Þjóðviljinn - 23.07.1972, Side 9

Þjóðviljinn - 23.07.1972, Side 9
Sunnudagur 23. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — StDA 9. Sextugur: Halldór Þorsteinsson yélvirki Það þurfti til áræðni og fram- sækni að leggja til atlögu við hið steinrunna afturhald á Akranesi i bæjarstjórnarkosningunum 1946. Hún var fámenn fram- varðasveit Sósialista sem lagði út i þá baráttu, en hún var ákveðin i að berjast til sigurs á málefnalegum, heiöarlegum grundvelli. Það reynist oft erfitt að berjast á heiðarlegum grundvelli þegar andstæðingur- inn leggur allan heiðarleika fyr- ir róða og vinnur eftir þeirri kenningu að i stjórnmálum og ástum séu öll brögð leyfileg. Þrátt fyrir það, að Sósialistar væru vanbúnir gegn svikráðum, jafnvel lögbrotum, sem and- stæðingarnir beittu, unnu þeir þó sigur i fyrstu lotu. Aftur urðu bæjarstjórnarkosningarnar á Akranesi siðari hluta vetrar. t þeim kosningum unnu Sósialist- ar stórsigur, fengu tvo fulltrúa kosna af niu. En „Ekki er andskotinn iðju- laus”, segir islenzkt máltæki, og ekki voru „andskotar” Sósialista iðjulausir á næstu ár- um. Að tæplega hálfnuðu kjörtimabili bæjárstjórnar Akraness 1946 til 1950 voru róg- tungur andstæðinganna búnar að flæma burt af staðnum fimm af forystumönnum Sósialista á Akranesi, suma með ærumeið- andi, upplognum ásökunum, aðra með aðferðum litlu þokka- legri. Þegar svo annar af kjörn- um bæjarfulltrúum Sósialista, Ingólfur Hunólfsson, féll fyrir þeim sjúkdómi sem siðar leiddi hann til bana, var svo komið, Halldór Þorsteinsson (sjöundi maður á listanum), fimmti varamaður, varð fastur bæjar- fulltrúi það sem eftir var kjörtimabils. Þá þegar var þriðji varamaðurinn Árni Ingi- mundarson orðinn aðalfulltrúi. Það var ekki af þvi að „Níðhöggvar afturhaldsins” hlifðust við að beita nagtönnum sinum gegn þeim Arna og Halldóri, að þeim varð ekki bol- að i burt frá Akranesi. Það var á þessum árum að ég sagði við Halldór: „Þið bitið á jaxlinn og bölvið i hljóði”. Þessu svaraði Halldór þannig: „Nei, við bitum á jaxlinn og bölvum hátt og rösklega; það er það eina sem dugar”. Og það var sannleikur; það var það eina sem dugði. Á þessum reynslutima Sósialista á Akranesi myndaðist sá harði kjarni Sósialista sem ekkert bugaði, og hann stendur enn þéttur fyrir sem bjarg, þó að nú séu aðeins þrir eftir af þeim sem stóöu i framvarðar- sveit 1946, þeir bræður Ársæll og Þórður Valdimarssynir og Árni Ingimundarson. Halldór Þor- steinsson, Halldór Bachman og Þorvaldur Steinason þraukuðu þrátt fyrir allar hamfarir að þeim til þess tima er baráttuað- ferðir andstæðinganna voru komnar á tiltölulega siðrænt stig. Frá 1948 og fram til þess að Halldór Þorsteinsson flutti burt af Akranesi var hann leiðandi afl i Sósialistafélagi Akraness. Þótt hann væri minnst af þess- um tima bæjarfulltrúi, þá var Framhald á bls. 11. Suðurlandsbraut 16 • Reykjavík • Símnefni: Volver • Simi 35200 Eruð þér bundinn þegar þér leggiö af staöiökuferö ? Fyrir rúmum 12 árum geröi Volvo hiö svonefnda þriggja póla öryggisbelti aö föstum búnaöi í öllum geröum bifreiða sinna. Þetta var ekki gert aö ástæðulausu. Viö rannsókn á 28000 bifreiðaslysum í Svíþjóö, kom í Ijós aö hægt heföi verið aö komast hjá 50% allra meiösla á ökumönnum og farþegum, ef þeir heföu munað eftir því aö nota öryggisbelti. Þvi er tryggur öryggisbúnaöur ekki nokkurs viröi, ef ökumenn færa sér hann ekki i nyt. Öryggisbelti eru ónýt ef þau eru ekki notuö. Volvo öryggi hefur ætíö veriö taliö aðalsmerki framleiöslu Volvo verksmiöjanna. Öryggi hefur veriö hluti af gæöum bifreiðanna; hluti af sölugildi þeirra. Volvo hefur því ekki einungis 3ja póla öryggisbelti í hverri bifreið, heldur minnir Volvo einnig ökumenn á aö nota þau. (meö sérstökum viðvörunarbúnaði) þar af leiðandi fjölgar árlega þeim ökumönnum, sem telja sig vera bundna Volvo argus

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.