Þjóðviljinn - 15.07.1972, Page 8

Þjóðviljinn - 15.07.1972, Page 8
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur. 15. júli. 1972 @ EVA RAAAM: AAANNFALL OG MEYJAVAL fimm börnum i fallega læknis- húsinu við hliðina á Henriksens- fjölskyldunni. Þegar Hermann Henriksen var farinn að heiman þetta kvöld til að gegna skyldum sinum sem trúnaðarmaður sam- félagsins, hljóp Gunda yfir til frú Danielsen og kallaði i ofboði: — ó, frú Danielsen, heldurðu að þú getir litið til með strákunum minum i kvöld? Það er ekki annað en gefa þeim hrúguna af brauðsneiðum sem ég er búin að smyrja og koma þeim i rúmið, ég verð kannski dálitið sein. — Alveg sjálfsagt frú Henriksen, sagði frú Danielsen alúðlega. Hún var ávöl að lögun eins og hún væri gerð úr ein- tómum mjúkum smábollum, og húðin lagðist yfir breiðleitt and- litið eins og mjúkt og fint köku- deig. Kinnarnar voru með ljós- bleikum litblæ eins og þær væru einlægt smuröar finasta glassúr. Hún horfði á Gundu með vinalegri forvitni i svipnum. — Er það kannski heilbrigðis- nefndin? En Gunda brosti ibyggin. — Nei, i kvöld ætla ég að vera með mörgum karlmönnum, já, er ég ekki orðin myndug eða hvað? Og meira vildi hún ekki segja, þótt frú Danielsen liti út eins og spurningarmerki. Nokkrum minútum seinna ók hún stóra, gamla vörubilnum út úr portinu og stefndi i áttina norður, að miðbænum. Fyrir utan Eldorado, eina kvikmyndahúsið i Totta, þar sem Elisabet Taylor skreytti auglýsingaspjaldið með seiðandi augnaráði og útréttar hendur, eins og hún vildi lokka til sin hvern einasta hugsanlegan áhorfanda.kom hún auga á Brittu og dótturina Lillugullu i bið- röðinni framanvið aðgöngumiða- söluna. Hún lagði bilnum við gangstéttina spölkorn frá og stikaði til þeirra, i dag hafði hún klætt sig i pils i fyrsta skipti i marga daga, en á festulegu göngulaginu mátti sjá aö það var óvanalegt klæðisplagg. Britta veifaði glaðlega til hennar með hanzkaklæddri hendi. fíg þoli ekki þessa niður- lægingu. Ef kommum á að liðast að taka frá manni kanasjónvarpið, er cg farinn úr landi. Maður er búinn að ausa peningum i ihaldið árum saman,og enginn virðist geta ráðið við neitt. Ég hitti einn komma á götu um daginn og bað hann um skýringu á þvi, af hverju þeir þyrftu aö gera manni lifið svo leitt. „Lifið” sagðan ,,er eins og skólprör Þú færð útúr þvi það sem þú setur i það”. — Ætlarðu lika á mannaveiðar með Elisabetu Taylor, Gunda? — Ég ætla svo sannarlega á mannaveiðar, en ekki með Elisa- betu Taylor, sagði Gunda. — Mig langaði til að spyrja þig, hvernig gekk hjá bæjarverkfræðingnum i dag. Var hann liðlegur og almennilegur? Er von á skjótum úrbótum i suðurbænum? Glaðleg, blá augun i Brittu urðu dökk af gremju. — Nei, ég held nú siður. Veiztu hvað hann sagði, þegar ég sagði honum að það kæmi fiskur útum kranann? — Nei? — Hann leit á mig með áhuga og sagöi: Það hlýtur að hafa veriö ferkvatnsaborri! Já, hugsaðu þér,þetta sagði hann! Það hlýtur að hafa verið ferskvatnsaborri! Og svo bætti hann við: Ég þarf að skreppa með veiðistöngina ein- hvern daginn! Þessir karlmenn! Gunda hló. — Ég sé hann fyrir mér þar sem hann situr með veiðistöngina við vaskinn hjá þér. Brita. Brita Engebretsen brosti með semingi. — Já, þú getur hlegið. En ég er svo sárgröm að ég er á suðu- marki. Hún benti i áttina að ásunum i suðri, þar sem nýja ibúðahverfið i Totta var baðað i kvöldroða; rað- hús við raðhús minntu á litrika kubba með smáhúð á vinstri hlið fyrir svalir, reglusemin og snyrti- mennskan gáfu til kynna, að nostrari hafði teiknað þessi hús og ekkept yrði þolað sem styngi i stúf við mynstrið i suðurbæ. — Er þetta kannski ekki fall- egt? sagði Brita. — Þetta er allt svo indælt og útsýni yfir fjörðinn og ég veit ekki hvað. En það er ekki alveg eins indælt að skola þvott úr vatni sem fiskar eru i. Nei, þessir karlmenn. Stundum fara þeir svo i taugarnar á mér, að ég gæti myrt þá. — Já, samsinnti Lillagulla og skimaði i kringum sig. — tvar hefði átt að vera kominn fyrir löngu, hugsið ykkur, hann sagði við mig: Nú verður þú að mæta stundvislega, og svo er hann sjálfur orðinn tveim minútum of seinn. Þessir karlmenn! Hún var með hjartalagað andlit með brún ikornaaugu og brúngullið hár, sem féll niður á herðar og fyrir augun og var til nokkurs trafala vegna þess að það skyggði á útsýnið. En með þvi að blása hressilega útum annað munnvikið fékk hún það til að flaksast frá,og þá gerðist undrið: hún sá. — Einmitt, sagði Gunda. — Þeir halda að þeir viti allt og geti allt og geri allt rétt, en i dag hef ég verið að velta fyrir mér hvort þetta sé i raun og veru satt. Þess vegna er ég að hugsa um að fara á bæjarstjórnarfund i kvöld og athuga hvað þeir eru eiginlega að bedrífa. Eruð þið með? Ég hef aldrei farið á bæjarstjórnarfund áður, og það er eiginlega skammarlegt, þar sem maðurinn minn er i bæjarstjórn og ég veit ekki hvað. — Ekki ég heldur, sagði Brita. — Og ég sem stend fyrir leshring Hægri flokksins um bæjarmál En hvað um Elisabetu Taylor? — Ætli hún hoppi ekki niður af spjaldinu og komi með, þvi að það er varla á hverjum degi sem hún fær tuttugu og fimm Totta-karl- menn framreidda á bakka, þótt hún hafi sæmilegt úrval að jafn aði. — Tuttugu og fimm karlmenn, hvislaði Brita alsæl og augnaráð- ið varð fjarrænt. — Og ég sem elska karlmenn, þegar ég er ekki bálvond út i þá. — Mamma þó, sagði Lillagulla. — En ég skal koma með og þá getur Ivar siglt sinn sjó. — Jæja, eftir hverju erum við að biða? sagði Gunda glaðlega. — Gerið svo vel dömur minar, þessa leið, Rollsrojsinn biður þarna niöurfrá. Kjörnu fulltrúarnir tuttugu og fimm sátu við langborð i bæjar- þingsalnum og voru mjög þýðing- armikilir á svipinn. Gunda og lagskonur hennar tvær stóðu stundarkorn i dyrunum og litu i kringum sig. Við borðsendann trónaði forsetinn, Jens Storhaug, meðalhár, feitlaginn maður lið- lega fimmtugur, með breiðar herðar og þrekið bak, flestir álitu hann lika öruggan i sessi. Á höfði hans spruttu gráýróttir lokkar með miklum blóma, eins og i stóru blómabeði á miðsumri, þeir gáfu honum vissan unglingssvip sem var klæðilegur á myndum. Konurnar i flokknum höfðu lika streymt á kjörstað, þegar myndir af honum birtust i kosningapés- unum, hafði hann lika verið með glaðlegt, næstum glettnislegt blik i augunum. En eftir að hann varð forseti bæjarstjórnar sást glettnisblikið æ sjaldnar i augum hans, oftast starði hann kringum sig með þungbúnu, ihugandi augnaráði, og hann gekk um hnakkakertur og með framteygða höku eins og hann hefði mann- drápara um hálsinn. — Nú dettur hann bráðum aftur fyrir sig af rembingi, sögðu andstæðingarn- ir. En nánustu vinir hans vissu, að það var ekki annað en hin þunga ábyrgð sem hafði bögglazt fyrir brjóstinu á honum og hallað honum aftur á bak. — 1 einkalifinu framleiðir hann hundamat, upplýsti Gunda. Varaforsetinn, Sivert, sat við hlið hans eins og linnulaust stór- bros, vingjarnlegt, kringluleitt andlitið minnti á guðhræddan prédikara sem tók sér sjaldan stóryrði i munn, þótt ærið tilefni gæfist. Kroken hafði verið hrossakaupmaður fyrir vestan áður en hann kom til Totta, nú vann hann fyrir sér sem strætis- vagnastjóri. Lillagulla benti var- færnislega á hann. — Þetta er pabbi Ivars. Þessi með skallann og gráu lufsurnar við eyrun. Beggja vegna við þessa tvo virðulegu menn, sátu fulltrúar verkamannaflokksins, meiri- hlutaflokksins, og Hermann Henriksen var innstur við hægri langhlið, æruverðugur og upphaf inn og sér sýnilega meðvitandi um ábyrgð sina. Hann hafði orðið skelfdur á svipinn þegar Gunda birtist en nú var andlitið aftur komið i réttar skorður, og enginn andlitsdráttur benti til þess að það væri ekki úr steini. — Hvaða maður er þarna innst, Gunda, hann sem litur út eins og munkur? hvislaði Lillagulla. — Það er maðurinn minn, sagði Gunda dálitið gröm, — og hann er enginn munkur, það máttu bóka. Lillagulla flissaði lágt, og hún skimaði i allar áttir eftir fleiri furðuverkum. Minnihlutinn sat við neðri enda borðsins, og sjálfkjörinn mið- punktur var Torén bankastjóri, hann var forsetaefni hægri- manna, hár og grannur i gráum fötum og gráar hærur við gagn- Enn sama óvissan Allt er enn i óvissu um fram- hald heimsmeistaraeinvigisins i skák. Fischer hefur nú mótmælt úrskurði Lothars Schmk\ yfir- dómara, en hann dæmdi Spasski sigur i annarri einvigisskákinni vegna fjarveru Fischers. Krafðist Fischer endurskoðunar á úr- skurðinum. Á fundi sem Skáksamband Islands boðaði til með blaðamönnum i gær var skýrt frá þvi að dómnefnd einvigisins hefði staðfest úr- skurðinn. Þar var jafnframt skýrt frá þvi að til stæði að fá þá Spasski og Fischer i Laugardals- höllina til að ræða um aðbúnaðinn þar. Ekkert varð þó af þessum fundi i gær og verður vart fyrr en siðdegis i dag, ef ný viðhorf hafa þá ekki skapazt. — Menn ræða það nú mjög sin á milli hvenær þolinmæði Spasskis muni bresta. LAUGARDAGU R 15. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8J5 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen end- ar lestur sögunnar um „Gul litla” eftir Jón Kr. Isfeld (8). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Laugardagslögin kl. 10.25: Stanz kl. 11.00: Jón Gauti Jónsson og Árni Ölafur Lár- júlí. son Sagt frá sjóferð til Is- lands sumarið 1940. Hrafn Gunnlaugsson les (5). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Söngvar i léttum dúr. „The Peter Knight Singers” flytja létt lög. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Beint útvarp úr Matt- hildi. 19.45 liljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. usson sjá um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 i hágir.Jökull Jakobsson sér um þáttinn. 15.00 Fréttir. 15.15 llljómskálamúsik a. Hljómsveit Tónlistarskól- ans i Paris leikur Pólovétsa- dansa eftir Bórodin og slavneska dansa eftir Dvorák; Constantin Silvestri stj. b. Rússneski háskólakórinn syngur rúss- nesk þjóðlög; A.Swétsnikoff stj. c. Giuseppe de Stefano syngur lög frá Napoli með hljómsveit undir stjórn ’ Illers Pattacinis. d. Hljómsveitin Filharmónia leikur forleiki eftir Glinka, Suppé; Nicolai Malko stj. 16.15 Veðurfregnir. A nótum æskunnar. Pétur Stein- grimsson og Andrea Jóns- dóttir kynna nýjustu dægur- lögin. 17.10 Fréttir. 17.10 Heimsmeistaraeinvigið i skák, 17.30 Ferðabókalestur: „Frekjan” eftir Gisla Jóns- 20.25 Framhaldsleikrit: „Nóttin langa” eftir Alistair McLean.Sven Lange bjó til flutnings i útvarp. Þýðandi: Sigrún Sigurðard. Leik- stjóri: Jónas Jónasson. Per- sónur og leikendur i öðrum þætti: Mason læknir... Rúrik Haraldsson, Jack- straw... Flosi Ólafsson, Joss... Guðmundur Magnússon, Solly Levin... Árni Tryggvason, Margrét Ross... Valgerður Dan, .Inhnnv Zasern Hákon Waage, Ni.Qk...Corazz_ini_ Jón Sigurbjörnsson, Séra Smallwood... Gunnar Ey- jólfsson, Marie LeGarde... Inga Þórðardóttir, Frú Dansby-Gregg... Hrafnhild- ur Guðmundsdóttir, Theo- dor Mahler... Jón Aðils, Hoffman Brewster... Bessi Bjarnason. 21.10 Sönglög eftir Markús Kristjánsson. Árni Kristjánsson tónlistarstjóri flytur formálsorð. 21.30 Smásaga vikunnar: „Heims um ból” eftir Gunn- vöru Braga Sigurðardóttur. Höfundur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 33.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Nei, farið þið bara þið þrjú. Við Fido ætlun að taka einn slag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.