Þjóðviljinn - 12.11.1972, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. nóvember 1972
UODVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17300 (5 linur).
Askriftarverö kr. 223.00 á mánuði
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prcntun: Blaöaprent h.f.
AMH.mi) OG GRÍMAN
Það voru athyglisverð skrif, sem gaf að
lita i leiðara Morgunblaðsins um miðja
siðustu viku. Borin var fram sú gamla
skoðun, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
löngum byggt stefnu sina á, að allir erfið-
leikar i þjóðarbúskapnum stöfuðu einfald-
lega af þvi, að kaupið hjá láglaunafólki
væri svo hátt.
Rikisstjórnin er ásökuð um blekkinga-
starfsemi og skömmuð fyrir að halda
fram nokkrum öðrum ástæðum fyrir efna-
hagsvanda en þessum einu gömlu,
kaupið er of hátt hjá verkafólki. Og
Morgunblaðið bendir á, að timakaup
verkafólks i fiskvinnslu hafi á valdatima
núverandi rikisstjórnar hækkað um
hvorki meira né minna en 35,7%, og full-
yrðir að útgjöld atvinnuveganna vegna
vinnulaunakostnaðar hafi aukizt um full
40%.
Morgunblaðið segir: ,,Sá vandi, sem at-
vinnuvegirnir standa frammi fyrir i dag,
stafar af þvi, að þeir hafa verið knúnir til
að taka á sig aukin útgjöld, sem þeir ekki
gátu með nokkru móti staðið undir”.
Hér er Morgunblaðið við sitt gamla hey-
garðshorn og ritstjórarnir ekki að gráta
neinum krókódilstárum, heldur að sýna
brot af þeim harmi, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur alla tið borið i brjósti yfir
illri meðferð verkalýðsins á vesalings at-
vinnurekendunum.
Hvort sem timakaup verkafólks hefur
verið 100,- kr. eða 1,36 kr. þá hafa Sjálf-
stæðisflokkurinn og Morgunblaðið alltaf
talið það of hátt.
Það þarf þvi engan að undra, þó setn-
ingin, sem vitnað var i hér áðan, úr leið-
ara Morgunblaðsins nú i vikunni, sé mjög
lik annarri, sem birtist i Morgunblaðinu
fyrir 40 árum, þann 4. september 1932:
„Atvinnuleysið stafar fyrst og fremst af
þvi, að sósialistabroddarnir hafa sprengt
kaupgjald manna svo hátt að afrakstur
vinnunnar, fiskafurðir,t.d., geta ekki með
núverandi verðlagi endurgreitt vinnu-
launin”.
Þá voru það sósialistabroddarnir, sem
sprengt höfðu upp kaupið, en nú er það
rikisstjórnin.
Þó að margt hafi breytzt á 40 árum, þá
er eitt vist — Morgunblaðið og Sjálfstæðis-
flokkurinn hafa sömu hagsmuna að gæta
og áður, þegar deilt er um skiptingu arðs-.
ins af starfi vinnandi fólks á íslandi.
Morgunblaðið segir að núverandi rikis-
stjórn kunni ekki að stjórna, af þvi húr
beitti sér fyrir þvi að fly tja til fjármuni frá
atvinnurekendum og gróðalýð yfir til
verkalýðs og launþega. Kaupið i fisk,
vinnunni hefur hækkað, — stjórnin verðui
að segja af sér. Þannig er málflutningur
Morgunblaðsins.
Þarf nokkur að efast um, hvernig Sjálf-
stæðisflokkurinn og útibú hans á Gylfa-
stöðum myndu leysa efnahagsvanda-
málin. Verkin frá valdaárum fyrr og
siðar, og siendurtekin beiting rikisvalds-
ins til að skerða kjör verkafólksins, sýna
hver úrræði þessara manna væru i dag.
En áróðurinn frá stjórnarandstöðunni,
sem nú er hafður uppi i Morgunblaðinu, er
oftast blandinn þeirri ruglandi, sem
loddurum er erfitt að komast hjá, þegar
þeir gerast málsvarar gjörsamlega and-
stæðra hagsmuna.
Morgunblaðið segir i leiðara siðasta
miðvikudag, að rikisstjórnin hafi hækkað
vinnulaunakostnað atvinnurekenda um
40%, og það mótmælir harðlega, en siðar i
sömu grein segir, að rikisstjórnin áformi
að lækka kaupið, skila atvinnurekendum
aftur 10 af þessum 40 prósentum og
Morgunblaðið mótmælir lika af fyllstu
hörku.
Svona málflutningur dæmir sig auðvitað
sjálfur. Vafalaust væri Morgunblaðinu
sjálfu fyrir beztu, að halda sér við leistann
sinn, sem málgagn þeirra aðila i þjóð-
félaginu, sem alltaf hafa talið kaup verka-
fólks of hátt. Hitt ættu Morgunblaðið og
Sjálfstæðisflokkurinn að láta vera, að
bjóðast i hinu orðinu til að sjá fyrir báti
verkalýðshr ey f ingar innar.
Slik loddarabrögð verða aðeins til þess,
að minna launafólk enn frekar á, hvers
það hefði t.d. nú mátt vænta, ef Sjálf-
stæðisflokkurinn væri við völd. Verkin
tala, og úlfseyrun verða ekki falin, þó a£
moldin rjúki.
ný
þingmál
Þingmenn Alþýðuflokksins leggja til:
Gögn og gæði
landsins verði
alþjóðareign
Breyting laga um
Hæstarétt
Lagt hefur verið fram stjórnar-
frumvarpum breytingará lögum
um hæstarétt. Frumvarpið er
samið af dómendum Hæstaréttar
og i athugasemdum með þvi segir
að efni þess sé ,,að mæla fyrir um
fjölgun dómenda i Hæstarétti og
kveða á um breytta starfstilhög-
un, sem dómendafjölgun gerir
kleift að ráðast i”. bá gerir frum-
varpið ráð fyrir breytingum á á-
kvæðum varðandi áfrýjunarupp-
hæð og áfrýjunarfrest.
Frumvarp til
búfjárlaga
Lagt hefur verið fram stjórnar-
frumvarp til nýrra búfjárræktar-
laga. Frumvarpið er samið af
milliþinganefnd, sem kosin var á
búnaðarþingi 1971, en frá þvi var
endanlega gengið<fram eins og
þingið samykkti það.
endanlega gengið á búnaðar-
þingi 1972 og er frumvarpið lagt
fram eins og þingið samþykkti
það.
1 athugasemdum segir að meg-
inbreytingar frumvarpsins stefni
að þvi ,,að kynbótastarfsemin og
búfjárræktin öll i landinu aðlagist
og færi sér fullkomlega i nyt nýja
tækni, aukna þekkingu og bætta
aðstöðu, sem skapazt hefur að
undanförnu”.
Ennfremur segir i atþuga-
semdum að kostnaðarauki vegna
frumvarpsins, ef að lögum verð-
ur, miðaðviðsvipaða starfsemi og
veriö hefur, sé talinn vera um
3—4 miljónir kr. á ári.
Gögn og gæði landsíns
verði semeign þjóðarinnar
Þingmenn Alþýðuflokksins
flytja þingsályktunartillög þar
sem lagter til að rikisstjórnin láti
semja „frumvarp eða\ frumvarp
að lögum um eignaráð og eignar-
réttindi yfir byggðu landi sem ó-
byggðu, stööuvötnum i byggð og
óbyggðum, fallvötnum, jarðhita
og hverskónar námum og vinnslu
verðmæta úr jörðu.
t tillögugreininni segir að við
samningu frumvarps eða frum-
varpa að lagagerð þessari skuli
m.a. gætt eftirfarandi:
1. ,,Allt hálendi landsins og ó-
byggðir, að svo miklu leyti sem
skýlausar eignarheimildir ann-
arra aðila en rikisins liggja
ekki fyrir, sé lýst alþjóðareign,
og skýrt sé kveðið á um mörk
þessarar rikiseignar.
2. Sú grundvallarregla verði
mörkuð, að stefnt skuli að þvi,
að allt land verði með timanum
alþjóðaeign (eign rikis eða
sveitarfélaga), en bújarðir
megi ganga kaupum og sölum
til búrekstrar, meðan bændur
kjósa þann hátt á, fremur en
hafa lönd sin á erfðafestu. Riki
og sveitarféiögum sé þó
tryggður forkaupsréttur á öllu
landi.
3. Stöðuvötn i afréttum og öll fall-
vötn veröi lýst alþjóðareign,
þar i falin virkjunarréttur. Rik-
ið eitt geti leyft og leigt fisk-
ræktar- og veiðirétt, svo sem
viðkomandi sveitarfélögum og
öðrum félagslegum samtökum,
en greiddur sé arður til land-
eigenda samkvæmt arðskrá.
4. Allur jarðvarmi undir 100 m
dýpi og aðstoðar hins opinbera
þarf til að bora eftir og virkja
verði lýstur alþjóðareign.
5. öll verðmæti i jörðu, á landi og
landgrunni, sem finnast fyrir
atbeina rikisins eða leyfis rikis-
ins þarf til að leita eftir, skuli
teljast rikiseign og háð valdi
þess.
6. Glöggt sé kveðið á, hvernig
landareign og iandnytjar færist
úr einkaeign i eign rikis eða
sveitarfélaga og hvernig bætur
skuli reiknast fyrir.
7. Kveðið skal á um umgengis-
skyldur við landið og viðurlög
við spjöllum”.
Þingmenn Alþýöuflokks-
ins hafa lagt fram þings-
ályktunartillögu, þar sem
lagt er til að sú grund-
vallarstefna verði mörkuð
með setningu sérstakra
laga, „að allt land verði
með tímanum alþjóöareign
(eign rikis eða sveitar-
félaga) en bújarðir megi
ganga kaupum og sölum til
búrekstrar meðan bændur
kjósa þann hátt á, fremur
en hafa lönd sl í erfðafestu.
Ríki og sveitarfélögum sé
þó tryggður forkauparéttur
á öllu landi".
I athugasemdum við tillöguna
segir m.a.: „Þessi tillöguflutn-
ingur er gerður að vandlega at-
huguðu máli og að áeggjan fjöl-
margra landsmanna....” (Og
siðar)
„Flutningsmenn lita svo á, að
það striði gegn hagsmunum al-
þjóðar og réttarkennd alls þorra
landsmanna, að land- og lóða-
eigendur geti án minnstu hlut-
deildar þeirra sjálfra stórhagnazt
á aðgerðum hins opinbera, svo
sem skipulagningu þéttbýlis á
landareign þeirra, gatnagerð,
vatnstöku, flugvallargerð, vega-
lagningu o.fl. i þágu almennings.
Sama gildir um virkjun fallvatna,
að fráleitt er, að landeiganda eða
landeigendum, sem engin tök
hafa á að nýta vatnsorku af eigin
rammleik, skuli geta haldizt uppi
að varna ibúum heilla byggðar-
laga, jafnvel landshluta, notkun
fallvatna til orkuframleiðslu.
Enn er að geta þess háska fyrir
landbúnaðinn, sem leynist i kapp-
hlaupinu um veiðiárnar og jarðir,
sem veiðiréttindi lúta undir. Er
svo komið i sumum byggðarlög-
um, t.d. á sunnanverðu Snæfells-
nesi, að fjáraflamenn i höfuð-
borginni eiga lönd með heilum
veiðiám, hirða litt eða ekki um
búsetu jarðanna né nýtingu og
valda þannig uppflosnun i áður
blómlegri byggð. Ekkert virðist
heldur þvi til hindrunar, að
erlendir auðkýfingar geti með
islenzkan staðgengil að yfirvarpi
keypt upp jarðir meðfram veiði-
ám, og munu þeir þá litt hirða
um, hvort búið verður vel eða illa
á eftir i þeim sveitum.
Enn annars staðar stunda
veiðibændur okurútleigu á veiði-
dögum i ám, svo að þorra lands-
manna gerist það fristunda-
gaman ofviða að skreppa i lax eða
silung, en erlendir auðmenn sitja
að þeim gæðum.
Þá ber að hafa i huga, að ætla
má, að fiskeldi i ám og vötnum
geti innan tiðar orðið blómleg at-
vinnugrein i landinu, og þá er
mikilsvert að hafa i tima komið i
veg fyrir ýmis konar hagsmunaá-
rekstra, sem einkaeign á ám og
vötnum kallar á, en rikiseign eða
rikisyfirráð útiloka”.
\M ÍSLENZKRA HUÚMUSTARMAIUIVA
#útvegar yður hljóðfœraleikara
°g hljómsveitir við hverskonar tre.kifæri
iinsamlcqast hringið í 20255 milli kl. 14-17