Þjóðviljinn - 26.07.1972, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 26.07.1972, Qupperneq 3
Miðvikudagur 2(i. júlí 15)72 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3. Þessir sirupansar bættust i dýrahópinn i Sædýrasafninu s.l. laugardagskvöld. Þeir voru áöur i dýragarðinum i Alaborg, en upprunalega koma þeir frá Suður-Afriku. Það voru Sam vinnutrygg- ingar og Samvinnubankinn sem gáfu safninu fé til kaupa á öpum. Bókun Islands hjá EBE Þegar íslendingar undirrituðu viðskipta- samning við Efnahags- bandaiagið á dögunum gerði islenzka sendi- nefndin sérstaka bókun vegna fyrirvara Efna- hagsbandalagsins um lausn landhelgismálsins. Bókunin er svohljóð- andi: ,,Við undirritun samn- ings Efnahagsbanda- lagsins og íslands lýsir Rikisstjórn íslands yfir eftirfarandi: „Ríkistjórn Islands vill enn á ný itreka þá af- stöðu sína, að viðskiptai- vilnanir fyrir sjávaraf- urðir eiga ekkert skylt við fiskveiðiréttindi og þar af leiðandi á ekki að tengja þessi atriði sam- an. i 2. grein Bókunar nr. 6 áskilur Efnahagsbanda- lagið sér rétt til að láta ekki koma til fram- kvæmda ákvæði varð- andi tollalækkanir á sjávaraf urðum nema viðunandi lausn hafi fengizt á landhelgismál- inu. Vegna þessa ákvæð- is lýsir Rikisstjórn ís- lands þvi yfir, að hún telur sér ekki fært að fullgilda samninginn, gema Efnahagsbanda- lagið láti Bókun nr. 6 komatil framkvæmda," Hótanir breyta engu Rafvirkjar hvika ekki frá fundarsamþykktinni St|órn félags islenzkra rafvirkja hefur nú svarað bréfi Vinnuveitendasam- bands Islands, en í bréfinu var félaginu hótað mála- ferlum og öðrum óþægind- um, ef þaö drægi ekki til baka samþykkt félags- fundar rafvirkja frá 19. julí. Sú samþykkt var efn- islega á þá leið, að félags- mönnum F.i.R. væri ó- heimilt að vinna í nýlagna- vinnu og við meiriháttar breytingar, nema sam- kvæmt ákvæðisvinnutaxta. 1 bréfl sinu vekur stjórn F.I.R. athygli á þvi, að lausn verkfalls- Framreiðslumenn felldu samninga Á félagsfundi í fyrra- kvöld felldu framreiðslu- menn hina nýgerðu samn- inga, sem samninganefnd félagsins hafði skrifað und- ir með fyrirvara. Um 2/3 fundarmanna greiddu at- kvæði gegn samningunum. Um 45 framreiðslumenn sóttu fundinn og er það um þriðjungur félagsmanna. Óskar Magnússon formaður félagsins skýrði blaðinu svo frá i gær, að þegar þessi úrslit um at- kvæðagreiðslu félagsfundarins lágu fyrir hefði sáttasemjari spurzt fyrir um það, hvort ekki væri mögulegí að viðhafia alls- herjaratkvæðagreiðsluum samn- ingana. Sagði Oskar, að stjórn fé- lagsins myndi ræða það mál. — Af þessu að dæma rikir nokkur ó- vissa um framhald samninga- málanna hjá framreiðslumönn- Hraðað verði ljós- myndun handritanna Blaðinu hefur borizt eft- irfarandi fréttatilkynning um viðræðumar við Dani um skiptingu handritanna: „Nefnd sú er skipuð var af menntamálaráðherra Danmerk- ur til að skipta hinum islenzku handritum i Árnasafni og Kon- unglega bókasafninu i Kaup- mannahöfn, hefur haldið fund á Slettestrand i Han-héraði dagana 19.-21. júli 1972. Vatnsslagur í Kaupinhafn KAUPMANNAHÖFN 25/7. Forstjóri vatnsveitu Kaup- mannahafnar hefur ráðizt gegn auglýsingaherferð vöruhússins Irma fyrir norsku drykkjarvatni. í auglýsingunum segir að vatn úr krönum borgarinnar sé hreins- að yfirborðsvatn og þótt það dugi til þvotta sé það óhæft i kaffi eða til drykkjar yfirleitt. Forstjórinn lét menn bragða á fimm glösum af vatni hjá Irma i dag. Það sem bezt bragðaðist var úr krönum Kaupmannahafnar — en i hinum fjórum glösunum var norskt uppsprettuvatn. Nefndin fjallaði um grundvall- aratriði varðandi hina fyrirhug- uðu skiptingu, og fól fundarstjóra að láta danska menntamálaráðu- neytinu i té danska þýðingu af á- litsgerð frá þremur islenzkum lögfræðingum. Skiptanefndin var smmála um að beina þvi að menntamálaráðu- neyti tslands og Danmerkur, að hún fái frjálsan aðgang að öllum skjölum varðandi málið, enda fari hún með þau sem trúnaðar- mál. Samþykkt var að beina þvi til réttra aðila að öllum handrita- númerum og táknunum verði framvegis haldiðóbreyttum þó að handritin skipti um geymslustað. Ennfremur var samþykkt að beina þeim tilmælum til mennta- málaráðuneytis Danmerkur, að hraðað verði ljósmyndum og við- gerð handrita. Eftir tillögu frá fundarboðamja var samþykkt að hafa framvegis á nefndarfundum fullkomið jafn- ræði með fulltrúum beggja landa, þannig að þeir skiptist á um fund- arstjórn, og bæði tungumál séu jafn-rétthá.” Jónas Kristjánsson Magnús Már Lárusson Ole Widding Chr. Westergard-Nielsen Miðstjórn Alþýðu- bandalagsins Fundur verður i miðstjórn Al- þýðubandalagsins i kvöld kl. 8,30 að Grettisgötu 3. Dagskrá sam- kvæmt útsendu fundarboði. ins hafi i reynd byggzt á þessari samþykkt félagsfundarins og hefði viðsemjendunum verið það ljóst að slik yfirlýsing hefði verið forsenda fyrir undirritun samn- inganna af hálfu Félags isl. raf- virkja. Bréf Félags islenzkra rafvirkja til Vinnuveitendasambandsins dagsett i gær, 25. júli, er á þessa leið: ,,Sem svar við bréfi yðar dags. 20. júli 1972, þar sem skorað er á Félag tslenzkra Kafvirkja að draga til baka fundarsamþykkt gerða á fjölmennum félagsfundi i F.t.R. 19. júli 1972, lýsir stjórn F.t.K. yfir eftirfarandi: F.l.K. mun að sjálfsögðu ekki draga fundarsamþykkt þessa til baka og breyta hótanir yðar um málssókn á hendur félaginu þar ongu um. Stjórn F.t.K. litur svo á að iausn verkfa'.ls rafvirkja hafi raunar bygg/.t á þessari fundar- samþykkt og hafi yður og um- bjóðendum yðar. F.L.K.R. og L.Í.K.jverið það ljóst áður en samningar voru undirritaðir að yfirlýsing af hálfu F.t.R. er væri efnislega samhljóða umra'ddri fundarsamþykkt væri ákvörðun- arástæða af hálfu F.t.R. fyrir undirritur. og samþykkt nýgérðra samninga. M.a. af framangreindum á- stæðum telur stjórn F.t.K. að margumra'dd fundarsamþykkt sé fyllilega lögmæt og itrekar að frá henni verður ekki kvikað.” (undirskriftir) Að sögn Magnúsar Geirssonar, formanns Félags islenzkra raf- virkja, er nú mikil eftirspurn eftir rafvirkjum. Fjöldi félagsmanna hefur farið i ákvæðisvinnu eftir að verkfallinu lauk, og Magnús kvaðsl ekki hafa ástæðu til að ;rtla annað en að samþykkt Ifé- lagsins yrði virt og hótanir Vinnu- veitendasambandsins breyttu engu þar um, eins og bent væri á i bréfinu sem stjórn félagsins hefur nú sent frá sér. Settur landgræðslu- stjóri Svcinn Kunólfsson búfræði- kandidal hefur verið settur til að gegna starfi landgræðslustjóra, frú 17. júli s.l. að telja. Stefán Il.Sigfússon, fulltrúi landnámsstjóra, starfar jafn- framt frá þvi i marzmánuði s.l. sem fulltrúi landgræðslustjóra. Sveinn Kunólfsson er fæddur 1946, sonur Runólfs Sveinssonar sem gégndi starfi sandgræðslu- stjóra á undan Páli Sveinssyni landgræðslustjóra, sem nú er ný- látinn. — Sveinn lauk kandidats- prófi i Skotlandi árið 1970 og var þá ráðinn til landgræðslunnar. Siöastliðinn vetur dvaldist hann við framhaldsnám i Bandarikjun- um. Kópavogsapótek Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga'milli kl. 1 og 3. Simi 40102. Óskemmtileg „skákfrétt” Kristján Hauksson, 15 ára piltur, leit hér inn á blaðið til okkar og sagði okkur frá dálitið sérstæðri lifsreynslu, sem hann varð fyrir inni við Laugardals- höll á sunnudaginn var. Þegar ská ksn illin ga r nir Spasski og Fischer komu til leiks nokkru fyrir kl. 5 var Kristján einn i hópi þeirra sem voru fyrir framan Laugardals- liöll að horfa á þá ganga i höll- ina. ,,Ég stóð þarna klofvega yf- ir hjólið mitt og studdi höndum fram á stýrið”, sagði Kristján. „Þegar Spasski birtist klappaði ég fyrir honum eins og margir aðrir, sem þarna voru. Þá veit ég ekki fyrri til en fulloröinn ræöstaftan að mér, þrifur i hjól- ið og dregur það snöggt afturá- bak, svo að ég missti fótanna og skall kylliflatur á planið. Rétt i þessum svifum kom lögreglan þarna að. Hún sagði ekki annað en að hér mætti ekki vera með nein læti! sagði ekkert við þann sem þarna réöst á mig alger- lega að tilefnislausu. Og meðan ég var að brölta á fætur forðaði hann sér bara i mannþröngina. Ég sá bara, að hann var af- myndaður af reiði. Hefði ég ekki verið búinn að sjá hann þarna áður við að eggja fólk til að klappa fyrir Fischer, þá hefði ég haldið að þetta væri einn úr lif- verði hans!! En það sagði mér maður, sem þarna var, að þetta' væri þekktur borgari hér i bæ.” Kristján skýrði okkur frá nafni þéssa manns, en þar eð við höfum ekki aflað okkur annarr- ar vitneskju um þctta atvik munum viöekkigeta nafns hans að sinni, en eftirlátum lesendum að gefa honum einkunn fyrir svona framkomu. — Kristján kvaðst hafa haft tilkenningu i öðru hnénu eftir fallið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.