jíííbirt GULLKORON AN Nú byrjar ný framhaldssaga, sem heitir Gullk&rónan. Gullkórónan er gamalt œvintýr, sem Óskastundin er viss um að þið kunnið að meta. Einu sinni var drengur á ferð; hann átti að fara til næstu borgar og leita sér þar að atvinnu. Þess vegna var hann í beztu fötunum sínum og hafði blóm á hattinum. Á krossgötum ein- um mætti hann trölli. — Hvert ætlar þú að fara? Þú ert svo hraðfara, sagði tröllið. — Hvað varðar þig um það? sagði drengur, — þú munt þó aldrei ætla að slást 1 förina- — Hvaða blóm er það, sem þú hef- ur á hatti þínum? sagði tröllið. — Það fékk ég hjá mömmu minni, sagði drengur, — og það er ekkert algengt blóm. — Fáðu mér það, sagði tröllið, — annars tek ég það. — Þú skalt ekki fá það, sagði drengur, og samstundis hvarf tröliið sem fis fyrir vindi. Drengur gekk nú spölkom; þá mætti hann stúlku; fríðari stúlku hafði hann aldrei séð. Hún> hló og kinkaði kolli svo kunnuglega. — Við höfum víst sézt einhvem tíma áður. sagði stúlkan. — Það getur ósköp vel verið, sagði drengur. — Mig langar til áð ganga spöl- kom með þér, sagði stúlkan. 2 — — Já, góða gerðu það. — Ég vildi þú gæfir mér blómið þiitt. — Nei, aldrei, aldrei, sagði drengur. — Svei þér, lubbinn þinn. Og stúlk- an gretti sig alla í framan, og var þama tröliið komið aftur. — Guð hjálpi mér, sagði drengur. Nú gekk hann lengi, lengi og mætti hvorki trölli né mönnum, en loks kom lítil kerling staulandi á móti honum. Hún bar hrísbagga á bakinu, og var eigi annað sýnna en að hann væri skeflilega þungur. — Á ég aö hjálpa þér gaonla kona, að bera hrísið? sagði drengur. — Þakka þér fyrir það, sagði kerl- ing, — það var betur boðið en ég gat búizt við. Nú varð drengur að ganga spöl- korn til baka, — en ekki var langt þangað sem kerling bjó. — En hvaðá blóm er það, sem þú hefur á hattinum þínum? spurði hún forviða. — Vilt þú nú líka taka blómið? spurði drengur, — ég mætti tveimur áðan, sem ætluðu að taka það. — Nei, sagðf kerling, — ég læt mér nægja að fá að skoða það, og áður en drengur vissi af, þá var hún búin að taka það af hattinum. —, Þú erb hamingj usamari en þú veizt, sagði hún, — fyrst þá átt svona blóm; en viljirðu fara að mínum ráð- um, þá skaltu ekki hafa það á hatt- inum; fáðu heldur ofurlitla skjóðu hjá mér og legðu blómið í hana, og berðu það svo alltaf á brjósti þér, sem næst hjarta þínu; þetta blóm verndar þig frá mörgu illu; það held- ur hjarta þínu hreinu og sálu þinni síungri. En ef þú glatar því, þá verö- ur þú ólánsamari en þig getur órað fyrir. Nú skal ég hjálpa þér, svo að blómið geti orðið þér að verulegum notum. Drengur varð nú að fara inn 1 stofu með henni; á þilinu þar hékk skápur, fullur af flöskum og kerum. — Líttu nú á, sagði feerling og tók flösku út úr skápnum. — í þess- ari flösku er augnvatn, sem ég hefi búið til; ef þú lætur fáeina dropa af því í augu þér, þá verður þú óðara skyggn; þá sérð þú og skilur leynd- ustu hugsanir manna, og þú getur því nærri, hvort það getur ekki komið þér að haldi. Svo laugaði hún augu piltsins úr þessu kynlega vatni; að því búnu gat hann haldið áfram ferð- inni. — (Framhald í nœstu Óska- stund). Jón Tryggvi 8 ára teiknaði mynd af örkinni hans Nóa og sendi Óskastundinni. Þakka þér fyrir Jón Tryggvi, þetta er skemmtileg mynd. 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.