Þjóðviljinn - 12.11.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.11.1972, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. nóvember 1972 Tónabíó sýnir nú banda- risku myndina Alice's Restaurant, sem gerð er af Arthur Penn árið 1969 — Skrifstofa i ráðhúsinu þar sem nýliðar á herinn mæta til læknisskoðunar. öðru megin dyr merktar: Hjúskaparleyfi. Hinum megin skilti með áletrunum: Veiðileyfi, hundaleyfi. A trébekkjum sitja nokkrir stálpaðir strákar, þeir híma þarna, stara út i loftið, lesa eða dotta. Kona situr við borð og kall- ar upp nöfn þeirra eitt i einu „Næsti” — hún á i erfiðleikum með að bera fram nafnið — „Guthrie Arlo”. Hlédrægur drengur, langleitur með sitt liðað hár og barðastóran gamaldags hatt stendur upp. Konan litur á hann með greinilegri fyrirlitn- ingu: „Hattinn ofan”, skipar hún. Drengurinn tekur rólega ofan. Hún litur á útfyllt eyðublað hans: „Þér skrifið sporðdrekamerkið þar sem beðið er um fæðingadag. Það verður að vera nákvæmara”. „Jæja”, segir Arlo og skrifar fæðingardaginn. „Þér skrifið að þér séuð tauga- slappur , er það rétt?” „Nei , en það er ólæknandi taugas júkdómur i fjölskyldu minni. Bæði pabbi og mamma voru taugabiluð” Arlo (með hattinn) i læknisskoðuninni I Bandaríkjunum áríð 1969 „Já, ég skil, en ég vona að þér gerið yður ljóst, að það eruð þér sem verðið að ganga i herinn, en ekki pabbi yðar eða manna”. „Auðvitað reyni ég að skilja það”. Konan ypptir öxlum. „Eitthvað annað sérstakt?" „Nei”. ,,Þér megið fara. Þér heyrið frá okkur. Næsti”. Drengurinn setur upp hattinn og segir lágt en greinilega um leið og hann fer- „Friður" Arlo Guthrie er sonur Woody Guthrie, eins frægasta þjóðlaga- söngvara sem lifað hefur i Bandarikjunum. Woody tók virkan þátt i baráttu fátæka fólksins og minnihlutahópanna i Bandarikjunum með óteljandi mótmælasöngvum sinum, sem urðu baráttusöngvar miljóna manna. Hann var tiður gestur i fangels- um um gervallt landið, en lézt úr ólæknandi taugasjúkdómi árið 1967. Arlo er lika þjóðlagasöng- vari og lagasmiður , en ólikur hinum harðgera föður sinum. Hann er siðhærður hippi, að visu mjög i andstöðu við samfélag sitt, en á miklu friðsamari og rólegri hátt en faðir hans áður fyrr. Arlo sló i gegn árið sem faðir hans dó, með söng sinum „Alice’s Restaurant Massacree” (Fjölda morðin i öldurhúsi Lisu), sem tekur 19 min i flutningi. Þar segir frá atburðum sem nýlega höfðu gerzt i lifi Arlos. Hann bjó þá hjá ungum hjónum Lisu og Ray Brock, sem höfðu keypt auða kirkju i Massachusetts. Hýs þeirra stóð öllum opið, hver sem var gat komið þar og sofið, borðað, leikið á hljóðfæri og yfirleitt gert það sem honum datt i hug. Þarna bjuggu börn og fullorðnir um lengri eða skemmri tima, allt sem ein stór fjölskylda. Dag nokkurn eftir heljarmikla veizlu var Arlo sendur ásamt vini sinum með ruslið niður á öskuhaugana. En þar sem það var fridagur var allt lokað á haugunum, svo að þeir losuðu ruslið á öðrum stað. Lögreglan komst að þessu, tók þá félagana fasta og lokaði þá inni um nóttina. Þeim var stefnt fyrir rétt og dæmdir til að greiða 50 dollara sekt. Þannig fór þá. ' Seinna þurfti hann að mæta til læknisskoðunar vegna herþjón- ustu. Hann gekk i gegnum ótal sprautur, athuganir og spurn- ingar og að lokumkomþýðingar- mesta spurningin: „Drengur minn, hefur þú nokkurn tima komizt undir manna hendur? Og þar sem „ég get ekki logið, sagði ég þeim söguna af öldurhúsinu hennar Lisu og handtöku minni útaf sorpinu." Honum var þá skipað að setjast á bekk með — hóp W. Það var alls konar vandræðafólk i þeim hópi, nauðg- arar, tilræðismenn o.s.frv. Það kom i Ijós, að Arolo var talinn óhæfur til að gegna herþjónustu. Arlo: „Þeir vildu vita hvort ég væri siðferðilega nógu sterkur til þess að fá inngöngu i herinn, brenna konur og börn, bústaði og þorp, þar sem ég hafði losað sorp á ólöglegum stað.” Svarið var einfallt: „Drengur minn, okkur geðjast ekki að piltum sem þér” — Þessi söngur varð kveikjan að mynd Arthurs Penns, sem nær yfir 2 ár i lifi Arlos. Penn árið 1969: „Kvikmyndin er ekki alveg sannleikanum samkvæm, þ,e. hún er sagan eins og Arlo segir hana. Við ýkjum svolitið. Þetta er eins konar myndasaga byggð á sönnum atburðum eins og allar góðar myndasögur. Hún lýsir fjölskyldu Arlos og lifnaðarhátt- um hans (Fáir hafa tekið hippa og umhverfi þeirra til meðferðar i kvikmynd á skynsamlegan og raunsæjan hátt; þeir eru annað hvort gerðir hlægilegir eða not- aðir i gróðaskyni). Hún lýsir Bandarikjunum i dag þar sem stórir hópar ungs fólks standa frammi fyrir herskyldukvöðinni, sem rekur það út i strið sem allir eru sammála um að borgi sig ekki (ef hægt er að tala um að strið borgi sig), en áreiðanlega er þetta fáránlegasta strið sem við höfum nokkurn tima háð. Við eyðum ótal mannslifum og óhemju fjármagni i það að drepa fólk, og við getum ekki einu sinni komið með og notað hinar gömlu kenningar sem voru látnar rétt- læta strið, þ.e. að það sé til góðs, til verndar lýðræðinu, til frels- unar... Þetta strið er ekki til neins eða fyrir neitt, nema metnaðinn, innantóman metnað, og það finnst mér fáránlegt,— Unga fólkið er stórkostlegt. Það er frumlegt og hefur hugrekki til að bera. Það hefur t.d. dirfsku til að neita herskyldunni og lenda i fangelsi og það er ekki létt ákvörðun á 18 og 19 ára aldri. Hipparnir gera það sem þá langar til, og þeir væru glataöir ef þeir gerðu eitthvað annað. A æskuárum minum voru allir póli- tiskir og við stóðum á barmi styrjaldar. Allt snérist um lif og dauða og þaðað komast af; þegar við uxum ur grasi vissum við að viö áttum að fara i herinn og berjast i striði. Við vildum fara, min kynslóð, við trúðum á það strið; svo við höföum ekki tóm fyrir aðra mikilvægari hluti i lif- inu.” Nýlega sagði Penn um myndina: „Það var viss bölsýni yfir henni, hún fjallaði um hóp ungs fólks sem tekur þann kostinn að segja skilið við rikjandi sið- gæðishugmyndir og flytja inn i hið „fullkomna” samfélag i kirkju þeirra Lisu og Rays. En þar fundu þessi ungmenni aðeins nákvæmlega sömu hlutina og þau voru að hlaupa frá. Þau fluttu með sér angur ogþrýstingborgar- lifsins, og lokaatriðið þegar Lisa stendur ein fyrir framan kirkjuna þýðir algjöra lömun.” Sagan um „Oldurhús Lisu” var kannski nátengdari Penn en mörgum öðrum. Hann átti heima i Stockbridge, ekki langt frá kirkju Lisu og Rays. Hann hafði jafnvel borðað með fjölskyldu sinni i Oldurhúsi Lisu, og þau þekktu bæinn vel, einnig lögreglustjórann sem tók Arlo fastan. Honum tekst lika meistaralega að lýsa andrúmsloftinu i þessum smábæ og viðhorfum eldra fólksins til yngri kynslóðarinnar. En myndin er gerð árið 1969, um ákveðið fyrirbæri i Bandarikjunum, og er kannski fyrst og fremst merk fyrir lýsingu sina á þvi. Hún er bráðskemmtileg, en um leið dapurleg i meira lagi. Still hennar minnir mjög á ballöðustilinn i Bonnie og Clyde, þar sem skiptast á hreinir farsakaflar og hroðaleg- ir atburðir. Meðferð lita er fram- úrskarandi. eins og alltaf hjá Penn. Arlo leikur sjálfan sig i mynd- inni, og hefur Penn lýst vandræð- um sinum með að fá hann til að vera virkan og leika . Arlo er mjög feiminn að eðlisfari og hlut- laus og skoðar rólegur hlutina úr fjarlægð , án þess að hafast að sjálfur. Það kemur lika fram i myndinni að leikari er hann eng- inn, en þetta hlutleysi og látlaus kimnin gera hann skemmtilegan og trúverðugan. Það er furðulegt að lesa lýsingu á kvikmyndatök- unni þar sem hin raunverulega Lisa og Ray voru viðstödd og fylgdust með er leikararnir Pat Quinn og Jimmy Broderick endurtóku atburði úr lifi þeirra. Lisa treysti sér ekki til að endur- taka þetta allt fyrir framan kvik- myndavélarnar, en fór með smáhlutverk i myndinni og stund- um var þessi ruglingur milli imyndunar og raunveruleika henni algjörlega ofviða og hún réðst á leikarann Broderick eins og hann væri Ray i raun og veru. Og i sömu viku og brúðkaupið var kvikmyndað skildu þau að lögum i raunveruleikanum. Lögreglustjórinn i myndinni , „Obie”, er sá hinn sami og tók Arlo og vin hans fastan fimm ár- um áður. „Þegar öllu er á botninn hvolft: fyrst einhver ætlar að gera grin að mér , þá er bezt að ég geri það sjálfur”, sagði Obie, og það þarf ekki að taka það fram að hann er alveg stórkostlegur i myndinni. Hann hefur lýst þvi hvernig hann kynntist krökkun- um meðan á myndatökunni stóð og viðhorf hans til þeirra breyttust á svipstundu. Nú hafa allar myndir Arthurs Penns verið sýndar hérlendis, nema Little Big Man (með Dústin Hoffman) gerð 1971. Ég sá þessa dúndrandi indiánamynd erlendis og tel hana hiklaust eitt allra bezta verk Penns. Hún hlýtur að koma hingað mjög bráðlega. Þ. S. tók saman. Blindra- dagur 1 dag, sunnudaginn 12. nóvem- ber, heldur Blindrafélagið sina árlegu merkjasölu. Þessi dagur hefur ætið reynzt félaginu happadagur, þar sem svo margir velviljaðir einstakl- ingar hafa lagt þvi lið um land allt. Tilgangur Blindrafélagsins er sá, að mennta og þjálfa þá sem blindir eru, skapa þeim aðstöðu til þess að starfa og gera þá þannig virka þjóðfélagsþegna, þrátt fyrir mikla bæklun. Til slikrar starfsemi þarf að sjálfsögðu fjármagn og er sunnu- dagurinn 12. nóvember okkar fjáröflunardagur. Við treystum á landsmenn alla að veita okkur liðsinni með þvi að taka vel á móti merkjasölubörn- um, er þau bjóða fram merki Blindrafélagsins. (fréttatilkynning )

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.