Þjóðviljinn - 16.08.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.08.1972, Blaðsíða 12
DIOÐVIUINN Miðvikudagur 1«. ágúst 1972 Kvöldvarzla lyfjabúðanna vikuna 12.—18. ágúst er i Vesturbæjar Apóteki, Háa- leitis Apóteki og Apóteki Austurbæjar. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavíkur, simi 18888. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Cleavcr: Vcrjið fcnu til bar- áttunnar Áskorun Cleavers IRA-menn í Long Kesh Ætluðu að grafa sig út úr prísundinni Belfast 15/8. Brezkir verðir i hinum illræmdu Long Kesh fangabúðum á Norður-írlandi fundu i dag þrjátiu metra löng jarðgöng, sem fangarnir höfðu grafið i von um að geta flúið. Göngin enduðu i aðeins tiu metra fjarlægð frá girðingunni um búð- irnar, og ljóst er að fangarnir hafa eytt mörgum mánuðum til verksins. Stjórn fangabúðanna telur á að gizka sextíu og fimm hinna tvö hundruð og fimmtíu fanga hafa tekið þátt í flóttatilrauninni. Fangarnir grófu göngin með verkfærum sem Rauði Krossinn hafði látið þeim í té, og mannvirkið fóðruðu þeir innan með spýtum og bjálkum úr svefnskálum sínum. Lausnargjaldið til Palestínuskæruliða Aðeins einum manni, Francis McGuigan, hefur tekizt að flýja úr fangabúð- unum. McGuigan klæddist prestshempu og gekk hinn rólegasti út, um leið og hann kastaði geistlegri kveðju á verðina við aðal- hliðið. Skógar- eldarnir geisa enn Moskvu 15/8 Slökkviliðs- menn bcrjast cnn viö að ráða niöurlögum skógareldanna miklu sem geisa i grennd við Moskvu. Blaðið Pravda segir hitastig vera komið upp i sex- tiu gráður á mögnuðustu brunasvæðunum og slökkvi- liöiö veður ösku upp að öklum við starf sitt. Skólar og sumarbúðir nálægt ejdsvæðinu hafa verið rýmd, og þar hefur slökkvi- liðiö aðsetur sitt, en i þvi eru um sextán þúsund konur og karlar. — Reykskýin, sem lágu yfir borginni i siðustu viku eru að mestu horfin. Sérfræðingar taka loftsýnis- horn þrisvar á dag viðs vegar um borgina, en þótt kolsýru- magn i andrúmsloftinu hafi vitaskuld aukizt til muna, þá er það enn ekki svo mikið að mönnum stafi hætta af þvi. Kissinger til Saigon Washington 15/8. Henry Kiss- inger, ráðgjafi Nixons Banda- rikjaforseta i öryggismálum, leggur enn land undir fót i kvöld, og er förinni heitiö til Saigon, þar sem hann ræðir við Thieu, höfuð- lepp Bandarikjastjórnar i Suður- Vietnam. t gærkvöldi lauk Kiss- inger fundi sinum með Le Duc- tho, aðalsamningafulltrúa Norð- ur Vietnama i Parisarviðræð- unum, en þeir munu alls hafa hitztsextán sinnum. Ekkert hefur verið látið uppi um árangur af fundi þeirra. París 15/8. Eldridge Cleaver, einn helzti leiötogi Svörtu hlébaröanna, baráttufyikingar banda- riskra negra, hefurskorað á Alsirstjórn að afhenda andspyrnuhreyfingunni í Palestinu miljón dollara lausnarféö, sem tekið var af flugvélarræningjunum sem flúöu til Alsír á dögun- um. Alsirstjórn hefur enn engu svarað bandariskum tilmælum um að láta féð af hendi, og i bréfi sinu til stjórnarinnar fer Cleaver þess á leit að flugfélaginu verði ekki afhentur eyrir af upphæð- inni, enda hafi hennar verið aflað með aröráni og auövaldskúgun. Eldridge Cleaver hefur lengi staðið i fylkingarbrjósti róttækr- ar réttindabaráttu kynbræðra sinna i Bandarikjunum. Hann hefur verið landflótta i Alsir um tveggja ára skeið, sakir pólitiskra ofsókna heima fyrir. Stuttgart 15/8. Að minnsta kosti sex manns biöu bana í og i grennd viö borgina Stuttgart í V- Þýzkalandi er fárviöri brast á fyrirvaralaust. Hamfarirnar stóðu aðeins hálfa klukkustund, en ollu miklum skemmdum. Vatn flæddi um Genf 15/8. 1 gær var afráðið að viðræöur Sovétmanna og Banda- rikjamanna um takmörkun kjarnavopna skuli fluttar til Genf, en þær hafa staðið i Helsinki fram til þessa. götur, umferðaröngþveiti mynd- aðist hvarvetna, og viða urðu vegfarendur að klifra upp á bil- þök til að komast undan vatns- flaumnum. Verkamaður einn týndi lifi er skurður er hann vann i hrundi saman vegna vatnselgs- ins, og fjórir menn drukknuðu er vatn flæddi inn i hús þeirra. Þá sló eldingu niður i konu, og lézt hún þegar. Hœtta við þátttöku London 15/8. f dag bættist Eþiópia i hóp þeirra rikja er ekki mæta til Ólympiuleikanna i Miinchen vegna þátttöku Rhódes- iu. Eþiópia stendur einna fremst Afrikurikja á iþróttasviðinu, og nú er fullljóst orðið, að ef Rhódesiumönnum verður heim- iluð þátttaka munu margir af- bragðs iþróttamenn ekki mæta til leiks. Framkvæmdarnefnd Ölympiu- leikanna hefur leyft Rhódesiu þátttöku sem „brezkri nýlendu” og áformað er að lið landsins gangi inn á leikvanginn undir tón- um brezka þjóðsöngsins. Fárviðri í Stuttgart Lök jafn- teflisskák Fjórtánda einvigisskákin, sem fram fór i gær, er sennilega ein af lökustu skákum þessa einvigis. Sá mikli fjöldi sem lagði leið sina i höllina i gær hefur áreiðanlega orðið fyrir vonbrigðum meðskákina þvi að hún var þófkennd og frekar til- breytingarlitil mestan timann. Fischer hóf taflið með að leika c4 og Spasski svaraði með e6 eins og áður i þessu einvigi. Upp kom svo kölluð Tarrash-vörn, kennd viö þýzkan skákmeistara sem var upp á sitt bezta upp úr siðustu aldamótum. Spasski sem er sennilega allra manna bezt að sér i þessari byrjun, átti ekki i erfiðleikum með að jafna taflið. Fischer sem lék byrjunina hratt, virtist eiga i einhverjum erfiðleikum með að finna viðunandi framhald og leikir eins og 14. Re5 áttu ekki mikilli hrifningu að mæta hjá skákáhugamönnum. Það kom lika fljótt i ljós að riddarinn hafði átt næsta litið erindi til e5 og fjórum leikjum siðar var hann kominn tii f3 aftur. Fischer lék svo af sér peði i 21. leik og bandarisku blaða- mennirnir spáðu þvi að Fischer myndi tapa þessu. Það er spurning hvort Spasski hefði getað leikið riddaranum á betri reit en til b5 eins og hann lék. 1 27. leik lék svo Spasski leik sem fékk áhorfendur til að gefa frá sér undrunaróp! f6! Það hafði svo sem verið stungið upp á þessum leik i blaðamannaher- bergi, en eftir að menn höfðu kannað framhaldið 28. Bxf6 gxf6 29. Rxb5 c5 30. dxc5 Hxc5 31. Hxc5 Bxc5 og komið hafði i ljós að það gaf ekkert af sér féllu menn frá þeim möguleika. Þetta verður að teljast slæmur fingurbrjótur hjá Spasski að leika þessum leik, ekki sizt þar sem augljóst virðist af þeim við- brögðum hans aö gripa um höfuð sér og eins af fram- haldinu, aö hann hefur ekki séð Bxf6. Er þetta heimsmeistaraein- vigi eða úrslitaskákin i 2. flokki? spurðu menn. Og júgóslavneska skákkonan Lazarevic sagði: Hver var að segja að konur tefldu verr en karlmenn? Fischer var ekki höndum seinni að drepa peðið á f6 og þakkarstuna leiö upp frá brjóst- um þeirra séra Lombardys og Roberts Byrns. Spasski varð hins vegar fyrst fyrir að gripa um höfuð sér og er hann hafði jafnaö sig á þvi aö missa þarna af einhverri vinningsvon, þótt kannski langsótt væri, sigldi skákin hraðbyri inn i jafnteflið. Jafntefli var svo samið i 39. leik. Fimmtánda skákin verður væntanlega tefld á fimmtu- daginn. Ólafur Björnsson. Hvitt Fischer Svart Spasski. 1. c4 e6 2. Rf3 d5 3. d4 Rf6 4. Rc3 Be7 5. Bf4 0-0 6. e3 c5 7. dxcS Rc6 8. cxd5 exd5 9. Be2 Bxc5 10. 0-0 Be6 11. Hcl Hc8 12. a3 h6 13. Bg3 Bb6 14. Re5 Re7 15. Ra4 Re4 16. Hxc8 Bxc8 17. Rf3 Bd7 18. Be5 Bxa4 19. Dxa4 Rc6 20. Bf4 Dfö 21. Bb5 Dxb2 22. Bxc6 Rc3 23. Db4 Dxb4 24. axb4 bxc6 25. Bc5 Rb5 26. Hcl Hc8 27. Rd4 f6? 28. Bxfö Bxd4 29. Bxd4 Rxd4 30. exd4 Hb8 31. Kfl llxbl 32. Hxc6 Hxd4 33. Haö Kf7 34. Hxa7 + Kfö 35. Hd7 h 5 36. Ke2 g5 37. Ke3 He4 + 38. Kd3 Keö 39. Hg7 Kfö 40. Hd7 Ke6 Jafntefli. 14. EINVIGISSKAKIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.