Þjóðviljinn - 12.11.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.11.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. nóvcmber 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Ráðstefna um tækni mál sveitarfélaga Blaðinu hefur borizt eftir- farandi fréttatilkynning frá Sam- bandi islenzkra sveitarfélaga: I næstu viku heldur Samband islenzkra sveitarfélaga ráöstefnu um tæknimál sveitarfélaga með sérstöku tilliti til gatnagerðar og holræsa. Ráðstefnan verður haldin að Hóteli Esju i Reykjavik og hefst, þriðjudaginn 14. nóvember. A öðrum degi ráðstefnunnar verður efnt til skoðunarferðar til Grinda- vikur, Keflavikur og Njarðvikur og þessir staðir skoðaðir undir Borinn verður saman kostnaður við notkun oliumalar, malbiks og steinsteypu við gatna- gerð og lagðar fram til umræðu áætlanir um fyrirhugaðar gatna- gerðarframkvæmdir einstakra sveitarfélaga og fleiri saman, svo sem á Vestfjörðum og á Austurlandi. leiðsögn með tilliti til umræðu- efnisins. Ráðstefnunni er ætlað að miðla fulltrúum kaupstaða og kauptúna fróðleik um holræsa- og gatna- gerð, og lagðar verða fram upp- lýsingar um nýlegar gatna- gerðarframkvæmdir i ýmsum sveifarfélögum. Litil telpa fyrir bíi Litil telpa, 5 ára, varð fyrir fólksbifreið á Hafnarfjarðarvegi. i Garðahreppi, i fyrrakvöld. At sögn lögreglunnar i Hafnarfirði virðist telpan hafa hlaupið út á götuna i veg fyrir bilinn, og varð slysi ekki forðað. Telpan var flutt á Slysavarðstofuna, en meiðsli hennar reyndust ekki mikil. " Maður er að gera þvi skóna að nýjablóðið i útvarpsráði eigi sinn þátt i þeim lyftingi sem á þessu hausti virðist hafa gripið Sjónvarpið hér og sannist enn aö mörg eru áhrif kjörseðlisins. Það er nefnilega of algengt að starfsfólk og stjórnendur almenningsfyrir- tækja liti fljótlega á þau sem einskonar kastalavigi úrvals- liðs, sem fer sinu fram og „óviðkomandi er bannaður aðgangur” en lágmarksþjón- usta afgreidd með derringi að ekki sé meira sagt. Ég sé ekki betur en þessi grafarbakka- ráðning fólks i hin og þessi störf sé að verða að vandamáli sem slagar uppi áfengisbölið og kominn timi til að hrista upp i þvi. Ég legg til að ráðningartimi starfsmanna útvarpsins miðist við kjörtimabil útva>-psráðs, fjögur ár. Eða hvað, væri ekki happasælast fyrir afkomu útgerðarinnar að skipstjórar fiskiskipaflotans yrðu ráðnir fram á ellilaunaaldur? Sem sagt nýtt blóð er nýtt blóð, sjáum það strax i stund- inni okkar, þarna er skipt um fólk og leysir verk sitt vel af hendi, auðséð að þau Ragn- heiður og Björn hafa gaman af þessu starfi og starfsgleðin siast inn i áhorfendur — og ekki skemmir hún Lina Lang- en á sviðinu i Iðnó. Leikrit þetta hefur fengið misjafna dóma —- mér finnst ekki ná nokkurri átt að rakka niður i skitinn verk ungrar skáldkonu þó gallað sé, fremur ættum við að fagna viðleitni þeirra sem færa okkur gjafir þótt ekki séu gersemar. Og þó svo mér falli ekki leikmeðferðin skal L.R. eiga mitt hrós fyrir þann manndóm að koma þannig til móts við nýliða i leikritun. Og haltu áfram Nina Björk... Og þarna var Þorsteinn frá Hamri, skáldlegur og bjartur og hefur ekki slegið slöku við þvi hann bar fram sina átt- undu bók og mest um vert að gæði fylgja magni hjá manni þeim og yrkja nú fáir til jafns við hann á landi hér... Siðan ...og hann er óánægður með þær móttökur sem Nlna Björk hefur fengið HÓL UM SJÓNVARPIÐ sokkur þó að velferarsænsk sé. Ég sá seinni Vökuþáttinn af þeim tveim sem komnir eru og likaði vel. Fótatak Ninu Bjarkar tók sig betur út þarna Asi i Bæ þykir þáttur Riótriósins hafa tekizt vel.... blik af fyrstu sýningu Þorbjargar Höskuldsdóttur, myndir hennar tóku sig einkar vel út á skerminum en listakonan geðþekk og kom skemmtilega fyrir. Ég spái þvi að Þorbjörg eigi eftir að sýna okkur i tvo heimana með list sinni. Krossgáta, ágæt, einmitt þetta að ná áhorfendum með i leikinn og bréfabunkinn sýndi að það hefur tekizt. I fyrri þætti var likt og Róbert ætti pinulitið bágt með að leika ekki, var mun afslappaðri sið- ast. Ef til vill mætti þrautin vera ögn þyngri, en höfuð- atriði að myndaefnið sem fylgir til skýringa sé gott, og slakni það ekki úr þvi sem er, þá ver vel. Kl. 20,50 (sunnudag). Maður bjóst ekki við neinu en þetta var þá svona bráðsmellið hjá unga fólkinu og meira að segja ekki nema einn söngur á móðurmáli poppsins. Stutt atriði, snöggar skiptingar og mátulega hátiöleg vinnubrögð fara prýðilega i sjónvarpi — svo lengi sem atvinnuleikarar komast ekki i spilið. Meira af svo góðu. Bókakynning framreidd af Eriki Hreini Finnbogasyni, litð eitt um höfund og efni, gott og lofað framhaldi, vissulega kominn timi til að Bókaþjóðin mikla fengi að sjá bækur i sjónvarpi sinu áður en ári bók- anna lyki. Og nú eru prestarnir komnir að kvöldi dags, ekki vil ég amast viö þeim, en elsku vinir talið bara við okkur eins og maður við mann, hátiðleiki er á skjön við timann og stutt þaðan i hlátursstöðvarnar. Og passið ykkur á stellingunum, blessaður maðurinn hann Arelius var rétt dottinn aftur- fyrir sig, fannstmanni. Sumt erlent hefur verið gott. Elisabet , Hve glöð er vor æska og það ótrúlega: bandariskur gamanpanur sem horfandi er á. En til þess maður sökkvi ekki i sæluna er auðvitað nauðsynlegt að ota að okkur myndum með Klari Gabli en hann hefur af spönsk- um sérfræðingum verið kall- aður leiðinlegasti maður sem uppi hefur verið vestan 70. gráðu vestlægrar lengdar og er þá mikið sagt. Og Ashton fjölskyldan er orðin skelfilega útþynnt og luntaleg og þó ekki nema hálfnað partiið skilst manni, það þarf meira þrek en mér er gefiö að glápa á restina. Það var dálitið trist að hlusta á menn ræða um- hverfisvernd i meira en hálfan tima án þess minnzt væri á það sem mestu máli skiptir fyrir okkur i bráð og lengd, vernd miða og fiskistofna. Syfjaðir menn ættu ekki aö stjórna þáttum. Asi i Bæ. RYMINGARSALA - SKYNDISALA Vegna flutnings á Teppahúsinu í Skeifuna 15, verða ógölluð Wiiton teppi seld á niðursettu verði. Gerið góð kaup á meðan birgðir endast. Teppahúsið • Opnað kl. 9 árdegis á mánudag TEPPI TEPPI TEPPI TEPPI TEPPI TEPPI Húsgagnaverzlun Guðm. Guðmundssonar Skeifan 15 teppi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.