Þjóðviljinn - 12.11.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.11.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 12. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Hin erfiða aðstaða Enn búa sumir þéttbýlisstaðir við það að eiga engin iþróttahús, enga sundlaug og hljóta afleiðing- ar þess að vera augljósar, svo mikil nauðsyn sem það er talin ungum sem öldnum að stunda einhverja likamsrækt. Einn þess- ara staða er Reyðarfjöröur. Mér datt i hug að ræða við ungan iþróttakennara, Reyðfirðing að nafni Rúnar Sigurjónsson, sem einmitt kenndi við skólann hér á Reyðarfirði s.l. vetur m.a. leik- fimi, sem hér verður að kenna i Félagslundi, féla gsheimili staðarins. Það fer bezt á þvi að hefja við- talið þegar, og ég spyr fyrst um, hver aðstaða sé fyrir iþróttakenn- ara að koma til starfa við þær að- stæður, sem hér eru? Hún er vægast sagt afar slæm. Tilfinnanlegast af öllu finnst mér þó, að engin aðstaða er til baða, sem verður þó að teljast lifsnauð- syn. Nú, tækjakostur allur er i lágmarki, eðlilog afleiðing þess, að ekkert iþróttahús er tii. Með sliku húsi, sem nú er fyrirhugað að reisa, er ég sannfærður um að tækjakaup þykja sjálfsögð og rétt. Nú, til viðbótar má svo segja það um gólfið, að það er hreinlega ekki til leikfimiiðkana. En hvað er þá hægt að kenna við þessar aðstæöur? Rimlaæfingar koma eðlilega ekki til greina, þvi aðstaða er ekki til. Allarstaðæfingar má auðvitað taka en mjög takmarkað af stökkum. Með þeim yngri má taka ýmiss konar leiki, en þegar kemur að boltaleikjum hinna eldri, sem eru afar vinsælir með, þá er i raun engin aðstaða til að fara út i þá. En frjálst iþróttastarf, eru þá nokkrir möguleikar á þvi? Mjög takarkaðir, en i vetur var ég tvisvar i viku með þrekþjálfun, sem var vinsæl hjá elztu nemend- unum og nokkrum eldri einnig, sem sóttu timana reglubundið. Nú, körfubolti hefur verið iðkaður nokkuð með lausri körfu og tveim til þrem i hvoru liði, en þetta er svo sem ekki nema nafnið tómt. Nú, hér hefur verið stundað badminton og það er tiltölulega auðvelt, þar hefur kvenfólkið, held ég, verið þrautseigara með æfingar en karlmennirnir. Nú, en með bættri aöstöðu, hvað þá? Ja, ég vildi gjarnan fá sem allra flest fólk til einhvers konar likamsræktar, leikfimiæfinga, boltaleikja, ég bendi á blak sem sérstaklega hentugan leik fyrir fullorðið fólk. Skrifstofu- og annað innisetu- fólk þarf vissulega á hreyfingu að halda og erfiðisfólkið þarf vissa liðkun og um leið afslöppun. Nú ekki má gleyma blessuðum hús- mæðrunum, sem þurfa endilega að vera með i leikfimi, badminton og léttari boltaleikjum. En á eitt vil ég leggja áherzlu: Til þess aðsvona iþróttastarf sé virkt og lifandi þarf skipuleggj- andi aðila, sem væri auðvitað kjörið hlutverk fyrir ungmenna- félag hvers staðar. Nú, hvcrnig myndir þú haga iþróttaæfingum á stað eins qg hér, hefðirðu aðstöðu og fjár- magn til afnota? A sumrin myndi ég snúa mér alveg sérstaklega að knattspyrnu og handknattleik, einkanlega þá fyrir hina yngri, unglinga og börn. t fyrra reyndi ég hvort tveggja, fámenni staðarins og at- vinnulif (margir á sjó) gera það að verkum, að erfitt er að ná saman heilsteyptu knattspyrnu- liði. Nú, ég vildi fá húsmæðurnar i handknattleik, veit að með góðu skipulagi væri það hægt. Auðvitað væri sjálfsagt að æfa frjálsar iþróttir, en sannleikurinn er sá, að þar er áhuginn miklu minni. Þetta er þróunin alls staðar, hópiþróttir vinna á, bolta- leikirnir eru allsráðandi. Kanttspyrnuáhugi er geysimik- ill, enda hefur sjónvarpið þar örvandi áhrif með sinum föstu knattspyrnuþáttum. Einnig hefur það sitt að segja, að nú er allt landiðkomið inn i deildakeppnina i öllum flokkum. Ég hlyti þvi að einbeita mér að knattspyrnu- þjálfun öðru fremur. A veturna héldi ég þvi áfram og einnig inni, þegar gott hús væri komið. Með iþróttahúsi skapaðist möguleiki á þvi iþróttalifi, sem við ræddum um áðan t.d. fyrir fullorðna. En þar þarf eins og ég sagði að hafa skipulag á hlut- unum og beinlinis skapa áhuga með öflugri forystu, lifandi félagsstarfi. Um þýðingu iþróttanna þarf vist ekki að hafa mörg orð, en þó vil ég spyrja þig um það og þá i sambandi við tómstundir, keppnisákafa, óreglu unglinga o.fl. þar að lútandi? Svo ég viki að áhuga og keppni, þá vil ég fullyrða, að keppni sé nauðsynleg til þess að halda áhuganum vakandi, hinir ungu þurfa á þvi að halda sérstaklega. Unglingum er nauðsyn að hafa eitthvað við að vera i tómstund- um og staöreynd er það, að reglu- legar iþróttaiðkanir, þar sem ein- hver alvara er á bak við, getur dregið úr óreglu og gerir það. Ef menn eru hins vegar aðeins að æfa sig fyrir sjálfa sig, mæta þegar þeim gott þykir o.s.frv. hefur þetta ekkert að segja, sem skiljanlegt er. Kostur hópiþrótt- anna er félagsandinn, sem þar getur skapast og á að gera það, ef rétt er á málum haldið. Hvað viltu segja mér um lands- byggðina, iþróttir þar yfirleitt. Stendur hún I skugga Reykja- vikur i þessu cfni? Ekki frekar i þessu en öðru, engir aðrir eru fáanlegir, þá eru þeir öruggir með sæti sitt — mæt- ingar á æfingar eru svo eftir þvi. Já, þú sagðir hér á Eskifirði — þvi nú ertu búinn að vera hér við sundkennslu i vor og sumar. Þú kenndir bæði Eskfirðingum og Reyðfirðingum sund? Jú, Reyðfirðingar fá sin árlegu sundnámskeið og siðan ekki sög- una meir. Það er engin sundlaug á staðnum, en hún er væntanleg innan fjögurra ára. Ég fullyrði, að það er þarfasta framkvæmd, sem sveitarfélagið gat ráðizt i. Þegar horft er á muninn á reyð- firzkum og eskfirzkum ungmenn- um hér i sundlauginni, skilst þetta fullkomlega. Þú hcfur sjálfsagt fylgzt með deilunum um tþróttakennara- skólann i vetur. Hvar á hann að vcra staðsettur? Ja, nú komstu með erfiða spurningu. En ég vil taka fram, að ég fagna lengingu námsins þar. Námstiminn var alltof stuttur áður. Með skólanum á Laugarvatni má segja, aö ýmislegt sé erfiðara i framkvæmd, en það hefur lika sina kosti að hafa hann þar. livaöa erfiðleika heizta? Ég get nú ekki farið að tiunda þá, en bendi aðeins á, að val- greinarnar skapa visst vandamál þar, sem yrði auðleyst i Reykja- vik. Svo knattspyrna sé tekin sem dæmi um valgrein, þá er vita- skuld betra að fylgjast með þjálf- un allra flokka i Reykjavik. Námskeiðahald yrði lika auð- veldara i Reykjavik. En ég vil sem sagt engan endanlegan dóm fella um þetta, en hefðu ekki Akureyringar getað fengið skól- ann, i annað eins hafa þeir nú teygt sig. Og e.t.v. hefði hann verið vel settur þar. gerir landsbyggðin þaö ekki i flestu, það sýnist mér. Auðvitað geta áhugamenn á hverjum stað áorkað hér nokkru, en félögin i Reykjavik eru svo miklu sterkari, geta boðið upp á meira, einkum fjölbreytnina vegna fjöldans. Við gætum lagfært þetta meö aukinni samvinnu milli félaga. Talandi dæmi eru Reyðarfjörður og Eskifjörður með 15 km fjar- lægð hvor frá öðrum. Gamall rigur hefur hér verið til fyrir- stöðu, en ég vona, að það sé að breytast og eigi eftir að breytast. Þessir staðir i sameiningu gætu búið vel að þjálfara eða þjálf- urum og meiri breidd fengist i sameiginlegt lið. 10—12 eru hér á Eskifirði nú til- tækir i knattspyrnulið og af þvi Jæja Rúnar, hvað viltu svo scgja undir lokin? Er ekki venja að botna svona viðtöl með ein- hverjum hátiðlegum spakmæl- um? Ég er nú ósköp litill orðskviða- smiður, en það hlýtur að vera öll- um kappsmál, sem við iþrótta- kennslu fást, að iþróttaiðkanir verði sem almennastar. Fyrir okkur á Reyðarfirði er það iþróttahúsið, sem gengur fyrir öllu, þvi leikfimikennsla i fé- lagsheimili er engin lausn á vandanum. Að þvi ber að keppa, að iþróttahús og sundlaug komist hér i gagnið á árinu 1975. R.s. Viðtal þetta var tekið i sumar, en vegna mistaka kemur það fyrst nú. Helgi Seijan. Haustmót T.R.: Þrjár skákir úr 5. umferð Að fimm umferðum loknum á Haustmóti Taflfélags Reykja- vikurvarröð efstu manna þessi: 1.—3.: Bragi Björnsson, Bragi Halldórsson og Sævar Einarsson með 5 vinninga. 4.-6.: Haraldur Haraldsson, Jón Kristinsson og Jón Torfason með 4 1/2 vinning. Haraldur Haraldsson, ungur skákmaður og efnilegur, hefur staðið sig mjög vel i Haustmót- inu. Meðal þeirra sem hann hefur sigrað eru Ingvar Asmundsson og Þráinn Sigurðsson. Við skulum á Skákþingi íslands 1972 meö Hvitt: Jens Óskarsson lita á, hvernig Haraldur teflir miklum glæsibrag, hlaut 8 vinn- Svart: Magnús Ólafsson þegar honum tekst vel upp. inga af 9 mögulegum . t eftirfar- andi skák, sem tefldi var i 6. um- 1. e4 c5 llvitt: HaraUlur Haraidsson. ferð Haustmótsins, i er Kristián 2. Rf3 d6 Svart: Þráinn Sigurðsson greinilega i miklum baráttuhug. 3. d4 4. Rxd4 cxd4 Rf6 1. e4 C5 Hvitt: Kristján Guöinundsson 5. Rc3 Rc6 2. Rf3 d6 Svart: Bcnedikt Jónasson 6. Bc4 Db6 3. d4 cxd4 7. Rf3 e6 4. Rxd4 Rf6 1. e4 c5 8. 0-0 Be7 5. Rc3 a6 2. Rf3 Rc6 9. a3 0-0 6. Bg5 e6 3. d4 cxd4 10. Bd3 a6 7. f4 Be7 4. Rxd4 Rf6 11. b3 Dc7 8. Df3 Dc7 5. Rc3 g6 12. Bf4 Rh5 9. 0-0-0 Bd7 6. Be3 Bg7 13. Be3 Bf6 10. f5 Rc6 7. Bc4 d6 14. Dd2 Re5 11. fxe6 fxe6 8. f3 Bd7 15. Rd4 Rg4 12. Rxc6 Dxc6 9. Dd2 0-0 16. Be2 Rxe3 13. Bd3 b5 10. Bb3 Da5 17. Dxe3 Rf4 14. Hh—el b4 11. 0-0-0 Hf—c8 18. Bf3 Dc5 15. Rd5 exd5 12. h4 Re5 19. Hf—dl Bg5 16. exd5 Dc8 13. h5 Rxh5 20. Khl Rxg2 17. Bxf6 0-0 14. g4 Rxf3 21. Dd3 Rf4 18. Hxe7 Hxf6 15. Rxf3 Bxg4 22. Dc4 Bf6 19. Dg3 Bg4 16. Dg2 Bxc3 23. Ha2 Rh3 20. Hd—el h5 17. Dxg4 Bxb2+ 24. Kg2 Dg5 21. h3 gefið 18. Kxb2 Dc3+ 25. Kxh3 Bxd4 19. Kbl Rf6 26. e5 Bxe5 Kristján Guðmundsson heitir 20. Df4 a5 27. Re2 Bf4 annar ungur og efnilegur skák- 21. Bd4 Dc7 28. Rg3 h5 maður, sem teflir á Haustmótinu. 22. Bxf6 a4 29. Bxh5 Bxg3 Kristján sigraði i meistaraflokki 23. Hx7 gefið Hvítur gafst upp stuttu siöar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.