Þjóðviljinn - 01.09.1972, Blaðsíða 20
DIOWIUINN
Föstudagur 1. september 1972
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru gefnar i simsvara
Læknafélags Reykjavfkur,
simi 18888.
Kvöld- og helgidagavarzla
apóteka vikuna 26. ágúst til
1. sept. er i Reykjavikur-
apóteki og Borgarapóteki.
Næturvarzla er i Laugarnes-
apóteki.
Slysavarðstofa
Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn. Simi 81212.
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
vakt á heilsuvernarstöðinni.
Simi 21230.
Almennur fundur
um landhelgismálið
Ingvar llallgrlmsson
Jónas Arnason
Lúðvik Jósepsson
Alþýðubandalagið i Reykjavik heldur al-
mennan fund um landhelgismálið i Há-
skólabiói mánudaginn 4. september og
hefst hann klukkan 9.
Ræðumenn:
Ingvar Ilallgrimsson, forstöðumaður Haf-
rannsóknarstofnunarinnar,
Jónas Árnason alþingismaður,
Lúðvik Jósepsson sjávarútvegsráðherra.
ALLIR VELKOMNIR !
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í REYKJAVlK
Síðasta skákin
í einvíginu?
Svar til Breta og Y-Þjóðverja:
Úrskurður dóm-
stólsins á engan
hátt bindandi
Mannfólkið hefur áreiðanlega
haldið að siðasta tækifærið til
þess að sjá heimsmeistaraeinvig-
ið i skák háð i Laugardalshöll
væri nú komið-, á þriðja þúsund á-
horfendur voru mættir til þess að
sjá 21. einvigisskákina teflda.
Þegar þessi fjöldi er saman
kominn i Höllinni er ekki mikið
svigrúm fyrir hvern og einn, og
maður finnur ekki aðra en þá sem
maður rekst á. Sá fyrsti sem ég
rakst á var blaðafulltrúi Skák-
sambandsins, Freysteinn Jó-
hannsson. Hann rétti að mér
fréttatilkynningu um veizluhöldin
sem halda á i Ilöllinni og munu
standa litið að baki veizlu allra
alda sem haldin var i Persiu i
fyrra. f>ó hef ég ekki fengið stað-
fest að séra Jakob Jónsson. dokt-
or i bibliubröndurum, hafi verið
fenginn til að skipuleggja veizlu-
höldin i 11 öllinni, en hann var einn
lslendinga i veizlu Persakeisara.
Annars var innihald fréttatil-
kynningarinnar það, að á öðrum
degi eftir lok einvigisins skal
haldin veizla i Höllinni með fyrir-
huguðu mataráti og dansi, en
miðinn kostar réttar 2000 krónur,
enda heldur Halldór fjármálaráð-
herra lokaræðuna.
Kjötmetið sem fram verður
borið verður grillerað að sið vik-
inga, og framreiddur drykkur
sem hlotið hefur heitið „Vikinga-
blóð’’ og verður kældur með
Vatnajökli, eða molum úr honum.
Þegar vikingablóðið verður
farið að renna um æðar gestanna
er talið ráðlegt að bjóöa þeim upp
á ræðuhöld þeirra Guðmundar B.,
Lothars Schmid Max Euwes og
Halldórs E. Með i ræðuhöldunum
verður krýningarathöfnin, og af-
hending peningaverðlaunanna.
Engin trygging er fyrir þvi að
núverandi áskorandi mæti til
leiks, og verður þá Lombardy
prestur, og hugleiðslusérfræðing-
ur. eða Cramer ljóstæknifræðing-
ur, eða jafnvel báðir krýndir
heimsmeistarar ef krúnan fer
vesturfyrir, sem allar likur benda
til.
Hún verður áreiðanlega ekkert
vond við Spasski hún Larissa þó
svo að hann tapi einviginu, þvi að
hún var skellihlægjandi i öðru
blaðamannaherberginu i anddyri
Hallarinnar. Það er ekki sömu
sögu að segja um eina ágæta vin-
konu mina, sem ég rakst á niðri i
kjallara þar sem Jón krati skýrði
skákina, þvi að hún sagðist dá
Fischer svo ofboðslega, að ynni
hann ekki nú i kvöld, i þetta eina
skipti sem hún hefði komið til að
horfa á hann, skyldi hún hugsa
honum þegjandi þörfina. Honum
tókst ekki að merja fram vinning,
svo að vissara er fyrir Sæma
rokkara og póliti að gæta vel að
Fischer á næstunni.
Uppi i bakkabúðinni er slikur
sægur af fólki að ekki verður á
bætandi, en þeirsem selja matinn
þarna vita hvernig þeir eiga að
fara að þvi að fá þá út úr bakka-
búð, sem búnir eru að borða, þeir
einfaldlega slökkva á sjónvörp-
unum þar sem gestirnir gætu
fylgzt með skákinni, svo að þeir
vita ekkert hvað er að gerast hjá
köppunum, standa upp og fara
ýmist inn i salinn eða niður i and-
dyrið, og i bakkabúð taka sér sæti
aðrir gestir sem ekki eru búnir að
borða og matsalurinn rakar sam-
an fé.
Framhald á bls. 19
Einar Ágústsson utanrikisráð-
herra afhenti brezka sendi-
herranum svohljóðandi orð-
sendingu á miðvikudag.
„Utanrikisráðuneytið
visar til orðsendingar
sendiráðsins nr. 49,
dags. 28. ágúst 1972.
Ráðuneytið tekur
fram, að rikisstjórn ís-
lands hefur tilkynnt
alþjóðadómstólnum, að
hún muni ekki telja úr-
skurð dómstólsins á
neinn hátt bindandi fyrir
sig, þar sem dómstóllinn
hafi ekki lögsögu i
málinu. Hins vegar er
rikisstjórnin reiðubúin,
svo sem fram kemur i
orðsendingu utanrikis-
ráðuneytisins, dags. 11.
ágúst 1972, til að halda
áfram að vinna að lausn
vandamála þeirra, sem
skapast við útfærslu
fiskveiðimarkanna, i
samræmi við ályktun
alþingis frá 15. febrúar
1972.”
Sams konar orðsending var
afhent sendifulltrúa Sambands-
lýðveldisins býzkalands.
21. einvigisskákin:
Miljón kr. afleikur?
Spasskí stendur lakar í biðstöðunni
Það kæmi ekki á óvart þótt nýr
heimsmeistari yrði krýndur i
dag, þar sem mjög vafasamt
verður að telja að Spasski geti
haldið biðstöðunni, sem upp kom i
gærkvöld .
Það mátti eiginlega merkja það
á taflmennsku Fischers i skákinni
i gær að hann var ekki að tefla til
vinnings. Hann kaus öruggt og
traust afbrigði af Sikileyjarvörn,
svokallað Paulsenafbrigði.
Staðan sem upp kom i byrjun-
inni benti ekki til þess að um
mikla sviptingaskák yröi að
ræða, hvitur hafði örlitið frum-
kvæði en svartur hafði aftur á
móti trausta og örugga stöðu. Til
að einfalda taflið og eyða þrýst-
ingi hvits á stöðuna tók Fischer á
sig tvipeð i f-linunni um leið og
drottningarkaup fóru fram. Það
er spurning hvort ekki hefði verið
betra fyrir Spasski að leika
drottning til h5 i stað þess að
skipta strax á drottningum. 1
þeirri stöðu er ekki annað að sjá
en Fischer verði að léika drottn-
ingu sinni til h6 og fengi hann þá
tvipeð á h-linunni i stað f-linunn-
ar. Eins og skákin tefldist var
biskupapar Fischers nægt mót-
vægi.
Þetta er eitt jafnteflið enn,
heyrðist sagt meðal áhorfenda.
En vart höfðu menn sleppt orðinu
er sprengjan féll — Spasski fórn-
aði skiptamun á d5.
Þessi leikur kom Fischer
greinilega á óvart og tók hann
langan umhugsunartima yfir
stöðunni. Það var almenn skoðun
að bezt væri að skjóta inn milli-
leiknum cxb3 i 20. leik en Fischer
var greinilega ekki á sömu skoð-
un.
Það kom i ljós að þessi fórn
færði Spasski að minnsta kosti
jafnt tafl. Fischer mátti mjög
gæta sin i framhaldinu-t.d. má
hann ekki þiggja peðið á f2 i 27.
leik. Ef hann heföi gert það hefðu
peð hvits ætt fram á drottningar-
væng og sennilega hefði hvitur
unnið þá stöðu.
Mjög kom til álita fyrir Spasski
að leika i 28. leik f4 og voru marg-
ir þeirrar skoðunar að sú leið
hefði fært Spasski töluverða vinn-
ingsmöguleika. En i 30. leik verð-
ur Spasski á mikil skyssa er hann
leikur g4. Varð þá ýmsum fyrst
fyrir að gripa um höfuð sér, en
aðrir hristu það. Þetta var sá
leikur sem allir höfðu afskrifað
eftir stutta umhugsun, þar eð
hann gaf Fischer færi á að mynda
sér fripeð á h-linunni og spurning-
in sem verið hafði um hvort
Spasski tækist að vinna eða skák-
in yrði jafntefli snérist við og
spurningin varð, hvort Spasski
tækist að hanga á stöðunni. Ef-svo
fer sem flestir búast við, að
Spasski tapi þessari skák, verður
það miljón króna afleikur fyrir
Skáksamband Islands.
bað væri mjög sviplegt fyrir
Spasski að tapa heimsmeistara-
tigninni á leik eins og 30. leiknum
ekki sizt eftir að hafa teflt skák-
ina eins skemmtilega og hann
gerði.
Biðskákin verður tefld áfram
kl. 2.30 i dag og kemur þá i ljós
hvort skákheimurinn hefur eign-
ast nýjan konung, eða hvort
Spasski tekst að halda stöðunni og
framlengja þar með heimsmeist-
aratign sína um eina skák að
minnsta kosti.
HVÍTT Boris Spasský
SVART Robcrt Fischer
1. e2-e4 C7-C5
2. Rgl-f3 e7-e6
3. d2-d4 c5xd4
4. Rf3xd4 a7-a6
5. Itbl-c3 Rb8-c6
6. Bcl-e3 Rg8-f6
7. Bfl-d3 d7-d5
8. e4xd5 e6xd5
9. 0-0 Bf8-d6
10. Rd4xRc6 b7xRc6
Framhald á bls. 19
BIÐSTAÐAN
' R C D F F G H
0» H
OJ m
Ol §§§
*■ A fl
ee ■ A
w !■
■
em
&
abcdefgh