Þjóðviljinn - 12.11.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.11.1972, Blaðsíða 1
Vopnahlé í Indókína fyrir jól? Thieu vill ekki fækka í Saigonhemum PARÍS, SAIGON 11/11 — Ýmislegt bendir til að vænta megi fundar samningamanns Norður-Viet- nams Le Duc Tho, og Bandarikjanna, Henry Kiss- ingers, innan skamms. Ekki er þó búizt við vopna- hléð komist á fyrr en undir jól. fulltrúi bandariska sendiráösins til að láta uppi áætlanir Haigs, en hann mun ræða við Thieu að nýju. Tilgangurinn er að ná sam- komulagi við Theu um þau atriði i samkomulagi N-Vietnams og Bandarikjanna, sem Henry Kiss- inger vill ræða nánar við Le Duc Tho i Paris. Haig fer til Banda- rikjanna á morgun. Bandariskar heimildir i Saigon hermdu, að von væri til, að samn- ingurinn tæki gildi það fljótt, að striðsaðgerðum lyki fyrir jól. Samkvæmt öðrum heimildum er eitt af atriðum, sem Saigon- stjórnin og Bandarikjastjórn þræta um, grein i samkomulag- inu, sem ekki hefur verið birt opinberlega fram að þessu. Á hún að kveða svo á, að Saigonherinn skuli minnka niður i 250 þúsund manns á þrem mánuðum og i 175 þúsund á næstu sex mánuðum eft- ir að samkomulagið er undirrit- að. Samskonar grein nær yfir norðurvietnamskt herlið i S-Viet- nam, segja sömu heimildir. Ýmsir efast hinsvegar um að vopnahlé komis á fyrir jól, ef biða á eftir samþykki Thieus og er i þvi sambandi bent á kaldar mót- tökursem Haig fékk iSaigon. Le Duc Tho er væntanlegur til Parisar næstu daga, að þvi er fulltrúi n-vietnamska sendiráðsins þar upplýsti. Gera fréttaskirendur ráð fyrir að hann komi til að semja frekar við Kissinger, en sendiráðsfulltrúinn sagði hins vegar, að N-Vietnams- stjórn héldi fast við það þeir hitt- ust aðeins til að undirrita samn- inginn, eins og hann er nú i upp- kasti. I Saigon ræddi hernaðarráð- gjafi Nixons, Alexandei Haig hershöfðingi, við bandariska em- bættismenn i dag um viðtal við Thieu forseta i gær. Ekki fékkst Vonzku-, veður á Isafirði Mikil snjókoma með 9 vind- stigum var á Isafirði i gær. Bilar sátu fastir i umferðinni, og suma hafði fennt i kaf. Verið var að vinna við að moka veginn milli ísafjarðar og Hnifsdals svo og flugvöll- inn, ef veður lægöi og flug gæti hafizt. Tjón hafði ekki orðið i veðr- inu. Enn skerst í odda útaf vinnumála dómstól Heats LONDON 11/11 — Leiðtogar brezka járn- og málmiðnaðar- sambandsins ákváðu i gær að borga ekki af jrjífsumvilja sekt, sem vinnumáladómstóll, skip- aður af ríkisstjórninni, hefur dæmt sambandið til að grciða. Er almennt gert ráð fyrir, að þessi ákvörðun leiði til enn umfangs- meiri deilna rikisstjórnarinnar og brezkra verklýðssamtaka. Járn- og málmiðnaðarmanna- sambandið hefur fengið frest til 21. nóvember til að borga sektina. Neiti þeir að borga , eiga þeir á hættu að gert verði lögtak á eign- um sambandsins. Sambandið var dæmt i sektina af þvi að það á að hafa sýnt rétt- inum óvirðingu. Það neitaði að senda fulltrúa til réttarhaldanna, þegar verkamaður kvartaði yfir, að honum hefði verið visað af fundi i félagi sinu. Það er ihaldsstjórnin, sem skipaö hefur þennan nýja vinnu- máladómstól, en sú ráðstöfun hefur mætt eindreginni andstöðu verklýðshreyfingarinnar. Er andstaðan svo hörð, að við alls- herjarverkfalli lá i sumar, þegar þrir hafnarverkamenn voru handteknir fyrir að sýna þessum nýja rétti ihaldsins óvirðingu. I DAG Þegar Surtscyjargosið hófst uröu mikil umbrot neðansjávar. Hlutar úr setlögum botnsins bár- ust upp með glóandi hrauninu. Um þessar mundir er ungur is- lenzkur jarðfræðingur að rann- saka (i—7 þúsund ára gömul sjávardýr úr þessuin setlögum, jafnframt því sem hann kannar gömul sjávardýr, sem fundizt hafa við Sæfjall í Vestmannaeyj- um, en þau komu upp á yfirborð Vestmannaeyja með sama hætti. Sjá viðtal i opnu blaðsins. Ólýðræðisleg vinnubrögð i Kópavogi: Fallni meiri- hlutinn áfram með stjórnina r I KLAKA HÖLLU Þessa grýlukertamynd tók Ijósmyndari Þjóöviljans, Ari Kárason, i höfuðborginni á föstudag, en þá var nokkurt frost. Heldur dró úr frostinu i gær. en áframhaldandi norð- anátt mun verða i dag og á morgun, og segja vcðurfræð- ingar að hún muni fara fremur kólnandi. Gert cr ráð fyrir éljagangi á norðanverðum Vestfjörðum, á Norðurlandi og suöur á Aust- firði, cn bjart verður að mestu á Suður- og Vesturlandi. Hvassviðri var á miðunum allt i kring um landiö i gær, að undanteknu hafsvæðinu sunn- an Vatnajökuls, en þar var hæg breytileg átt. Veðurfræö- ingar töldu litlar likur á þvi að veður gengi niður á miðunum þessa heigina. Fjórir aðilar af fyrrverand bæjarstjórnarmeirihluta i Kópavogi viðurkenndu það á bæjarráðsfundi í Kópa- vogi á föstudag, að þeir sætu enn sérlega fundi með bæjarstjóra og undirbyggju mál fyrir bæjarráðs- og bæjarstjórnarfundi. A fundi bæjarráðs i fyrradag lögðu Svandis Skúladóttir, sem á sæti i bæjarráði fyrir Félag óháðra borgara, og Asgeir Jóhannesson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, sem hefur setu- rétt á fundum bæjarráðs án atkvæðisréttar, fram fyrirspurn , sem hljóðaði svo: — Mætir bæjarstjóri á reglu- lega fundi hjá aðilum sem studdu fyrrverandi meirihluta, og leggur hann þar fyrir mál til undir- búnings fundum i bæjarstjórn og bæjarráði? Björgvin Sæmundsson, bæjar- stjóri, sagði, að skýlausasta svarið við fyrirspurninni væri já. Stóð þá upp Axel Jónsson fyrir hönd fyrrverandi meirihluta og flutti yfirlýsingu frá sér og öðrum sjálfstæðismanni til, og tveimur framsóknarmönnum, og lýsti þvi yfir að þessum vinnubrögðum yrði ekki haldið áfram af þeirra hálfu. Miklar umræður urðu siðan i ráðinu um fyrirspurnina og þau ólýðræðislegu vinnubrögð sem fallinn meirihluti hafði beitt. Blaðið hafði simsamband við Sigurð Grétar Guðmundsson, annan bæjarfulltrúa Félags óháðra borgara i Kópavogi, og spurði hann hvort honum virtist Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.