Þjóðviljinn - 01.09.1972, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.09.1972, Blaðsíða 10
10 . SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur L september 1972 Yandinn í landhelgis- málinu er ekki síður á innlendum yettvangi Nýting auðœfa landgrunnsins i okkar þágu er erfitt viðfangsefnl, ekki siður en styrjöld sú sem fram- undan er við Breta og V- Þjóðverja Þannig fórust Markúsi Þorgeirssyni sjómanni orð er hann rakst hér inn á blaðið fyrr i vikunni til þess að verða við þeirri ósk okkar Þjóðvilja- manna að veita okkur viðtal um landhelgis- mál. Markús rær trillu sinni, Kristinu GK 90, frá Hafnarfirði á hand- færi á sumrin, en til netaveiði á veturna. Frystikista í lúxusklassa Af fjölbreyttu úrvali ITT frystikista og kæliskápa viljum við vekja sérstaka athygli á þessari 250 li'tra frystikistu sem er í lúxusklassa en það þýðir að frágangur allur er til fyrirmyndar Ljós er í loki, læsing, og hjól undir kistunni VERÐIÐ ER KR. 29.500 VERZLUNIN Sl íil Skólavörðustíg 1-3 - Sími 13725 — Veiztu nokkuö hve róið er á mörgum trillum i landinu, Markús? — Mér er ekki kunnugt um það. Það vantar heildarskrá frá skráningarstjórum yfir trill- urnar. A Vestfjörðum einum voru þó skráðir 450 m. á trillur i fyrra, en það kom i ljós þegar verið var aö gaufa við fæðispeninga. — Hver eru helztu miðin hjá ykkur trillukörlunum i Firðinum? — Faxaflóinn sjálfur. Það á að heita svo, að við höfum miðin þar i friði, en við erum farnir að rek- ast á togbáta og skip úti á Sviöi, og sumir spyrja hvort togveiðar séu leyfðar út af Keflavikinni þegar dimmir. Ef við imprum á þessum átroðningi við skrifstofumenn Landhelgisgæzlunnar, hlaupa þeir undan og visa hver á annan. Þessar togveiöar eru að hefjast nú, þrátt fyrir svokallað visinda- legt eftirlit. — Ekki er langt siðan miðin við Eidey voru hin ágætustu færa- fiskimið. Hvernig er þeim komið nú? — Eldeyjarmiðin eru ekki slik lengur. Þetta svæði, sem er ein ákjósanlegasta uppeldisstöð fyrir ungviði, þorsk, ýsu og ufsa, er nú að eyðast. Þarna höfum við orðið áhorfendur að þvi, að trollbátar með humar-, rækju- og fiskitroll hafi sópað upp ungviöi og hent þvi i sjóinn hálfdauðu eða steindauðu, og þetta er látið viðgangast undir eftirliti fiskifræðinga. Þarna er það sterk uppeldisstöð, að þar á að vera algjör friðun, og mundi nægja að friðaðar væru 2 til 3 milur út frá Eldeynni. — Hvernig er ástandið á öðrum miðum, svo sem út af Krisuvikur- bjargi? — Meðal annars á þessum stað, út af Krisuvikurbjargi, hrygnir sildin. Um það leyti sem hún býst til að hrygna er fuglalifið hvað mest, en á þessum stað og tima hafa trollbátarnir heimild til að toga upp i landsteina, sérstaklega á Hraunsvik og Hælsvik, þar sem eru einkar ákjósanlegir staðir fyrir ungviðið. Með núverandi landhelgislinu og heimildum fá trollbátar óá- reittir, frá Grindavik sérstak- lega, að útrýma öllu lifi á þessum stöðum undir visindalegu eftir- liti núlifandi fiskifræðinga. — Hvað áttirðu við með þvi, að ekki yrði siður vandi við að fást i landhelgismálinu hér innanlands en sá sem við höfum við að glima gagnvart Bretum og V-Þjóðverj- um? — Frá 1. september 1958 þegar við færðum út i 12 milur, hefur það gerzt, að rányrkja i Faxafóa er orðin slik undir yfirstjórn Jóns Jónssonar fikifræðings, að loka varð Faxaflóa, en þó ekki fyrr en allt lif var búið þar. Togbátar á Eldeyjarsvaðinu og út að Grindavik eru að þurrka svo upp þessi mið, án aðstoðar er- lendis frá, að afkoma þessara skipa byggist nú á framlagi úr Hlutatryggingasjóði, sumar og vetur, en skilinn er eftir auður akur. Það er þvi krafa okkar smá- bátamanna, þegar ákveða á framtið okkar sjálfra, og ákveðið verður hvernig nytja eigi land- grunnið, að veiðisvæði verði skipulögð eftir hólfafyrirkomu- lagi, þar sem tekið yröi tillit til stærða skipa og veiðarfæra. Sem dæmi vil ég nefna, að skip- um allt að 12 tonnum verði leyft aö veiða í friði fyrstu 3 milurnar út frá ströndu með þeim veiðar- Markús Þorgeirsson Markús við færarúlluna um borð í Kristínu. færum sem þeim hentar. Það er mikilsvert atriði, að við fáum svæði fyrir okkur sem næst land- inu, þvi við getum ekki sótt langt á miðin, vegna hættu af veðrum, og svo höfum við ekki vélakost til að sækja mjög djúpt, og alls ekki i keppni við aðra og stærri báta. Utar i hólfakerfinu mættu svo koma stærri skip og betur búin. Nú er þessum málum svo kom- ið: 11 tonna bátur leggur net sin t.d. i Syðri-Sandvik við Reykja- nes, og fær gott i netin. Þegar hann svo kemur til að vitja um daginn eftir eru bátar af stærð- inni 150—300 tonn búnir að kaf- leggja netin fyrir honum. Þannig geta afkomumöguleikar okkar á trillunum horfið á einni nóttu. Þetta getur ekki gengið svona til lengdar. Þvi vil ég segja þetta: Veturinn er okkar dýrmætasti landhelgisvörður, og þann vörð leggja hvorki Bretar né Þjóð- verjar að velli. Ef við stöndum saman sterk eins og veturinn getur orðið sterkastur og traust- astur vörður, þurfum við ekkert að óttast. Ennþá er hafið sá lifgjafi sem þjónar okkur mest og bezt, sé rétt á málum haldið. -úþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.