Þjóðviljinn - 27.08.1972, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 27.08.1972, Qupperneq 1
Alþýðubankinn hf ykkar hagur okkar metnaóur ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON Samræmdar aðgerðir EBE-ríkja gegn útfærslu landhelginnar Fréttir berast nú af þvi, að fyrrverandi tilvon- andi þúsundára-riki hafi samið hegðunarreglu- gerð fyrir togara sina að veiðum við ísland eftir 1. september, og er fréttin höfð eftir formanni togaraeigendafélagsins i Bremerhaven i V- Þýz.kalandi. Þessi v-þýzki formaður hefur láfið hafa það eftir sér, að togaraskipstjórar v-þýzkra togara fengju skipanir um það hvernig þeir ættu að haga sér við veiðarnar og hvernig þeir ættu að koma í veg fyrir, að íslenzka landhelgis- gæzlan geti tekið þá. Blaðið hafði í gær sam- band við Hannes Jónsson blaðaf ulltrúa ríkisstjórn- arinnar til þess að spyrj- ast fyrir um hvort ríkis- stjórninni hefði borizt er- indi um fyrirhuguð við- j brögð Þjóðverja, en blaðafulltrúinn kvað svo ; ekki vera. ' EBE-SAMSTADA GEGN UTFÆRSLUNNI. Bretar hafa beitt sér fyrir samstöðu togaraeig- endafélaga innan EBE- landanna með það fyrir augum að samræma að- gerðir þessara landa vegna útfærslu fiskveiði- lögsögu okkar. Hafa EBE-ríkin stofnað með sér sameiginlegan sjóð, sem standa á straum af kostnaði við áróðurs- rekstur hér uppi á Islandi, i öðrum Evrópulöndum og í Ameríku. Þau lönd sem sótt hafa um aðild að EBE eiga einnig að verða aðilar að þessum sjóði og leggja fé í hann. Þegar er búið að leggja 85 þúsund sterlingspund í sjóðinn, eða sem svarar 20 miljónum islenzkra króna, en fyrirhugað er að sjóðurinn verði 300 þúsund pund, eða um 70 milj. Þegar hefur um 240 þúsund krónum úr þessum sjóði verið varið til rekstrar tveggja isl. dag- blaða, en sjóður þessi borgar auglýsingar þær sem blöð þessi hafa birt frá andstæðingum okkar í landhelgismálinu. Afkoma frystihúsanna lakari vegna MINNI AFLA Á MIÐUNUM Að undanförnu hafa birzt miklir kveinstafir í stjórn- arandstöðublöðunum vegna þess að afkoma frystihúsanna sé bágborin. í þessum blöðum er að sjálfsögðu reynt að kenna stjórninni um vanda frysti- húsanna — en svo einfalt er málið ekki, því miður. Erfiðleikar frystiiðnað- arins stafa einfaldlega af þvi, að afli hefur minnkað mjög á islandsmiðum og þess vegna hefur minna fiskmagn borizt til frysti- húsanna á fyrri hluta þessa árs en þeim barst á sama tima i fyrra. Erfiðleikar frystiiðnaðarins sanna þvi enn og aftur, að íslend- ingar verða að færa út landhelg- ina og þeir verða að hafa stjórn á ásókninni á fiskimiðin umfram það sem verið hefur. Það er kjarni málsins. Og þaö er ekki unnt að áfellast núverandi rikis- stjórn fyrir athafnaleysi i land- helgismálinu: Landhelgin verður færð út 1. september — á föstu- daginn kemur. Fischer heims- meistari strax í nœstu viku? 10 1/2- 7 1/2 er staðan i heims- meistaraeinviginu núna. Eftir er að tefla sex skákir i mesta lagi. í dag verður 10. skákin tefld. Tapi heimsmeistarinn hcnni, þarf Kiseher aðeins einn vinning i við- bót lil þess að ná heimsmeistara- tililinum. en Spasski þarf þá að vinna allar skákirnar sem eftir verða til þess að halda titlinum. Verði Ijórar næstu skákir jafn- tefli, hefur Kischer unnið titilinn. Króttamenn dagblaða og skák- timarita velta nú vöngum yfir úr- slitunum. Nær allir telja Kischer eiga sigurinn visan úr þessu. En enn getur allt gerzt. — Myndin er af þeim Gligoritsj og Ingvari Ás- mundssyni i herbergi frétta- manna. Er réttur leigutaka enginn? Varið ykkur á leigu samningum! Þegar leiguokrið blómstrar og eitt her- bergi með aðgangi að snyrtingu er leigt fyrir (5000 krónur, og tveggja herbergja ibúðir fyrir rúmlega 10 þúsund krónur á mánuði, er vissulega ástæða fyrir opinbera aðila að kanna bakgrunn sliks ástands. Blaðið varð sér úti um uppkast að leigusamningi hjá Húseig- endafélagi Reykjavikur, en eftir þess konar uppkasti munu flestir húsleigusamningar vera undirrit- aðir. 1 plaggi þessu koma fram margir eftirtektarverðir þættir sem sýna glöggt hvernig leigutaki stendur gagnvart leigusala, ef á- kvæðum sliks samnings er fylgt eftir. t samningi þessum stendur svo m.a.: - Yfirlcitt skal liið leigða vera i leigufæru standi, er leigu- taki tekur það lil afnola. . . — Hvorki meira né minna! Siðan segir frá þvi, að hefjist leiguafnot eftir samningsgerð og húsnæðið ekki i leigufæru standi þegar það er tekiö á leigu, beri að tilkynna leigusala það tafarlaust skriflega, ,,en gctur alls ekki síð- ar gert neina kröfu gildandi á liendur leigusala varðandi þelta atriði.” t samningnum er siðan klásúla um viðhaldsskytdur og viðgerð- arskyldur leigutaka, og þar segir með öðru, að legutaka sé ætið skylt að kosta viðhald og viðgerð á rörum. Þetta þýðir einfaldlega, að eyðileggist hitakerfi eða vatnskerfi þarf leigutaki að standa straum af kostnaði við við gerðir þó svo að hann hafi ekki átt nokkurn þátt i biluninni, heldur sé Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.