Þjóðviljinn - 03.06.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.06.1972, Blaðsíða 3
I.augardagur :(. júni 1372- ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3. Sj ónvemdarstöð Það var ys og þys i Bústaða- kirkju i gær, enda leið að lokaæf- ingu á barnaóperunni eftir Benja- min Britten, sem frumsýnd verð- ur á mánudag á vegum Listahá- tiðar. Þessi sýning er mikið fyrirtæki. Nói (Kristinn Hallsson) situr i örkinni með kerlu sinni (Ruth Magnússon) og öðru skylduliði. A hann öðru hvoru samræður við Drottin- (Rúrik Haraldsson) og margvisleg samskipti við nokkrar kjaftakerlingar og um 70 dýr, sem leikin og sungin eru af börnum úr nálægum skólum. Hér við bætast á 7. tug hljóð færaleikara og svo menn sem að- stoöa við að reisa örkina hans Nóa á hverri sýningu. Kannski hefur aldrei verið rausnarlegra hlutfall milli flytjenda óperu og salar — en Bústaðarkirkja tekur 280 manns i sæti. Garöar Cortes stjórnar flutn- ingi á barnaóperu þessari. - sagði heilbrigðisráðherra er hann tók á móti söfnunarfé af sölu rauðu fjaðrarinnar Dagana 15. og 16. apríl sl. fór fram landssöfnun á vegum Lionshreyfingar- innará islandi og söfnuðust rösklega 5 milj. króna. Til- gangur söfnunarinnar var að afla fjár til kaupa á tækjum sem vantar á augndeildina við Landa- kotsspitala og sjónpróf- unartækjum til dreifingar um landið. Ásgeir Ólafsson, umdæmis- stjóri Lions-hreyfingarinnar á ts- landi afhenti heilbrigðismálaráð- herra i gær fjármunina og sagði ma.: „Takmark okkar með söfnun- inni var tviþætt. Annarsvegar kaup á tækjum til dreifingar sem viðast um landið til augnskoðunar og hinsvegar kaup á tækjum sem vantar á augndeildina á Landa- kotsspitala, svo hún megi teljast fullbúin nauðsynlegum tækjum. Söfnunin gekk mjög vel og erum við Lionsmenn mjög þakklátir hve menn voru fúsir að kaupa rauðu fjaðrirnar. Lætur nærri að 4. hver tslendingur hafi keypt rauða fjöður. Má eflaust þakka þetta þvi að menn vildu gjarnan leggja nokkuð að mörkum til þess að skapa hér bætta aðstöðu til augnlækninga og sjónverndar”. Magnús Kjartansson, heil- brigðisráðherra, þakkaði þetta mikla framlag Lionsmanna og sagði i þvi tilefni: „Við vitum ekki hver margir blindir menn eru á tslandi i dag. Árið 1950 var talið að þeir væru a.m.k. 434 eða um 3 af hverju þús- undi landsbúa. Þetta var þá há tala borið saman við nágranna- löndin, þar sem hlutfallstalan var talin vera 1 til 1.8 af þúsundi og er þar átt við Norðurlöndin, Bret- land og Bandariki Norður- Ameriku. t heilbrigðisskýrslum eru blindir taldir árlega og siðasta talan 1968 er 224, en með tilliti til þess, sem fyrr var sagt, þá hlýtur sú tala að vera of lág; margt hlýt- ur að vera vantalið. Um þessar mundir er allmikið rætt á alþjóðavettvangi um blindu og varnir gegn blindu. Þetta var eitt af umræðuefnum á nýloknu þingi Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar i Genf og þar að auki, þá sat á fyrra ári á rökstól- um nefnd sérfræðinga á vegum Evrópusvæðis Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar til að kanna og gera tillögur um þessi mál. Af þeim umræðum, sem fram fóru i Genf er það að sjálfsögðu ljóst, að aðstaða þróunarland- anna á þessu sviði er svo gjörólik þvi, sem er hjá hinum þjóðunum, að þar kemst enginn samanburð- ur að. Enn eru það smitsjúkdóm- ar og skortsjúkdómar, sem eink- um valda blindu i þróunarlöndun- um. Niðurstöður þeirrar sér- fræðinganefndar, er fyrr var til vitnað, voru þær að þrátt fyrir framfarir á sviðum augnlækn- inga, einkum hvað snertir bólgu- sjúkdóma, þá væri blinda vax- andi heilbrigðisvandamál á Evrópusvæðinu. Nefndin taldi að eina ráðið til að hamla á móti þessu væri leit að augnsjúkd. á byrjunarstigi, þvi að með þvi móti mætti ýmist lækna þá eða seinka þeim til muna, þannig að þeir yllu ekki blindu fyrr en þá seint á ævi. Þeir þrir augnsjúkdómar, sem þessi nefnd lagði sérstaka áherzlu á, að hægt væri að leita uppi og lækna eða halda i skefjum, eru sjóndepra meðal rangeygðra barna, glákublinda, sem yfirleitt kemur ekki fram i fólki fyrr en eftir fertugsaldur og sjóndepra hjá sykursjúkum, sem stafar af æðabreytingum er sjúkdómurinn veldur. Augnlæknar hafa starfað hér á landi lengi og unnið mjög gott starf. Skurðaðgerðir vegna augn- sjúkdóma hafa verið gerðar á Landakotsspitala nær þvi frá stofnun hans og nú hefur riýlega verið stofnuð þar formlega augn- deild, sem hefur að ýmsu leyti breytt aðstöðu til lækninga augn- sjúkdóma. Það er i ráði að önnur deild verði á Akureyrarspitala og að þessar tvær deildir geti sam- eiginlega annazt þá augnsjúkl- inga alla, sem þurfa sjúkrahús- vistar við. Sjónverndarmálin hafa ekki verið skipulögð, en það standa vonir til, að þau verði skipulögð i m jög náinni framtið i samráði við augnlækna, einkum þá, sem á Landakoti starfa og hefur heil- brigðisráðuneytið fullan hug á að koma þeim málum fram svo fljótt sem auðið er. Sjónvernd hér mun i fyrstu einkum beinast að tveim þáttum þ.e. að finna og lækna rangeygð börn með augnþjálfun og að greina gláku á byrjunarstigi til þess að hafa hemil á þeim sjúkdómi. Sennilega er heppilegast að reyna að koma slikri sjón- verndarstöð upp i beinum tengslum við augndeild og að hafa saman glákuleitarstöð og augnþjálfunarstöð, þar sem það getur bæði sparað húsrými og starfslið. Verkefni stöðvar af þessu tagi væru eftirfarandi: 1. Leit að leyndri gláku meðal fólks yfir fertugt. 2. Skráning blindra og gláku- sjúklinga. 3. Skipulagning augn- lækningaferða og glákuleitar i þvi sambandi. 4. Rannsóknarstarf, svo sem skráning sérstakra ætta, sem til- hneigingu hafa til gláku og að kanna útbreiösluhætti sjúkdóms- ins. 5. Eftirlit með þvi að gláku- sjúklingar fái viðunandi læknis- meðferð. Frh. á bis. 15 Örkin ris i Bústaðakirkju Asgeir Ólafsson umdæinisstjóri l.ionshreyfingariiinar á islandi af- hendir heilbrigðismálaráðherra söfnunarféð. Obreytt verð á bolfiski og flat- fiski til 1. okt. Nói Kristinn Hallsson stendur i örk sinni ásamt nokkrum dýrum. örkin er smlðuð fyrir augum áhorf- cnda á hverri sýningu. (ljósmyndAK) Útvarp kl. 17.00 Umræður um öryggismálin 1 dag kl. 5 er á dagskrá útvarps- þáttur sem nefnist Erlendar raddir um islenzk öryggismál i samantekt Einars Karls Har aldssonar. Rætt verður við Ake Sparring sem er forstjóri sænsku alþjóðamálastofnunarinnar. Sparring hefur kynnt sér öryggis- mál tslands og m.a. ritað um þau bækling er hann nefnir „Island, Europa och NATO”. A eftir stjórnar Tómas Karlsson, rit- stjóri, umræðum um öryggismál- in, en þátttakendur auk hans verða Björn Bjarnason lögfræð- ingur og Ragnar Arnalds al- þingismaður. A fundi Verðlagsráðs sjávarút vegsins i gær — yfirnefndar — vai ákveðið að lágmarksverð þaf sem gilti til mailoka á bolfiski o}> flalfiski skuli gilda óhreytt áfrani og allt til 30. septembcr. Sam komulag var i nefndinni uni gildistima fiskverðsins, en verð ákvörðunin sjálf var gerð með at kvæðum oddamanns og fulltrús fiskkaupenda gegn atkvæðun fiskseljenda. Þeir sem greiddi atkvæði með vcrðákvörðuninn voru þeir Arni Benediktsson oj. Kyjólfur isfeld Kyjólfsson aul oddmanns, Jóns Sigurðssonar hagrannsóknarstjóra, en á mót voru Ingólfur tngólfsson of Kristján Ragnarsson. F’ulltrúar seljenda létu greinar gerö fylgja afstöðu sinni þar sem fram kemur að þeir höfðu lagt til 10% fiskverðshækkun, en ákvörð un meirihlutans um óbreytt fisk verð muni valda útgerð miklum erfiðleikum. Þá segir i greinar gerð minnihlutans: Vegna mikillar útgjaldaaukn ingar, sem er afleiðing af miklum verðlagshækkunum, mun útgerð lamast verulega það sem eftir er ársins. Augljóst er miðað við aflabrögð undanfarinna ára, að útgerðin mun verða rekin með verulegum halla á sumar- og haustvertið. Þorskveiðar munu þvi litið verða stundaöar siðari hluta ársins, og mun það valda margvislegum erfiðleikum i hin- um ýmsu sjávarþorpum og þjóð- inni i heild. Með tilvisum til yfirlýsinga og aðgerða s.l. haust kemur á óvart sú afstaða rikisstjórnaráð ekki sé ástæða til að tekjur sjómanna fylgi almennum kaupbreyting- um. Frá þvi fiskverð var ákveðið um áramót hefur kaupgjaldsvisi- tala hækkað um 8.63 stig, og bein kauphækkun um 4% kom til framkvæmda 1. júni. Kauphækk un verkafólks hefur þvi verið um 12—13% frá áramótum. Sjómenn hafa hins vegar orðið fyrir tekju- rýrnun vegna minnkandi afla og er nú ætlað að búa við óbreytt fiskverð, þrátt fyrir verulegar kaupbreytingar annarra stétta. Afleiðingar þess munu fljótlega koma i ljós i auknum erfiöleikum við að fá sjómenn til starfa á fiskiskipum. Fulltrúar rikisstjórnarinnar og fiskkaupenda ákváðu gegn at- kvæðum fulltrúa útgerðar og sjó- manna, að hækka enn viðmiðun- arverð Verðjöfnunarsjóðs til þess að koma i veg fyrir greiðslu i Verðjöfnunarsjóð og bæta þannig hag frystihúsanna. Eftir þessa breytingu má verðlag hækka um 300 miljónir króna frá s.l. áramót um, án þess aö komi til greiðslu i sjóðinn. Þrátt fyrir þessa ákvörð- un var ákveðið að fiskverð skuli vera óbreytt, og breytt afstaða til Verðjöfnunarsjóðs komi frysti- húsunum einum til góða. Astæða er til þess að vekja á þvi sérstaka athygli, að nú er svo komið, að þrátt fyrir að við fáum nú hærra verð fyrir fiskafurðir á erlendum markaði, en við höfum áður fengið, að úlgerðin er rekin með halla og sjómenn fá ekki sambærilegar kauphækkanir og aðrir. Með sama áframhaldandi á vixlhækkunum kaupgjalds og verðlags má gera ráð fyrir að komi til algjörrar stöðvunar á fiskveiðum á hausti komanda. verður komið upp hérlendis

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.