Þjóðviljinn - 01.09.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.09.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. september 1972 I Við upphaf undirbúnings að Landssöfnun til Landhelgissjóðs: •Avarp til þjóðarinnar I Undirbúningsfundur að lands- Isöfnun til Landhelgissjóðs sam- þykkti i gær eftirfarandi ávarp til þjóðarinnar: |,,tslenzka þjóðin hefur lengi gert sér þess fulla grein, að fiski- Imiðin við landið eru fjöregg henn- ar og liftrygging um ókomin ár. Ritnr rpvnsla nP pIopí* visinHi l Bitur reynsla og glögg visindi sanna ótvirætt, að þessi lifs- bjargarvegur er i bráðri hættu, og þvi hlýtur þjóðin nú að neyta þess lifsréttar sins að færa fiskveiði- lögsöguna i fimmtiu sjómilur i þessum áfanga. Um þetta er hún jafn samhuga og i sjálfri þjóð- frelsisbaráttunni, og margir hafa látið i ljós óskir um, að tækifæri gæfist til þess að sýna þann sam- hug i áþreifanlegu verki. Landhelgisgæzlan er traust okkar og hald i þeirri baráttu, sem fram undan er, og hlutur hennar mun nú stóraukast að gildi og verkefn- um, ekki aðeins i átökum, sem kunna að verða viö þau skip, sem ekki virða hin nýju fiskveiðitak- mörk, heldur einnig i slysavörn- um, eftirliti, björgunarstarfi og annarri þjónustu við innlenda sem erlenda sæfarendur á stækk- uöu umsjónarsvæði. En til þess þarf hún fleiri skip og flugvélar, betri tæki og meiri mannafla, og þessa framverði sina verður þjóðin að búa eins vel úr garði og nokkur kostur er. Með allt þetta i huga höfum við undirritaðir ákveðið að beita okk- ur fyrir almennri fjársöfnun um land allt til eflingar landhelgis- gæzlunni — efna til Landssöfnun- ar til Landhelgissjóðs — þar sem öllum gefist kostur á að leggja fram skerf sinn til þessarar mikilvægu baráttu, og verða með þeim hætti virkir þátttakendur i þessari lifsbjargarstarfsemi þjóðarinnar. Við erum þess fullvissir, að þjóðin mun fylgja samhug sinum i þessu örlagamáli eftir með öflugum samtökum i verki. Sýnum öðrum þjóðum með þessum hætti hina órofa samstöðu þjóðarinnar allr- ar. Sýnum það öllum, að i þessari baráttu vill hver einasti ís- lendingur leggja eitthvað i sölurnar. Það er einhugurinn i þessu máli sem mun færa okkur sigur.” I I I I I I I I I Landssöfnun til Landhelgissjóðs Almenningi gefinn kostur á að leggja sitt af mörkum i lifsbjargarbaráttu þjóðarinnar Ákveðið hefur verið að frumkvæði rikisstjórnar- innar að efna til almennrar fjársöfnunar um allt land til eflingar Landhelgis- gæzlunni i tilefni af út- færslu fiskveiði lögsög- unnar, og renni féð til Landhelgissjóðs. Á undir- búningsfundi i gær var samþykkt ávarp til þjóðar- innar af þessu tilefni og kjörnir 4 menn i stjórnar- nefnd söfnunarinnar, og verða stjórnmálaflokkarnir beðnir um að tilnefna einn mann hver til viðbótar i nefndina. t gær, seinasta dag ágústsmán- aðar, var haldinn i Reykjavik fundur áhugamanna til undirbún- ings landssöfnunar til Land- helgissjóðs. Forsætisráðherra, ólafur Jóhannesson, boðaði til fundarins og hafði framsögu um málefnið. Skýrði hann frá þvi aö rikisstjórnin hefði ákveðið að beita sér fyrir almennri fjár- söfnun til eflingar Landhelgis- gæzlunni hvað snertir útbúnað og mannafla, svo að hún verði færari til að gegna sinum stórauknu verkefnum. Forsætisráðherra kynnti það ávarp til þjóðarinnar sem birt er annars staðar hér á siðunni. Kvaðst hann ætla að Islendingar vilji hverog einn leggja fram sinn skerf til þeirrar baráttu fyrir stækkun og verndun landhelginn- ar, sem nú færi fram. Hér væri verkefni sem byndi fólk saman, og reyndi nú á vilja þjóðarinnar til samstöðu og til að færa fórnir. Baráttan framundan væri þess eðlis að e.t.v. yrði fólk að sætta sig við lifskjaraskerðingu i svip til þess að sigur ynnist i þvi lifs- hagsmunamáli sem útfærsla landhelginnar i 50 milur er. Máli forsætisráðherra var vel tekið og voru menn á einu máli um nauðsyn þess að þjóöin sýndi hug sinn i þessu máli og brygöist myndarlega við þessari söfnun. Var ákveðið að koma þegar á laggirnar stjórnarnefnd Lands- söfnunarinnar, og myndi hún siðan væntanlega koma upp framkvæmdanefnd og sjá til þess að starfsliö yrði ráðið. Var mál manna aö vel mætti hugsa sér að undirnefndir yrðu siðan stofnaðar úti um allt land til þess að ýta undir söfnunina hver i sinu byggðarlagi. Yrði þá úr þessu mikil hreyfing og voldug samtök áður en lyki. 1 stjórnarnefnd Landssöfnunar til Landhelgissjóðs voru kjörnir á fundinum i gær þeir Guðmundur Pétursson forseti Farmanna- og fiskimannasambands fslands, Ingvar Hailgrimsson fiskifræð- ingur, forstöðumaður Hafrann- sóknarstofnunarinnar, Jón Sigurðsson formaður Sjómanna- sambands Islands og Kristján Kagnarsson formaður Lands- sambands islenzkra útvegs- manna. Leitað verður til stjórn- málaflokkanna um að þeir skipi einn mann hver i stjórnarnefnd- ina, þannig að i henni sitji alls 9 menn. Þeir sem undirbúningsfund þennan sóttu rituðu nöfn sin undir það ávarp sem lagt var fram á fundinum og gerðust þar með að- ilar og hvatamenn að landssöfn- uninni. Rikti mikil bjartsýni á fundinum um framgang málsins. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum voru Sigurbjörn Ein- arsson biskup, Magnús Jónsson bankastjóri, Tómas Þorvaldsson framkvæmdastjóri StF og Lúðvik JÓsepsson sjávarútvegsráðherra. Brezkir fangar mótmæla LONDON 31/8. — Mótmælaað- gerðir brezkra refsifanga mögn- uðust enn i dag, er rösklega þrjú hundruð og fimmtiu þeirra i ellefu fangelsum sýndu andúð sina á illum aðbúnaði með þvi að setjast niður á göngum, þökum og fangelsisgörðum. Talsmaður hinna nýstofnuðu hagsmunasamtaka fanganna sagði, að mótmælaaðgerðunum, sem staðið hafa i fimm daga, yrði hætt þegar i stað, ef innanrikis- ráðuneytið viðurkenndi samtökin og gengist inn á viðræður um endurbætur i fangelsismálum. Fangarnir kvarta yfir of þröng- um klefum, vondu fæði og illri meðferð af hálfu gæzlumanna. Saumað að hippum Kuala Lumpur — Frá og með 1. september verður hippum meinað að stiga fæti á malasiska jörð. Innanrikisráðuneyti lands- ins styður þessa ákvörðun þeim rökum, að hippar hafi siöspillandi áhrif á dyggðugt æskufólk Malasiu, með þvi að stúlkur og piltar lifi ógift saman og baði sig saman nakin án minnstu blygð- unar. Auk þess segir innanrikis- ráðuneytið hippana stunda fikni- lyfjasmygl og að stúlkur meðal þeirra eigi til að stunda vændi. Grannrikið Singapore greip til sömu ráðstafana fyrir skömmu. Frá fundinum seni forsætisráöherra boðaði til i gærmorgun til þess aö undirbúa söfnun I landhelgissjóö- inn. LÁTIÐ EKKI TAKA BUDDUNA í LANDHELGI ENNÞÁ ER HÆGT AÐ GERA ÓTRÚLEGA GÓÐ BÍLAKAUP MAZDA 818 COUPÉ de luxe SPORTBÍLLINN, SEM ÞER HAFID BEDID EFTIR. Glæsilegur, rúmgóður og aflmikill og umfram allt ódýr. Innfluttur beint og milliliðalaust frá Japan. kostar hann aðeins kr. 400 Þús. Otrúlegt, ef þér athugið að innifaldir i verðinu eru aukahlutir svo sem rafmagnshituð afturrúða, hallanleg há sætisbök, stokkur milli framsæta, fullútbúið mælaborð með snúningshraðamæli o. s. frv., niðurskrúfanlegar hliðarrúður að aftan, og margt fleira, sem jafnan kostar yður tugi þúsunda aukalega. KYNNID YÐUR LUXUSSPORTBILINN FRA MAZDA BÍLABORG HF. HVERF/SGÖTU 76 SÍM/ 22680

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.