Þjóðviljinn - 12.11.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.11.1972, Blaðsíða 12
12,SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. nóvember 1972 SKILIN EFTIR . . . Teiknimyndasaga frá Kína örlögin hagaþvi svo til, að Hsiang-lien og börn hennar fá inni á sömu krá og Shih-mei hafði búið á. Þau komast að þvi hjá Chang veitinga- manni að Shih-mei stóðst prófið og Hsiang-lien hlýnar um hjarta- ræturnar af hamingju. En siðan segir Chang henni, að Shih-mei sé orðinn tengdasonur gömlu keisaraynjunnar. Hún verður sem lömuð við fréttirnar og biður Chang að fara með sig til Shih-meis. Hann samþykkir það. LllLI 2T GLUGGINN f MYNDAGATA Manninn i stiganum vantar eitthvað i hægri höndina. Það er eitthvað á einni af þessum 6 myndum. Hvað er það, sem hann vantar? Lausn á fiska-gátu Kiskarnir nr. 2 og 6 eru eins. YIKÍNGASKIP Ilér getur að lita hið gjörvilegasta víkingaskip. Og það er hann Þorsteinn litli Siglaugsson á Hvolsvelli, sem hefur teiknað þaðhanda litla glugganum. Þakka þér fyrir,Þorsteinn. Yandið valið á lífhrútum Fimm háskólalærðir ungir menn endurreisa Búnaðarblaðið sem opin og óháðan vettvang til umræðna um landbúnaðarmál Búnaðarblaðið hefur nú hafið göngu sina á ný, og sést varla i það fyrir auglýsingum, nema það sé opnað: þá kemur i ljós mikið og fjölbreytt efni. Endurreisnarmenn Búnaðar- blaðsins segjast allir vera ungir menn, meira og minna tengdir landbúnaði, hafandi sveitarætur, en flestir starfsmenn ýmissa landbúnaðarstofnana að aðal- starfi. Stofnanir þessar fría þeir þó allri ábyrgð af útgáfunni. Búnaðarblaðið er viða þekkt af fyrri göngu, en það kom út um 9 ára skeið nokkurn veginn sam- fellt, en lagði upp laupana fyrir svo sem þrem árum. Útgefandi þess var þá ágóðafélag landbún- aðaráhugamanna að nafni Hilmir hf., en Hilmir hefur nú hasazt upp á útgáfu fyrir bændur landsins og á engan hlut að Búnaðarblaðinu nú. Mun þar margur sakna vinar i stað. 5 háskólalærðir búvisindamenn skipa nú ritnefnd Búnaðarblaðs- ins, þeir Þorvaldur G. Jónsson (ábm.) , hvanneyrarlærður, rikislaunaður eftirlitsmaður kjarnfóðurs, tilvonandi bóndi á Guðrúnarstöðum, Jón Björnsson, dansklærður áætlunarsér- fræðingur hjá Landnámi rikisins, Bjarni Guðmundsson hvann- eyrarlærður með viðbót i Noregi, heyverkunarsérfræðingur við bútæknideild Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins á Hvann- eyri, Gisli Karlsson, dansk- lærður, kennari i hagfræði við Hvanneyrarskóla, Jón Viðar Jón- mundsson norsklærður, fyrrv. aðstoðarmaður við Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins á Keldnaholti, nú við framhalds- nám á Asi, Þorvaldur G. er frá Innra-Hólmi á Skaga, Jón frá ölvaldsstöðum á Mýrum, Bjarni er frá Kirkjubóli i Dýrafirði, Gisli frá Hvammi á Barðaströnd og Jón Viðar er frá Hrafnsstöðum i Svarfaðardal. Ritnefndarmönnum þótti hæfa að byrja þetta fyrsta blað sitt á viðtali við Halldór E. Sigurðsson fjármála- og landbúnaðarráð- herra og fá fram afstöðu hans til þeirra mála sem efsteru á baugi i landbúnaði um þessar mundir. Þá mæla ritnefndarmenn mjög með greininni Val lifhrúta, þeirri grein ætti enginn að sleppa óles- inni. 1 henni segir að kynbota- framfarir standi i réttu hlutfalli við úrvalsstyrkleikann og arf- gengi eiginleikans en i öfugu hlut- falli við ættliðabilið. Varað er sterklega við þvi, að menn dæmi mjólkurlagniog frjósemi af útliti, Þessir hrútar hafa þjónað vel og lengi til hagsbóta fyrir bændur og búalið, framförum i landbúnaðinum til heilla, en eru nú leiddir til slátrunar. Þökk sé þeim og öðrum gamalhrútum! og mælt með þvi aö bændur haldi skýrslur um hjörð sina og taki mark á þeim. Af öðru efni má meðal annars nefna greinarnar: Heyhiti og hlöðueldar, Nýju jarð- ræktarlögin og Baggavagn. Hinn nýi eigandi blaðsins ætlar að gefa út 3 hefti fyrir áramót og senda þau til kynningar öllum bændum á landinu og þeim öðrum sem ætla má, að hafi áhuga á landbúnaðarmálum. Fyrir þetta vill hann fá 200 krónur i áskriftar- gjald af a.m.k. 1.500 manns. A næsta ári á að gefa út 10 tölublöð fyrir 600 kr. á skriftargjald frá 2 þúsund manns. Utanáskrift fyrir áskrift er: Búnaðarblaðið, hjá Jóni Björns- syni, Hvassaleiti 18, Rv., en fyrir efni fyrst um sinn: Búnaðar- blaðið, hjá Þorvaldi G. Jónssyni, Hringbraut 31. Hf. Þess má að lokum geta að i rit- stjórnarrabbi blaðsins er heilli stétt og heilum atvinnuvegi talin lifsnauðsyn á málefnalegri um- ræðu. „Sé engin slik umræða og enginn vettvangur til fyrir hana, er illa komið þeirri atvinnugrein. Yfir hana leggst dauða hönd sinnu- og athafnaleysis, þar sem beðið er frumkvæðis og aðgerða að ofan”. Þjóðviljinn óskar hinu endur- reista Búnaðarblaði, aðstandend- um þess og bændum landsins alls góðs. h —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.