Þjóðviljinn - 03.06.1972, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.06.1972, Blaðsíða 16
UÖOVIUINN Laugardagur 3. júnl 1972 Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar I simsvara Læknafélags Reykjavíkur, simi 18888. Kvöldvarzla lyfjabúða vik- una 3. júni — 9. júní er I Reykjavlkurapóteki, Borgar-apóteki og I Garðs- apóteki. Næturvarzla er I Stórholti 1. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Tannlæknavakt I Heilsu- verndarstöðinni er opin alla helgidaga frá kl. 5— 6. GRIÐASÁTIMÁLAR 1 GILDI OG FJÓRVELDA- SAMKOMULAGIJMIIRRITAÐ Bonn 2/6 — Á morgun, laugardag, verður i Bonn skipzt á staðfest- ingarskjölum griðasátt- Flaskan á 800þúsundf: Nýlega var haldið árlegt* uppboð á sjaldgæfum vlnum i New York. Dýrasta flaskan var slegin Jósef nokkrum Zemel, vinkaupmanni á Manhattan, fyrir 9.200 dollara eða um 800 þúsund krónur. Það er bót I máli, að flaskan hans Jósefs er á stærð við 5 flöskur venjulegar, en á hitt er að llta, að drykkurinn er eng- inneldur, heldur „bara” rauö- vin frá Bordeaux! málanna milli Vestur- Þýzkalands og Sovét- rikjanna við hátiðlega athöfn. Eftir að athöfnin hefur farið fram i Bonn, er bú- izt við að Berlinarsam- komulag fjórveldanna verði undirritað i Berlin. Til þess eru kvaddir utanrikisráðherrar fjór- veldanna, Maurice Schumann frá Frakk- landi, Sir Alec Douglas- Sj ómannadagur- inn í Hafnar- firði Næsta sunnudag verða sérstök hátlðahöld I Hafnarfirði I tilefni at sjómannadeginum og hefst úti hátlð á torginu fyrir framan Bæj arútgerö Hafnarfjaröar kl. háll þrjú. Svanberg Magnússon setur há- tlðina og stjórnar henni. Avörp flytja frú Sólveig Eyjólfsdóttir, fulltrúi S.V.D.K. Hraunprýðis og Jón sigurösson, formaður Sjó- mannasambands Islands. Þrir aldraðir sjómenn veröa þá heiðraðir af Vigfúsi Sigurjónssyni og söngtrió syngur, gamanþáttur fluttur af Jörundi, koddaslagur, björgunaræfing á þyrlu og kapp- róður. Lúðrasveit Hafnarfjarðar kemur til með að leika á útihátíð- inni. Þá verður dansleikur i Al- þýðuhúsinu og hóf I Skiphól. Home frá Bretlandi, áfram ferðinni til Bonn William Rogers frá og ræðir þar við Brandt Bandaríkjunum og kanslara og Walter Andrej Gromyko frá Scheel utanrikisráð- Sovétrikjunum. herra Vestur-Þýzka- Gromyko heldur siðan lands. Thieu neitað um aukin völd SAIGON 2/6 — Bandariskar flugvélar fóru i 220 árásar- ferðir til Norður-Vietnam sið- asta sólarhring, og er sagt að varpaö hafi verið sprengjum á orkuver og 5 brýr. Sprengj- urnar voru með elektróniskri stýringu, svo að þær færu sið- ur utan hjá. Þing Suður-Víetnams féllst ekki á það að veita Thieu for- seta aukið vald til að stjórna eftir undantekningarlögum. Talið er, að í þvi hefði falizt aukin ritskoðun. Skorað á þjóðernis- sinnaða IRA að hætta hermdarverkum En Provisionals hafa það að engu og segja friðarhjalið fals Nokkrir leiðtogar þeirra voru teknir höndum í Dyflinni BELFAST 2/6 — Tveir brezkir hermenn létust i dag, er sprengja sprakk á þá þar sem þeir voru á eftirlitsferð nálægt landamærabænum Rosslea. Talið er að Provisional IRA hinn þjóðernis- og öfgasinn- aði armur írska lýðveld- isins, hafi staðið fyrir þessu tilræði, svo og mörgum öðrum minni- ÞJÓÐNÝTA OLÍUFÉLAG BEIRUT 2/6 — Irak lagði i dag bann við þvl, að flutt væri út hrá- olia til landa utan Araba-banda- lagsins frá félaginu Iraqui Flestir með lítið A vertlöinni, miðað við miðj- an mai bárust á land I Grinda- vik 28,5 þúsund tonn á móti 39,3 búsund tonnum i fyrra. TIÖ hefur verið rysjóttari á vertiðinni i vetur fyrir Grinda- vlkurbáta, þar sem þeir eru skráöir með 4371 róður á móti 4982 róðrum i fyrravetur. Lang- hæsti bátur er Albert GK með 1008 tonn i 65 róðrum. Af 59 bátum er lögðu upp I Grindavik i vetur eru 42 bátar með afla und- ir 600tonnum. Flestir með 300 til 600 tonna afla. Hærra verð fyrir minka- skinn 6000 þúsund islenzk minka- skinn voru seld á uppboði hjá Hudson Bay félaginu i London á kr. 1400 til 1500 stykkið og er það 15% verðhækkun frá þvi i des- ember 1971. Nýtt minnkabú hefur verið reist á Dalvik og fær það 1245 dýr frá Sauðárkróki og Akranesi. Eig- andi er Þorsteinn Aðalsteinsson. Petroleum Co., sem var þjóðnýtt I gær. Sýrland þjóðnýtti einnig þann hluta af félaginu, sem hefur starfsemi þar vegna olluleiðslu til hafnar við Miöjarðarhaf. Fá við- brögð hefur enn oröið vart við frá Vesturlöndum og fyrri eigendum fyrirtækisins, en stjórnir Araba- landanna hafa lýst ánægju meö þjóðnýtinguna. Brezka stjórnin hefur látið i ljós von um, að hægt sé að sameinast um fyrirkomulag sem fullnægi öllum aðilum. Aðalstöðvar félagsins voru i London Sagt var i Paris, að Pompidou Frakklands- forseti mundi ræða þetta mál við varaforseta traks, þegar hann kemur i heimsókn til Frakklands i júlí. Franska rikið á um fjórð- ung hlutabréfa i hinu þjóðnýtta félagi. háttar sem áttu sér stað i Norður-írlandi i dag. Þetta kunna að vera hefndir fyrir það að lögreglan i Dyflinni handtók i gær 5 af Jeiötogum IRA: Joe Cahill fyrrum’yfirmann IRA i Belfast, bræöurna Rory og Sean O’Brian og tvo aðra menn. Talið er, að æösti maður Provisional IRA Sean MacStiofain, sé nú flú- inn úr trska lýðveldinu — eftir- lýstur af lögreglunni — og hafi leitað hælis i Derry. Friðarnefnd i Belfast lagði I gær fram tölur sem sýndu, að 90% af kaþólskum ibúum borgarinnar ' óskuðu eftir friði og skoruðu á Provisionals að fylgja fordæmi hins marxiska arms IRA, .Officials, og hætta hermdarverk- um. 112 af 25 kaþólskum kirkjum i Belfast hefur verið safnað undir- skriftum undir áskorun um að hætt verði skotárásum og sprengjutilræðum. Friöarnefndin segir undirtektir svo góðar, að undirskriftum verði einnig safnaö viö hinar kirkjurnar. Formælandi fyrir Provisional IRA hélt þvi fram i dag, að 90% fylgi við frið hefði ekki við rök að styðjast og undirskriftir væru falsaðar. Að meðtöldum þeim tveim her- mönnum sem létust i dag er tala látinna vegna átakanna i Norður- Irlandi undanfarin 3 ár komin upp i 359. Af þeim eru 73 brezkir her- menn. Einar rœddi við Sheel Einar Agústsson, utanrikisráð- herra, sem verið hefur erlendis þessa vikuna, ræddi i gær við Walter Scheel, utanrikisráðherra Vestur-Þýzkalands. Svíar bjóða Hannibal heim Bengt Norling, samgönguráð- herra Svia, hefur boðið Hannibal Valdimarssyni, samgönguráð- herra, og konu hans að heim- sækja Sviþjóð og skoöa þar samgöngumannvirki og kynna sér samgöngumál dagana 5. — 10. þ.m. Með islenzku ráðherrahjónun- um i förinni verða Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri I samgönguráðuneytinu og kona hans. Ég er kona að norðan segir Guðrún frá Lundi 85 ára Guðrún frá Lundi er 85 ára i dag, og höfðum við tal af skáldkonunni i gær á heimili hennar hér i Reykjavik að Efstalandi 50. Guðrún kvaðst vera góð til heilsunnar og sitja við að skrifa fjórða bindi skáldsögu, sem hún nefnir „Utan frá sjó”. — Eg er hálínuð með þetta bindi og ætla að ljúka þvi norður á Sauðárkróki i sumar. Þar á Guðrún hús ekki langt frá sjávarkambi, og þar dvelst hún á sumrum við skriftir. — 1 haust kemur út þriðja bindi skáldsögu minnar „Utan frá sjó”, sagði Guðrún. Guðrún segist hafa ritað 25 skáldsögur til þessa. — Ef guð lofar held ég áfram þessari skáldsögugerð. Mér þykir jafn vænt um þær allar. — Engin hugstæðari öðrum? Skáldkonan hugsar sig um og fer svo að tala um Dalalif: — Fyrsta bindið kom út 1946 hjá Isafold, og kom hún út I fimm bindum og er yfir 2 þús- und blaðsiöur að lengd. Skáld- sögu þessa skrifaði ég á árun- um 1935 til 1943 meðfram heimilisstörfum i húsi minu á Sauðárkróki. Æskuheimili Guðrúnar var að Ytra-Marlandi á Skaga. Var það ævinlega kallað Malland i daglegu tali. — Mér þykir vænt um Skagafjörð, og þar nyrðra vil ég dveljast á sumrum. Tek mig upp i júni hér syðra og dvelst nyrðra fram i nóvember. Kona að norðan hér á suðurslóðum. Guðrún frá Lundi tekur á móti gestum i dag i Domus Medica frá kl. 15 til 18 og er hin ernasta og við góða heilsu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.