Þjóðviljinn - 15.07.1972, Síða 1

Þjóðviljinn - 15.07.1972, Síða 1
Laugardagur 15. iúlí 1972 — 37. árg. —155. tölubl. Alþýðubankinn hf ykkar hagur okkar metnaöur LÖGSAGA LYSTAR ÍSLANDS Kl. 3 e.h. í gær undirritaöi sjávarútvegs- ráöherra Lúövík Jósepsson reglugeröina um 50 milna fiskveiöilandhelgi við ísland og lagöi þar meö hina formlegu lagalegu hönd á það/ að 50 mílna fiskveiðiland- helgi sé islenzk lög er komi til fram- kvæmda 1. sept. n.k. Lúövík lauk ávarpi sínu við undirritun- ina á þessa leið: „ Einhuga þjóð, sem veit, aö hún hefir réttan málstað, sem skilur, aö hún er aö berjast fyrir lifi sínu, veröur ekki sigruö. Einhugur okkar og fullkomin samstaöa mun þvi færa okkur fullan sigur í landhelgismálinu." Um leiö og þessi reglugerö um 50 milna fiskveiðilandhelgi er sett, eru settar reglur um tvö sér- stök friðunarsvæði innan 50 milna markanna, annað út af Norð- austurlandi, þar sem algert bann er á togveiðum i april og mai, hitt er á Selvogsbanka þar sem allar togveiðar eru bannað- ar, einnig fslendingum, frá 20. marz til 20. april. 1 reglugerðinni eru engar hömlur settar á veiöar islenzkra togara umfram tog- veiðilögin frá 1967, nema hvað fyrrnefnd tvö svæði snertir. Tog- veiðilögin falla úr gildi um ára- mót og mun Alþingi þá setja ný um veiðar islenzkra togara á beltinu frá 12-50 milur. Lúðvik tók fram á blaðamannafundinum, að setning reglugerðarinnar væri ekkert lokaorð, verið væri að framkvæma það sem Bretar vissu, — að lýsa formlega yfir 50 milna lögsögu, en við værum enn reiðubúnir til samninga. Lúðvik lýsti fullyrðingar AP-fréttastof- unnar um að nærvera hans hefði slitið samningaviðræðunum, sem staðlausar og út i bláinn. Avarp Lúðvfks við undirritun reglugeröarinnar er birt á 2.siðu Pjóðviljans. Lúðvik Jósepsson ráðherra staðfestir reglugerðina um 50 mflna fisk- veiöilandhelgi með undirskrift.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.