Þjóðviljinn - 01.09.1972, Síða 5
Föstudagur 1. september 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5.
Ólafur Jóhannesson, forsœtisráðherra, um landhelgismálið:
Slíkt mál leggjum
ekki fyrir aðra
Hér birtir Þjóðviljinn í
heild ávarp það sem Ólafur
Jóhannesson forsætisráð-
herra flutti í útvarpið í gær-
kvöld í tilefni af útfærslu
landhelginnar í dag.
Góðir tslendingar.
A morgun 1. september gengur
i gildi reglugerðin um útfærslu
fiskveiðimarkanna. Frá og með
morgundeginum verður þvi fisk-
veiðilögsagan við tsland 50 sjó-
milur út frá grunnlinum. Þessi
stækkun fiskveiðilögsögunnar er
byggð á einróma ályktun Alþing-
is. Að baki hennar stendur þjóðin
öll, hver einasti tslendingur. Slik
þjóðarsamstaða er fátið. I henni
felst mikill styrkur. Hún byggist á
þeirri sannfæringu hvers ts-
lendings, að þessi ákvörðun sé
réttmæt, lögleg og óhjákvæmileg
vegna framtiðartilveru þjóðar-
innar og raunar einnig til varð-
veizlu matvælaforðabúrs fyrir
aðrar þjóðir. Hún byggist á þeirri
sannfæringu, aö réttur okkar til
náttúruauðlinda landgrunnsins sé
i eðli sinu sá hinn sami og til
landsins sjálfs. Það er ekki hægt
að viðurkenna, að i þvi sé nokkurt
réttlæti eða rökvisi að greina á
milli náttúruauðlinda á eða i
hafsbotni og auðæfa i hafinu yfir
honum. Sá skilsmunur hlýtur aö
vikja.
Það má e.t.v. segja, að hér sé
hvorki staður né stund til að rekja
aðdraganda né ástæður úrfærsl-
unnar. Ég vil þó aðeins minna á
örfá atriði.
Hinn lagalegi réttur vor til út-
færslunnar byggist á þvi, að þar
sem ekki eru fyrir hendi viður-
kenndar alþjóðareglur um við-
áttu landhelgi, hvorki i millirikja-
samningum né venjurétti, þá sé
það réttur hvers fullvalda rikis að
ákveða sjálft stærð fiskveiðilög-
sögu sinnar innan hæfilegra
marka. Þegar sú staðreynd er
höfð i huga, að íslendingar eru
háðari fiskveiðum en nokkur önn-
ur þjóð i veröldinni, ef til vill að
frændum okkar Færeyingum
undanskildum, er það sleggju-
dómur, að stækkun fiskveiðiland-
helginnar nú gangi i berhögg við
alþjóðarétt eða lengra en eðlilegt
og sanngjarnt er, ekki sizt þegar
þess er gætt að margar þjóðir
hafa i þessu efni tekiö miklu
stærri skref, án þess að gagnvart
þeim hafi verið beitt nokkru of-
beldi eða þvingunaraögerðum.
En um leið vil ég minna á, aö
það hefur sannarlega ekki staðið
á Islendingum að fá sett alþjóða-
lög um viðáttu landhelgi. Þeir
fluttu það mál fyrstir þjóða á
þingi Sameinuðu þjóðanna árið
1949. A grundvelli þess frum-
kvæðis voru hafréttarráöstefn-
urnar 1958 og 1960haldnar, en þær
urðu að þessu leyti til árangurs-
lausar. Það situr þvi sizt á öðrum
þjóðum að saka okkur Islendinga
um þaö að vilja ekki biða og horfa
á það aðgerðarlausir, að fiski-
miðum okkar sé breytt i dauðan
sjó.
Frá og með morgundeginum
verður hin stækkaða fiskveiöi-
landhelgi varin fyrir ásókn er-
lendra fiskiskipa með öllum til-
tækum ráðum. Landhelgisgæzlan
mun verja landhelgina með festu
og einbeitni, en þó með gætni og
þeim starfsháttum, sem góðum
löggæzlumönnum sæmir. Við
gæzluna veröur bæði beitt skipum
og flugvélum. Landhelgisgæzlan
verður þannig búin, að hún mun
geta varið landhelgina fyrir hvers
konar veiðiþjófum, hverjum að-
ferðum, sem þeir kunna að beita,
annaðhvort meö þvi að reka þá út
fyrir fiskveiðimörkin eða með
handtöku þeirra. Nafn þeirra og
númer verða tekin og þeir verða
myndaðir rækilega séu þeir
ómerktir, og þó að þeir sleppi um
sinn, verður þeim refsað siðar,
hvar, hvenær og hvernig sem til
þeirra næst. Það verður ekkert til
sparað að gera landhelgisgæzl-
una þannig úr garði, að hún geti
sinnt hlutverki sinu á fullnægj-
andi hátt og með sóma. Ég er
þess fullviss, að enginn tslending-
ur mun telja eftir útgjöld i þvi
skyni.
Nýlega gerði rikisstjórnin svo-
fellda samþykkt:
„Rikisstjórnin samþykkir að
beita sér fyrir almennri fjársöfn-
un um allt land til eflingar land-
helgisgæzlunni — Landssöfnun til
Landhelgissjóðs — i þeim átök-
um, sem fram undan kunna aö
vera við þau skip, sem ekki vilja
virða hin nýju fiskveiðimörk.
Skal sett á fót nefnd áhugamanna
frá stjórnmálaflokkum, hags-
munasamtökum og ýmsum félög-
um til að hafa forgöngu um þessa
fjársöfnun.”
Samkvæmt þessari ályktun
hefur þegar veriö haldinn fundur
með áhugamönnum og hafa þeir
tekið málið i sinar hendur og gefa
væntanlega út ávarp til þjóðar-
innar á morgun eða næstu daga.
Ég efast ekki um, að hver einasti
landsmaður fagnar þvi aö fá
þannig tækifæri til þess að leggja
eitthvaö af mörkum i verki til
þessarar baráttu.
Jafnframt stækkun fiskveiði-
lögsögunnar verðum viö að setja
okkur sjálfum skynsamlegar
reglur um hagnýtingu fiskimið-
anna innan fiskveiðimarkanna.
Rányrkja og ofveiði af hendi okk-
ar sjálfra, verður að vera með
ölluútilokuð. Þaðveröur öllum að
vera ljóst.
Frá markaðri stefnu i þessu
máli verður ekki hvikaö og henni
verður framfylgt i verki af öllu
þvi afli, sem við höfum yfir að
ráða, hvort sem öðrum þjóðum
likar það betur eða verr. Við vit-
um, að við eigum samúð, skiln-
ingi og stuðningi að mæta hjá
mörgum þjóðum. Þaö ber að
þakka. En voldugar þjóðir eru
okkur einnig andsnúnar og munu
e.t.v. reyna að gera okkur marg-
vislegt ógagn. En á þessu stigi vil
ég ekki vera með neina spádóma
um slikt. Von min er sú, að lang-
flestar þjóðir viðurkenni útfærsl-
una i verki, þó að ekki sé frá þeim
að vænta neinna formlegra yfir-
lýsinga. En af viðbrögðum ann-
arra þjóða við þessu lifshags-
munamáli okkar munum við
álykta um hug þeirra i okkar garð
og afstaöa okkar til þeirra hlýtur
af þvi að mótast. Það er óhjá-
kvæmilegt.
I þessu máli er ekki um neinn
venjulegan lagaágreining aö
tefla. Við litum svo á, að fram-
kvæmd þeirrar ákvörðunar að
stækka fiskveiöilandhelgina þýði
i raun réttri lif eða dauða fyrir
sjálfstæða islenzka þjóö — varöi
grundvöll framtiöartilveru henn-
ar og fullveldis. Verndun fiski-
miðanna er i rauninni liftrygging
islenzku þjóðarinnar. Þess konar
mál leggjum við ekki — og engin
þjóð, undir úrskurö alþjóðadóms
eða neinnar alþjóðastofnunar. Is-
lendingar munu þvi i engu sinna
þeim málarekstri, sem Bretar og
Vestur-Þjóðverjar hafa stofnaö
til fyrir alþjóöadómstólnum.
Framhald þess málareksturs
þjónar þvi engum tilgangi.
Grundvöllur þess málatilbúnaðar
er enginn annar en hið svokallaða
samkomulag frá 1961, sem Al-
þingi hefur einróma lýst yfir, að
ekki geti lengur átt við og séu Is-
lendingar ekki lengur bundnir af
þvi. Það samkomulag við Breta
var vægast sagt gert undir erfið-
um og óvenjulegum kringum-
stæðum, þar sem herskipafloti
frá Bretlandi var hér við land.
Samkomulagið var gert i fullri
andstöðu viö alla stjórnarand-
stöðuna, 28 þingmenn, er lýstu þvi
yfir á Alþingi, að þeir myndu nota
fyrsta tækifæri til þess að leysa
þjóðina undan þvi. Aðstæður eru
svo gerbreyttar frá þvi 1961, að
óliklegt er, að nokkur hefði gert
þetta samkomulag, ef hann hefði
séð þróunina fyrir. Samkomulag-
ið hefur og þjónað tilgangi sinum
og pvi netur verio sagt upp meo
hæfilegum fyrirvara.
En þótt við Islendingar teljum
okkurhvorki lagalega né siöferði-
lega skylt að hlita lögsögu al-
þjóðadómstólsins um þetta mál,
höfum viö verið og erum reiðu-
búnir til viðræöna við Breta og
Vestur-Þjóðverja og aðrar þjóðir,
sem hér eiga sérstakra hags-
muna að gæta um timabundið
samkomulag til þess að leysa á
sanngjarnan hátt vandamál
þeirra útgerðarstaða, sem verða
fyrir skakkaföllum af útfærslu
fiskveiðimarkanna. Slikt sam-
komulag hefur enn ekki náðst. En
ég er þeirrar skoðunar, aö slikum
samkomulagstilraunum eigi að
halda áfram, þó að útfærslan
komi nú aö sjálfsögðu til fram-
kvæmda. Ég álit, að sliku sam-
komulagi ætti að vera hægt að ná,
ef báðir aðilar fást til aö skoða
sjónarmið hvors annars af sann-
girni og án þess að hugsa of mikið
um lagaflækjur og úreltar kenni-
setningar. Það er min skoðun aö
heiðarlegt og sanngjarnt bráða-
birgðasamkomulag væri beztur
kostur fyrir þessar þjóðir, bæöi
fyrir okkur og þær, þar sem Bret-
ar og Þjóðverjar hafa lengstum
verið vinaþjóðir Islands og við
höfum haft við þær mikil viöskipti
til gagns fyrir alla aðila.
En við skulum vera við öllu
búnir. Við skulum gera ráð fyrir
og búa okkur undir langa og
stranga baráttu. Sú barátta getur
kostað fórnir. Sú barátta getur
kostað það, að viö verðum að
neita okkur um sitthvað i bili. Sú
barátta verður ekki unnin með
neinum skyndiupphlaupum, stór-
yrðum eða æsifregnum, heldur
með þrautseigju, æðruleysi, og
ódrepandi úthaldi. Ég heiti á alla
landsmenn aö sýna stillingu. Ég
veit að mönnum hleypur eðiilega
kapp i kinn. En vanhugsuð fljót-
ræðisverk geta gert ógagn.
Ég heiti á alla landsmenn að
standa saman i þessu máli sem
einn maður, alvegántillits til allra
flokkaskila. Það ber umfram allt
að leggja áherzlu á algera þjóðar-
einingu. 1 sambandi við þetta mál
á allt dægurþras að þagna. Við
þurfum öll að standa saman sem
einn maður, hvar i stétt eða
stjórnmálaflokki sem viö annars
stöndum. Þjóðfylkingin i þessari
baráttu mun ekki rofna. Það mun
fólkið um allt land — ungir og
gamlir — sjá um. Þjóð, sem er
jafn einhuga og islenzka þjóðin i
þessu máli, verður ekki komið á
kné. Fyrr eða seinna mun
einhugurinn færa okkur sigur.
Það er stór dagur á morgun. Þá
stækkar Island. Þess dags mun
lengi minnzt. Þess dags mun
minnzt á meöan Islandssaga er
skráð.
'*f %T
' ■
K
SKÓLATÖSKUR
Margar gerðir — Margir litir
Myndatöskur — Strigatöskur
Leðurtöskur
Fyrir lítil börn —- Fyrir stór börn.
Svo og auðvitað allt annað
sem þarf til skólans.
VERIÐ YELKOMIN -
BÓKABIÍÐ MÁLS OG MENNINGAR,