Þjóðviljinn - 16.08.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.08.1972, Blaðsíða 9
Miftvikudagur 16. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9. GETRAUNA- SPA &}< Ekki gekk okkur sem verst með fyrsta getraunaseðilinn i siðustu viku. Heilir 6 réttir, og maður er sæmilega ánægður. bó var nokkuð um mjög óvænt úrslit, eins og til að mynda tap Leeds 0:4 fyrir Chelsea og tap Man.Utd. fyrir Ipswich sem kom áreiðanlega flestum mjög á óvart. Þá náðu Englands- meistararnir aðeins jafntefli gegn Southampton, og svona mætti lengur telja með óvænt úrslit. Ekki er þessi seðill sem nú kemur árennilegri þeim fyrri. Bæði ér þar um leiki milli sterkra liða að ræða, og eins háir þaö manni enn um sinn að vita svo litiö sem raun ber vitni um styrkleika liðanna. Fyrsta umferðin segir svo litið um hann. En við verðum að láta slag standa og reyna við seðilinn. Arsenal — Stoke 1 Arsenal vann sinn fyrsta leik gegn Leicester og það á útivelli, svo við verðum að spá þvi sigri á heimavelli gegn Stoke, jafnvel þótt Stoke hafi einnig unniö sinn leik heima um siðustu helgi. Coventry — Southampton X Þetta er einn af þeim leikjum sem allt getur gerzt i. Þótt maður setji jafntefli á hann, þá kemur heimasigur einnig sterk- lega til greina, og það er langt frá þvi að nein goðgá sé að spá útisigri. C. Palace — Liverpool 2 Hér ætti að verða um nokkuð öruggan útisigur að ræða. Liverpool vann góðan sigur um siðustu helgi gegn Man. City, og hér er um mun veikari and- stæðing að ræða, svo útisigur ætti að vera nokkuð öruggur. Iíerby — Chelsea 1. Jafnvel þótt meistarar Derby hafi aðeins náð jafntefli um siðustp helgi og Chelsea unnið Leeds-liðið hálf-brotið, þá spái ég Derby sigri i þessum leik. Everton — Man.Utd. X bað blæs ekki byrlega fyrir Man.Utd um þessar mundir, og jafnvel þótt Best verði kominn i liðið um næstu helgi þori ég ekki að spá Manchester meiru en jafntefli. Ipswich — Birmingham 1 Ipswich tók sig til og vann Man.Utd. um siðustu helgi, og þess vegna ætti að vera óhætt að spá þvi sigri á heimavelli gegn nýliðunum i 1. deild Birming- ham. Leeds — WBA 1 Leeds fékk slæma útreið um siðustu helgi gegn Chelsea, en þá voru einir 4 menn á sjúkra- lista hjá Leeds og þeir léku aðeins 10 allan siðari hálfleikinn með einn útileikmanninn i markinu. Ef að likum lætur ætti slikt ekki að endurtaka sig og þá spáum við Leeds sigri. City — Norwich 1 Hið sterka Manchester-lið ætti ekki aö eiga i erfiöleikum með nýliðana i 1. deild og það á heimavelli. Heimasigur ætti þvi að vera nokkuð öruggur. Shcff. Utd. — Newcastle X Erfiður leikur, þar sem allt getur gerzt. Þó hallast ég frek- ast að jafnteflinu, en heima- sigur kemur einnig sterklega til greina. West Ham — Leicester 1 Ég hygg að heimavöllurinn verði það sem dugar fyrir West Ham, og þvi spái ég þvi sigri. En einnig kemur jafntefli sterk- lega til greina. Wolves — Tottenham 1 Ulfarnir eru sagðir eitt erfiðasta lið Englands heim að sækja og unnu marga fræga sigra á heimavelli á siðasta keppnistimabili. bess vegna ætti að vera óhætt að spá þvi sigri gegn Tottenham. Ilull — Nottingham F. 2 Þetta er eini 2. deildarleik- urinn á seðlinum, og það er liðið sem féll niður i fyrra sem þarna mætir Hull-liðinu; við spáum Nottingham-liðinu hiklaust sigri, þótt á útivelli sé. —S.dór. Breiðablik í 3. sœti Eftir jafntefli við KR 0:0 í einum lélegasta leik sumarsins Evrópumet KR og Breiðablik skildu jöfn á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld í einhverjum leiðinlegasta leik sem sézt hefur hér á landi i langan tima/ og hafa þó margir verið slæmir. Að vísu léku liöin við erfiðar aðstæður; völlurinn var þungur af mikilli rigningu/ og á tima- bili var svo dimmt að varla sást yfir völlinn ofan úr stúkunni. Ef veður helzt ó- breyttværi vissulega þörf á að færa leikina sem eftir eru fram um eina klst. Enn einu sinni yfirgáfu áhorfendur völlinn eftir að hafa látið sér leiðast i 90 minútur i rigningu og leiðindaveðri. Skemmtikraftar kvöldsins, KR og Breiðablik, stóðu sig með ein- dæmum illa, og hvorugt liðið sýndinokkuð sem kalla má knatt- spyrnu. Leikurinn allur ein- kenndist af þófi á miðjum velli, spörkum út fyrir hliðarlinur eða aftur fyrir endamörk. And- stæðingarnir léku sér saman i mesta bróðerni og skiptust á um að sparka boltanum fram og aftur um Laugardalinn. Þó komu þokkalegir kaflar i leikinn, og þá rankaði maður við sér og mundi að þetta var knattspyrnuleikur sem þarna fór fram. Breiðabliksmenn sóttu öllu meira i fyrri hálfleik og ógnuöu oft töluvert. Sóknarmönnum liðsins tókst að opna KR-vörnina skemmtilega, en allt rann út i sandinn þegar þeir höfðu spilað sig inn i markteig KR-inganna. Kom þá fyrir, að manni fannst KR-heppnin töluverð, t.d. þegar Breiðabliksmenn spiluðu skemmtilega upp eftir miðjum velli, Heiðar skaut frá vitateig, en bjargað var á linu, boltinn hrökk út i teig, og aftur small hann i sitjanda eins KR-ingsins. Enn hrökk boltinn út i teig. Þór Hreiöarsson var i góðri skotaö- stööu en fast skot hans fór hátt yfir. f seinni hálfleik snerist dæmið við, og nú var það KR sem sótti öllu meira. En „gatasia” Breiða- bliks meö Rikharö Jónsson sem bezta mann stóð sig vel, og sóknarlotur KR-inga voru gjör- samlegabitláusar. Atli Þór komst þó nokkrum sinnum einn inn fyrir, en Ólafur Hákonarson markvöröur átti góðan dag og hirti boltann af tám hans. Nú fór Breiðabliksmönnum að leiðast þófiö og tóku sig aöeins á. Ógnuðu þeir öllu meira á siöustu minútunum, og sókn þeirra var opin og hættuleg. A siðustu sekúndum leiksins gaf ólafur markvörður háan bolta fram Þóf og aftur þóf var í leik KR og Breiöabliks eins og myndin sýnir. völlinn. Þór Hreiðarsson hljóp varnarmenn KR uppi og brunaði upp að vitateig. Var hann þar kominn i dauðafæri, en Magnús markvörður KR bjargaði fallega meö úthlaupi á réttum tima. Þannig lauk leiknum, ekkert mark var skorað. Urslitin verða að teljast sanngjörn: hvorugt liðið átti sigurinn skilið eftir þessa frammistöðu. Dómari var Jóhann Gunn- laugsson og var alltof vægur á brotunum. Skyssur hans og linu- varðanna voru margar og kannski það eina sem áhorfendur skemmtu sér yfir á þessum leik. Óneitanlega fannst manni KR- liöið notfæra sér þessa linkind dómarans, og léku þeir oft á tiö- um leiðinlega gróft. G.S.P. Aðeins kraftaverk getur nú bjargað Víkingum frá falli Nú getur ekkert nema krafta- verk bjargað Vikingi frá falli niður i 2. deild eftir 1:2 tap fyrir Val i gærkvöld. Alexander Jóhannesson skoraöi fyrra mark Vais á 6. minútu leiksins og urðu mörkin ekki fleiri i fyrri hálfleik, þrátt fyrir mörg góð marktækifæri. A 55. minútu skoraöi Ingi Björn Albertsson annað markið fyrir Val en Hafliöi Pétursson slcoraði mark Vikings á 80. minútu með skalla. Vikingar voru mjög nærri þvi að jafna og áttu það sannar- lega skilið. Það bar til i leiknum að Bjarna Gunnarssyni, miðveröi Vikings, var vikið af leikvelli fyrir grófan leik æ ofan i æ. Eins og áöur segir má nær fullyrða að Vikingur sé getur bjargað Vikingum héöan af. fallinn, þvi að liöið hefur nú Ef svo fer sem horfir, þá kveður aöeins :i stig eftir 10 leiki, en citt bczta lið sem við cigum, Valur er enn i næst neðsta sæti deildina vegna meiri óhappa- með 7 stig eftir 8 leiki. Það er keöju en dæmi eru um áður. ekkert nema kraftaverk sem S.dór. Nikolai Pankin setti nýtt Evrópumct i 200 m bringusundi á sundmóti i Moskvu s.l. sunnudag, er liann synti á 2:24,2 min. Eldra mctið átti Þjóðverjinn Walter Kusch, og var það 2:25,1 min. Ileimsmetið á Bandarikja- maðurinn John llencker Holfer, og er það 2:22,7 min. 16:0 Blöð erlendis rifja nú upp eitt og annaö úr sögu olympiu- teikjanna, og lesendur taka þátt I þcim umræðum af áhuga. t lesendabréfi i Stern er að finna eftirfarandi fróðleik: Einn hrika- lcgasti ósigur OL átti sér stað áriö 1912 þegar rússneska landsliðið I knattspyrnu tapaði 16:0 gegn Þjóðverjum. Varð Rússlands- keisari þá svo reiöur að hann neitaði að greiöa leikmönnum förina heim. Þá má geta þess, að einn af leikmönnum Þjóðverja skoraði 10 mörk i leiknum, en 1937 varð hann að flýja frá Þýzkalandi þar sem hann var Gyöingur. r Iþróttakeppni eða fararstjórakeppni Á morgun birtist hér á iþróttasiðu Þjóðviljans grein um hina freklegu misnotkun ólympíu- nefndar og forráða- manna ISi á peningum þeim sem ÓL-nefndinni hefur áskotnazt, til að senda sjálfa sig sem fararstjóra með litlum hópi iþróttamanna til Munchen. Greinin nefnist — iþróttakeppni eða fararstjórakeppni. —S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.