Þjóðviljinn - 19.08.1972, Side 6
6. StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. ágúst 1972
■ Við höldum áfram
frásögn af því, hvernig
Kommúnistaf lokkur
Italíu starfar að fram-
gangi sósíalískra mark-
miða í héraðinu Emilía-
Romagna, þar sem flokk-
urinn er í aigiörum meiri-
hluta.
■ Kommúnistar segjast
ekki ætla að skapa
„Rauða eyju" á miðri
ítalíu, en þeir segjast
engu að síður vinna að
sósíalískri byltingu, og
franskur áhorfandi
greinir frá frammistöðu
þeirra.
■ Þeir leggja áherzlu á að
ný stórfyrirtæki séu rekin
á samvinnugrundvelli af
þeim sem starfa við þau.
■ Þeir reyna að gera
borgir og bæi að „sam-
félögum sem eru mann-
sæmandi"
■ Þeir reyna að fá allan
almenning með til þátt-
töku í mörgum smáum
sigrum en áþreifanlegum,
„draga smám saman
tennurnar úr hákörlum
auðvaldsins".
■ Þeir semja vopnahlé
við kaþólska kirkju og
bjóða andstöðuflokkum
virka þátttöku i stjórn.
■ Með þessu móti reyna
þeir að þoka öllu sam-
félaginu til eins 'konar
italsks sósíalisma.
Vurksmiftjuverkamenn á fundi: Drögum
lennurnar úr hákörlunum.
SÍÐARI HLUTl
SÓSLALISMI Á
ÍTALSKAVÍSU
— 1 gær var þar frá horfið að
segja frá hverfaráðum þeim sem
kommúnistar hafa komið á fót i
Hologniu og fleiri borgum Kauða
beltisins svo nefnda.
Krönsk kona, sem búsett er i
Bologníu, vildi koma syni sinum,
þriggja ára gömlum, fyrir á
barnaheimili. italska rikið fæst
ekki sjálft víð rekstur forskóla-
stofnana heldur lætur kirkjuna
um það. Borgaryfirvöld i
Bologníu hafa hins vegar komið á
fót eigin barnaheimilum, en það
er ekki rúm fyrir alla, og þvi
ganga fyrir börn mæðra sem
vinna úti. Þessi franska kona
vann ekki úti en hún vildi að sonur
sinn lærði iliilsku sem fyrst, til að
verða siðan ekki á eftir i barna-
skóla. Hún fór á borgarstjórnar-
skrifstofurnar lil að útskýra mál
sitt. —
Það er ekki okkar mál að leysa
þetta, þér skuluð snúa yður að
hverfisráðinu þar sem þer eigið
heima, það er það sem ræður.
Kranska konan segir svo frá, að
þrátt fyrir feimni hafi hún farið á
vettvang og útskýrt mál sitt — og
þeir i hverfisráðinu játuðu að hún
hefði rétt fyrir sér. Þetta er eitt
dæmi um meðákvörðunarrétt á
hinum emilianska vegi til sósial-
ismans.
Jarðsamband og fjölmiðlar
— Það er ljóst, segir Guido
Kanti, að hvorki i austri né vestri
íylgir sjálfur almenningur eftir
pólitisku valdi. Við verðum að
leita, gera tilraunir sem leitt geti
til sanns lýðræðis — þegar öllu er
á botninn hvolft er það einmitt ný
aðferð til pólitisks starfs, sem við
erum að Íeita að.
Kommúnistar vilja komast hjá
þvi að fólki finnist að stjórnkerfið
sé lokað og fjandsamlegt
embættismannabákn, og leita i
öllum áttum að möguleikum til að
gera það að þjónustustofnun i vit-
und manna. Litið dæmi: i hverju
hverfi er hægt að ganga að öllum
eyðublöðum sem menn kunna að
þurfa á að halda til útfyllingar —
það tekur ekki nema sekúndur að
iá þaö sem menn vantar. Þetta er
ekki mikið, en menn taka eftir
þessu. Þá sjá yfirvöldin til þess að
ölt lög og tilskipanir séu skrif-
uð á svo ljósu máli, að ,,það sé
eins auðvelt að lesa Lögbirtingar-
blaðið og myndasögur”. Og tyrfið
sérfræðingamál er reyndar horfið
úr slikum textum.
En nú er spurt hvort þessi við-
leitni að láta sem flesta taka bátt i
Guidu Kanti, forsætisráðherra
Emilíu: Við viljuin santstarf við
alla.
Cir leiksýningu i Bolognlu um
liinu merka leiðtoga italskra
koiiiniúnista. Granisci.
ákvörðunum leiði ekki til þess, aö
sá hraði, sem nútimanum er tal-
inn eiginiegur, gufi upp i enda-
lausum kjaítagangi'!
— Við eigum um skriffinnsku
eða lýðræði að velja, segir einn af
starfsmönnum flokksins, og
skriffinnskan er alltaf miklu
verri. Það er rétt, að maður eyðir
oft miklum tima i að tala viö illa
upplýst fólk. En i þessum umræð-
um fær það upplýsingar og við
höfum gagn af þeim af þvi að viö
vitum þá betur hvert skoöanir
manna stefna. Og við setjum allri
umræðu timamörk. Borgar-
stjórnin setur fram áætlun og fær
hana almannasamtökum og segir
um leið: þiö hafið mánuð til að
taka ákvörðun.
En svona samstarf við fólkið
gerir ráö fyrir öflugum fjölmiðl-
um. Og nú vill svo til að helzti
fjölmiðillinn sem menn lesa i
héraöinu, blaðið II Resto del
Carlino, erfeigu þesssama marg-
miljónara Monti, sem kommún-
istar unnu af sykurverksmiðjuna
i Ravenna. Þetta blað lesa menn
þegar þeir drekka kaffið á
morgnana, og það er liklega eitt
al'turhaldssamasta og smáskit-
legasta blað á ttaliu. Að visu er
gefin útsérútgáfa af l'Unitá, blaði
Kommúnistaflokksins, fyrir hér-
aðið, en þaö er ekki nóg. Menn
hafa i hyggju að stofna nýtt dag-
blað, en það er ekki unnt að gera
fyrr en eftir tvö ár og enn er eftir
að ná inn nauösynlegu fé. Þá er
útvarpið eftir og svo „ólöglegt”
sjónvarp.
Nú vill svo til aö hinum megin
við Adriahafið eru við völd
félagar og vinir — Júgóslavar.
Það hefur að visu ekki alltaf verið
talað vel um þá — en sieppum þvi.
Og Júgóslavar fengu þá ágætu
hugmynd að stofna auglýsinga-
sjónvarp, sem útvarpar á itölsku
og er öllum sendum beint að
Emiliu. En þá var annað mál
óieyst: hvernig átti að fá frétta-
ritara fyrir stöðina i Emilíu?
Svo er San Marino fyrir aö
þakka
Svo vel vill til að margir góðir
kommar i Emiliu hafa áhuga á
kvikmyndagerð. Ahugamanna-
flokkur, vopnaður litlum tökuvél-
um, sendir á hverjum degi fram-
leiðslu sina til Júgólsiaviu i
fréttadagskrá, sem þar er gengið
frá. Móttökuskilyrðin eru ekki
nógugóð i öllu héraðinu. Það þarf
endurvarpsstöö, en hana má ekki
reisa, þvi að þaö heyrir ekki undir
héraðsstjórnina heldur landstjórn
i Róm. En þá vill enn svo vel til,
að i héraðinu miðju er fjallalýð-
veldið San Marino (4.195 ibúar)
— kannski þeir vildu vera svo
vænir að... Meira má ég ekki
segja þvi að samningum er ekki
lokið, en vei þeim, sem i Emilíu
segir það upp i opið geðið á
kommúnista, að San Marino sé
ekki fullvalda riki!
Guido Fanti, forsætisráðherra
Emilíu, litur svo á að hér sé um
að ræða mikilvægt mál — að
brjóta niður miðstjórnarfyrir-
komulag italska sjónvarpsins og
útvarpsins, sem væri að hans
dómi eðlilegur fylgifiskur
héraðaþróunar.
Satt að segja er það svið ófund-
ið þar sem Guido Kanti reynir
ekki að auka völd héraðanna.
Lögin hafa veitt héruðunum tak-
mörkuð völd, en það er enn eftir
að lesa þessi lög niður i kjölinn,
leggja út af þeim, gripa til hvers
konar reglugerða, gamalla og
nýrra. Og Kanti og hans menn eru
snjallir við þessa iðju og eru
þegar byrjaðir á þeirri aðferð aö
láta landsstjórnina mæta orðnum
hlut. Strax eftir að kosið var til
héraðsþinga 1970 og áður en
héraðsstjórnir tóku við völdum
formlega myndaði Emiliustjórn
„áætlunarskrifstofu héraðsins”,
sem á að fást við áætiunargerð i
öllum greinum og þó einkum iön-
aði. Reyndar falla iðnaðarmál
ekki undir þau mál sem afhent
voru héraðsstjórnum. En um þaö
gaf Emilíustjórn út skjal, þar
sem án allrar blygðunar er borið
á móti þvi, að hægt sé að beita
miðstjórnarvaldi og stjórnarskrá
til að kveöa niður „lýðræöislega
áætlanagerð á héraðsgrundvelli
— þvert á móti getur enginn tekið
af héraðinu þá ábyrgð sem það
ber á þróun i iðnaði”.
Samvinna á öllum sviðum
Sama er að segja um bankana.
Samkvæmt lögum hefur héraðs-
stjórn ekkert yfir þeim að segja.
En þetta ber ekki að taka alvar-
lega segja þeir, sem Emiliu ráða.
Hvernig er hægt að framkvæma
lýöræðislega þróun efnahagslifs-
ins án þess að breyta stöðu lána-
stofnana og samsetningu banka-
stjórna? Það er hlutverk almenn-
ings að stjórna sparifénu...”
Ég var hissa á hinum skjótu
umsvifum kommúnista i þessum
efnum: eiga þeir ekki á hættu að
þessar ráðstafanir snúist gegn
þeim? Ég spurði þingmann
Kristilegra demókrata: Finnst
yður ekki að þeir taki sér of mikil
völd?
Þessi hægrisinni og sannur son-
ur sins héraðs svaraði: „Þeir
hafa rétt fyrir sér. Héruðin fá
ekki völdin fyrirhafnarlaust.
Menn verða sjálfir að taka þau i
sinar hendur”.
— Viö spennum bogann eins
hátt og við getum, segir Guido
Fanti. Hann veit að i þessari
orustu mun hann ekki standa einn
uppi, og hann sér svo til að hann
verði ekki einangraður.
A héraösþinginu, þar sem
Kommúnistaflokkurinn er i rif-
legum meirihluta, hafa komm-
únistar ekki lagt undir sig forsæti
i öllum nefndum eins og þeir hafa
rétt til. Þeir hafa boðið meirihluta
þessara staða andstæðingum sin-
um, einnig Kristiiegum
demókrötum, og þeir hafa tekið
viö þeim. Kommúnistar segja viö
þá: „Viö leitumst ekki eftir þvi að
drottna yfir ykkur þótt við höfum
afl til. Við viljum samstarf við
ykkur á öllum sviðum.” Og til að
sanna, að hér séu ekki sagðar
lygasögur, hafa þeir sjálfir frum-
kvæði um málamiðlun. Og þaö er
erfitt að bera ekki traust til
þeirra, þegar þeir bjóða andstæð-
ingum sinum hluta af sinu eigin
valdi.
Andstæðingarnir eru fyrst og
fremst Kristilegir demókratar,
Hvemig tekst ítölskum kommúnistum
að fylgja eftir boðorðinu: Völdin til fólksins?