Þjóðviljinn - 19.08.1972, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.08.1972, Síða 4
4.S1ÐA — ÞJÓÐVILJINrJ Laugardagur 19. ágúst 1972 MÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljana. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuðf. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. ALÞJÓÐADÓMSTÓLLEVN HEFUR ENGAN RÉTT Snemma á 15du öld keypti enskur maður, Jón Vilhjálmsson Craxton, sér biskupstign að Hólum. Sat hann að Hólum i niu ár, en siðar um tveggja ára skeið i Skálholti. í skjóli biskups þessa urðu Englendingar við Islandsstrendur mjög ódælir, og fór svo að íslendingar réðust gegn enskum. Börðust Skagfirðingar við Englendinga fyrir utan Mannskaðahól á Höfðaströnd. Biðu útlendingarnir lægri hlut, féllu nokkrir úr liði þeirra en hinir flýðu á náðir biskupsins, Jóns Vilhjálms- sonar. Lét biskupinn lesa yfir þeim bréf á þingi við Vallárlaug og lýsti þar griðum og friði heilagrar Hólakirkju yfir alla þá enska menn, er þá voru i kirkju komnir og héldu um kórstoðina. Þetta var fyrir mörg hundruð árum, en nú vikur sögunni til dagsins i dag. Enn eru til menn enskir og raunar af fleiri þjóðernum, sem hanga i eins konar kórstoðum nauðungarvalds. Svonefndur alþjóðlegur dómstóll hefur fellt „úrskurð” til bráðabirgða um að Islendingar megi ekki að svo stöddu færa út landhelgi sina. Þó er alþjóðadóm- stóllinn þeim mun hæverskari i málinu en Jón biskup forðum að dómstólinn er alls ekki viss um að hann hafi lögsögu i málinu. Þvi er minnzt á söguna um Jón biskup Vilhjálmsson af Craxton og nauðungar- samningana um landhelgismálið 1961 að hvoru tveggja er neytt upp á íslendinga með erlendu valdi. Um hitt geta menn sið- an verið sammála, að þegar islenzka þjóðin hefur að miklum meirihluta til frá- beðið sér afskipti útlendinga af málunum er nauðungarsamningur einskis vert plagg. En það er þó þetta plagg um land- helgismálið sem svonefndur alþjóðadóm- stóll hangir i eins og enskir i kórstoðunum forðum daga. Röksemd íslendinga fyrir þvi, að dóm- stóllinn hafi ekkert vald i landhelgis- málinu, er augljós, og röksemdir íslendinga fyrir þvi að rétturinn sé þeirra — einnig út á við — ætti að vera hverju barni ljós. Fyrst er það til að taka, að íslendingar hafa sagt upp samningnum frá 1961. Sá samningur var auk þess gerður með knöppum meirihluta alþingis, og vafalitið var meirihluti þjóðarinnar andvigur samningnum. Stjórnarandstaðan lýsti þvi þá þegar yfir að hún myndi ekki með- höndla samninginn sem venjulegan milli- rikjasamning, enda gæti enginn samningur verið óuppsegjanlegur. Þannig er samningurinn frá 1961 ómerkt plagg. En til viðbótar kemur það svo, að þessum Vandi landhelgismálsins er ekki eðlileg krafa íslendinga til þess að fá að lifa i landi sinu. Vandamálið eru ekki heldur al- þjóðlegar reglur. Vandamálið er stór- veldahroki Breta. Bretar þykjast eiga fiskimiðin við ísland á sama hátt og þeir hafa þótzt eiga nýlendur og auðæfi um alla heimskringluna. En sú leið sem Bretar samningi hefur nú verið sagt upp með lög- legum fyrirvara, og einnig þess vegna getur alþjóðadómstóllinn enga stoð haft i honum. í annan stað hefur alþjóðadómstóllinn ekki á neinu að byggja, vegna þess að engin alþjóðalög eru til um stærð fisk- veiðilandhelgi. Þó má benda á, að allt bendir til þess að meirihluti þjóða heimsins fylgi sömu stefnu og íslendingar; aðeins hinar auðugustu þjóð- ir i Norð-vestur-Evrópu ganga gegn íslendingum. í þriðja lagi er vert að benda á, að út- færsla landhelgi hefur alltaf gerzt ein- hliða, og þvi er að minnsta kosti vafasamt að alþjóðlegur dómstóll hafi nokkurn minnsta rétt til þess að taka upp land- helgismál eins rikis á grundvelli kröfu annars rikis. Ekkert getur þvi breytt þeirri niður- stöðu islenzku rikisstjórnarinnar, að alþjóðadómstóllinn getur enga lögsögu haft i landhelgismálinu. hafa farið til þess að eignast fiskimiðin við ísland er ekki þannig, að hún tryggi þeim nokkurn rétt. Þeir hafa iðulega farið að Islendingum með ofbeldi og fantaskap, og slikt framferði skapar engan rétt, enga hefð, og þaðan af siður verða fiskimiðin eign Breta með þess háttar frammistöðu. VANDAMÁLIÐ ER FRAMFERÐI BRETA Þegar Bretar rændu sýslumanni og hreppstjóra í siðasta þætti var meðal annars greint frá svaðilför- um islendinga að brezka landhelgisbrjótnum Royal- ist í Dýrafirði. Hér segir frá þvi þegar Englendingar tóku sýslumann Barð strendinga og hreppstjóra Flateyjarhrepps og fluttu báða til Englands: Sá sögulegi atburður gerðist ár- iö 1910, að enskur botnvörpungur tók yfirvald Barðstrendinga, Guðmund sýslumann Björnsson, og fylgdarmann hans, Snæbjörn hreppstjóra Kristjánsson i Hergilsey, og sigldi með þá sem fanga til Englands. Það var hinn 7. október, er þeir félagar voru um borö i gufubátnum Varanger á ferð úr Flatey til Stykkishólms er þeir sáu skip skammt undan og beindu sjónauka að þvi. Sáu þeir brátt, að þetta var botnvörpungur með vörpuna úti, og togaði þannig að hann stefndi frá Stagley til hafs, en var þó örskammt frá eynni. Voru strax uppi ráðagerðir að handsama landhelgisbrjót þennan. Það ráð var tekið að halda áfram þar til lögbrjóturinn væri kominn á hvarf undir Stagl- ey, sveigja siðan stefnu og koma að honum óvörum. Þetta tókst og þótt Varanger væri ekki hrað- skreiður náði hann botnvörp- ungnum eftir nokkra stund, þar eð lögbrjólurinn var með vörpuna úti. Þegar Varanger var kominri á hlið við botnvörpunginn, kallaði sýslumaður yfir til skipstjórans og skipaði honum að stöðva skip- ið. En skipstjóri svaraði sam- stundis: — Ég stöðva ef til vill á morgun! Sýslumaður kallaði þá til skip- stjórans á Varanger og bað hann að leggja að hlið botnvörpungs- ins. Var svo gjört. Heyrðist þá eitt islenzkt ,,nei” nefnt yfir i togar- anum. Kom siðar i ljós, hvernig á þvi stóð. Þegar skipin komu saman, hljóp sýslumaður upp á öldu- stokkinn og yfir i botnvörpunginn, Snæbjörn fylgdi honum eftir en skrikaði fótur og riðaði við i stökkinu. I sömu svifum sveif að sýslumanni maöur i hvitri heklu, með reidda öxi tveim höndum. Sýslumaður lézt ekki sjá öxina, heldur tók i einkennishúfu sina og heilsaði. Snæbjörn kallaði þá til Varangersmanna og bað þá að „gefa sér eitthvað i höndina”. Var þá kastað yfir til hans broti af járnstöng. Snæbjörn greip járn- stöngina, sveiflaði henni sem hraðast og stefndi höggi á höfuð heklumanns, en hann hrökk þá undan og hvarf. Sýslumaður hljóp þá upp á stjórnpallinn, en Snæbjörn fylgdi honum fast eftir. — Þú tekur stýrið, skipaði sýslumaður. Stóðu þar þrir menn. Snæbjörn greip þann er við stýrið var og sveiflaöi honum til hinna tveggja og tók stýrishjólið. Ráku hinir þá upp óp mikið, en sýslumaður skipaði einum þeirra að sækja skipstjóra. Kom hann að vörmu spori, var það heklumaður sá er öxina hafði reitt. Sýslumaður tilkynnti þá skip- stjóra, að hann væri tekinn fyrir landhelgisbrot og skyldi hann elta flóabátinn inn til Flateyjar. Skip- stjóri mótmælti i fyrstu, en lofaði siðan að koma með skjöl skipsins, ef hann fengi fyrst aö hjálpa há- setunum við að innbyrða vörp- una. Fékk hann leyfi til þess. Þegar þeir höfðu tekið vörpuna inn, kom skipstjóri á stjórnpall og lét renna aö dufli með ljósi, er var þar langt inni i landhelgi. Sýslumaður kraföi enn um skjölin en skipstjóri var nú hort- ugur kvaðst taka duflið og sigla siðan til Englands, og bætti við: — Ég lýsi það tóm ósannindi, að ég hafi verið hér i landhelgi. Sagði skipstjóri þeim siðan að fara yfir i flóabátinn og halda til lands. Sýslumaður reiddist og þjörkuðu þeir um hrið, skipstjóri og hann. t þann mund renndi Var- anger fram með hlið botnvörp- ungsins. Kallaði sýslumaður yfir til hans og bað fyrir þau skilaboð til sýslumannsins i Stykkishólmi að hann simaði tilstjórnarráðsins að botnvörpungurinn myndi sigla með þá til Englands. Stefndi botnvörpungurinn siðan til hafs. ,,Mér þótti vænt um að sjá hvað yfirmaður minn var hugrakkur”, sagði Snæbjörn siðar, „það leyndi sér ekki og ég sá það vel, þótt ég skildi ekkert orð, enda er hann mikilmenni, hvar sem á er litið”. En Snæbjörn hafði allan vara á. Hélt hann fast um járnstöngina sem vopn sitt, var á jaðri við hina meðan orðasennan var sem hörð- ust „til þess að eiga höggrúm, ef með þyrfti”. Allt i einu þreif skip- stjóri til stengurinnar, en þar var ekki laust fyrir, greip Snæbjörn um úlnlið hans og „vatt höndina nokkuð til muna og hvessti á hann augun grimmdarlega”. Þegar Snæbjörn sleppti takinu, hafði skipstjórinn höndina um stund i treyjuvasanum, — mun eigi hafa þótt takið mjúklegt. Ekki var þeim félögum búinn hvilustaöur hina fyrstu nótt en var boöiö að matast með skip- verjum daginn eftir. Þar um borð var Islendingur, sem sagði þeim, að skipstjóri myndi fús til að Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.