Þjóðviljinn - 12.11.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.11.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 12. nóvember 1972 iÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13. 30] Alistair Mair: Það var sumar í um og hvort nokkurn tima yrði hægt að kaupa nýjan bil. Þegar hann kom til baka var gremja hennar orðin reiðiblái. — Bob Barrie, sagði hann um leið og hann lokaði á eftir sér. — Bróðursonur Johns. Hann biður ekki boðanna. — Og hvað kom út úr þvi? — Hann kemur hingað á laugardaginn klukkan átta. — Jæja, sagði Elisabet. — Það er þó alltaf nokkuð. — Ef til vill, sagði Peter. — Við vitum það eftir viku. Hann settist niður og kveikti sér i nýrri sigarettu. — Ég var að hugsa, sagði Elisabet. Um hvað? — Hve miklu þú hefur tapað á þessu svindilbraski hans. — Allt i allt? Hann yppti öxl- um. — Ég hef ekki hugmynd um það. Trúlega um það bil þrjú eða fjögur hundruð pundum á ári. Ef til vill meiru. — Og geturðu ekki farið i mál... tja, við hvern? Dánarbúið eða ekkjuna eða einhvern? — Ég veit það ekki, sagði Peter ihugandi. — Frú McLean minntist á það. Hún sagði: Ef þú ætlar i mál við dánarbúið, þá sparaðu þér það. Þú færð ekki eyri. — Og er það rétt hjá henni? Ég á við að þú hefur verið féflettur. Mér finnst að þú ættir að geta krafizt hvers einasta eyris sem McLean dró ser. — Það get ég sjálfsagt, sagði Peter. — Ég held að henni skjátlist. Með þessar sannanir i höndunum, þá held ég að ég gæti unnið málið. En ég ætla ekki i mál. — Og af hverju i ósköpunum ekki? Hann brosti. — Vegna þess, elskan min, að nú dreymir mig aðeins um rólegt lif. Nóg að gera en ekki of mikið. Skyttiri þegar ég er i skapi til þess. Silungsveiði þegar vel stendur á. Meiri timi með kon- unni minni —- — En það er ekki sanngjarnt! Þú lætur hann komast upp með þetta. — Hann kemst ekki upp með neitt, sagði Peter. — Hann er dauöur. Og fjandakornið sem ég ætla að flækja mér i málaferli og þras til þess eins að ná mér niðri á dauðum manni. — En ég átti ekki við að þú næðir þér niðri. Ég átti við það, að þú fengir aftur peningana þina. — Tja, ég veit ekki um það. Ef til vill gæti ég fengið þá aftur, ef ég færi i mál... ef þeir eru þá ekki svo þrælfestir i einhverju að ekki sé hægt að hreyfa við þeim. Og ef til vill myndi ég gera það, ef ég hefði einhverjar áhyggjur af afkomu okkar i framtiðinni. En eins og málum er háttað, þá ætla ég ekki i mál. Undrunarsvipur kom á hana. — Attu við að þú hafir ekki áhyggjur af afkomu okkar fram- vegis? Hann kimdi. — Siður en svo. — En góði minn, við erum með þúsund punda yfirdrátt. Við höfum aldrei verið áhyggjulaus um afkomuna siðan Susan fædd- ist. Hann kinkaði kolli. — Ég veit það. Og samt hef ég ekki áhyggjur. — Þú ættir að minnsta kosti að hafa það. Það er þessi yfirdrátt- ur, húsið er veðsett, billinn er að hrynja niður — — Biddu hæg. Hann lyfti hend- inni til að þagga niður i henni. — Stilltu þig andartak og hlust- aðu. Ég var að reikna heima- dæmin min. — Jæja, en það er eins gott að skýringin sé viðunandi —. — Það er hún. Það er mergur- inn málsins. Og þetta er i fyrsta skipti sem ég hef haft nákvæmar staðreyndir að byggja á. Og leyfðu mér nú að skýra þetta. Hann tók upp blað með talnadálk- um. — Athugaðu fyrst og fremst að frá og með deginum i dag renna heildartekjurnar til min. — Þangað til þú færð félaga, sagði Elisabet i skyndi. — Satt er það. — Og þú varst búinn að lofa þvi. Þú lofaðir að taka þennan Bob Barrie. — Ef mér lizt á hann, já. — En ef þér lizt ekki á hann, þá verðurðu samt að fá einhvern annan . Ég á við, að þú varst búinn að lofa þvi, Peter. — Allt i lagi,ég lofaði þvi. Og ég ætla að standa við það. En hver sá sem kemur byrjar ekki næsta mánudag. Það gæti liðið mán- uður, jafnvel þrir. En frá þvi núna og þangað til einhver annar kemur renna allar tekjurnar til min. Og trúðu mér, það nægir til þess að talsvert saxast á yfir- dráttinn. Eða þá að það fer langt i bilverð, hvort sem þú vilt heldur. Hún virtist efablandin. — Það er alveg vist, sagði Peter. — Trúðu mér. Og athugum þetta svo nánar. Setjum svo að einhver kæmi i félag við mig upp á fjörutiu prósent.. og þú manst ef til vill að ég byrjaði með þrjátiu og fimm — — Ég man það. — Allt i lagi, setjum svo að hann byrji með fjörutiu. Eftir þeim tölum sem ég hef nú i höndunum, þá fengi ég um það bil ellefu hundruð pundum meira á ári en ég hef nokkurn tima fengið — En aðeins eitt ár. — Já, að visu, Siðan myndi þetta jafnast þar til sá nýi fengi jafnan hlut, segjum eftir þrjú ár. En þessi ár fengi ég samt sem áður svo miklu hærri laun en ég hef nokkurn tima fengið, að ég gæti hæglega losnað við veðlániö og jafnað yfirdráttinn á þeim tima. Og þá, elskan, jafnvel þá, þegar ég verð kominn niður i fimmtiu prósent, þá fengiég saml sem áður að minnsta kosti fjögur hundruð pundum meira á ári en ég hef fengið. Hann hallaöi sér aftur á bak. — Og nú ættirðu að skilja, hvers vegna ég hef ekki áhyggjur af framtiðinni. — Já, sagði Elisabet. — Ég skil það. Það sem hún skildi raunar bezt i svipinn voru þreytuhrukkurnar sem árin höfðu rist á enni hans og kringum augun, niður með munninum, og hvitt sáldrið i svörtu hárinu. — Hann hefur verið reglulegur óþokki, sagði hún lágum rómi. — Já, sagði Peter. — Ósvikinn óþokki af fyrstu gráðu. En það skiptir ekki máli lengur. Nú er aðalatriðið að héðan af er okkur borgið. Það var engin ástæða til þess að hrollur færi um hana. Hún reyndi að fela það fyrir honum með þvi að rétta honum tóma glasið. — Ef eitthvað er eftir, sagði hún, — þá ætla ég að fá lögg þér til samlætis. Þegar hann færði henni drykk- inn dokaði hann við hjá henni. — Ég veit ekki við hvaða við- brögðum ég bjóst, sagði hann, — en ég bjóst við einhverju. Þú hef- ur ekki sagt neitt. — Ég sagði að hann hefði verið óþokki. — Sem skiptir ekki meginmáli. — En það gerir þaö.Húnleit upp til hans. — Það skiptir máli. 1 nokkra klukkutima hefur þú verið að glöggva þig á þessu. Þú hefu.r haft tima til að venjast hugmynd- inni. Og nú ertu farinn að hugsa um framtiðina og að afkoman verði betri hjá okkur og það skipti engu máli framar, hvernig hann fór með okkur. En i svipinn er mér það efst i huga. Ef til vill get ég farið að hugsa um framtiðina á morgun, en i kvöld kemst ég ekki yfir það að við skulum i sautján ár hafa barizt i bökkum, með eilifar fjárhagsáhyggjur, og svo var það allt honum að kenna. Þessum eina manni. Og mér þykir það leitt, en ég get ekki hugsað um annað en það. Hann lagði höndina á dökkt hár hennar og strauk það og lét fing- urna siðan hvila i hnakkagrófinni. — Elskan. — Fyrirgefðu, sagði hún veik- um rómi, — en konur eru ekki sérlega sáttfúsar. Ef hann væri ekki dauður, þá myndi ég fara heim til hans i kvöld og kála hon- um. Hann settist ofaná sokka- hrúguna sem var allt i kringum hana. — En hann er dauður. Þetta er allt saman liðiö. Það er tilgangs- laust að hamra á þvi. Hún sneri sér að honum. — En það er ekki liðið, hrópaði hún. — Það liður aldrei. Það er það sem þú virðist ekki skilja. Við erum það sem við erum, vegna þess að McLean gerði okkur það. Á sautján árum breytti hann okk- ur úr þvi sem við vorum þá og i það sem við erum nú, og enginn mannlegur máttur getur breytt þvi aftur. Og það er ekki liðið og það liður aldrei hjá. Peter teygði sig eftir giasinu hennar og rétti henni það. — Þér veitir ekki af þessum viðbótardrykk, sagði hann blið- lega. — Gerðu svo vel. Hún tók við glasinu og drakk og að þvi búnu þokaði hún sér nær honum, kúrði sig upp að honum. — Mér ... mér þykir þetta leitt, sagði hún. — Það er ástæðulaust. Með annarri hendi teygði hann sig eft- ir sigaréttu og kveikti i henni. — Segðu mér eitt. Hvað erum við? Hún hallaði sér upp að öxl hans. — Ég veit það ekki, sagði hún.. — Það gerir mig einmitt hrædda. Hún sneri til höfðinu, svo að hún gæti horft i augu hans. — Ég veit ekki annað en það sem ég sé, Peter. Ég veit ekki hvernig öll þessi ár hafa farið með þinn innri mann. Ég veit ekki einu sinni hvernig þau hafa farið með mig. Ég veit það eitt, að hvorugt okkar er eins og i gamla daga. Og dauði McLeans og betri afkoma, jafnvel nýr starfsfélagi... ekkert af þessu getur breytt neinu um það. Hann tók um hönd hennar og bar hana upp að vörunum. — Þú hefur ekki breytzt, sagði hann bliðlega. — Þú ert ennþá dásamleg. — Ég er eldri, sagði hún. — Ekki i minum augum. — En ég er það. Og ég er kaldhæðnari. Það er i mér ein- hver harka sem ekki var áður. Og ég er ekki viss um að ég sé sér- lega ánægð með sjálfa mig lengur — Elskan! — En það er satt. Og ef árin hafa farið þannig með mig, hvernig hafa þau þá farið meö Þig? — Ég held að breytingin sé ekki ýkja mikil, sagði Peter. — Nema mig dreymir um rólegt lif. Það er ekki mikið eftir af metnaðinum. Það er sennilega breyting. Jafn- vel til batnaðar. En að þvi slepptu GLENS BRIDGE Yandasamt val Þessi gjöf kom upp i ,,undan- rásum” á franska meistaramót- inu i bridge fyrir nokkrum árum. Val beztu lokasagnar og þá leið- irnar sem liklegastar voru til vinnings, lágu ekki i augum uppi, en viö tvö borðanna tókst sagn- hafa að vinna, þrátt fyrir beztu vörn. N sp. AG98 hj. K6 ti. A964 sp. 6532 hj. D3 ti. K1075 la. D109 s sp. D7 hj. A8753 ti. D. la. A5432 Sagnir: Norður gefur. Noröur- Suður á hættunni. Vestur Norður Austur Suður — 1 gr pass 4h j.... Vestur lét út tigulsjöu og Boul- enger tók hana með ásnum i borðí, enda heföi veriö næsta hæpiö að reyna að svina með drottninguna blanka. Hvernig spilaði hann siðan til að vinna ' fjögurra hjarta sögnina gegn beztu vörn? Svar: Þegar sagnhafi hefur trompað tigul, og siðan reynt að svina spaðadrottningu, tekur Austur á kóng sinn, og lætur út lauf. Boúlenger tók þá á ás og kóng i laufi, siðan á ás og gosa i spaða, trompaði aftur tigul og tók á ás og kóng i hjarta. Staðan er þá þessi: sp. 9 ti. 9 la. 7 hj. 8 la. 5 4 hj. G 10 ti. G. Blindur var inni og með þvi að trompa enn einu sinni tigul tryggöi sagnhafi sér tiunda slag- inn. Meistari Theron Frakkar hafa löngum átt marga af beztu bridgespilurum heims, eins og iðulega hefur sannazt á aiþjóðamótum. Einn þeirra var dr. Georges Theron, sem við höfum áður kynnzt nokk- uð i þessum þáttum, en hann lézt fyrir ekki alllöngu, aðeins 47 ára gamall. Theron var i frönsku sveitinni á heimsmeistaramótinu i Rio de Janeiro, og spilaði þá sem jafnan á móti Desrousseaux. A sp. K104 hj. G1094 ti. G832 la. G8 Hér er ein gjöf frá Rio-mótinu. Breiðið yfir hendurnar i Austri og Vestri, svo að ykkur veitist auð- veldara aö setja ykkur i spor sagnhafans Therons i Suðri. N sp. D G 10 hj. 8 ti. Á G 7 6 la. K 10 7 6 2 V sp. 9 5 4 3 hj. D 9 6 4 ti. K 3 2 la. 9 8 A . sp. K 6 hj. A 10 5 3 ti. D 10 9 5 la. D G 4 s sp. A 8 7 2 hj. K G 7 2 ti. 8 4 la. A 5 3 Sagnir: Vestur gefur. Báðir hættunni. Vcstur Norður Austur Suður pass 1 ti. 1 hj. 1 sp. 3 hj. pass pass dobl pass 3 sp. pass 3 gr. Vestur lét út hjartafjarkann, út hjartaþrist. Hvernig fór Theron i Suðri að vinna þrjú grönd gegn beztu vörn? Athugasemd um sagnirnar. Tigulopnunin er undantekning frá þeirri meginreglu, sem flestir munu fylgja, með jafn veika hönd og Norður hefur, og skiptinguna 5—4 i iafngildum litum — en hún er þó næsta algeng. Hjartasögn Áusturs kann að virðast undarleg með aðeins fjögur spil i litnum, þvi að slikt yfirboð gerir venjulega ráð fyrir fimmlit, en Austur verður þó ekki sakfelldur fyrir hana. Spaðalitur hans er of stuttur, til þess að hann kalldobli, og skerist hann ekki þegar i stað i leikinn, á hann á hættu að veröa að láta vita um styrkleika handar sinnar, eftir að sagnaröðin er komin of hátt, til þess að ráðlegt sé fyrir hann að segja nokkuð. Þegar Suöur hefur doblað þrjú hjörtu, segir Norður þrjá spaða, þvi hann á aðeins visan einn slag i varnarstöðu, á tigulásinn. Við hitt borðið urðu sagnirnar aðrar, enda opnaöi Norður þar ekki. Vestur Norður Austur Suður pass pass i ti. dobl pass 3 gr. pass pass Austur lét út hjartaþrist, og sagnhafinn, Kantar, vann einnig sina grandsögn, enda valdi hann sömu leið til vinnings og Theron.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.