Þjóðviljinn - 02.09.1972, Page 1

Þjóðviljinn - 02.09.1972, Page 1
DJOÐVIIIINN Laugardagur 2. september—37. árg. —196. tbl. Alþýóubankinn hf ykkar hagur okkar metnaóur ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON ÞREYTA BRETANN Varðskipið óðinn stendur i ströngu þessa dagana, sem og önnur varðskip. Á þessari mynd sézt hann nálgast brezkan togara sem var um 20 milur fyrir innan 50 milna landhelgina i gærdag. Togarinn var þá staddur fyrir utan tsafjarðardjúp og skeytti engu þótt varðskipið lónaði þarna i kring. Þeir hefðu þó mátt vara sig betur þvi þótt þeir hefðu málað yfir nafn og númer náðu varðskipsmenn að greina hvor tveggja og þessum togara er vissara að leita ekki hafnar á íslandi þvi fullvist er að hann fær ekki bliðar viðtökur. (Ljósm. Gunnar Steinn) Nýr heimsmeistari Robert Fischer varð heimsmeistari í skák í gær. Fyrrverandi og þáverandi hei msmeista ri Boris Spasski, gaf biðskákina úr 2l.umferð, og hafði Fischer þá hlotið 12 1/2 vinning, en Spasski 8 1/2. BiAskákin átti aö teflast klukk- an X4::i0 i gær, cn klukkuna vant- aöi 15 minútur i 5 þegar dómari keppninnar I.othar Schmidt, á- samt þáverandi áskoranda gengu inn á sviöiö. Dómarinn sótti innsiglaðan bið- leik Spasskis, og er hann haföi rofiö innsiglið viö skákboröiö gekk hann fram á sviðið og til- kynnti að Boris Spasski hefði hringt tii sin um morguninn og til- kynnt sér að hann hefði gefið skákina, en slikt væri eðlileg og jafnfram lögleg leið til að gefa skák. Mikili mannfjöldi hafði komiö i llöllina til að fylgjast með hvern- ig biðskákin tefldist. Aö lokinni tilkynningu dómarans klappaöi mannfjöldinn Fischcr lof i lófa, cn heldur sýndist hann undirleitur og feiminn, og fitlaði við tafl- mcnnina i ráðaleysi sinu yfir úr- slitunum. Að loknu þessu heimsmeistara- cinvigi skal hér stiklaö á stóru i frásögnum af þvi, en eins og mönnum er kunnugt er af nógu að taka. Sctningarathöfnin fór fram i Þjóölcikhúsk jallara nu m fyrir réttum 2 mánuöum, eða 1. júli, að áskorandanuin fjarstöddum. Fyrsta skákin átti svo að hcfj- ast sunnudaginn 2. júli, en áskor- andinn iét ekki sjá sig. Fyrsta skákin var siðan tefld þann II. júli eftir að margir sögulegir við- burðir höfðu ger/.t. Spasski vann svo fyrstu skák- ina, önnur skákin var dæmd unn- in honum vcgna fjarveru Fisch- crs, sem þá viídi ólmur hlaupast á brott úr landi frá öllu saman. Þriðja skákin var svo tefld i lok- uðu hcrbcrgi og vann þá Fischcr, en hann vann siðan 5. — (i. — 8. — 10. — 13. og 21. skákina. Klleftu skákina vann Spasski en aðrar skákir urðu jafntcfli. Jafnframt skákinni fór fram ýmiss konar skripaleikur, svo sein þrcf um kvikmyndun, ráp mcð stólaraðir fram og aftur um áhorfendasali, að ógleymdu hinu svokallaða Geller-afbrigði af taugastriðs- vörn, cr þeir Sovétmennirnir kröfðust rannsókna á ýmsu innan Hallarinnar sem frægt varð. En nú cr sum sé úti ævintýri, og getur almenningur átt von á nokkru bókaflóði uin cinvigið scm sannarlega cr nokkurra bóka virði. lieimsmeistarinn næstu :i árin, Robcrt Fischer, cr fæddur 1943 og þvi 29 ára að aldri. Um frammi- stöðu hans og Spasskis i einviginu vcrður nánar sagt i Þjóðviljanum á sunnudag, cn þá mun Ólafur Björnsson, sem skrifað hcfur um hverja einstaka skák fyrir blaðið, rekja gang einvigisins ýtarlega. — úþ. Stefna Islenzku landhelgisgæzl- unnar er að þreyta útlendingana sem þessa dagana gerast lög- brjótar innan landhelginnar. Ljósmyndari Þjóðviljans, Gunn- ar Steinn, var vitni að þessum að- ferðum Islendinganna i gær, er flogið var yfir miðin út af Vest- fjörðum. Frá þeirri flugferð er greint i máli og myndum á 3. siðu: Myndasaga af miöunum. Ekkikom tilsérstakra tiðinda á miðunum umhverfis landið i gær. Brezkir og vestur-þýzkir togarar halda sig i hnapp hver utan á öðr- um og veiða eðlilega litið. Land- helgisgæzlan fylgist vandlega með aöförum erlendu togaranna, truflar veiöar þeirra, skráir nöfn þeirra og tekur myndir af þeim. Togaramenn steyttu hnefana aö flugvél ljósmyndarans er hún flaug yfir i gær — taugastriðiö er greinilega farið að hafa áhrif á Bretann, svo sem til er ætlazt. Á fyrsta degi nýju landhelginnar: Við höfum þegar vinninga á hendi Við höfum þegar vinninga á okkar hendi,sagði Lúðvik Jósepsson sjávarútvegsráðherra á fundi með erlendum fréttamönnum i gær á fyrsta degi nýju 50 milna landhelginnar: í fyrsta lagi verða Bretar að halda sig i tveimur hólfum og láta þannig annað i friði. í öðru lagi veiða þeir afarlit- ið með slikum aðferðum. Frásögn af blaðamannafundi sjávarútvegsráð- herra er á 5. siðu blaðsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.