Þjóðviljinn - 03.06.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.06.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. júni ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9. Einþáttungar eftir Birgi Engilberts eru frumfluttir á mánudagskvöld — Myndin sýnir Margréti Guömundsdóttur og Bessa Bjarnason i hlut- verkum sinum i Hversdagsdraumi. A sunnudag kl. 7 er opnuö myndlistarsýning I Norræna húsinu, ein af átján. Hér cr á ferö norræn graffk. Myndin er tekin þegar veriö var aö ganga frá uppsetningu sýningarinnar. I i I Með og móti stjörnumenningu Á tslandi er mikið um allskonar skáldskap og list, og öllum er leyft að gera hvað sem þeir vilja - orti Steinn Steinarr i forsögn að Listamannaþingi fyrirréttum þrjátiuárum. Þessi orð glata ekki gildi sinu, nema siöur sé. Og nú, þegar liður að Listahátið með margvislegustu viðleitni i einum sextiu atriðum, bregður jafnvel Búnaðar- bankinn undir sig skáldfæti og yrkir i blöðin: Skildingunum skjól ég bauð i skrýtna bauknum minum. Það er verið að tala um það hér og þar núna rétt eins og siðast, þegar efnt var til lista- hátiðar, að það sé mikið um snobberi i kringum svona fyrir- tæki, sérstaklega er þetta tengt við frukt fyrir alþjóðlegum frægðarmönnum i músik. Þessar kvartanir eru liklega tengdar við það, að i raun og veru hefur orðið nokkur breyting á afstöðu manna til þess hvað séu listir og menntir. Ekki mikil breyting kannski en breyting er breyting samt. Fyrir svosem tuttugu árum var ekki nokkur vafi á þvi, að mennihgin var eitthvað fint og sér á parti, og hún birtist i stórum nöfnum með frægðar- ljóma um allar álfur. Þessi nöfn lærðum við skólastrákar utanað af bernsku kappi og kunnum að gefa þeim lauslegar einkunnir, sem liklega byggðu oft ekki á rýmri þekkingu en þeirri, sem hafa mátti af plötuumslögum og bókakápum. Þetta menningar- ástand rifjar Vésteinn Ölafsson skemmtilega upp i skáldsögu sinni, Gunnar og Kjartan, sem út kom i vetur. Vissulega var margt i meira lagi skrýtið við þessa stjörnu- dýrkun. En hún. hafði fleiri hliðar en eina eða tvær. Mönnum lærðist aö snobberi er i senn fyrirlitlegt og gagnlegt. Það er með nokkrum hætti góður hvati á listalif og bók- mennta, einskonar fjörefna- sprauta, sem gefur mönnum kraft til að yfirstiga ýmsa erfið- leika, tileinka sér verk sem ólesin mundu liggja eða óséð ef að viðkomandi hefði ekki i snobbisku ofstæki sinu ákveðið, að þetta verðihann að lesa, sjá og heyra, vilji hann maður heita. En siðan þá hefur annað við- horf sótt á, sem hefur skert nokkuð yfirráðasvæði stjörnu- dýrkunnarinnar. Samkvæmt þvi vérður menningarlifið nafn- lausara, ef svo mætti að orði kveða. Menning er hverskonar skapandi athafnir manna, sem og lif það sem sköpunarverk lifa meðal fólks, viðtökur þeirra og viðtökuskilyrði. Umræöan er ekki lengur bundin við djörfustu framúrstefnuverk eða afurðir þjóðskálda, heldur nær hún til kerlingabókmennta, glæpa- reyfara, poppmúsikur, au- lýsinga, skólabl., teiknimynda- flokka og ýmissa hliðstæðra fyrirbæra. „Gerðu það sjálfur” veröur eitt af vigorðum timans - dæmigert fyrirbæri um það eru sérstakir salir i tengslum við listasöfn, þar sem menn geta búið til sin eigin listaverk. Vitanlega var það gott að fin- heitin og hátiðleikinn voru ekki jafneinráð og fyrr. En þessi nýju viðhorf höfðu einnig fleiri hliöar en eina. Það gat sýnzt svo, að allt væri orðið að list, eða gerði a.m.k. tilkall til að vera list - liffræðilegar og sál- rænar tilviljanir, meinlokar og sérvizka andartaksins. Og þótt aðstoð tilviljunarinnar geti verið meira en velkomin, þá gat ekki hjá þvi farið, að menn yrðu nokkuð uggandi um að allt væri orðið of auðvelt. Virðing fyrir lærdómi i listum og skipulegum vinnubrögðum átti i vök á verj- ast. Vitanlega eru þessi fyrirbæri „stjörnumenning” og „and- stjörnumenning” sjaldnast til i hreinu formi, heldur miklu laugardags [pQg'SflDa fremur sem almennar til- hneigingar og liggja ýmsir straumar á milli Ef við vikjum að sjálfri listahátið, þá er aug- ljóst, að hún er i sterkum tengsl- um við fyrrnefnda fyrirbærið: stór nöfn, sigild verk eru þó nokkuð fyrirferöarmikil.En það væri óréttlátt að láta sér sjást yfir það, að það er þó nokkuð mikil breidd á Listahátið: Súmarar mála bæinn rauðan við undirleik Yehudi Menuhins. Og það er lika ástæða til að minna á það, að mjög stór hluti þeirra verka sem verða á Listahátiö eru ung, sum hafa reyndar verið fram borin áöur. Listahátið er kannski ekki sérlega nýstárleg þegar á heildina er litið, og hún er held- ur engin kollvelta, eins og Fær- eyingar segja, engin sög á máttarstólpa himins og jaröar. En hún er áreiðanlega fjölbreytt og i háum gæðaflokki. Og i guðanna bænum farið ekki að halda þvi fram, aö alþýðu sé meinaður aðgangur vegna dýr- tiðar, ódýrari aðgöngumiöar að listum eru varla til nema kannski hjá þeim skelfilegu þjóðum Rússum og Svium. Miklu hættara er við þvi, að ástæður úr félagslegri sálfræði geti orðið nokkur veggur milli listahátiðar og almennings. Arni Bergmann. Nýtt hefti af Studia Islandica Ritstörf Gríms Thomsens á ensku 31. hefti safnritsins STUDIA ISLANDICA er komiö út og fjall- ar um ritstörf og fræöimcnnsku Grims Thomsens á enskri tungu, en um það efni hafa nýjar og for- vitnilegar heimildir komið i leit- irnar fyrir skömmu. Aðalhluti heftisins er ritgerð eftir Grim um sérkenm norræns kveðskapar að fornu, en hún birt- ist i timaritinu North British Review árið 1867. Er hún löng og ýtarleg og vitnar um mikla þekk- ingu höfundar á rómantiskum kveðskap og klassískum bók- menntum. Tekur Grimur og i rit- gerð þessari mið af fornkveðskap ýmissa annarra þjóða: Grikkja, Indverja, Persa, Rómverja og Araba. Einnig lýsir hann einstök- um goða- og hetjukvæðum og ræöir eftir það um dróttkvæði i heiðni og kristni. Ritgerðinni lýkur svo á kafla um fornsög- urnar. Edward J. Covan og Hermann Pálsson hafa búið ritgerð Grims ti prentunar og samið ýtarlegan formála, þar sem fjallað er utn bréfaskipti Grims Thomsens við ritstjóra North British Review, David Douglas, og rakin ritstörf hans og fræðimennska á enskri tungu. Birtist hér m.a. ensk þýð- ing eftir Grim á Islendings þætti sögufróða og Guðrúnarkviðu fyrstu. Bréf þau, sem Grimur rit- aði Douglas, eru frá árunum 1866- 1870 og merkileg heimild um áhugamál hans og athafnir á sið- ustu Hafnarárunum og fyrstu misserunum eftir heimkomuna til Islands. Siðasti hluti þessa heftis af Studia Islandica er svo'ritgerð eftir Edward J. Cowan um islenzk fræði i Skotlandi fyrrum. Þeirra getur fyrst á siðari hluta þrettándu aldar, en rannsóknir á þessu sviði eflast mjög á átjándu og einkum nitjándu öld, enda komust bækur Grims Thorkelins i eigu Landsbókasafns Skotlands og lögðu grundvöll að þeim. Rekur Edward J. Cowan t.d. skemmtilega áhrif islenzkra fornbókmennta á skozku stór- skáldin Walter Scott og Thomas Carlyle. Studia Islandica er sem áður gefin út af Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs og Heimspekideild Háskóla lslands. Ritstjóri er dr. Steingrimur J. Þorsteinsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.