Þjóðviljinn - 23.07.1972, Síða 11

Þjóðviljinn - 23.07.1972, Síða 11
Suiinudagur 23. júli 1972 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 11. Sextugur 1 dag Halldór borsteinsson Asbraut 3 Kópavogi er sextugur i dag. Hann tekur á móti gestum á heimili sinu milli kl. 15 og 19 i dag. Afmæli Framhald af bls. 9. hann mestan limann i stjórn félagsins, ýmist sem formaöur eða varaformaður. Halldór Bachman og Sigurður Guð- mundsson voru bæjar- fulltrúarnir. En hver er hann þessi Halldór borsteinsson, sem pólitiskir andstæðingar þrýstu upp til for- ystu Sósialista á Akranesi? Halldór borsteinsson vélvirki er Austfirðingur að ætt og upp- eldi. Fæddur 23.7. 1912, að Óseyri við Stöðvarfjörð. Innan við tvitugs aldur lagði hann leið sina vestur i Borgarfjörö, á Hvitárbakkaskólann. Á Hvitár- bakka var honum samtiða borg- firzk stúlka, Rut Guðmunds- dóttir frá Helgavatni i bverár- hlið. Rut er rétt um ári eldri en Halldór. bessir ungu nemar i Hvitárbakkaskólanum bundust þeim böndum, sem öllum fjötr- um eru sterkari, böndum ástar og tryggðar. Halldór borsteinsson var við vélvirkjanám i Vélsmiðju bor- geirs og Ellerts á Akranesi þegar hann fór i framvarðasveit Sósialista á Akranesi. Hann var þá til þess að gera nýfluttur i bæinn og þvi litt kunnur bæjar- búum. bað var þvi mjög að von- um að hann skipaði sjöunda sæti framboðslista Sósialista i kosn- ingunum 1946. En i þeirri gjörningahrið sem gerð var að Sósialistum næstu árin sýndi Halldór ótvirætt forystuhæfileik; sina. bað var þvi margra hugur að Halldór yrði valinn i fyrsta sæti á framboðslista Sósialista 1950, en Halldór var á annarri skoðun, hann taldi að starf sitt að félagsmálum mundi nýtast betur ef hann væri utan en ekki innan bæjarstjórnar. Ég var einn þeirra manna sem frá ársbyrjun 1946 um 15 ára skeið var náinn samstarfs- maður Halldórs, stundum hon- um fast-við hlið en aðra tima nokkuð fjær eftir atvikum, en aldrei þó lengra frá en svo,að i seilingar nálægð m,ætti teljast. bað er margs að minnast frá þessum samstarfstima, þótt það verði ekki rakið hér. Ég átti margar ánægjulegar stundir á heimili þeirra hjóna Rutar og Halldórs á þessum árum, ekki sizt á meðan svo til eini sam- komustaður okkar Sósialista á Akranesi var uppi á lofti á heimili þeirra að Sunnubraut 24. Halldór var hrókur alls fagn- aöar i félagsskap og ekki var húsmóðirin siðri, enda mun heimilislif hafa verið mjög til fyrirmyndar. 1 baráttu Halldórs utan heimilisins á vegum Sósialista stóð Rut ávallt stað- föst við hliðmanns sins. Jafnvel er mér ekki grunlaust um, að á stundum hafi hún eggjað mann sinn með sömu orðum og Guðný frá Karlskála við Reyðarfjörð eggjaöi bónda sinn, hinn kunna baráttumann Jóhannes Paturs- son, Kóngsbónda i Færeyjum, þegar hún sagði á harðri baráttustund: „Gefstu ekki upp Jóhannes”. Aðeins hefur Rut sagt Halldór en ekki Jóhannes. Fyrir um það bil áratugi siðan lagði Halldór stjórnmálabarátt- una að mestu á hilluna og flutt- ist frá Akranesi, að Ásbraut 5 i Kópavogi. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra hinna gömlu baráttufélaga á Akranesi, þegar ég þakka Halldóri fyrir störf hans þar i þágu sameiginlegs málstaðar. F'rá sjálfum mér sendi ég Halldóri og Rut konu hans hamingjuóskir með von um að hann megi lengi lifa. borvaldur Steinason. Blökkumenn Framhald af bls. 4 nefndin i skýrslu sinni, að hvitir menn njóti algerra forréttinda til vissra starfa, og harðstjórnin reki markvisst pólitik, sem komi i veg fyrir að þeldökkir verkamenn fái notið nauðsynlegrar menntunar, og um leið séu þeir útilokaðir frá öllum betri vinnustöðum. - gg- Sýning Hallsteins Sigurðssonar i Ásmundarsal Hallsteinn Sigurðsson, mynd- listarmaður, opnaði sýningu i Ásmundarsal á Skólavörðuholti 21.júli s.l. Á sýningunni eru 15 skúlptúrmyndir sem Hallsteinn hefur gert á undanförnum mánuðum eða frá október 1971 til júni 1972. Myndunum má skipta niður i 3 flokka (seriur), og eru það 4 loft- myndir er nefnast „Flot”, 2 gólf- myndir er nefnast „Fönsun” og siðan 9 smámyndir úr stein- steypu. Aftur á móti eru fyrri myndirnar 6, allar úr járni. Hallsteinn hefur áður haldið sýningu hér i Ásmundarsal, en það var i september 1971 og sýndi hann þá einnig skúlptúrmyndir. Hallsteinn hefur dvalið við nám og störf i London undanfarna 6 vetur. Lengst af hefur hann verið við St. Martins School of Art, og var hann i deild sem er eins konar vinnuheimili. t þessari aena vinna nemendur sjálfstætt að listaverkum sinum, og fá þeir þar til þess ódýrt efni og tæki. Umfangsmikill Framhald af bls. 4 A árinu 1973 munu verða haldin 120 námskeið fyrir næntanlega leiðbeinendur og fyrirlesara á þessum og öðrum námskeiðum verkalýðssambandanna og AOF. (Heimild: Jern- og Metalar- beideren 5/6 ’72j — gg- Leiðrétting t viðtali við Andreú Arting, formann Verkakvennafélags Færeyja, sem birtist hér i blaðinu 12. júli s.l.,kom ekki nógu skýrt fram að þar sem talað var um fjárstuðning danska Alþýðusam- bandsins i fiskimannaverkfalli, sem þar var eitt sinn háð, þá var þar ekki um að ræða aö Verka- kvennafélagið hefði fengið þann fjárstyrk. Hið rétta er, að það var Föroya arbeiðarafélag, sem fékk styrkinn.— Blaðið biðst vel- virðingar á þeirri ónákvæmni, sem þarna gætti i viðtalinu. Sýning Hallsteins veröur opin daglega til 7. ágúst n.k. frá kl. 15- 22. Kópavogsapótek Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl. 1 og 3. Simi 40102. GUNNAR JÓNSSON lögmaður. löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi i frönsku. Grettisgata I9a — simi 26613. mælið með HF. BRJÓSTSYKURSGERÐIN NÓI F ulltrúastaða Hjá skrifstofu Rikisspitalanna er staða fulltrúa i launadeild laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, á eyðublöðum stofnunarinnar, óskast sendar Skrifstofu Rikisspitalanna Eiriksgötu 5. Reykjavik, fyrir 1. ágúst nk. Reykjavik 21. júli 1972. Skrifstofa Rikisspitalanna. Húsbyggjendur — Yerktakar Kambstál: K, 10. 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum og beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina. Stálborg h.f. Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480. Unnur Kjartansdóttir Fyrrv. kcnnslukona frá Ilruna. sem lézt 17. þ.m. verður jarðsett frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. þ.m. klukkan 3 cftir hádegi. Uelgi Kjartansson, Kr. Guðmundur Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.