Þjóðviljinn - 23.09.1972, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 23.09.1972, Qupperneq 9
Laugardagur 23. september 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9. EYROPU- BIKARINN Á MORGUN Siðari leikur Víkings frá Stavangri og Vest- mannaeyja i UEFA- keppninni verður leikinn á Laugardalsvellinum á morgun. Unglinga- meistaramót Islands í sundi 1 dag hefst i Sundhöll Itcykjavikur unglinga- meistaramót tslands i sundi og liefst kl. 17.00. Mótinu iýkur á morgun. Dagskrá mótsips er‘ þessi: Laugardagurinn 23. septem- ber kl. 17.00: 100 m fjórsund sveina. 100 m bringusund stúlkna. 100 m skriðsund drengja. 50 m skriðsund telpna. 50 m baksund sveina. 100 m baksund stúlkna. 50 m flugsund drengja. 50 m flugsund telpna. 50 m bringusund sveina. 200 m fjórsund stúlkna. 4x50 m fjórsund drengja. 4x50 m bringusund telpna. Sunnudagurinn 24. scptember kl. 15.00: 100 m fjórsund telpna. 100 m bringusund drengja. 100 m skriðsund stúlkna. 50 m skriðsund sveina. 50 m baksund telpna. 100 m baksund drengja. 50 m flugsund stúlkna. 50 m flugsund sveina. 50 m bringusund telpna. Eins og kunnugt er lauk fyrri leik liðanna, sem fram fór i Noregi með eins marks sigri Vik- ings og þótti jafnvel norskum blöðum sigurinn óverðskuldaður. Þannig er ekki óliklegt að leikur- inn á morgun verði allfjörugur og sigur Vestmannaeyinga gæti tryggt þeim áframhald i keppn- inni. Þá er ekki óliklegt að islenzkum áhorfendum gefist þarna siðasti kostur á að sjá Asgeir Sigurvins- son leika hér i bráðina^þvi hann er á förum til Skotlands i boði 1. deildarfélagsins Morton, og ekki er óliklegt að hann fari þar i at- vinnumennskuna. Fram Islands- meistari í 3. flokki Framarar sigruðu KR i úrslita- leik tslandsmótsins i 3. flokki með einu marki gegn engu. Leikurinn fór fram á Melavellinum i fyrra- kvöld. Meistaramót Rvikur i frjálsum iþróttum Meistaramót Rvikur i frjálsum iþróttum hefst á Laugardalsvell- inum i dag kl. 16.00. Keppninni lýkur á morgun. Sundþ j álf arar Aðalfundur Samtaka sundþjálf- ara verður haldinn sunnudaginn 24. september og hefst kl. 10.00 f.h. i skrifstufu SSÍ i Laugardal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. Baldur Scheving, sá gamalreyndi Framari stendur nú á verðlaunapallinum og tekur við islands- meistarabikarnum. Ifann er eini maðurinn úr gamla islandsmeistaraliði Fram, sem sigraði 1962, sem enn er i fullu fjöri og leikur með keppnisliðinu. Þessi mynd er tekin i leiknum viö KR nú fyrir stuttu. SÍÐUSTU LEIKIR ÍSLANDSMÓTSINS 1 DAG Siöasti leikur íslands- mótsins fer fram á Melaveliinum í dag og er hann milli Fram og Vals. Fram hefur þegar tryggt sér sigur í mótinu og er með 23 stig. For- leikur verður úrslita- leikurinn i kvennaknatt- spyrnunni milli Fram og Ármanns. Eftir 1. dei Idarleikinn leika Breiðablik og Vaiur til úrslita i 4. flokki. Þannig fær Melavöllurinn gamli og góði mikið að gera i dag. Leikur Fram og Vals i 1. deildinni er þýðingarlaus leik- ur fyrir bæði liðin. Framarar hafa tryggt sér Islands- meistaratitilinn, og þótt þeir eigi einum ieik ólokið hafa þeir 3 stig fram yfir næsta lið. Glæsilegur sigur það. Að leiknum loknum verða úrslit mótsins kunngerð og Frömurum veittur Islands- meistarabikarinn. Hann hlutu þeir siðast árið 1962, eða fyrir 10 árum. Einn leikmaður stendur aftur á verðlaunapall- inum núna, Baldur Scheving. Og áhorfendur fá að sjá meira heldur en einn leik i dag. Úrslitaleikurinn i lslandsmóti kvenna utanhúss, þvi fyrsta sem haldið er hér á landi, fer fram sem forleikur og leika þar Fram og Armann. Að lrdeildarleiknum loknum fer siðan fram úrslitaleikurinn i 4. flokki og leika þar Breiöá- blik og Valur. Þar eru bráð- efnilegir drengir á ferð og grunar mig að betri samleikur sjáist ekki hjá islenzkum lið- um en i þessum aldursflokki. Þá er aðeins eftir að fá úrslit i 2. flokki.en þar leika þrju lið um Islandsbikarinn. Þau eru Fylkir úr Reykjavik, Akranes og Vestmannaeyjar. Aftur óvœnt úrslit í bikarkeppninni Haukar sigruðu Breiðablik 1:0 óvæntast af öllu óvæntu sögðu dagblöðin í vor þegar Breiðablik sigraði Vest- mannaeyjar i 1. leik islandsmótsins með 3—2. urslitín i leik Hauka og Breiöabliks i bikarkeppn- inni í fyrrakvöld urðu þó að vissu leyti enn óvæntari. Munurinn á þessum tveim- ur ,,óvæntu úrslitum" er aðeins sá, að sigur Breiða- bliks i vor var jafn sann- gjarn og sigur Haukanna var ósanngjarn. Þó var barátta þeirra og dugnaður lofsverður, og mikill sigur- vilji réttlætir það að Haukar spörkuðu Breiða- bliki úr keppninni. Leikur Breiðabliks og Hauka var frá upphafi frekar slæmur knattspyrnulega séð. Mikill kraftur var i liði Haukanna og gáfu þeir Breiðabliksmönnum engan frið til að byggja upp spil sem leitt gæti þá inn i teig og þannig skorað mörk. I fyrri hálfleik áttu Blikarnir þó ógrynni tækifæra, svo mörg að blaðamenn voru steinhættir að punkta niður þótt bjargað væri á linu, skotið i stöngina eða mark- tækifæri klúðrað af marklinu. Þaö var hreint ótrúlegt hvernig Breiðablik fór að þvi að skora ekki 3—4 mörk i fyrri hálfleik og svo virtist sem þar væri kæru- leysi einu um að kenna. Haukarnir náðu nokkrum sóknarlotum i fyrri hálfleik og uppskáru þar eina mark leiksins. Að flestra áliti gerðust þarna einu stóru mistök dómara og linu- varða, þe. markið var skorað úr svo mikilli rangstöðu að það er afrek út af fyrir sig að geta lokað augunum fyrir þvi. En Magnús Fétursson, annars ágætur dómari leiksins, gerði engar at- hugasemdir og sigurmarkið var staðreynd. Markið kom er u.þ.b. 15 min. voru liðnar og virkaði það sem vitaminsprauta á áhugasamt og baráttuglatt lið Haukanna. Leikurinn jafnaöist nokkuð, en Kópavogsbúar áttu þó allan tim- ann frumkvæðið en ekki vildi boltinn i netið. Markvörðtir Hauk- anna hafði einnig að þvi er virtist ósköp takmarkaðan áhuga á að sækja boltann i netið hjá sér og varði hann oft stórglæsilega. Þar með eru tvö 1,- deildarlið fallin úr keppninni, Islands- meistararnír i Fram og Breiða- blik sem lék úrslitaleikinn i bikarkeppninni i fyrra gegn Vikingi og tapaði þá með 1:0. Auglýsingasíminn er 17 500 Þjóðviljinn Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavik, ýmissa lögmanna, banka og stofnana fer fram opinbert uppboð að Siðumúla 30, hér i borg (Vöku h.f.) laugardag 30. september 1972, kl. 13.30 og verða þar seldar eftirtaldar bifreiðar: R.368, R.4613, R.5881, R.6076, R.6781, R.9422, R.10606, R.12287, R.13275, R.13456, R.14807, R.15885, R.16081, R.16553, R.17004, R.18227, R.20049, R.20497, R.21005, R.21130, R.22545, R.22598, R.23061, R.23267, R.23471, R.2.3703, R.24043, R.24539, R.25117, R.25208, R 25956, R.26899, R.28165, R.28230, G.6545, L.610, Y.948, Y.2138, óskrásett bifreið, Morris minor, óskrás. Volvo Amason, og óskrás. kranabill Koering. Ennfremur traktorsgrafa Rd.198, og jarðýta. Greiðsla við hamarshögg. Avisanir ekki teknar gildar nema með samþykki upp- boðshaldara. Borgarfógetaembættið i Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.