Þjóðviljinn - 05.05.1972, Blaðsíða 3
Postadajear S. maá »72 — TÞtJÓÐWLdlINTI — SlÐA 3
Fjárhagsáætlun Kópavogs afgreidd:
Allar álögur hækkaðar
Fjárveiting til skólabygginga lækkuð og engu
fé varið til að byggja dagheimili
• Á fundi bæjarstjórnar s.l.
föstudag var fjárhagsáætlun
bæjarins fyrir árið 1972 sam-
þykkt af meirihluta bæjar-
stjórnar eins og hún lá fyrir.
Við fyrri umræðu 18. april
samþykkti meirihluti bæjar-
stjórnar að hækka allar á-
lögur á bæjarbúa eins mikið
og heimilt er, fasteignaskatta
um 50%, lóðaleigu um 400%
og að sækja um leyfi ráð-
herra til að hækka útsvörin
um 10%.
• Þrír fulltrúar minnihlutans
í bæjarstjórn þau Svandis
Skúladóttir, Ólafur Jónsson
og Ásgeir Jóhannesson fluttu
tillögur um að verja auknum
hluta af þessum miklu álög-
um til skólabygginga og að
undirbúa byggingu dagheim-
iiis, og ennfremur að lækka
nokkuð óhóflegan stjórnar-
kostnað bæjarins, en aliartil-
lögur þeirra voru felldar.
• Á fundinum lögðu þau
fram eftirfarandi greinargerð
fyrir tillögum sínum:
„Við undirritaðir bæjarfulltrú-
ar viljum af fullum þunga leggja
áherzlu á andstöðu okkar við sam-
þykkt meirihluta bæjarstjórnar að
leggja 50% álag á fasteignaskatta
ftil bæjarsjóðs á þessu ári og sækja
jafnframt um heimild til þess að
hækka útsvörin um 10%, eins
'og samþykkt var á síðasta fundi
bæjarstjórnar.
Þessar auknu álögur á bæjar-
búa verða ekki rökstuddar með
neinni nauðsyn vegna nýrra laga
um tekjustofna sveitarfélaga þar
sem framkvæmdafé bæjarsjóðs
hefði án þeirra orðið meira en
undanfarin ár, þrátt fyrir stór-
hækkaðan stjórnunarkostnað bæj-
arins.
Þá mótmælum við einnig harð-
lega þeirri stefnu, sem fram kem-
ur í fjárhagsáætluninni að stór-
minnka framkvæmdir við skóla-
byggingar, svo að til vandræða
liorfir í húsnæðismálum skólanna
í næstu framtíð, jafnframt því að
engin fjárveiting er veitt til þess
að sinna þeirri félagslegu nauð-
syn að byggja dagheimili fyrir
börn.
Við viðurkennum þá mildu
nauðsyn, sem er á því að lagfæra
gömr bæjarins en teljum ekki
tímabært að einbeita nú fram-
kvæmdagetu bæjarins að því að
setja olíumöl á gömr, á sama
tíma og verið er að gera samn-
inga um að lögð verði hitaveita
um bæinn.
Ef þeir samningar takast eins
og vonir standa til, verður strax
næsta sumar hafizt handa um að
leggja leiðslur í fjölmargar götur,
en með því verður slitlagið eyði-
lagt að verulegu leyti.
Nú hefur .meirihluti bæjar-
stjórnar samþykkt að innheimta
hærri skatta af bæjarbúum en
áður hefur verið gert. Þeir skatt-
ar verða mjög tilfinnanlegir fyrir
fjölmarga bæjarbúa. Við teljum
því óverjandi að eyða tekjum bæj-
arsjóðs á jafn ábyrgðarlausan hátt
og fjárhagsáætlun bæjarsjóðs ger-
ir ráð fyrir. — í fyrsta lagi í hóf-
lausan stjórnunarkostnað, þar sem
haldið er uppi fleiri hálauna-
mönnum en dæmi eru ril um í
öðrum bæjarfélögum og í öðru
lagi í bráðabirgðaendurbæmr á
gömm bæjarins.
Við viljum því með eftirfar-
andi breytingartillögum leitast
við að nýta það fjármagn, sem
tekið er af bæjarbúum á annan
og hagkvæmari hátt, en gert er
ráð fyrir í þeirri fjárhagsáætlun
bæjarsjóðs, sem hér liggur fyrir.
Svandís Skúladóttir,
Asgeir Jóhannesson,
Ólafur Jónsson."
Svart: Skákfélag Akureyrar:
Hreinn Hrafnsson
Guðmundur Búason
ABCDEEGH
KélS'HS
abcdefgh
Hvítt: Taflfélag Reykjavíkur:
Bragi Halldórsson
Jón Torfason
18. Be3
Þetta er svipmynd frá umræðum í neðri deild
í gær klukkan kortér gengin í fjögur.
Aílinn er
mem nu
Samkvæmt upulýsinprum frá
'Fiskifclasinu er fiskafli á ver-
tíðarsvæðinu frá Uornafirði til
1 Stykkishólms 138 þúsund tonn
frá janúar til aprílloka í vet-
, ur.
Á sama tíma í fyrra var afl-
inn rúml. 132 þúsund tonn á
bessu vertiðarsvæði svo að afl-
inn er rúmlega 5 búsund tonn-
um meiri í vetur.
Á Austfiö'-ðmn er vertíða.r-
aflinn rúmlega 13 þúsund
tonn á móti rúmlega 10 þús.
tpnnum í fyrravetur.
Afli í Vestfdrðingaf.iórðungi
á sartta tíma hefur ekki bor-
izt ennþá.
Störf hækka um 4 kauptaxta
Spjallað við Guðmund J. Guðmunds-
son um sérsamningana
1 áratugi hafa önnur stéttar-
félög innan vei'kalýðsh reyfInig-
arinnar tekið mið af kaupi
og kjörum Dagsbrúnarmanna,
og nánast hefúr kerfið sem
slikt mótast utan um Dagsbrún
sem grunneiningu. Hafa hvers-
konar þjónustugreinar tekið
mið af kaupd og kjörum þess-
ara reykvísku verkamanna.
Oft hafa Dagstorúnairmenn
orðið vígibrjótur í sitéttaátök-
um og háð fómfreka hildi og
það er eins og allt kerfið í
þjóðfélaginu sé í voða, ef Dags-
brúnarmenn huigsa sér til hreyf-
ingis til þess að bæta kjör sín
á hverjum tíma.
Enginn vafi er á því að þetta
gerir forystumönnuim Dags-
brúnar oft erfiðara fyrir að
saskja réttmætan hlut verka-
manna oig fylgir þessum. heið-
urssessi S'tundum vafasöm víg-
staða.
Þetta viðurkenndi Guðmund-
ur J. fyrir mér á dögunum.
Við gætum vel hugsað okkur
að víkija úr þessu sæt.i
til þess að eiga hægara um
vik í baráttunni fyTir baettum
kjörum, sagði Guðmundur
Mikill ávinningur var hins
vegar að fá það viðurkennt af
verkalýðshreyfingunni í heild
að stefna að sérstakri láglauna-
hækkun fyrir verkafólk á
lægstu töxtum án þess að slíkt
kæmi til góða fyrir launiþega
á hæmi töxtum. Að minu viti
er þetta raunsönn stefna og í
samræmi við stjómaxséttmál-
ann að bæta hag þeirra verst
settu í þjóðfélaginu.
Margar starfsgreinar
Margra vilcna starf liggur
að baki sérsamninganna og hef-
ur þeim verið umturnað svo
rækilega að sliikt endurmat
hefur ekki farið fram um ára-
tuigi.'
1 Dagsbrún eru margar
starfsgreinar svo sem hafnar-
verkamenn. byggingarmenn,
frystihúsafólk og aðstodarfólk
í nær öllum iðngreiraum gagn-
stætt til dæmis stéttarfélagi í
einni iðngrein.
Það var mi’kið verk að sam-
hæfa vinnutímastyttingu hjá
mörgum starfsihópum og í sum-
um tilfellum þarf að semja
fyrir starfsfólk í einstökum
verksmiðjum og vinnustöðum.
Þá hafa veigaimiklar lagfær-
ingar náðst á starfsaldurs-
hækkuinum og ákvæðisvinnu.
Á sínum tíma var samið um
5% alduirshækkun eftir 2ja ára
starfsaldur. Þessi hækkun var
hætt að skila sér vegna skertr-
ar vísitölu og var í raun tæp
3% ofan á kaup.
Nú var samið um 4% starfs-
aldurs'hækkun og nýtur hennar
í fyrsta skipti verkafólk í fisk-
vinnu, byggingarvinnu, fag-
vinnu og hafnarvinnu á þeirri
forsendu að verkamenn hafi
unnið samféllt tvö ár í starfs-
greininni en ekki hjá einstöku
fyrirtæki. Þetta þýðir til dæmis
yfirleitt 4% starfsaildurshækkun
hjá húsmæðrum er vinna í
fiski og er nú miðað við fisk-
vinnu ekki skemur en 4 þús
klst. á allt að 5 ára bild.
Skekktir staðlar
öll ákvæðisvinna var unnin
á skekktum stöðlum. Einkum
hafa staðlarnir í ákvæðisvinnu
verið lagfærðir í frysti’húsum.
Þá er ætlunin að endusrskoða
byrjunarkaup í viðkomandd
starfsgrein í september. Verð-
ur slíkt kaup fært upp mitt
á milli núverandi byrjumar-
kaups og kaups verkamanna
eftir 2 ár í starfi.
Verkamenn hjá Reykjavítour-
borg hafa haf-t 3,7% hærra
kaup en tíðkast annars staðar
og á sér sögulegar orsakir.
Vegna hinnar skekktu vísitölu
mældist þessi kauplhækkun að-
eins 2% og hækkar nú í 3° V
Þá náðist fram kjarabót er
ég tel mikilvæga. Ef verkajnað-
uir hefur unnið 6 tíma í næt-
urvinnu* á hann rétt á 6 tíma
hvíld og heldur samt óskertu
kaupi — haldi hann áfram
vinnu fær hamn næturvinnu-
kaup auk fastakaupsins. Vinn-
ur hann þannig á tvöföldu
kaupi.
Enn taxtabreytingar
Svo vikið sé aftur að taxta-
breytingum hjá Dagsbrúnar-
mönnum hækkar múrbrot á
veggjum með lofthömrum tim
tvo kauptaxta og er sú vinna
á 8. kauptaxta. Þá hefur ver-
ið sett undir sama taxta vinna
lögglitra sprengingamamma.
Hækkar þessi vinna um fjóra
kauptaxta frá gömlu samn-
ingunum.
1 undirbúningi eru námskeið
fyrir sprengingamenn og koma
jarðfræðingar til með að kenna
þeim eðli og eiginileika helztu
grjóttegunda.
Þá sækja sprengingamenn
námskeið hjá Ólafi Gíslasyni
& Co., er sér um innfilutning
á dýinamiiti eins og áður —
ge-rt er ráð fyrir að haifa þau
námskeið lengri og fyllri áð
þe'-kingu.
Á undanförnum árum hafa
íslenzkir sprengingnmenn reynzt
hæfari en- útlendir starfsbræð-
Friamhald á 2. síðu.
Hjólhýsi í stað sumarbústaðar
Hjólhýsi hafa mjög rutt sér
til rúms á undanförnum árum
í Evrópu og víðar og koma þau
þá gjarnan í stað sumarbústaða.
Eins má nota þau í vetrarferða-
lögum. Með hliðsjón af þessari
jákvæðu reynslu af hjólhýsum
hefur fyrirtækið Gísli Jónsson
& Co. gerzt umboðsfirma eins
stærsta framleiðanda hjólhýsa,
bæði í USA cg Evrópu, Cavali-
er Caravans.
Þessi hjólhýsd eru sérstaklega
byggð fyrir íslenzkar aðstæður.
svo sem styrktar fjaðrir og
grind og sérstaklega góð ein-
angrun. öryggisútbúnaður hús-
anna er mjög fuUkominn, svo
sem bremsuútbúnaður tengdur
bílnum sem dregur, bremsuljós
og stefnuljós.
Allar innréttingar eru hinar
vönduðustu og gerast ekki betri
í íbúðarhúsum, hvað þá sumar-
bústöðum. Svefnpláss er stórt
og rúmgott, eldunaraðstaða eins
og bezt verður á kosið og svefn -
sófar himiir giæsilegustu. Hjól-
hýsin eru til sýnis í Skeifunni
6 í kjallara kl. 16.00 til 19.00
alla vinka daga. —S.dór
Innlendar
fréttir í stuttu
máli
Fræðslurit
Menntamálaráðuneytið hefur
í samvinniu við heilbrigðis- ->g
tryglgin.gainálaráðuneytið og
dóms og kirkjumálaráðuneyt-
ið, gefdð út fræðslurit varðandi
ávana- og fíknilyf og efni.
Hölfundur ritsins er dr. Þor-
kell Jlóhanmesson, prófessor.
Fræðsluriti þessu verður
dreift til nemend-a og kenn-
ara í skólum ofan skyldunáms.
Einmig verður ritið fáamlegt
. hjá Bókaútgáfu Mennángar-
; sjóðs og Þjóðvinaféiagsins •
Skálholtsstig 7 .Reykjavík.
3ja daga viðdvöl
í Lúxembúrg
Loftleiðir hafa viðdvalarboð í
Lúxembúrg á sama hátt og 1
hér heima. Nú hefur verið á-
kveðið að framiLengja slíkt
boð úr einum degi í þrjá eins
og hér heima. Gengur þetta í
gildi 1. júní.
Fyrirlestrar í
tali og tónum
Finnski prófessorinn og tón-
vísindamaðurinn Erdk V. Ta-
wastjerma er nú komnnn í
heimsókin til Noroæna húss-
ins, en segja má að eíftir hon-
um halfi verið beðið í tvö ár.
því koma hans hingað hefur
verið á dagskrá Norræna húss-
ins þann tíma.
Prófessor Tawastjerna mun
flytja tvo fyrirlestra í Nor-
ræna húsinu. Sá fyrri verður
föstudagiinin 5. maí og hefst
'ki. 20,30. Fjaiíar hann um
rannsóiknir á lífi og starffi Sí-
belíusar. Síðari fyrirlesturinn
nefinist: Nútímatónlist í Finn-
landd og verður flluttur laug-
ardaginn 6. maí M. 16,00.
Fundur í
Laugardalshöll
Á sunnudaginn verður hald-
inn sameiginlegur lokafundur
barnadeilda KFUM og K í
Reykjavik og nágrenni í Laug-
ardalsihöllinnii. Fundurinn
hefst kl. 14,00 og verður mai-gt
til skemmtunar, happdrætti
lúðrasveit og almennur söng-
ur. Að fundi loknum verður
veitingasala í félagsheimilinu
við Holtaveg.
Gönguíerð
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
efnir til göniguferðar um ná-
grenni bæjarins laugardaginn
6. þ. m.
Farið verður frá íþróttahús-
inu kl. 2 e. h. og ekið í Kald-
ársel, þaðan verður gengið að
Búrfelli og eftir Búrfellsgjá og
Gjáarrétt og út á Heiðmerk-
urveginn við Hjalla, um Mar-
íuvelli og Flóttamannavegirm
í bæinn.
Leiðsögumaður verður Gísli
Sigurðsson lögregluþjónn.
öllum heimil þátttaka-
4
t