Þjóðviljinn - 12.11.1972, Page 9

Þjóðviljinn - 12.11.1972, Page 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. nóvember 1972 Sunnudagur 12. nóvember 1972 JjJOÐVILJINN — StÐA 9 Lcifur Simonarson, jarðfræbingur. LESIÐ A SPJÖLD JflRÐ- SÖGUNNAR Ýmiskonar steingervingar, myndasiða úr siðasta hefti Náttúru- fræðingsins: 1. Blaðbrot af birki. 2.Hármý3. Far eftir beykialdin. 4. Hármý. 5. Blað af hlyn. — Ég er Bolvikingur, fæddur 1941 og ólst upp norður i Jökul- fjörðum hjá afa minum og ömmu. þar sem allt er komið i eyði núna. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1961. Foreldrar minir eru Rannveig Einarsdóttir og faðir Simon Jóhannesson, en móðir min giftist Matthiasi Jónssyni, sem er þvi fósturfaðir minn og hefur reynzt mér mjög vel. Þau eru búsett i Bolungarvik. — Varstu snemma ákveðinn i að gerast jarðfræðingur? — Nei, ég hóf nám i tannlækn- ingum hér heima , hætti fljótlega og var nokkurn tima að þvælast hér fyrir sunnan, en fór siðan að vinna til að safna fé fyrir utanför, og ákvað þá að nema jarðfræði i Danmörku. Það er ekkert sérstakt sem ýtti mér út i jarð- fræðinámið, nema ef vera kynni áhrif frá gömlum kennara minum i Bolungavik, Steini Emilssyni. Hann átti mikið og gott steina- safn, og vorum við sonur hans oft að grúska i þessu grjóti. Kannski hef ég fengið bakteriuna þá. Ég byrjaði nám i Kaupmanna- höfn haustið 1962 og lauk magisterprófi 1971. Prófritgerö um hlý- skeiðislög á Grænlandi — Tókstu steingervingafræði sem sérgrein? — Já, ég var tvö sumur á Grænlandi og safnaði þar efnivið i prófritgerð — hlýskeiðislög á Vestur-Grænlandi. Er þar um aö ræða sjávarset, aðallega með steingerðum lindýrum. Ég kom heim sumurin 1967 og 1969 og vann þá að þessum rannsóknum i Mókollsdal með þýzka jarðfræð- ingnum Walter Friedrich. Hins vegar byrjaði ég ekki að vinna úr þessum gögnum frá Mókollsdal af neinni alvöru fyrr en ég hafði lokið prófi. — Fenguð þið styrki til þessara rannsókna? — Við fengum tvisvar danskan styrk, úr Carlsberssjóðnum, og siðan Visindasjóðsstyrk i sumar. — Þú nefndir i fyrirlestri þin- um tvo Islendinga sem rannsakað hafa steingervinga öðrum frem- ur. , — Það eru einkum tveir menn úr hópi islenzkra jarðfræðinga sem hafa fengizt við stein- gervingafræði, Guðmundur Bárðarson sem hefur unnið margt mjög vel, m.a. skrifaði hann af- burða gott verk um Tjörnes, sem kom út árið 1925. Hinn er Jóhann- es Askelsson, sem var mjög sam- vizkusamur og góður visinda- maður. Þeir hafa báðir rannsak- að plöntuleifar á Vestfjörðum, Guðmundur var t.d. fyrstur manna til að rannsaka Mókollsdalslögin, sem innihéldu m.a. blaðlúsina, sem við höfum gert að umtalsefni. Jóhannes Askelsson skrifaði aftur á móti um Brjánslæk og Selárdal. Selárdalur elztur — Þú sagðir i fyrirlestrinum að Selárdalssteingervingarnir væru elztir. — Ef við litum nánar á fundar- staðina sem ég ræddi um þá er Selárdalur sennilega elztur, siðan Brjánslækur, en Mókollsdalur yngstur. Almennt talað getum við sagt að eftir þvi sem við komum austar þvi yngra verður bergið. og það kemur heim við þær hug- myndir er menn hafa gert sér á siðustu timum um Iandrek og annað i þvi sambandi — að tsland sitji klofvega á Mið-Atlanzhafs- hrygg og sé yngst i miðjunni og eldra i sitt hvorn endann. Elztu hlutar landsins eru við norðanvert Isafjarðardjúp og á svæðinu kringum Gerpi að austan, um 16 miljón ára. I miðju lands- ins eru bergtegundir fra kvarter- timanum, yngri en 3 miljón ára. Ilvarfinnast steingervingar? — Af hverju finnast steingerv- ingar á sumum stöðum og öðrum ekki? — Þetta er alltaf spurning um varðveizlu. Oft finnast t.d. plöntu- steingervingar á svæðum þar sem einu sinni hafa verið vötn. Þegar flögurnar frá Brjánslæk eru skoðaðar, koma i ljós kisil- þörungar, sem eru i setlögunum þar, en þeir geta ekki lifað nema i vatni. Þetta hefur gerzt þannig að blöðin hafa fokið og borizt út i vatnið og setzt til botns. Kisil- þörungarnir i vatninu hafa dáið og fallið niður á botninn og myndað lög ofan á blöðunum og haldizt þar nokkurn veginn kyrrir áður en næsta blað kom ofan á. Ef við rifum sundur svona flögu i dag, sjáum við að blöðin eru næstum alveg hvit öðrum megin, en svört hinum megin. — Hefðu blöðin ekki varðveitzt Rœtt við Leif Símonarson, sem hefur kannað hlýskeiðislög á Vestur- Grœnlandi, steingervinga á Vestfjörðum og 6- 7 þúsund ára gömul s jávardýr sem komu upp úr djúpinu er Surtsey gaus Um daginn sögðum við frá einni ágætri og aldraðri blaðlús sem fannst i Mókollsdal við Kolla- fjörð (i fljótfærni sögðum við Steingrimsfjörð) og þá lofuðum við meira spjalli við hinn unga jarð- fræðing , Leif Simonarson. Þetta reyndist hið fróð- legasta spjall, sem við viljum hvetja sem flesta tii að lesa. Fyrst báðum við Leif að gera grein fyrir uppruna sinum: SELARDALUR X BRJÁNSL/tKUR VADALSDALUR ► GAUTSHAMAR -húsavi'k -TRÖLLATUNGA 'MÓKOLLSDALUR Nokkrir fundarstaðir plöntusteingervinga á Vestfjöröum (Or Náttúrufræöingnum). ef kisilþörungarnir hefðu ekki verið fyrir hendi? — Sennilega hefðu þau gert það. Við höfum þessa hvitu skorpu ekki alls staðar á blöð- unum, t.d. ekki i Húsavikurkleif.- Þessi blöð liggja i einum bunka i þessu lagi og það er greinilegt að þau hafa flutzt ögn til, borizt út i vatnsstæði sem hefur myndazt þarna á tertiertimanum. Svona er þetta i hinum tilfellunum öllum, að visu er misjafnlega mikið magn af kisilþörungum i vötn- unum. Það er t.d. engin slik skorpa i blöðunum frá Mókollsdal — þau eru mjög dökk og ekki eins snotur og þessi sem finnast við Brjánslæk, enda er sá staður frægastur allra fundarstaða. — Er hann mjög þekktur i samanburði við aðra erlenda fundarstaði? — Hann varð mjög þekktur fyrir þessa plöntusteingervinga eftirað Osvald Heer, svissneskur fornjurtafræðingur skrifaði verk sitt 1868 um miósenplöturnar á Jslandi. Þetta var einn kafli i geysimiklu verki er hann skrifaði um steingerðar plöntur á öllu artiska svæðinu — Spitzbergen, Grænland, Kanada og Alaska ef ég man rétt. Þetta verk er heims- frægt og fyrir vikið beindist at- hyglin að Brjánslæk, og mönnum varð ljóst að þarna var einn merkilegasti fundarstaður tertierplantna. — Er ekki fólk áfjáð i að eignast slikar flögur eins og finn- ast við Brjánslæk. Hvaða afstöðu hafið þið til fólks sem er að grúska á þessum stööum? — Við erum ekki hrifnir af þvi, að mikið sé tekið a þessum stöð- um. Hins vegar er nú svo komið, að lagið við Brjánslæk er oröið mikið grafið og erfitt að ná góöum flögum nema að hafa með sér stórvirk tæki, stóra járnkarla eða þviumlikt. — Þyrfti ekki að setja lög um umgang á slikum stöðum? — Það væri mjög æskilegt að þessir fundarstaðir væru algjör- lega friðaðir. — Þú nefndir i fyrirlestrinum að hér hafi verið veður góð þegar þessir steingervingar byrjuöu að myndast. — Meðalhiti heitasta mánað- arins hefur verið milli 15—20 gráður á celsius og meðalhiti kaldasta mánaðarins hefur verið fyrir ofan frostmark. Úrkoma hefur sennilega verið nokkuð jöfn allt árið — Og þetta er fyrir hvað mörgum miljónum ára? — Það hefur fengizt aldurs- ákvöröun frá Selárdal er hljóðar upp á 12 miljónir ára, og reikna má með að Brjánslækur sé á svip- uðum aldri, en elzta berg sem hefur verið aldursákvarðað hér er 16 miljón ára gamalt — á Breiðdalsheiði og i Gerpi. Mikill skógur — Þessi lauf, og blaölúsin sem þið funduð,gefur til kynna að hér hafi verið mikill skógur. — Já, og það þykir sennilegt að hann hafi ekki verið mjög ólikur þeim skógi, sem við höfum i dag i austurhluta N-Ameriku, þ.e.a.s. frá sunnanverðu New York-fylki suður að Mexikóflóa. Það er greinilegt að loftslag hefur verið miklu hlýrra en það er i dag, þvi að flestar þessar plöntur gætu ekki lifað á Islandi i dag, þótt vel væri hlúð að þeim. — Þið funduð þarna lika hár- mý, funduð þið fleiri dýr? — 1 lögunum við Brjánslæk hafa fundizt leifar af ferskvatns- svömpum, en það hefur reynzt mjög erfitt að greina það. Þá má nefna að Ósvald Heer, sem skrif- aði um plönturnar frá Brjánslæk á sinum tima, talar um bjölluteg- und frá Brjánslæk, en það er allt svo óljóst, að þarna getur verið um að ræða eitthvað plöntulegs eðlis. Sem sagt fyrstu örugglega greindu dýrin frá tertiertimanum höfum við úr Mókollsdalnum. Þyrftum að fá fleiri til liðs við okkur — Finnst þér ekki að þarna ætti að vera um stórvirkari rannsókn- ir að ræða, væri það ekki anzi spennandi? — Vissulega er anzi spennandi að halda þessum rannsóknum áfram, og við ætlum að reyna það i framtiðinni. Lögin i Mókolls- dalnum eru ekki stór, en vissu- lega væri gaman að rannsaka þetta svæði allt og litast viðar um á Vestfjörðum. Það væri gaman að fá fleiri til liðs við okkur, og ég vona að einhverjir þeirra, sem eru núna við nám, sérhæfi sig i steingervingum. — Mætti ekki búast við að finna t.d. fuglabein i þessum lögum? — Fuglar eru að visu komnir til sögunnar á þessum tima, en þannig háttar til i blágrýtislögum að þau eru kalksnauð og það sýnir sig að t.d. bein og aðrar le.ifar dýra varðveitst mjög illa, og það er þvi mjög ósennilegt að við komum til með að finna stein- gerða fugla eða önnur skyld dýr. Skordýr hafa venjulega mikið af hörðum lifrænum efnum i likamanum og virðast efni þessi varðveitazt betur i kalksnauðum lögum en bein og skeljar. — Þú sýndir mynd af viðarbol sem þið funduð i Húsavikurkleif. Hvað var þetta gamalt tré? — Þessi lög þarna i Húsavikur- kleif eru yngri en lögin við Brjánslæk og það er ekki óliklegt að þessi tré séu 9-10 miljón ára gömul. Það er hægt að finna tals- vert mikið af þessum bolum, sumir standa uppréttir i botni hraunlags sem hefur runnið ofan yfir setlögin i Húsavikurkleif. Bolirnir hafa ekki brunnið burtu heldur hefur sezt i þá kisill; þeir eru harðir og það er hægt að sjá árhringamörk sem hvitar linur i svörtum bolnum og það er hægt að gizka gróflega á aldur trjánna. Þetta eru bolir sem eru allt að 35 sentimetrar i þvermál. Stórar eyður milli fundarstaða — Þú minntist á að milli Vest- fjarðakjálkans og Tjörness væru svæðin litið könnuð. Hvað búizt þið við að finna á þessu svæði? — Þetta er þannig núna, að ákveðnir staðir á Islandi hafa verið rannsakaðir, en aðrir staðir þar á milli hafa legið ósnertir, ef svo má segja. Blágrýtissvæðin á milli fundarstaöanna vitum við sáralitið um, t.d. jarðsögu þeirra. Þetta hefur ekki verið kortlagt á neinn hátt. Milli þessara gömu frægu fundarstaða eru stórar eyður sem okkur vantar að rann- saka, til að fá gleggri heildar- mynd. Það er fyrst núna á allra siðustu árum að menn eru farnir að hugsa um þessa hluti. — Búizt þið við að finna þar fleiri steingervinga? — Já, og jafnvel ýmsa aðra hluti. Við höfum leitað á siðustu árum mikið að megineldsstöðv- um og það hafa komið i ljós fleiri og fleiri eldstöðvar. Þær hafa ef til vill ekki mikið hagnýtt gildi, en þetta er liður i jarðfræði lands- ins, sem við verðum að vita full skil á. Það hefur t.d. sýnt sig að það er ein slik megineldstöð i Mókollsdalnum og það er ekki langt siðan að það fannst önnur i Króksfjarðarnesi. Það er mjög nauðsynlegt að fá þessar eld- stöðvar kortlagöar. Það hefur t.d. sýnt sig i Mókollsdal að setlögin þar eru mynduð i mjög sterku samhengi við megineldstöð. Það er enginn vafi að stór hluti af þessu túffi, sem steingervingarn- ar liggja í, á rót sina að rekja til eldsumborta i þessari eldstöð — Hvað er túff? — Það sem ég meina með túffi er hörðnuð gosaska, sem er meira og minna samanlimd, en ekki orðin að móbergi. Þessi aska, eða gjóska, er komin fram vegna eldsumbrota á svæðinu sjálfu (i Mókollsdal). Fyrst við finnum steingervinga i nágrenni megin- eldstöðvar þarna, því þá ekki annars staðar? Kortlagning einsog ég hef verið að minnast á tekur mikinn tima og það verður ekki framkvæmt á einni nóttu. Það má einnig benda á, að i Króksfjarðarnesi, þar sem er ein slik megineldstöð, er lika að finna túfflög, og þar hafa fund- izt jurtaleifar, sem eru litt rann- sakaðar ennþá. — Verðið þið, að senda allar prufur sem þarf að aldursgreina til útlanda? — Við höfum þurft að gera það hingað til. En allar aldursákvarð- anir á islenzku bergi með hjálp geislavirkra isótópa, eða sam- sætna, hafa verið framkvæmdar erlendis hingað til. Þessar aidursgreiningar eru gerðar i stórum efnarannsóknarstofum, einkum i Bandarikjunum, Bret- landi og Þýzkalandi. Vonir standa nú til að i náinni framtið getum við gert eitthvað af þessu sjálfir, þvi að ungur maður, Kristinn Al- bertsson, er farinn til Bretlands til að nema þessa fræði. Hann byrjaði nú i haust, og ef allt geng- ur að óskum, þá ætti hann að geta hafizt handa eftir nokkur ár. Frh. á bls. 15 Fullt var út úr dyrum 1. kcnnslustofu háskólans cr Leifur flutti fyrirlestur sinn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.