Þjóðviljinn - 03.06.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.06.1972, Blaðsíða 6
6.SÍÐA —ÞJÓÐVILJINN—! Lau UODVIUINN ur 3. júní 1972- MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmarm. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuðí. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. Borgarstjórinn misnotar aðstöðu sína Borgarstjórinn í Reykjavík hefur orðlð uppvís að svívirðilegri pólitískri misnotkun: Hann aug- lýsir fasteignaskatta í Reykjavík þannig að hann gefur í skyn að allir fasteignaskattarnir séu laga- skylda, sem ríkisstjórnin hafi lagt á samkvæmt breytingu á tekjustofnalögunum í vetur. Þannig skirrist borgarstjórinn ekki við að nota embætti sitt í áróðursskyni fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og kemur enn á daginn hvað Geir Hallgrímsson átti við fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar í Reykja- vík er hann lýsti því yfir að hann myndi starfa sem borgarstjóri flokks síns. Staðreyndir málsins eru nefnilega þær, að tveir þriðju hlutar fasteignaskattanna eru samkvæmt lagaskyldu en að öðru leyti er aðeins um að ræða heimild til hækkunar fasteignaskattanna. Þannig er 1/3 fasteignaskattanna í Reykjavík sérstakur skattur borgarstjórans Geirs Hallgrímssonar. Með vinnubrögðum sínum gerir Geir Hallgríms- son borgarstjóri aðför að hagsmunum Reykvík- inga, sem borgarbúum ber að hafa í huga. Mað- ur sem þannig notar aðstöðu sína til árása á borgarbúa á að segja af sér störfum. Honum er ekki treystandi til þess að gegna störfum þorg- arstjóra í Reykjavík. Hvers vegna eru fasteignaskattar? Fasteignaskattar hér á landi hafa verið mjög lágir svo lágir raunar að þeir hafa sáralitlu máii skipt í almennum skattgreiðslum almennings. Þeir hafa líka skipt litlu í skattgreiðslum þeirra sem eiga margar fasteignir eða sérstaklega stór- ar fasteignir, verzlunarhallir og glerhús. Þetta ranglæti hefur sviðið öllum almenningi í augum, því að vitað er, að þeir örfáu einstaklingar er eiga margar fasteignir, eða fleiri en eina íbúð af hóf- legri stærð, hafa byggt og eignazt fasteignir með því að vaða í fjármuni almennings, sem eru geymdir í sparisjóðsdeildum bankanna. Þessir verðbólgubraskarar, sérstakir skjólstæðingar við- reisnarflokkanna, notuðu því sparifé almennings til þess að koma. sér upp fasteignum, sem síðan voru nær skattfrjálsar. Af þessari ástæðu var nauðsynlegt og sjálfsagt að taka upp fasteigna- skatta þannig að verðbólgubraskararnir slyppu ekki með verðbólgugróðann gjörsamlega óskert- an frá borði. Nú hefur að frumkvæði núverandi ríkisstjórnar verið ákveðið að leggja skatta á þessar fasteignir stóreignamannanna og því ber að fagna. Hins vegar eru um leið lagðir fasteigna- skattar á íbúðir og þeir eru enn lágir, þótt þeir séu mun hærri en áður var þegar miðað var við gamalt og úrelt fasteignamat. Sá fasteignaskatt- ur- V2V0 af verðmæti íbúða, sem lög gera ráð fyrir, má teljast hæfilegur, hins vegar er viðbót borgarstjórans í Reykjavík óeðlilegur kúfur sem á að hverfa. Við áframhaldandi endurskoðun skattalaganna ætti að athuga hvort ekki er rétt að afnema heimild til handa sveitastjórnum til hækkunar fasteignaskattsins, um leið og þraut- kannað verði hvort ekki er framkvæmanlegt að hafa fasteignaskattinn stighækkandi, það er að greitt sé því hærra í skatt sem fasteignin er stærri og dýrari og sérstakar reglur gildi auk þess um þá sem eiga fleiri en eina íbúð. Á þetta er vert að leggja áherzlu nú þegar almenningi er að berast vitneskja um fasteignaskattana: Þá verður að endurskoða í mörgum tilvikum, með tilliti til launafólks í hóflegum íbúðum og heimilda sveitarfélaga, en verðbólgubraskararnir mega ekki sleppa jafn vel og nú er. ©FOciOíxáQaKíD Russel Baker heitir þekktur bandariskur dálkahöfundur sem i eftirfarandi pistli hæðist að fláttskapartali bandariskra stjórn- málamann um hvatir þær sem stýra hernaðinum i Vietnam. Hvenær sem einhver háttsettur stjórnmálamaður ber fram þá gömlu lummu, að við viljum ekki einu sinni fá neitt i staðinn fyrir hernað okkar í Víetnam og alla þá peninga, sem þar hefur verið eytt, þá ætti einhver góður maöur i áheyrendahópi að risa á fætur og spyrja: Hvers vegna ekki? huga, þá hefðum við liklega verið lausir viö það strið fyrir löngu, öllum til hagsbóta. Til dæmis hefði það getað gerzt, aö Vietnamar hefðu skilið okkur. Þeir höfðu haft reynslu af Frökk- um i heila öld, og þeir hefðu kannski getað ráðið við annan aröræningja, sem vildi draga til sin auðæfi landsins. Þess i stað komum við til þess eins að gjöra gott. Við ætluðum að hjálpa vietnömum til að komast hjá klóm hins Rauða Djöfuls, gera þá að hluta „hins frjálsa heims”, færa þeim á diski stjórnarskrá Bandarikjanna, þingræðisstjórn með verkum Lin- colns og Thomasar Jeffersons i skinnbandi og koma þangað með kjörbúðir, háreistar skrifstofu- byggingar, hamborgarastofur og bilakandi fólk og allt annaö i þeim dúr. Lýðræði! Um borö i flugvélamóöurskipinu Constellationmæst skulum viö striöa i gróöaskyni. STRÍÐ í NAFNI SIÐFERÐIS Það er eitthvert vit i styrjöldum ef á þig er ráðist en það er blátt áfram slæm pólitik að berjast i nafni hreins, háleits og óumræðanlegs siðferðilegs ágætis. Og þau strið eru reyndar mjög grimmdarleg. Það er eins og þaö sé eitthvað það við baráttu i nafni góðvildarinnar sem virðist magna slátrunarfýsnir hersins. Liklegt er að hér sé á ferð sú sannfæring, sem felst i slikum striðum, að þvi fleiri menn sem þú drepur, þeim mun hærra lyftir þú almennu siþgæði. .Þessi sannfæring getur hins- vegar af sér það viðhorf, að það sé ekki jafn skelfilegt að gera ráð fyrir einhverju tjóni af striði og við teljum og allavega betra en að standa i striði til að „maður græði á þvi”. Ef við hefðum lagt út i striðið i Vietnam með ágóða i Það hlýtur að hafa verið ein- kennileg reynsla fyrir þetta fólk að sjá þessa málsvara kapital- ismans, sem byggir á trú á sið- ferðilega yfirburði græðginnar, segja þeim Vietnömum, aö þeir vildu ekki neitt, ekki jarðnæði, enga peninga, i staðinn fyrir þá góðvild sem landsmönnum var sýnd. Þessi undrun hlýtur að hafa magnazt mjög þegar þeir sáu okkur Bandarikjamenn leggja iand þeirra i eyði i háleitum sið- ferðilegum tilgangi. Rómverjar hefðu litið svo á að stefna okkar væri fáránleg. Þeg- ar Rómverjar fóru i strið var það til þess að hagnast á þvi. Vegir hins rómverska rikis voru ekki lagðir vegna þess að Rómverjar teldu sig skuldbundna til þess að færa blessun hraðra samgangna villiþjóðum. Vegirnir greiddu einfaldlega fyrir þvi að herfangið kæmist fyrr til Rómar. Bretar störfuðu á sama grund- velli. Aö sjálfsögðu fylgdu virkir stjórnarhættir i kjölfar landvinn- inga Rómverja, rétt eins og krjstindómur og góðar járnbraut- arsamgöngur fylgdu i kjölfar brezkra sigra. Það er auðveldara að arðræna skipulagt fólk en óskipulagt — og virkir stjórnar- hættir og kristindómur komu á skipulagningu hjá þeim sem sigr- aðir höfðu verið. Rómverskir vegir og brezkar járnbrautir flýttu fyrir aðflutningi ránsfengs- ins til Rómar og Lundúna. Ýmislegt bendir til þess, að þetta kerfi hafi gefið allgóða raun að þvi er varðar þau lönd sem sigruð voru. Reyndar mundu fáir stjórnmálamenn i Washington skrifa undir slika staðhæfingu. „Heimsvaldastefna” og „ný- lendustefna” eru ljót orð i póli- tiskri orðabók samtimans. Jafn- vel þótt Bretland hafi verið ein af afieiðingum Rómarrikis og Bandarikin séu ein af afleiðingum Brezka heimsveldisins. Það ætti að leggja niður hið ameriska kerfi — að heyja strið i þvi skyni að bæta siðferði i heim- inum. Sem yfirlýstir trúmenn á siðferðilegt ágæti markaðshyggju ættum viðaöhverfa aftur til hinn- ar skynsamlegu rómversk- brezku stefnu. Næst skulum við ekki hlusta á neitt hjal um það, að við viljum ekki fá neitt út úr styrjöld nema betra stjórnarfar fyrir heiminn. Næst skulum við láta alla vita, að ef við leggjum af stað með byssur, þá er það gert af þvi við viljum græða eitthvað á þvi. Græða mikið. Slik afstaða gerir okkur mögulegt að byggja ákvarðanir okkar um hernað á svipuðum útreikningi og þeim, sem við notum.þegar við ákveð- um hvort við eigum að byggja nýja verksmiðju eða sameina tvær eða eitthvað það annaö, sem við erum sterkir i. Sem útbreiðslumenn siðferði- legs ágætis erum við hinsvegar öðrum til sárra leiðinda, — svo að vægt sé til orða tekið. t fyrrakvöld varð árekstur milli Skodabifreiðar og Volkswagen á Kringlumýrarbraut. Tvennt slas- aðist i Skoda-bifreiðinni svo að flytja varð fólkið á slysavarðstof- una. Ennfremur ökumann i Volkswagen-bilnum er lenti með höfuðið i framrúðuna og braut hana. Litið barn i Skoda-bilnum slapp ómeitt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.