Þjóðviljinn - 23.07.1972, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 23.07.1972, Qupperneq 6
6. StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2J. júll 1972 Sagt er aö allur hinn siðmenntaði lieimur sé að drukkna i eigin sorpi og skit. Ilvort sem leitað er friðsælla fjallavatna eða út á mitt Atlanzhaf, allsstaðar hefur iðnmenningin losað sig við úrgangseíni, sem ógnar lifi jurta, dýra og manna. Fyrir nokkrum árum var hugtakið mengun litt þekkt fyrirbæri meðal þorra manna á Vesturlöndum. Síðustu árin hafa þessi mál aftur á móti verið m jög til umræðu, enda hefur hin augljóslega eyðingarhætta, sem nú hlasir við á stórum svæðum, vegna megnunar, hrist heldur betur upp i mönnum. I>að sem gerir megnun svo óhuggu- legt lyrirbæri er að hún ekki af einni til- tekinni ástæðu né á tilteknum afmörk- uðum svæðum. Allsstaðar þar sem iðiivæðingin liel'ur komizt á fót, i öllum liiinim vestræna heimi, hefur mengunin sýnt sina svörtu loppu i einhverri mynd. Nýlega er komin út bók hér á landi undir nafninu Mengun og standa samtökin Landvernd að útgáf'u hennar. Um þessa bók segir svo á kápu- siðu: Meö þessari bók hefur Landvernd útgáfu tækifærisrita um umhverfisvernd, sem nefnast Rit Landverndar. Er það einn höfuðtilgangur samtakanna að stuðla aö fræðslu um þessi mál enda verða þau ekki leyst án al- mennrar þekkingar og sameigin- legs átaks þeirra, sem finna til ábyrgöar gagnvart umhverfi sinu. Bók þessi sem er 207 blaðsiður er safn erinda sem flutt voru á ráðstefnu um mengun sem haldin var i Reykjavik dagana 27. og 28. febrúar 1971. Krumkvæði að þessari ráðstefnu átti Landvernd, en til samvinnu viö samtökin voru lengin Rannsóknarráð rikisins, Náttúruverndarráð og Eiturefna- nel'nd rikisins. f upphafi bókarinnar er birt skýrsla sú sem fram- kvæmdanefnd ráðstefnunnar samdi að henni lokinni, en þar er að finna ylirlit um niðurstöður ráðstefnunnar og lillögur um Iramtiðarstarf Landverndar að mengunarmálum. Yfirsýn yfir ástandið . Á. .fe , ... . : ” -- - —"... ~ Verðtryggið peningana núna- byggið seinna SEÐLABANKI ÍSLANDS Spariskírteini ríkissjóðs eru nú til sölu hjá bönkum, sparisjóðum og verðbréfasölum. Aðalkostir eru: að þau eru eina verðtryggða sparnaðarformið, sem á boð- stólum er, að höfuðstóll tvöfaldast með vöxtum á 14 árum en skírteinin eru innleysanleg hvenær sem er eftir fimm ár, að höfuðstóll, vextir og vaxtavextir eru verðtryggðir, að þau jafngilda fjárfestingu í fasteign, en eru fyrirhafnar- og áhyggjulaus, að þau eru skatt- og framtalsfrjáls. Athygli er vakin á því, að kjör skírteinanna eru óbreytt í þremur síðustu útgáfum frá ársbyrjun 1971. 1 ávarpi formanns Land- verndar, Hákonar Guðmunds- sonar yfirborgardómara, við selnfngu ráðstefnunnar, sem birt er i bókinni segir hann tilgang og markmið ráðstefnunnar vera að fá yfirsýn yfir áslandið á landi, i lolti og á sjó. og hvar mengun geti helzt orðið. Þannig sé svo hægt að byggja upp þá andspyrnu sem þurfi. Og sé þá fyrst og fremst af- staða almennings sé bæði jákvæð og virk. en til þess þurfi að miðla fræðslu og þekkingu um eðli og áhrif mengunar. Það sé þvi vel til fallið að erindin sem l'lutt verði svo og um- ræðurnar sem fari fram verði undirstaða sliks fræðslukerfis. 1 hinum ýmsu erindum kemur það l'ram, að tsland er ennþá til- tölulega laust við mengun, sem sé m.a. að þakka legu landsins, strjábýli og l'ólksfæð og litilli iðn- væðingu. Það er þó ljóst af sumum erindanna, að rannsóknir á mengun eru l'remur stutt á veg komnar. Á það skal aftur á móti bent. að hinir islenzku visinda- menn, sem um þessi mál fjalla hala bæði næga þekkingu og reynslu til þess að fylgjast með og rannsaka mengun og mengunar- valda, að ekki sé nú talað um allar þa>r niðurstöður sem liggja lyrir af rannsóknum erlendra visindamanna i þeim löndum þar sem mengunarvandamálið er orðið augljóslegra og áþreifan- legra. Þrátt fyrir þetta hefur einum of litið verið gert af þvi að fara að ráðum þeirra eða hirða um að- varanir þeirra, þó að þeir manna bezt hali getað rökstutt mál sitt. Loftmengun og veður Eitt af þeim atriðum sem Is- lendingar hafa státað sig af er hreint og tært loft, sem tekið hefur verið sem sjálfsagður hlutur. I erindi sinu um loft- mengun og veður segir Flosi Hrafn Sigurðsson veður- fræðingur. að loftmengun sé miklu minni hér á landi en i flestum nágrannalandanna. en þar sem við stöndum á þröskuldi iðnvæðingar beri að fara að öllu með gát, ef við eigum að lifa áfram við hreint og tært andrúmsloft. Þvi verði að aðga^ta vel mengunarmyndun i verk- smiðjum og iðjuverum með heppilegum vinnsluaðferðum og hreinsitækni. Siðan segir orðrétt: ,,i þriðja lagi er svo einnig hægt að ná dýrmætum árangri og foröast alvarleg mistök með þvi að beita veðurrannsóknum við staðarval nýrra iðjuvera, sem mengunarhætta fylgir. Heppi- legar veðuraðstæður ætti hins vegar ekki að minu áliti að nota fyrst og fremst til að komast hjá hreinsiútbúnaði og verksmiðju- kostnaði umfram það, sem eðli- legter, nú i nýjum verksmiðjum i öðrum löndum. Miklu fremur ætti að hagnýta skynsamlegt staðar- val og góð veðurskilyrði til að við- halda hér hreinu og tæru andrúmslofti, þrátt fyrir nauð- synlega iðnvæöingu.” I erindi Harðar Þormar, efna- fræðings um rannsóknir á loft- mengun hér á landi er ljóst að ýmislegt mætti betur fara i þeim efnum, en hann segir á einum stað: „Þess ber þó að geta, að loftið er ekki alltaf svo hreint og ferskt, sem bezt verður á kosið, og má þar m.a. minna á sildar- og fiskmjölsverksmiðjurnar, sem blásið hafa daunillum gufum út i umhverfið, enn fremur áburðar- verksmiðjuna i Gufunesi, sem hefur i tvo áratugi dreift eitruðum köfnunarefnisoxiðum út i loftið i næsta nágrenni Reykja- vikur i magni, sem mér telst til, að nemi um 500 tonnum á ári. Enda þótt mér sé ekki kunnugt um neinn teljandi skaða af völdum þessara efna né telji ástæðu til að ætla, að þau valdi heilsutjóni, i þvi magni, sem hér um ræðir, þá tel ég, að ástæða hefði verið til þess strax frá upp- hafi að íylgjast með mengun frá verksmiðjunni og áhrifum hennar, einkum þar sem skað- leysismörk köfnunarefnisoxiða i lofti eru mjög óviss og umdeild.” En þvi miður er það svo að Is- lendingar eru ekki leusir við mengun á öðrum sviðum. Má þar nefna mengun frá sorpi og holræsum, sem viða er mjög ábótavant og hafa rannsóknir á svæðinu i kringum Reykjavik sýnt fram á töluverða mengun ai þessum sökum. Óhreinsað yfirborðsvatn Islendingar hafa einnig haldiö þvi fram að hér á landi væri vatn tærast og bezt i heimi og skal ekki um það deilt, en samt sem áður er ýmsu ábótavant þar lika. Dr. Sigurður H. Pétursson gerla- fræðingur segir m.a. svo i erindi sinu um gerlamengun i vatni: „Stærsta vandamálið varðandi mengun vatns á Islandi i dag er að finna á þeim stöðum, þar sem enn er notað óhreinsað yfir borðsvatn til neyzlu. Við sltka af- stöðu búa 11% landsmanna, þeirra sem eiga heima i þéttbýlis- stöðunum. En þetta yfirborðsvatn mengast ekki af frárennsli þétt- býlisins sjálfs né frá iðjuverum, heldur frá jarðveginum i grennd við vatnsbólin. Mengun á sýklum á þessum svæðum getur þvi aðeins orðið vegna umferðar smitbera, manna eða dýra.” Einnig telur Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri i erindi sinu um neyzluvatnsöflunj og mengun vatrisbóla að neyzlu- vatnsöflun bargra byggðarlaga á Islandi sé allsendis ófullnægjandi hvað vatnsgæði snertir og i sum- um tilfellum einnig hvað vatns- magni við kemur. Það sem hér hefur verið tekið er þó aðeins hluti af þvi efni sem fjallað er um i áðurnefndri bók Landverndar um mengun. Margt annað hefði eflaust verið ástæða til að minnast á, en þess er enginn kostur. Aftur á móti væri öllum hollt og skylt að kynna sér efni þessarar bókar. Við segjumst vilja búa i landinu okkar, við tært loftið, hreint vatn og fagurt um- hverfi, en þvi miður virðist oft annað i raun. Vart yrðu það fögur eftirmæli, ef hægt yröi að segja með sanni að við hefum eyðilagt landið og öll þess gæði vegna græðgi og athugunarleysis. Frárennsli er viða ófullkomið og óhreinkar bæði fjörur og sjó. Eini opinberi sjóbaðstaður landsins er nú lokaður vegna mengunar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.