Þjóðviljinn - 03.06.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.06.1972, Blaðsíða 11
I.augardagur júni 1972- ÞJÓÐVILJ’NN — SIÐA 11. íslandsmetið fauk í fyrstu tilraun Lára Sveindóttir var ekkert að tvinóna við hlutina i há- stökki á EóP-mótinu í fyrrakvöld. Islandsmetið, sem var 1.57 m, fauk í fyrstu tilraun hjá henni, þegar hækkað hafði verið í 1.58 m. Og það sem meira var, hún var komin yfir 1.60 m, en rak hælinn í rána á niðurleið og felldi. Þetta er fyrsta keppni Láru í hástökki utan húss á þessu ári, svo að sýnt er, að hún á eftir að stórbæta metið frá þvi sem nú er, þegar líður á sumarið. Lára byrjaði að stökkva hæðina 1.35 m og fór i fyrstu tilraun yfir l. 58 m. Islandsmetið fór hún svo hátt, að telja má vist, að það sam- svari 1.65 m. Siðan mun hræðslan við töluna 1.60 hafa ráðið mestu um, að hún fór ekki þá hæð. 1 öðru sæti varð Kristin Björnsdóttir UMSK, stökk 1.50 m og átti góða tilraun við 1.55 m. Valbjörn Þorláksson beið lægri hlut fyrir Borþóri Magnússyni i 110 m. grindahlaupi. Borgþór hljóp á 16.0 sek en Valbjörn á 16.1 sek. Bjarni Stefánsson sigraði með yfirburðum i 400 m. hlaupi, hljóp á 49.2 sek., sem er góður timi miðað við þann kulda og vind sem var meðan keppnin fór fram. Stefán Hallgrimsson KR varð 2. á 52.9 sek. Erlendur Valdemarsson náði sér aldrei almennilega upp i kringlukastinu. Kastaði aðeins 55.06 m. Annar varð Páll Dagbjartsson HSÞ, kastaði 46.54 m. Sigurður Jónsson HSK sigraði i 100 m. hlaupi, hljóp á 11.4 sek, sem er góður árangur gegn sterk- um vindi. 1 100 m. hlaupi kvenna sigraði Lára Sveinsdóttir á 12.9 sek, en Önnur varð systir hennar Sigrún á 13.0 sek. Guðmundur Jóhannesson sigraði i stangarstökki, stökk 3.80 m. Aðrir fóru ekki byrjunarhæð, en aðstaða til keppni i stangar- stökki var svo slæm, að varla var reynandi að stökkva, svo mikill vindur var á meðan keppnin fór fram. Agúst Asgeirsson var hinn öruggi sigurvegari i 1500 m. hlaupi, hljóp á 4:13,9 min, Friðrik Þór sigraði i langstökki, stökk 6.57 m. 1 800 m. hlaupi kvenna sigraði Lilja Guðmundsdóttir á 2:31,5 min. í spjótkasti karla sigraði As- björn Sveinsson UMSK, kastaði 54,74 m, og sveit KR sigraði i 4x100 m. boðhlaupi á 45.9 sek, en sveit 1R hljóp á 49,2 min. — S.dór. Næstu leikir Heil umferð verður leikin i 1. deiidarkeppninni nú um heigina. t dag á Laugardalsvelli Fram og Vestmannaeyingar, og hefst leik- urinn kl. 16. A morgun kl. 16 hcfst svo i Keflavik leikur heimamanna og Vikings, og er það fyrsti leíkur ÍBK á heimavelli. Annað kvöld kl. 20 hefst á Laugardaisvelli leikurinn, sem allir biða eftir, leikur KR og tA. Bæði er það nú gömul hefð að leikir þessara aðila eru vinsæl- ustu leikir keppnistimabilsins, og auk þess fygljast menn meö hinu unga KR-liði af miklum spenn- ingi. A mánudagskvöld mætir svo Valur Breiðabliki á Melavellin- um, og telst sá leikur heimaleikur „Blikanna”. Leikurinn hefst kl. 20. A morgun fara fram tveir leikir i 2. deildarkeppninni. A Selfossi ieika heimamenn gegn Ilaukum, og er þetta fyrsti leikur beggja liðanna i deildinni. A Húsavik leika heimamenn, Völsungar, gegn Akureyringum, og er sá leikur einnig fyrsti leikur beggja liðanna i 2. deild. Ein- hverrahluta vegna er heil umferð ekki leikin i 2. deild um þessa helgi. Aðeins þessir tveir leikir. Lára Sveinsdóttir setur hér tslandsmetið i hástökki, l,58rm. Takið eftir hve hátt hún er yfir ránni. Þetta stökk er vel yfir 1,65 m. FH náði jafntefli gegn Þrótti 1:1 Fyrsti leikur Islands- mótsinsí2. deild fór fram á Hafnarf jaröarvellinum í fyrrakvöld, og mættust þar FH og Þróttur. FH náði þar jafntefli við Þrótt, 1:1, svo enn virðast ja fnteflisúrslit- in ætla að hanga við FH- liðið, það hefur enn ekki unnið leik á þessu ári og náði eins og menn muna fjölmörgum jafnteflum í 2. deildarkeppninni í fyrra. Hafnfirðingarnir voru heppnir að ná þessu jafntefli gegn Þrótti.Marktækifæri Þróttar voru bæði fleiri og hættulegri, þvi að segja má, að FH hafi engin veru- lega hættuleg marktækifæri átt fyrir utan það sem skorað var úr. Það var Helgi Þorvaldsson sem skoraði mark Þróttar úr vita- spyrnu á 35. minútu, eftir aö varnarmaður FH hafði varið boltann með höndum innan markteigs. Þanmg var staöan i leikhléi og menn töldu sigur Þróttar blasa við, þar eð FH-framlinan náði aldrei að ógna verulega. En svo var það á 55. minútu, að Ólafur Danielsson jafnaði óvænt með skalla fyrir FH, hálfgert klaufa- mark, 1:1. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir nokkur ágæt marktækifæri Þróttar. Til að mynda komust tveir af framlinumönnum Þróttar, þeir Aðalsteinn örnólfs- son og Sverrir Brynjólfsson, inn- fyrir FH-vörnina i sitt hvort skiptið, en mistókst báðum að skora. Þá áttu Þróttarar skot i þverslá undir lok leiksins. Það er þvi ekki hægt að segja annað en að FH-ingar hafi verið heppnir að ná þessu jafntefli. Eitthvað meira er litið er að hjá FH-liðinu að vinna ekki leik i allt vor, og ótrúlegt verður að telja að það blandi sér i toppbaráttuna með þessu áframhaldi. Hinsveg- ar er ljóst, að ef botninn dettur ekki úr öllu saman hjá Þrótti eins og oftast hefur gerzt, þá verður Þróttur eitt af toppliðun- um i 2. deild i sumar. — S.dór. Réðust á dómarann Enski knattspyrnudómarinn Norman Burtenshaw varð að fá lögregluvernd, eftir að uppþot brauztútá Orlanda-leikvanginum i Jóhannesarborg i S-Afriku nú i vikunni. dómarinn hafði dæmt vitaspyrnu á heimaliðið og þá sauð uppúr, enda varð markið, sem skorað var úr vitaspyrnunni, til þess að heimaliðið Orlanda Pirates tapaði 1:2 fyrir erkióvin- inum Kaiser Chiefs. Ajax mætir Independiente Ajax-liðið, hinir nýbökuðu Evrópumeistarar i knattspyrnu, munu fara til S-Ameriku, nánar til tekið til Argentinu, og leika þar fyrri leikinn gegn S-Ameriku- meisturunum Independiente i keppninni um heimsmeistaratitil félagsliða. I fyrra, þegar Ajax varð Evrópumeistari, neitaði þáver- andi framkvæmdastjóri þess að taka þátt i þessari keppni vegna slæmrar reynslu af s-amerisku liðunum. Hreinn storkaði Guðmundi Loksins hefur það gerzt, að við eigum orðið tvo kúluvarp- ara, scm berjast munu um 1. sætiðá frjálsiþróttamótum hér i sumar. Hreinn Halldórsson, hinn ungi og stórefnilegi kúlu- varpari, gerði sér litiö fyrir á EÓP-mótinu og kastaði 17.39 m. og storkaði þar með Guðmundi Hermannssyni, sem veriö hefur ósigrandi og raunar aldrei feng- ið keppni s.l. 4 ár. Það hefur heldur aldrei gerzt fyrr hér á landi, að tveir toppmenn væru til i kúluvarpi. Huseby fékk aldrei keppni, og eftir að Guð- mundur náði sér verulega á strik, hefur hann heldur aldrei fengið keppni. Keppni þeirra Hreins og Guð- mundar á EÓP-mótinu var sér- staklega skemmtileg. Hreinn kastaði fyrstur og kastaði þá þegar 17,27 m., hans lang-bezti árangur. Guðmundur kastaði næstur, en aðeins 16,57 m. Þeg- ar svo Hreinn kastaði öðru sinni, kastaði hann 17,39 m. Nú fór verulega að fara um Guð- mund. Hann kastaöi ekki nema 17,39 m„ sömu lengd og Hreinn I annarri tilraun, og þannig stóð málið þar til næst-siöasta um- ferð hófst. Hreinn kastaði 17,05 m„ og ef Guðmundi tækist ekki að kasta lengra en 17,39 m„ myndi hann hreppa 2. sætið, nokkuð sem er nýtt fyrir Guðmund Hermanns- son i kúluvarpi. Guðmundur tók á öllu sinu i næst-siðasta kasti, og kúlan sveif 17,56 m. Þar með hafði Guðmundur sigrað, en aldrei hefur sigur hans staðið eins tæpt. Ilreinn gerði ógiit í siöustu tilraun, Guömundur raunar lika. Þar mcð var lokið skemmti- legustu kúluvarpskeppni, sem hér hefur farið fram um árabil, ef svipuð keppni hefur þá nokkru sinni farið hér fram I kúluvarpi. Það er alveg ljóst, aö Guðmundur er ekki lengur öruggur um sigur i nokkru móti hér lengur. Hreinn er liklegur til að fara vel yfir 18 m. 1 sumar. Aðstæður á þessu móti voru slæmar vegna kuldans. Við beztu aðstæður ætti þessi ungi Strandamaður að fara vel yfir 18 m. i sumar, ef ekki fast að 19 m. Þeir sem bezt þekkja til kúlu- varps segja, að ef Hreinn fengi rétta skólun, þá myndum við eignast20m. mann i kúluvarp- inu, og vissulega hefur hann likamsburði til þess,og ekki háir aldurinn honum. Vonandi fær hann tækifæri til þess að komast út og læra meira. ' Hreinn Halldorsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.