Þjóðviljinn - 16.08.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.08.1972, Blaðsíða 11
SÍNE-þing Framhald af bls. 1. um ályktunartillögum má nefna helztar: 1) Mótmæli vegna réttar- haldana i Tékkósióvakiu. Var skoraö á hlutaðeigandi aðila að hafa réttarhöldin opin og leiða alla málavöxtu i dagsljósið. 2) Áskorun til haustfunda um að samþykkja að halda áfram stuðningi heimsókna fulltrúa frelsishreyfinga Vfetnam og t>riöja heimsins o.fl. 31 Árásarstyrjöld Banda- rikjanna i Indókina fordæmd og fullum stuöningi við þjóðfrelsis- baráttu Vietnama er lýst yfir. Einnig er lýst yfir stuðningi við 7- liða friðartillögur Bráðabirgða- byltingarstjórnarinnar i S- Vietnam. Enn fremur er skorað á rikisstjórn. að viðurkenna þegar i stað BBS og stjórn Alþýðulýö- veldisins Vietnams (,,N- Vietnam”), að banna hagsmuna- hópum að hafa nokkur viðskipta- leg afskipti af striðrekstri Banda- rikjanna i Indókina, t.d. með þvi að annast flutninga fyrir Banda- rikin, aö hefja þegar i stað skil- yröislausa efnahags og tækniað- stoð við vietnömsku þjóðina. 4) Haustfundir hvattir til þess að krefjast þess, að bandariska hernámsliöinu veröi þegar visað úr landi — um leið og úrsögn landsins úr NATO verði að veru- leika. Á það er bent, að úrsögn úr NATO verði að vera knúin fram með baráttu alþýðunnar. I greinargerð segir m.a.: 1. ..Striðið i Indókina er engin mistök. Striðið er bein afleiðing af heimskerfi hins bandariska og al- þjóðlega auðvalds. Siðan seinni heimsstyrjöldinni lauk hafa um 80 staöbundnar styrjaldir átt sér stað. i allflestum þeirra hafa bandarisku heimsvaldasinnarnir átt beinan eða óbeinan þátt og inn blöndun þeirra hefur oft verið i formi ódulinnar innrásar eins og t.d. á Filippseyjum, Kóreu, Guatemala, Vietnam, Kúbu, Dóminikanska lýðveldinu, Kam- bodiu, Laos og i ótal mörgum öðr- um löndum Kúlulegasalan h.f. er flutt úr Garðastrœti 2 að Suðurlandsbraut 20 , Simar óbreyttir: Verzlunin 13991 og 38650. Skrifstofan 22755. Verzlunin verður opin mánudaga til föstu- daga kl. 8 til6, laugardaga 10 til 12. Næg bilastæði og greið aðkeyrsla. Laust starf Skrifstofustúlka óskast til starfa við bók- hald og fjárvörzlu i bæjarfógeta- skrifstofunni i Kópavogi. Bæjarfógetinn i Kópavogi. TÆKNIFRÆÐINGAR - VERKFRÆÐINGAR Óskum eftir að ráða til starfa við rekstur álverksmiðjunnar i Straumsvik: Bygginga- Rafmagns- og Véltæknimenntaða menn. Um framtiðarstörf er að ræða. Umsóknir óskast sendar til islenzka Álfélagsins h.f. fyrir 31. ágúst næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Fymundssonar, Austurstræti, Reykjavik, og bókabúð Oli- vcrs Steins, Hafnarfirði. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ ILF. STRAUMSVÍK Innilegar þakkir til allra er sýndu samúð og vinarliug , ið andlát og jarðarför KRISTÍNAR MARGRÉTAR ÁRNADÓTTUR Eskihlið 10. Sigurður Guðnason, börn, tengdabörn og barnabörn. Miðvikudagur 1(1. ágúst 11172 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11. Þetta gifurlega hernaðar- apparat hefur þvi hlutverki að gegna að vera heimslögregla hins bandariska og alþjóðlega auð- valds og heimskerfi þess: heims- valdastefnunnar. Á tslandi er kapitaliskt riki. Borgarastéttin islenzka lifir á striti verkalýðsins og er þvi i beinni hagsmunaandstööu við verkalýðsstéttina. A sama hátt og kúgun alþýðu um stærstan hluta heimsbyggðar er forsenda bandarisku auðvaldsstéttarinnar, er kúgun islenzka verkalýðsins forsenda islenzku borgarastéttar- innar. Tæki borgarastéttarinnar er fyrst og fremst islenzka rikis- valdið. en eins og sagan sýnir okkur, er stóri bróðir i vestri fljótur að gripa inn i viðburðar- rásina ef tilveru kapitalismans er ógnað. NATO, og öðrum hernaðarbandalögum auð- valdsins. er beint gegn verkalýðs- baráttunni hvar sem er i heiminum...einnig á lslandi. Með þvi að sætta sig þegjandi við veru íslands i NATO værum við þvi ekki aðeins að leggja blessun okk- ar yíir kúgun og olbeldi heims- kapítalismans i þriðja heiminum, heldur einnig að festa islenzku borgarastéttina i sessi á okkar eigin bökum.” —atg Landhelgi Framhald af bls. 4 segir blaðið sem lætur annars vel yfir þvi að fulltrúar Færeyja og íslendinga eigi viðræður um mál- ið — ,,þeir munu ná lengst ef þeir i'á að semja án klaufalegrar af- skiptasemi annarra”. Það væri heimskulegt að hreyfa við lendingarrétti Islendinga i Skagen og Hirtshals, segir blaðið. „Auk þess eru nógir fyrir um að vera andsnúnir áformum Islend- inga : Danmörk þarf ekki að sigla með undir þeim fánum.” Blaðiö segir að margt skyn- samlegt megi segja með og á móti áformum Islendinga, sem þurfi að vernda þann auð sem lifsafkoma þeirra byggir á — en það telur að tslendingar hafi gert rangt i að ganga fram hjá Al- þjóðadómstólnum. Leiðaranum lýkurá þessum orðum. ,,Það færi vel að Danmörk notaði tækifærið til að sýna nokkurn skilning i stað þess að vera með látalæti.” Fréttabréf Framhald af 5. siðu. ekkert af þessu til frádráttarog nenni ekkert að standa i þvi að gefa út vinnumiða. Ef svo einn og sami maður vinnur hjá mörgum og ekkert er gefið upp til skatts, þá getur það orðið stór upphæð. Fyrirtæki geta lika hjálpað mörgum til þess að svikja undan skatti. Vinnureikningar eru geymdir á of góðum stað og finnast svo ekki, þegar til á að taka. Svo eru mörg dæmi. Þetta þarl' allt að lagast. Allt eru þetta skattsvik og skattsvikarar á vissan máta. Ég treysti núver- andi stjórn fullkomlega til þess að ráða fram úr þessum vanda. Vinstri stjórnin lengi lifi. Vel sameinuð mun hún lengi lifa, en sundruð fellur hún. Þá getur lika orðið vá l'yrir dyrum. Gisli. Sjóðir Framhald af bls. 2. Fiskimálasjóöur Fiskimálasjóður starfar sam- kvæmt lögum nr. 89 frá 1947. Fé Fiskimálasjóðs má bæði verja til styrkja og lána. Sjóðurinn veitir styrki til ýmissa rannsókna er varða sjávarútveg, enn fremur til nýjunga og til markaðsleitar á sjávarafurðum. Sjóðurinn má veita viðbótarlán gegn siðari veðrétti til stofnunar alls konar lyrirtækja, er horfa til eflingar sjávarútvegs. Fleiri fyrirspurnir varðandi sjávarútvegsmál hafa beðið svars hér hjá okkur um nokkurn tima, og er svar við þeim að finna i áður nefndum bæklingi Kiski- málaráðs, og munu þær fyrir- spurnir ásamt svörunum birtast i blaðinu á næstunni. —úþ KENNARAR Athygli kennara skal vakin á þvi, að sænski kennslufræðingurinn Wiggo Kil- born flytur fyrirlestra um stærðfræði- kennslu i Kennaraháskóla íslands, hvern virkan dag og hefjast fyrirlestrarnir kl. 13.15. Efni fyrirlestranna verður sem hér grein- ir: — Kennsla i almennum reikningi og rúm- fræði og notkun hjálpartækja við kennsl- una. — Tölfræði og prósentureikningur. — Jöfnur. — Tengsl milli stærðfræðikennslu og kennslu annarra greina, einkum samfé- lagsgreina. — Hvers vegna hefur nýstærðfræðin verið tekin upp? — Þroskasálfræði Piagets og hagnýting hennar við kennslu. — Seinfærir nemendur: einstaklingsbund- in kennsla og greining námserfiðleika. Fyrirlestrar þessir eru öllum opnir, með- an húsrúm leyfir. Menntamálaráðuneytið, Skólarannsóknadeild, 15. ágúst 1972. Citroén til sölu Citroén 2CV, árgerð 1965 til sölu á lágu verði. Uppl. gefur Ásgeir Sigurgestsson, simi 81071 kl. 17-20 næstu daga. Atvinna fyrir kvenfólk Óskum eftir að ráða nokkrar stúlkur til starfa nú þegar. Góð vinnuaðstaða, góðir tekjumöguleikar. Upplýsingar á staðnum kl. 2 til 6. Fataverksmiðjan GEFJUN Snorrabraut 56. Akerrén- ferðastyrkurinn c I)r. Bo Akerrcn, læknir i Sviþjóð, og kona hans, tilkynntu isienz.kum stjórnvöldum á sinum tiina, að þau licfðu i h.Vggju að bjóða árlega fram nokkra fjárhæö sem ferða- styrk handa islendingi, er óskaði að fara til náms á Norð- urlöndum. Ilefur styrkurinn verið veittur tiu sinnum, i fyrsta skipti vorið 19(12. Akerrén-ferðastyrkurinn nemur að þessu sinni eitt þúsund sænskum krónuin. Þeir, sem kynnu að vilja sækja um hann skuiu senda umsókn til menntamáiaráðuneytisins, llverfisgötu (1, Reykjavik, fyrir 15. september n.k. t umsókn skal greina, hvaða nám umsækjandi hyggst stunda og hvar á Norðurlöndum. Upplýsingar um náms- og starfsferil fylgi, svo og staðfest afrit prófskirteina og meðmæla. — Umsóknareyðublöð fást i menntamálaráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið, 14. ágúst 1972.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.