Þjóðviljinn - 16.08.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.08.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 1«. ágúst 1972 DIOBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þ|óðviljana. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st 19. Simi 17500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. NÝJUSTU TILLÖGUR RÍKISSTJÓRNARINNAR íslenzka rikisstjórnin hefur nú gert brezku stjórninni nýjar tillögur i landhelg- ismálinu. Hinar nýju tillögur byggjast á þeim grundvallaratriðum, sem rikis- stjórnin hefur áður haft til leiðsögu i land- helgismálinu. i fyrsta lagi á þvi, að viður- kennt verði i samkomulagi ef það næst, að ísleridingar hafi eftirlit með framkvæmd þeirra reglna, sem settar yrðu, þ.e.a.s. að íslendingar hafi sjálfir ótviræða lögsögu. í öðru lagi er miðað við það sem meginatr- iði, að íslendingar njóti meiri réttinda til fiskveiða á svæðinu inn að 12 milunum en aðrar þjóðir. Á þessum grundvelli eru settar fram siðustu tillögur islenzku rikisstjórnarinn- ar. Lúðvik Jósepsson sjávarútvegsráð- herra greindi frá þremur meginatriðum tillagnanna i viðtali við Þjóðviljann i gær: Fyrsta atriði er að islenzka rikisstjórnin lýsir sig fúsa til viðræðna um að veiði- heimildarsvæðin fyrir brezka togara nái upp að 12 milna mörkunum á ýmsum svæðum. Enda er þá gert ráð fyrir þvi að tillaga okkar um veiðisvæði verði að öðru leyti óbreytt frá þvi sem áður hefur verið — þ.e. að svæðinu milli 12 og 50 milna verði skipt i sex veiðisvæði og aðeins tvö þeirra verði opin fyrir Bretum á sama tima — en hin fjögur lokuð. Þessi tillaga þýðir ekki að Bretar fái i öllum tilvikum að veiða upp að 12 milum i hólfunum tveimur — heldur aðeins á ýmsum stöðum i þessum hólfum. Annað atriði er, að viðmiðun um skipa- stærð er nú breytt, þannig að gert er ráð lyrir 750—800 rúmlesta eða 180 féta há- marksstærð skipa; þó mega frystiskip eða verksmiðjuskip ekki vera innan 50 miln- anna enda þótt þau séu minni en tilgreind hámarksstærð. Þriðja atriðið er svo, að samkomulags-. timabilið nái til 1. júni 1974 i stað áramóta 73/74. Nýjar tillögur islenzku rikisstjórnarinn- ar eru lagðar fram til þess að skapa mál- efnagrundvöll svo viðræður geti hafizt á nýjan leik. íslendingar munu færa land- helgi sina út i 50 milur um næstu mánaða- mótjtil þess að hafa þeir fullan rétt, og það er sú stefna sem alþingi hefur samþykkt samhljóða. Vonandi sjá Bretar sig um hönd i nýjum viðræðum og fallast á tvö grundvallaratriði íslendinga i landhelgis- deilunni. „VONANDI SÉR JÓN BOLI í TÆKA TÍÐ SÓMA SINN . . .” „Vonandi sér Jón boli i tæka tið sóma sinn, áttar sig á staðreyndum málsins: sanngirni og nauðsyn friðunar fiskistofns- ins, svo og að gervöll tilvera örsmárrar nágrannaeyþjóðar er undir þvi komin, að hún fái að njóta óáreitt eigin löglegra auð- linda”. Þannig kemst Gunnar Gunnars- son, rithöfundur, að orði i snjallri blaða- grein er hann skrifar nýlega undir fyrir- sögninni „Bolabragð undir yfirskini al- þjóðaréttar”. Er það nema von að menn beiti fast penna sinum er hótanir berast um viðskiptabann og ofbeldi við sann- gjörnum aðgerðum íslendinga? Gunnar Gunnarsson rithöfundur bendir Bretum á að yrkja garðinn sinn: ,,Jón boli hefur brallað margt á sinum duggarabandsár- um, er hann langtimum saman átti að heita einvaldur á siglingaleiðum hnattar, huldum vatni, þar sem álfurnar eru aðeins hólmar á stangli. Athafnasviðið hefur upp á siðkastið þrengzt til mikilla muna, og ætti þvi að vera auðveldara að ráða þar lögum og lofum. En hvernig er útkoman? Ógnirnar á irska skikanum, sem hann enn telst ráða yfir og i heimalandi ringul- reið, er jaðrar við stjórnleysi segja til um það. — Manni verður að spyrja hvort sá boli sé með réttu ráði, sem eins og á stend- ur telur sig þess umkominn, að skipa rétti um íiskveiðilögsögu við framandi strend- ur og undir innsigli Hennar Hátignar geysist fram i fararbroddi jafningja i veiðigirni?‘’ íslendingar hafa áður átt i deilum við erlendar þjóðir. í þeim deilum hefur oft verið beitt orðsins brandi, bæði gegn.þeim sem við glimum við og til þess að hvetja til samstöðu sjálfra okkar á sigurgöngu. Enn mun fara svo i viðureigninni við Breta. Það er forvigismönnum þeirra nauðsyn- legt að gera sér ljóst. Nú eiga þeir kost á að setjast að samningaborði um skynsam- legar og sanngjarnar tillögur. Lengra geta íslendingar ekki gengið i þá áttina. En „vonandi sér Jón boli i tæka tið sóma sinn. . .” Information um landhelgina: Okkur sæmir ekki að fylla fjandaflokk Islendinga. . . Uiú virla danska blaú, Infor- vorfti viA kröfum danska sjó- nialion. birtir þann 11. ágúst leið- mannasainbandsins um að fs- ara um landhelgismálið. L>ar er len/kum fiskiskipum verði bann- þvi eindregið mótiiiælt, að orðið að að lenda i dönskum höfnum — enda segir blaðið að það muni að- eins skaða viðkomandi hafnir og danskan fiskiðnað. Blaðið bendir á að tslendingar skaði danska fiskimenn ekki með útfærslunni — hins vegar séu þeir smeykir um aukna samkeppni á syðri miðum eftir útfærsluna. Kæreyingar eru i annarri aöstöðu Framhald á II. siðu. * Ifullri vinsemd t Þjóðviljanum á laugardaginn var greint frá Eystrasaltsvik unni i Austur-Þýzkalandi og þátt- töku tslendinga þar. Af þvi tilefni hefur einn lesenda Þjóðviljans vakið athygli á skrifum Morgun- blaðsins afsama tilefni i Velvak- anda frá 16. júli siðastliðnum. Þar stendur eftirfarandi vitsmuna framleiðsia: „Ótfðindi berast frá Rostock i Austur-Þýzkalandi. Þar er staddur á svonefndri Eystra- saltsviku i boði eftirmanna Ul- brichts herra prófessor Bjarni Guðnason. Erindi hans austur þangað i borgaðri boðsferð virðist vera það eitt að framlengja kalda striðið. Meðan Willy Brandt er að reyna að semja við austantjalds- menn kemur Bjarni með þá ein- hliða yfirlýsingu, að Austur- Þýzkaland, hið sovézka hernáms- svæði, eigi að viðurkenna sem sjálfstætt riki! Þvert ofan i til- raunir Brandts, sem treystir bandamönnum sinum til þess að hjáipa sér, kemur yfirlýsing frá pólitiskum áhrifamanni og valda- manni á tslandi um að fara eigi strax að öliu leyti að óskum lepp- 'stjórnarinnar i Pankow áður en nokkuð er fengið á móti frá aust- anmönnum. Hvað á svona lagað að þýða? .... Nægði einn flug- miði ásamt uppihaldskostnað- arávisun til þess aö koma Bjarna Guðnasyni i flokk þeirra, sem lifa á kalda striðinu.” Eins og kunnugt er skrifa rit- stjórar Morgunblaðsins versta hroða sinn i Velvakandadálka, gjarna undir dulnefninu „Hús- móðir i vesturbænum". Tilvitn- unin hér að ofan er sama eðlis; ritstjórinn hefur fengið hastar- legra sefasýkiskast við ritvélina en venjulega og er þá langt til jafnað. Alla jafna er sorafram- leiðslan notuð i leiðara, en i þetta skiptið i Veivakanda. En berida mætti á i fullri vin- semd aö þátttakendur i þing- mannaráðstefnunni i Austur Þýzkalandi voru ekki einungis prófessor doktor Bjarni Guðna- son. Þar komu lika þingmennirn- ir Gils Guðmundsson, Þórarinn Þórarinsson og loks Oddur Ólafs- son, læknir, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. Fjalar. Kommúnista- flokkar gagnrýna réttarhöldin í Tékkóslóvakíu Ýmsir kommúnistaflokk- ar og róttækir flokkar í Evrópu hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem réttar- höldin í Tékkóslóvakíu eru ýmist fordæmd eöa gagn- rýnd. Sænski kommúnistaflokkurinn, Vansterpartiet-kommunisterna, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hin pólitfsku réttarhöld, sem eru um þessar mundir i Tékkóslóvakiu. I yfirlýsingunni stendur m.a.: „Þegar litið er á pólitisku rétt- arhöldin og dómana i Tékkó- slóvakiu, vaknar spurningin um sósialisma og skoðanafrelsi. t auðvaldsþjóðfélagi takmarkar vald auðvaldsins og ok þess ávallt lýðræðisleg réttindi fólksins. Kommúnistar berjast fyrir skoð- ana- og skipulagsfrelsi, ekki fyrir takmörkun eða banni þessara réttinda. Afturhaldssöm öfl á að berjast við með frjálsari og mál- efnalegri baráttu. SóSialiskt riki verður að verjast innri og ytri á- rásum, en það má ekki leiða til þess að lögregla, dómstólar og fangelsi komi i stað pólitiskra rökræðna. Slikt er skaðlegt liftaug lýðræðis og sósialisma og stefnir kommún- iskum hugmyndum i hættu”. Þá hefur enski kommúnista- flokkurinn einnig tekið afstöðu i þessu máli: „Að visu skortir nægilega miklar upplýsingar um réttarhöldin, en samkvæmt skýrslum eru menn ákærðir fyrir aö semja og dreifa flugritum við siðustu haustkosningar. Sé þetta rétt, eru réttarhöldin og dóm- arnir vafasamir og slikt athæfi stjórnvalda ber að harma”. ttalskir kommúnistar hafa einnig tekið afstöðu gegn réttar- höldunum og segja m.a.:„Ef rétt er að þeir ákærðu hafi átt þátt i að dreifa flugritum þar sem tekin er afstaða andstæö rikinu, ætti að vera kleift aðsvaraslikumeð rök- um. Það ætti að taka málin upp i opnum pólitiskum umræöum og gera öllum sannleikann ljósan. Lögræði gerir aðeins illt verra.” AF ERLENDUM VETTVANGI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.