Þjóðviljinn - 16.08.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.08.1972, Blaðsíða 8
8. SÍDA — ÞJÓDVILJINN Miftvikudagur lli. ágúst 1!)72 31 EVA RAAAM: AAANNFALL OG AAEYJAVAL Þær göntuðust og mösuðu og hlógu, ogSylvia Stabekk sem átti þrjú slátrarabörn biðandi heima, gleymdi sér alveg og tók undir handlegginn á Bibbi Subberud, eiginkonu slátrarans, og Bibbi tók i Livu Toren og Liva þreif i af- greiðslustúlkuna i fatabúðinni, sem sjálf þreif i Mariu Strand og ásamt hinum fóru þær i „raðleik” ylir þvera götuna og sungu fullum hálsi: — Allir i röð, allir i röð, Liva fer úr röðinni; allir i röð, Gunda fer úr röðinni; allir i röð... Margir karlmenn gengu fram á þær og stikuðu fram úr hristandi höfuðið. Þeir vissu ekki hvort þeir ættu að hlæja eða gráta yfir jjess- um galsalátum að loknum virðu- legum ba'jarstjórnarlundi. Þetta gátu aðeins konur leyft sér. Að hugsa sér ef hópur karlmanna dansaði um veginn á þennan hátt: ef til að mynda Jens Storhaug hefði hoppað til og l'rá og sungið lullum hálsi: — Allir i röð, Her- mann fer úr röðinni! Tilhugsunin var bókslaflega skelfileg og enginn i Totla hefði efa/.t um það eitt andartak að hann væri annað hvort snarvit- laus eða blind-augafullur. Þegar konurnar gengu upp Stórgötuna var gleði þeirra orðin sllk, að þær lyl'tu Gundu upp og báru hana á gullstóli, og Her- mann og strákarnir tveir slóðu i glugganum og horfðu á þessa áhrifamiklu heimkomu: lullorðni maðurinn hryggur og sorgbitinn, en strákarnir diinsuðu af gleði hrópandi og syngjandi: —- Hver kemur þar, hver kemur þar'! Já, hver kemur þar. l»að er graminginn hún (funda...! XVII 1 lebrúar voru húsin i Totta komin með snjóhúfur á kollana og minntu á góðborgara sem vakna ringlaðir eftir rallnólt með nátt- húfuna langt fram á ennið. llaldið Brúðkaup 2. júli voru gefin saman i hjóna- band i kirkju Óháða safnaðarins, af séra Emil Björnssyni, ungfrú Una Bryngeirsdóttir og Sigurður Árnason. Heimili þeirra verður að Vest- urbergi 78 Rvik. hafði verið upp á áramótin með sleðaferðum og flugeldum, og Storhaug lyrrverandi forseti, hal'ði haldið ra;ðu af þrepum Alþýðuhússins og hvatt Tottabúa til að ma;ta hinu nýja ári vongóðir og bjartsýnir, enda þótt „vissir atburðir” gæfu óneitanlega tilefni til kviða. Gunda hafði stýrt fyrsta bæjar- stjórnarfundi sinum og tekizt það sæmilega. Þegar henni varð ljóst, að ekki varð snúið við, tókst hún á við vandann með sömu aðferðum og hún beilti við daduna : ef henni varð það á að hella venjulegu bcnzini á geyminn þegar beðið var um Kxtra, þá tók hún borgun fyrir Extra og lét sem ekkert væri. En allar þessar tölur og út- reikningar og dæmi frá ritara bæjarráðs og bæjargjaldkera og deildarsljórum og trúnaðar- mönnum, gerðu hana stundum dálitið ringlaða i kollinum og utan við sig, og flestar nætur sat hún við að glugga i tekju-og gjaldliöi og kynna sér ba'jarmál. Sumt af þessu var álika fjarri skilningi hennar og Andromeda - þokan, en hún hafði þó hugboð um að hér giltu svipaðar reglur og i venju- legu húshaldi: sem sé að fá aurana til að endast. En strax á mesta fundi var hún orðin hagvanari og hneykslaði karlmennina stórlega með þvi að leggja til að lulltrúarnir færðu sig ögn til i sætum sinum þannig að konurnar fengju borðherra. Og áður en karlmennirnir voru búnir að jafna sig eltir það áfall að þurfa að yfirgefa flokksmenn sina.kom næsta sprengja: Gunda lagði til að sungið yrði lag i upp- hafi hvers fundar. Miirgu má venjast, og innan skamms gátu áheyrendur á bæjarstjórnarfundum glatt augun við furðuleguslu hluti: til að mynda Fersrud snikkara sem með eldlegum áhuga og hárri raust siing ,,Þar brosir aftur byggðin minna dala" meðan hann horfði til himins eins og engill i himneskum kór. Margir hinna tóku einnig undir i lágum hljóðum 18. júli voru gefin saman i hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni, ungfrú Þóra B. Björnsdóttir Rvik og Sigurður Steingrimsson Stóraholti, Fljót- um. eða rauluðu með; einstaka kona kastaði sér fagnandi út i efstu rödd með triílur og titringi, meðan aörar púuðu fegustu undirrödd og sem lokahnútinn, púnktinn yfir i-ið á þessu fulL komna samræmi, mátti heyra djúpar bassalotur frá Hvistendahl pipulagninga- meistara: Brummm, brummm, brummm — Eitt af fyrstu málunum sem Gunda lét til sin taka sem forseti, var salernisvandamálið i Norður- bænum, Það mál virtist svo sann- arlega ætla að dragast á langinn. Allir höfðu svo mikið að segja, nema Torsrud þjónn, sem sat nú i bæjarstjórn íímmta árið i röð, án þess að hafa nokkurn tima mælt orð af munni. Gunda þraukaði — um tirna að minnastakosti — meðan eldheitar ræður voru haldnar á báða bóga, með og móti kömrum. Persrud snikkari sagði að það væri fásinna að nota peninga bæjarfélagsins i þess háttar; úti- kamarar væru ennþá algengir viðsvegar um Noregs vang, og þegar litið var raunsæjum augum á málið, þá voru þessi hjartahús reyndar bæði notaleg og nýtileg, þar sem hægt var að nota áburðinn til margra hluta. Maria Strand reis fussandi á fa'tur og bauð snikkaranum að koma i heimsókn i portið til hennar á köldum vetrardegi. —Þvi að það sem ég vildi segja, sagði Maria Strand og sneri hold- ugum barminum meö tveim gleymdum titu-prjónum i áttina að Persrud — að þurfa að fara út i port á kaldri vetrarnóttu, hafi maður verið svo ólánsamur að fá i magann, og sitja þar i tuttugu stiga forsti meðan vindurinn næðir og snjókornin flökta um cyrun á manni, það er ekki sér- lega gaman. Auðvitað veit ég að þetta á vist ekki að vera nein sér- slök skemmtun, en það ætti þó ekki að þurfa að vera nein pynting heldur. Ég beini þeim til- mælum til bæjarfulltrúanna að gera eitthvað fyrir okkur i Norðurbænum og það bezta sem hægt væri að gera væri að leiða inn vatn og salerni! Persrud snikkari bað hátiðlega um orðið aftur; hann reis á fætur með hátiðlegum alvörusvip og sagði: —Ég lit svo á að fulltrúinn Maria Strand sé ógildur! — Hvað meinar hann með þvi? hrópaði Maria Strand tor- tryggnislega. — Ögild? Bara af þvi að ég er ekki gift — ? — Tja, hvað svo sem það er, þá er það áreiðanlega ekkert ljótt, Maria, sagði Gunda róandi. — Hvernig var þetta nú aftur, ég var einmitt að lesa eitthvað um það — Æjá, hann á bara við það að þú sért eins konar aðili að málinu, cins og það er kallað! —Já, það er satt og vist, sagði Maria Strand og leit reiðilega til Persruds. — En það væri snikkarinn lika, ef hann ætti þarna heima! Persrud fékk orðið tii að svara; hann reis virðulega á fætur, strauk svart, slétt hárið frá enninu, hagræddi svörtu horn- spangagleraugunum sem voru i stil við hárið, og ræskti sig. Það var greinilegt að hann lagði sig allan fram til að finna réttu rökin gegn framkvæmdunum i noröur- bæ, Hann var litill maöur vexti, en sem hann stóð þarna og mælti lokaorð sin i þessu máli með al- vöruþunga, var eins og hann stækkaði og yrði tröllaukinn. —Það verður of dýrt! sagði hann. — Bæjarfélagið hefur ekki efni á þvi! Og i þögninni sem á eftir kom, kinkuðu margir kolli til sam- þykkis: Þetta var rétt sem hann sagði, það var of dýrt. Alltof dýrt. Storhaug. fyrrverandi forseti, fékk orðið og upphóf langa skil- greiningu á útikömrum. Hann fór yfir i söguna, til ársins 1947, þeg- ar fyrsta kemiska þurrsalernið var sett upp i Totta, rakti gang mála frá þvi að vatnsveitan og dælukerfið voru sett upp, og þokaðist áfram frá fyrsta vatns- salerninu og til vorra daga. þegar ekki voru lengur sérlega margir útikamrar eftir i Totta, nema þessir i norðurbæ og svo á stöku stöðum yzt i Langavatnshverfun- um. —Og hverjum er það að þakka að ástandið er orðið svona i Totta? spurði hann og tyllti sér á tá og kinkaði kolli. — Hverjum er MIDVIKUDAGUR 1(». ágúst 7.00 Morgunútvarþ. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgimhæn kl. 7.45. Morgunleikfim i kl. 7.50 Morgunst. barnanna kl. 8.45: Guðjón Sveinsson byrjarað lesa sögu sina um „Gussá á Hamri”. Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Albert de Klerk og kammersveitin i Amster- dam leika Orgelkonsert nr. 5 i g-moll eftir Thomas Arne, Anton van der Horst stj. Handelkórinn i Berlin syngur andleg lög. Fréttir kl. 11.00 Tónleikar: Kammerhl jómsveitin i Stuttgart leikur Branden- borgarkonsert nr. 3 i G-dúr eftir Bach, Karl Miinchinger stjórnar. Söng- fólk og Lamoureux hljóm- sveitin flytja „Dies Irae”, mótettu fyrir tvo kóra og hljómsveit eftir Lully, Marcel Couraud stj. Kammerhljómsveitin i Hamborg leikur Konsert- sinfóniu i B-dúr op.84 eftir Haydn, Hans JQrgen Walther stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Sfðdegissagan: „Þrútið loft” cftir P.G. Wodehouse. Jón Aðils leikari les (3). 15.00 Fréttir Tilkynningar. 15.15 íslenzk tónlist: a. Sjö- strengjaljóð eftir Jón Ásgeirsson. Strengjasveit Sinfóniuhljómsv. Isl. leikur, Páll P. Pálsson stj. b. Söng- lög eftir Skúla Halldórsson. Svala Nielsen syngur við undirleik tónskáldsins. c. Sónata fyrir selló og pianó eftir Árna Björnsson. Einar Vigfússon og Þorkell Sigur- björnsson leika. d. Sönglög eftir Sigurð Þórðarson, Árna Thorsteinsson, Inga T. Lárusson og Eyþór Stefáns- son. Erlingur Vigfússon syngur við undirleik Fritz Weisshappels. 16.15 Veðurfregnir. Allrar veraldar vegur — Via Appia og Katakomburnar. Séra Árelius Nielsson flytur siðara erindi sitt frá Róma- borg. 16.35 Lög leikin á sembal. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Nýþýtt cfni: „Æsku- ár min" eftir Christy Brown. Þórunn Jónsdóttir islenzkaði. Ragnar Ingi Aðalsteinsson les (5). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Alitamál.Stefán Jónsson stjórnar umræðuþætti. 20.00 „Náttmál", lagaflokkur fyrir gitar eftir Benjamin Britten. Godelieve Monden leikur (Sent frá belgiska út- varpinu). 20.20 Sumarvaka a. Litið til baka.Sigriður Schiöth talar við aldraða konu á Akur- eyri, Brynhildi Axfjörð. b. ögurstund.Gunnar Stefánss. flytur stuttan þátt eftir Ingólf Jónsson frá Prests- bakka. c. Svo kváðu þau. Visur eftir Vestur-SkaftfelF inga i samantekt Einars Eyjó 1 f ssonar . Olga Sigurðardóttir les. d. Gönuil bréf frá Vesturheimi.Hún- vetnskur bóndi, Páll Snæb jörnsson, skrifar dóttur sinni. Baldur Pálma- son flytur. e. Kórsöngur. Karlakórinn Fóstbræður syngur undir stjórn Ragnars Björnssonar. 21.30 Otvarpssagan: „Dala- líf” eftir Guðrúnu frá Lundi. Valdimar Lárusson les þriðja bindi sögunnar (11). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Kvöld- sagan: „Maðurinn, sem breytti um andlit” eftir Marcel Ay mé.Kristinn Reyr les (9). 22.35 Djassþátturí umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 0”0”Ö'0 MIOVIKUDAGUR 16. ágúsl 20.00 Fréttir. 20.25. Veður og auglýsingar. 20.30 Jerúsalem. Siðari hluti myndar um sögu Jerúsa- lemborgar og borgina sjálfa. (Nordvision — Danska sjónvarpið) Þýð- andi Óskar Ingimarsson. 21.10 Sumar og sól. Frönsk kvikmynd um ungt fólk i sumarleyfi. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 21.45 ValdatafLBrezkur fram- haldsmyndaflokkur. 8. þátt- ur. Ilcfnd. Þýðandi Heba Júliusdóttir. t 7. þætti greindi frá þvi, hvernig John Wilder tókst með brögðum að magna mis- sætti Bligh-feðganna og jafnframt að koma i veg fyrir, að Caswell fengi for- mannssætið i útflutnings- ráði. 22.30 Dagskrárlok. Húsbyggjendur — Yerktakar Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum og beygjuin stál og járn eftir óskum viðskiptavina. Stálborgh.f. Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.