Þjóðviljinn - 01.09.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 1. scptember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17.-
JENNY BARTHELIUS:
J5
SPEGIL-
MYND
FÖSTUDAGUR 1- september
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15, (og for-
ustugr. dagbl.), 9,00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Guðjón Sveinsson les
framhald sögu sinnar um
,,Gussa á Hamri” (15). Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög
milli liða. Spjallað við
bændur kl. 10.05 Tónleikar
kl. 10.25: Sinfóniuhljóm-
sveitin i Minneapolis leikur
Slavneska dansa op. 46 eftir
Antonin Dvorák, Antal Dor-
ati stj. György Cziffra leik-
ur á pianó meö hljómsveit
Tónlistarskólans i Paris
Ungverska fantasiu eftir
Franz Liszt, Karel Ancerl
stj. Fréttir kl. 11.00. Suisse
Romande hljómsveitin leik-
ur ,,Sex fornar grafskriftir”
eftir Claude Debussy: Ern-
est Ansemet stj. og færði
verkið i hljómsveitarbúning
/ Sinfóniuhljómsveitin i
Prag flytur ásamt tékk-
neska Filharmóniukórnum
„Psyché”, sinfóniskt ljóð
eftir Cesar Franck, Jean
Fournet stjl.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið Jón Gunn-
laugsson leikur létt lög og
spjallar viö hlustendur.
14.30 Siðdegissagan: „Þrútið
loft” eftir P.G. Wodehouse.
Jón Aðils leikari les (15).
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Lesin dagskrá næstu viku.
15.30 Miðdegistónleikar.
Þýzki tenór söngvarinn Pet-
er Schreier syngur óperu-
ariur og sönglög.
16.15 Veðurfregnir. Létt lög.
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 Ferðabókalestur: Skóla-
ferð eftir séra Ásmund
Gislason. Guðmundur Arn-
finnsson les fyrsta lestur.
18.00 Fréttir á ensku.
18.10 Tónleikar Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar
19.30 Frá ólympiuleikunum i
Munchen. Jón Ásgeirsson
segir frá.
19.40 Fréttaspegill.
20.00 Norræn alþýðulög.
Danski drengjakórinn og
Norski einsöngvarakórinn
flytja.
20.25 Mál til meðferðar. Arni
Gunnarsson fréttamaöur
sér um þáttinn.
20.55 Konsert fyrir pianó og
hljómsveit nr. 3 i C-moll op.
37 eftir Beethoven. Arthur
Schnabel leikur með hljóm-
sveitinni Filharmóniu,
Issay Dobrowen stj.
21.30 Ctvarpssagan „Dalalif"
eftir Guðrúnu frá Lundi
Valdimar Lárusson les (17).
22.00 Fréttir
22.15 liandknattleikslýsing
frá Ólympiuleikunum, Jón
Ásgeirsson lýsir siðari hluta
hálfleik i leik tslendinga og
Tékka.
22.45 Danslög i 300 ár. Jón
Gröndal kynnir.
23.05 Á tólfta timanum. Létt
lög úr ýmsum áttum.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
FÖSTUDAGUR 1. september
þar sem hann var vanur að álpast
áfram án tilgangs og takmarks.
Strax á unglingsárunum hafði
það verið þannig, að hann hafði
ekki sömu áhugamál og aðrir.
Þegar félagar hans léku knatt-
spyrnu hafði hann staðið álengd-
ar og furðað sig á þvi, að þeir
skyldu leggja á sig allt þetta
erfiði til að fá liflausan klump til
að lenda á milli tveggja
stólpa....Þetta hafði ekki ýtt undir
góðan félagsanda. Og þvi hafði
hann gengið um eins og framandi
meðal hinna strákanna að nokkru
hlægilegur i erfðum og breyttum
fötum, að nokkru dapur trúður i
leiknum.
Bert var eiginlega eini vinurinn
sem hann hafði nokkru sinni átt.
En Bert var gæddur öllu þvi sem
hann skorti sjálfan — sjálfsöryggi
ög lifsgleði og athafnasemi og
kjarki. Allt sem Bert sagði virtist
vera rétt og sjálfsagt, hann hikaði
aldrei, honum mistókst aldrei.
Jú, ef til vill, i sannleika sagt
hafði Bert mistekizt að ná vin-
sældum i fyrirtækinu. Hinir köll-
uðu hann i háði „Jolly Good
Fellow” á bak og einn teiknarinn
hafði einu sinni sagt: „Hvernig
geturðu haldið hann út þennan
leiðinlega hrokagikk? Hann
traðkar á þér eins og hundi! Af
hverju færðu þér ekki aðra vinnu
hjá öðrum húsbónda? En svona
lagað var ástæöulaust að taka
alvarlega; sennilega var þetta
ekki annað en öfund. Það vakti
bersýnilega gremju innan fyrir-
tækisins að hann og Bert skyldu
stundum hittast utan vinnunnar.
Þeir héldu vist að fristundir hans
og Berts væru eilif röð af veizlum
og partium og kvennastandi. En
þannig var það alls ekki. Bert átti
ekki einu sinni sérlega margar
vinkonur. Upp á siðkastið hafði
þessi stúlka i Heisingborg farið að
skipta meira máli. Bert fór nú
orðið oft til Helsingborgar. bæði
um helgar og i miðri viku. En
hann talaði aldrei um hana og það
var ólikt Bert að vera svona þag-
mælskur um stúlku.
Hljóð i bilflautu varð til þess að
hann tók viðbragð og sveigði til
hægri. Silfurgljáandi Porsche
birtist við hliðina á honum, þaut
framhjá og hvarf i hvitu reyk-
skýi. Þetta var bill i lagi. Já, svo
sannarlega bill i lagi....Bert átti
Mercedes sportbil. Sjálfur átti
hann Fiu sem oft var i lamasessi .
Siðast var það stýrið....
Já, þannig var það! Nú mundi
hann það. Stýrið hafði losnað og
hann hafði allt i einu setið þarna
með nokkrar skrúfur i hendinni
og stýrið laust. Tré hafði birzt
fyrir framan hann eins og i
súrrealiskum draumi. Að hann
skyldi ekki hafa munað það fyrr,
að svona hafði það gengið til.
Hann þreifaði i skyndi undir
stýrið, tók i það, fann að skrúf-
urnar voru vel fastar. Svitinn
spratt fram á enni hans þegar
hann mundi eftir bjargarleysis-
kenndinni... Siðan kom árekst-
urinn. Heilahristingur höfðu þeir
sagt. Læknirinn hafði lofað þvi að
höfuðverkurinn myndi bráðlega
hverfa. 1 bili fann hann ekki fyrir
honum, en hann vissi að hann
myndi aftur gera vart við sig,
áleitinn og hvimleiður.
Læknirinn hafði ráðlagt honum
að vera ekki að brjóta heilann um
það sem gerzt hafði. „Kaupið
nýjan bil, það er það eina sem ég
get ráðlagtyður,” hafði hann sagt
og klappað honum á öxlina og
brosað fagmannslega. Þegar
hann hafði sagt Bert frá þessu,
haföi Bert hlegið og sagt: „Auð-
vitað þarftu að fá nýjan bil. Við
skulum sjá til eftir leyfið. Fyrir-
tækið getur lánað þér peninga,
svo að þú getir losað þig við Fiu.
Það er óskemmtilegt að eiga bil
sem er alltaf að bila.
En i svipinn var hún i ágætu
standi, virtist stálslegin eftir sið-
ustu heimsóknina á verkstæðið.
Bert hafði sótt hana þangað og
ekið henni á sjúkrahúsið og hún
hafði staðið við gangstéttarbrún-
ina og beðið eftir honum þegar
hann útskrifaðist. Litil og grá og
af sér gengin og með dálitlar
menjar eftir áreksturinn á aur-
brettinu og slitna hjólbarða. Eins
og tryggur og trúr gamall vinur
sem gat ekkert gert að ellihrum-
leikanum.
Allt i einu minntist hann móöur
sinnar, furðu skýrt. Eða að
minnsta kosti þeirrar konu sem
hann hafði kallað móður sina.
Hún hafði dáið án þess að segja
honum, hver hann var i raun og
veru. Hann mundi ekki eftir and-
liti hennar, aðeins höndunum,
sem voru rauðar af striti, negl-
urnarslitnarogsprungnar. Henni
hafði þótt vænt um hann — að
minnsta kosti hafði hann imyndað
sér það. Einu sinni hafði hún....
Golf-skiltið lýsti eins og gervi-
tunglá kvöldhimninum. Svensson
myndi loka fljótlega — hann var á
siðustu stundu.
Þegar búið var að fylla á brús-
ann, fór hann inn á skrifstofuna
meðan verið var að skrifa kvitt-
unina. Inni var hlýtt og bjart.
Lágvær tónlist heyrðist frá út-
varpinu, og það var kaffilykt.
Hversdagslegum notaleika og ör-
yggi stafaði frá veggjunum. Litla
herbergið var eins og vin i fjand-
samlegum heimi, þar sem furöu-
legir hlutir gátu gerzt. Hann velti
fyrir sér hvort hann ætti að segja
söguna um horfna benzinið, en
hætti við það. Það var ástæðu-
laust að gera veður út af þvi.
Sennilega var einhver nærtæk
skýring á þessu, þótt hann kæmi
ekki auga á hana.
Siminn hringdi og Svensson
svaraöi, hlustaði andartak og
sagði:
— Já, það vill svo til að hann er
staddur hér.
Hann rétti honum heyrnartólið.
— Til yðar, sagði hann.
Það var Bert. Hann var ekki
sjálfum sér likur i rómnum.
— Þetta var kúnstúgt, sagði
hann. —■ Að þú skyldir einmitt
vera þarna staddur. Ég ætlaöi
bara að hringja og vita hvort sézt
hefði til þin. Þú tekur oft benzin
þarna.
—■ Bert, sagði hann, og nú var
hann næstum óðamála. — Bert,
þetta er dálitið furðulegt með
benzinið. Ég lét fylla hann i gær-
kvöldi, og samt var búið af geym-
inum núna. Það er óeðlilegt, ég
hefði átt að hafa nóg benzin til
allrar leiðarinnar og vel það.
— Já, sagði Bert, og nú virtist
rödd hans öruggari. — Já það var
einmitt þess vegna sem ég
hringdi. Sjáðu til, ég gleymdi að
segja þér, að i gær, þegar ég sótti
kerruna á verkstæðið, þá sögðu
þeir að geymirinn læki aðeins
ögn. Þig vantaði bilinn i dag, svo
að þeir höfðu ekki tima til að gera
við það, en náunginn fullvissaði
mig um að þetta skipti sáralitlu
máli... En hann sagði lika að hann
væri farinn að eyða meiru núorð-
iö. En hafðu engar áhyggjur af
þessu. Þegar þú kemur til baka,
útvegum við þér nýjan bil. Liði
þér vel i leyfinu. Ég lit kannski
inn einhvern tima.
Þegar hann lagði tólið á, fann
hann til óendanlegs léttis. Bert
hafði hugsað til hans; Bert bar
umhyggju fyrir honum. Það var
eins og Bert hefði fundið það i
hundrað kilómetra fjarlægð að
hann var órólegur út af einhverju
— benzininu. Og nú hafði hann
fengið skýringuna.
Meðan Svensson ók honum aft-
ur að Fiu, lét hann móðaií mása
allan timann. Mest af feginleik,
auk þess sem það var notalegt að
hafa mannveru við hliðina á ser.
Tiu minútum seinna sat hann
aftur inni i Fiu og vélin malaði
einsog mettur köttur. Hann hafði
kveikt ljósin og vegurinn varð til
fyrir framan hann, bút fyrir bút i
skininu. Bugður — tré —• girðing-
ar — smáhús sem virtust depla til
hans syfjuðum augum. Honum
leið óvenju vel — hann fann ekk-
ert til og hann var órólegur. Hann
þurfti ekki einu sinni að reykja,
þótt hann hefði keðjureykt alla
leiðina fram að þessu. Nú vissi
hann að allt var i lagi. Nú vissi
hann... Köttur stökk yfir veginn,
rétt framan við bilinn, og hann
steig á hemilinn og skrensaði á
malarveginum en náöi valdi á
bilnum um leið og framhjólin
komust yfir að vinstra kanti.
Hann ók yfir að hægti brúninni,
stöðvaði bilinn,slökkti ljósin; lét
aðeins stöðuljósin loga. Svo sat
hann langa stund i myrkrinu með
hendur á stýri og horfði beint
fram fyrir sig. Enn einu sinni
þurfti hann að bæla niður ákafa
löngun til að snúa við og aka til
Málmeyjar aftur. Einhvers stað-
ar i undirvitund hans hafði kvikn-
að á aðvörunarljósi. Ósjálfrátt
vissi hann að eitthvað var öðru
visi en það átti að vera, rétt eins
og dýr hefur hugboð um hættu án
þess að vita i hverju hún er fólgin.
Hann hallaði enninu að stýrinu og
reyndi að hugsa skýrt. En hugs-
anirnar runnu burt, fengu enga
fótfestu, þær bylgjuðust eins og
þoka i höfði hans. Hann hugsaði
með sér, aö þannig liöi manni trú-
lega eftir að hafa tekið svefnlyf og
er i þann veginn að sofna. Hann
tók viðbragð, lyfti höfðinu,
kveikti i sigarettu, kveikti á lág-
ljósunum og ræsti bilinn. Fia rann
hægt af stað. Hann skrúfaði niður
rúðuna og fann loftið leika mjúk-
lega um ennið. Allt i lagi. hugsaði
hann: Allt i lagi, látum það koma.
Hvað svo sem það er.
Fimm minútum seinna ók Fia
niður löngu hlíðina sem lá niður
að bænum. Hann lagði bilnum
fyrir ofan húsið, tók töskuna sina
út og læsti.
Vitinn yzt á hafnarbakkanum
deplaði vingjarnlega til hans ljós-
unum, og bærinn lá fyrir neðan
hann eins og afmælisterta með
hundrað ljósum. Hafið söng lag
sitt eins og það hafði alltaf gert og
myndi alltaf gera og það skrjáf-
aði i stóru eskikrónunni yfir höfði
hans. Heima. Loksins.
Húsið virtist litið og einmana-
legt með hlera fyrir gluggunum
og garðhúsgögnin samanlögð i
einu horninu á veröndinni. Allt
var eins og hann hafði skilið við
það — skóflan, sem hann hafði
gleyrrit að setja inn, hallaðist upp
að veggnum, rigningarvatns-
tunnan var næstum tóm og diska-
þurrkan hékk til þerris á nagla
fyrir utan eldhúsgluggann. Það
vareins og hann hefði aldrei farið
að heiman, hefði aðeins skroppið i
göngu út i garðinn. Hann and-
varpaði feginsamlega, stakk
hendinni i vasann og tók upp
lykilinn.
Eins og vanalega var erfitt að
opna dyrnar. Það var segin saga
þegar hann hafði ekki komið i bú-
staðinn lengi. Hann bjástraði
stundarkorn við læsinguna, sneri
lyklinum fram og til baka, svo
tókst það og dyrnar opnuðust,og
það marraði lágt i hjörunum.
Innilokuð lykt barst á móti hon-
um, húslyktin, sambland af gasi
og tjöru og köldum reyk og ham-
ingjan mátti vita hverju.
Hann kveikti á tveim luktum,
lagði i eldstóna, tindi fram nokkr-
ar niðursuðudósir og setti skaft-
pott yfir gastækið. Meðan súpan
var aö hitna, sat hann i ruggu-
stólnum og horfði i kringum sig.
Þetta hús hefði faðir hans byggt
með eigin höndum, meðan timbur
var ódýrt og lóðir auðfengnar.
Faðir hans — framandi maður
sem hafði komið sem gestur i
tveggja herbergja ibúðina i borg-
inni til hans og móðurinnar og
hafði horfið aftur til að veiða eða
drekka eða fara i bátsferðir á
sunnudögum. Maður sem hann
hafði aldrei þekkt. Maður sem
hann hafði verið hræddur við. Og
nú sat hann i húsi þessa framandi
manns, sem hann hafði erft,
18.00 Frá Olympiuleikunum.
Fréttir og myndir frá Olym-
piuleikunum i Miinchen
teknar saman af Ómari
Ragnarssyni. (Evrovision)
lllé.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Landhelgisdagurinn.
Dagskrá kvöldsins er til-
einkuð útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar i fimmtiu mfl-
ur. I dagskránni verður
fjallaö um sögu islenzku
landhelginnar og spjallað
við sjómenn viðs vegar um
land um viðhorf þeirra til
útfærslunnar. Sýndar verða
svipmyndir úr þorskastrið-
inu 1958, og rætt við Islend-
inga, sem þar komu við
sögu, og greint verður frá
afstööu ýmissa þjóða til út-
færslunnar. Þá verður sýnd
kvikmynd frá heimsókn
sjónvarpsmanna til útgerð-
arbæjarins Aberdeen, þar
sem rætt var við forystu-
menn á sviöi fiskveiða og
fiskiðnaöar. Og loks verður
svo rætt við islenzka fiski-
fræðinga um verndun og
hagnýtingu fiskistofnanna
við landið. Umsjónarmaöur
Eiður Guönason.
Frá Heimsmeistaraeinvig-
inu i skák.Að lokinni land-
helgisdagskránni greinir
Friðrik ólafsson frá nýjustu
einvigisskákinni.
Dagskrárlok óákveðin.
Húsbyggjendur —
Verktakar
Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klipþum bg
beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina.
Stálborgh.f. }
Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Slmi 42480.