Þjóðviljinn - 15.07.1972, Síða 9

Þjóðviljinn - 15.07.1972, Síða 9
Laugardagur. 15. júli. 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9. Finnski kúiuvarparinn Bo Grahn. Guðmundur llermannsson varpar kúlunni. Kúluvarpseinvígi sem lengi verður minnzt Á alþjóðlega frjáls- iþróttamótinu, sem fram fór á Laugardalsvellinum s.l. fimmtudagskvöld, fengu Islendingar smá lexiu. Var hún i þvi fólgin, að slæmt veðurfar þarf ekki að orsaka lélegan árangur. Sviinn Ingimar Jernberg, stökk 5,01 m. i stangarstökki og setti með þvi nýtt vallarmet. þar sem hann var i sérflokki, og nánast eini keppandinn, kvaðst hann ekki vera i skapi til að reyna við hærra stökk. Ricky Bruch sannaði aö hann er i toppformi fyrir sumarið. t kringlukastskeppninni átti hann öll gild köst vel yfir 60 m. það lengsta var 64,38m. Þar sem vindur var óhagstæður fyrir kringlukastið, varð ekkert úr heimsmeti hjá þessum frábæra iþróttamanni. Eftir keppnina tók hann sig til og kastaði nokkur köst út fyrir geira, til að ná kringlunni betur upp i vindinn, og lék hann sér að þvi að kasta vel yfir 67m. við mikinn fögnuð áhorfenda. Lenti kringlan þá i vegg þeim sem aðskilur á milli áhorfenda- svæðisins og vallarins. Af þessum sökum var þvi miður ekki hægt að hafa kastgeirann að óskum kappans. V-Þjóðverjinn Karl Heinz Steinmetz, hafði orð á þvi við undirritaðan, að sér fyndist undarlegt hve kjánaleg aðstaðan til kringlukastskeppni væri á vellinum. Hér væri aöeins hægt að kasta i tvær áttir, og litil von til þess að vindurinn blési aö ósk keppenda þá er mót færu fram. Var hann viss á þvi, að ef kast- hringir væru eins skipulagöir hér og annarsstaðar i heiminum, þ.e. Kastseria i kúluvarpi. Sænski sta nga rstökk varinn Ingimar Jernberg stekkur yfir 5,01 m. i stangarstökki, og setur nýtt vallarmet. i hverju horni vallarins plús tveir sinn hvoru megin við miðju, yrði Laugardalsvöllurinn eftir- sóttir mótsstaður fyrír kastmót. Völlurinn er það opinn fyrir vindum, sagði Steinmetz. Enn- fremur sagði hann að hefði þessi skipan á aðstöðu verið i dag, hefðu islendingar fengið að sjá kast vel yfir 70m frá Bruch. Vonandi væri að Vallarstjóri kippti svona smámunum i lag, öll keppnisaðstaða hér i Reykjavik er jú i hans umsjá og má ekki minna vera en að hún sé við hæfi þess fólks er notar hana, iþrótta- fólksins. Þrátt fyrir gott afrek Bruch verðég þó að segja, að hápunktur mótsins hafi verið kúluvarpsein- Styrkur til háskólanáms í Belgíu Belgiska menntamálaráðuneytið býður fram styrk handa íslendingi til námsdval- ar i Belgiu háskólaárið 1972—73. Styrkur- inn er ætlaður til framhaldsnáms eða rannsókna að loknu prófi frá háskóla eða listaskóla. Styrktimabilið er 10 mánuðir frá 1. október að telja og styrkfjárhæðin 6.000. belgiskir frankar á mánuði hið lægsta, auk þess sem styrkþegi fær innrit- unar- og prófgjöld endurgreidd. Næg kunnátta i frönsku eða hollenzku er áskil- in. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6 Reykjavik, fyrir 5. ágúst n.k. Með umsókn skal fylgja æviágrip, greinargerð um fyrirhugað nám eða rannsóknir, staðfest afrit prófskirteina, heilbrigðisvottorð og tvær vegabréfsljós- myndir. Umsóknareyðublöð fást i menntamálaráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 12. júli 1972. Köst. 1 2 3 4 5 6 Hans Dieter Möser. óg- 17,73 18,72 18,72 19,31 18,81 Bo Grahn óg- óg- 18.76 18.74 19,14: 19,20 B. B. Andcrscn 17,62 17,78 18,68 óg. 18,65 18,70 vigi þeirra Bo Grahn frá Kinn- landi ogV-Þjóðverjans Hans Dieter' Möser. Um tima virtist sem Björn Bang Andersen Noregi ætlaði að blanda sér i þessa baráttu, en þá tóku hinir tveir sig til, og fóru að varpa yfir 19m. Skiptust Grahn og Möser á for- ystunni og þribættu vallarmet Bandarikjamannsins Steinhauer, sem var 19,09 m. t næst siðasta kasti tryggði hinn 23 ára Þjóðverji sér sigur, varpaði hann 19,31 m. sem er hans næst bezti árangur. Gat Grahn, sem er 24 ára „aðeins” svarað með 19,20m. Eftir að risarnir fóru að varpa yfir 19m. var Andersen úr leik i baráttunni um sigurinn og varð að láta sér nægja þriðja sæti. Til þess að lesendur geti áttað sig á þvi hve keppnin var spennandi læt ég kastseriu þriggja efstu manna fylgja úrslitum. Ennþá há meiðsli Guðmundi Hermannssyni svo að hann náði sér aldrei á strik. Aftur á móti virðist Hreinn Halldórsson vera orðinn öruggur með að varpa yfir 17 m. Hafði Bo Grahn mikið álit á Hreini og sagði hann mikið efni. Þessi maðurer öruggur með 20m. sagði Grahn, þegar hann nær meira valdi yfir atrennu og stil. Var þessi vingjarnlegi Finni óspar á að gefa Hreini ráð- leggingar. Eins og ég áður sagði, virtist hið slæma veður engin áhrif hafa á hina erlendu iþróttamenn, og náðu þeir allir frábærum árangri, hver i sinni grein. 'A FRI þökk skilið, fyrir að hafa fengið þá hingað til keppni. Úrslit i einstökum greinum urðu þessi: 400111 grindahlaup Borgþór Magnússon 58,8 sek Langstökk. Guðmundur Jónsson HSK 6.85m Ólafur Guðmundsson KR 6.65m 5000111 hl. Gunnar Hundhammer N. 15.03.6 min ArneNordviN. 15.08.2 min Harald Rustad N. 15.46.8 min Jón H. Sigurðsson HSK 16.01.4 min Halld. Matthiass. IBA 16.06.8 min Kringlukast. Ricky Bruch Svi. 64.38m Karl Heinz Steinm. V-Þ 58.55m Risto Myyra Fin 57.96m Torm. Lislerud N. 56.92m IvarHoleN. 51.50m RolföidvinN. 50.92m 800m hl. Martin Strand N. Þorst. Þorstss. KR Agúst Asgeirss. 1R Halld. Guðbj.s. KR Ragnar Sigurj.s. UMSK Steinþ. Jóhanness. UMSK 1.54.0 min 1.54.5 min 1.55.5 min 1.59.6 min 2.10.5 min 2.12.0 min Stangarstökk. Ingimar Járnberg Svi. 4.8lm Guðm. Jóhanness. IR 4.15m 400m Kent öhmann Svi. 48.2 sek. Bjarni Stefánsson KR 49.5 sek. Kúluvarp. Hans Dieter Möser V-Þ 19.31m BoGrahnFin. 19.20m Björn B. Andersen N. 18.70m Guðm. Hermannss. KR. 17.33m Hreinn Halld.s. HSS. 17.03m Kúluvarp kvenna Guðrún Ingólfsd. 10.81m Gunnþórunn Geirsd. 10.62m 800m hl. kvenna. Unnur Stefánsd. HSK 2.26.1 mir Lilja Guðmundsd. IR 2.26.7 mir Spjótkast kvenna Arndis Björnsd. UMSK 36.95m ölöf ólafsdóttir A 29.32rr Guörún Ingólfsd. USÚ 23.27rr Hástökk kvenna. Kristin Björnsd. UMSK 1.59nr lOOm gr. hl. Kristin Björnsd. UMSK 17,7 sek Bjarney Árnadóttir ÍR 19,7 sek

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.