Þjóðviljinn - 12.11.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.11.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 12. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Sólóplata Peters Townshend „Þessi plata á að sýna þær breytingar sem ég hef orðið fyrir. Gefa þeim rúm fyrir utan ramma The Who Þetta er umsögn Peters Townshend um fyrstu „opinberu" sólóplötu sína, Who Came First. Platan er tileinkuð Meher Baba, ind- verskum heimspekingi, sem Peter hefur numið hjá og sjást þess fyrst merki á Tommy-umslaginu, þar sem nafn Baba birtist. Þetta er 2. platan sem Peter helgar Baba, því í fyrra gaf hann út mjög tak- markað upplag plötu handa fylgjendum Baba (Happy Birthday). Who Came First sýnir hversu mjög mikil áhrif Peters Townshend eru innan The Who, það sem er einkennandi fyrir Who virðist komið frá honum — enda mun hann gera prufu- upptökur í eingin stúdiói af þeim lögum sem Who gefa út og leikur hann þá einn á öll hljóðfærin (eins og er um flest lögin á Who Came First) en síðan leika Who þau inn á hljómplötu og þá að miklu leyti eftir hans fyrirsögn. Yfir heildina er mildur blær yfir plötunni og að tveim lögum undanskild- um leikur Pete Townshend á öll hljóðfærin, syngur og sér um allt sem upptökunni við kemur. Og hér á eftir rekur svo Peter Townsend innihald sólóplötu sinnar, lag fyrir lag, að svo miklu leyti sem það verður gert með orðum. Pure And Easy: Upphaflega ætlað sem undirstaðan að kvik- myndahandriti sem ég skrifaði og var kallað ,,Life House”. Það varð óvinsælt hér vegna þess hvað við töluðum mikið um það en framkvæmdum aftur minna. Og svo fór að við hættum við það ásamt þessu lagi sem komst ekki á Who’s Next plötuna þótt The Who hljóðrituðu það, þvi við vild- um frekar einfalt en tvöfalt albúm. Þetta er min eigin út- setning frá i fyrra, næstum það bezta sem ég gat gert þá. Ég verð að viðurkenna að ég lét það fremst af þvi að ég held mest upp á það. Evolution: Tekur 7 minútur á hinu upphaflega ,,Happy Birth- day” albúmi. Það var helgað Baba á 75. afmælisdegi hans. Það var gefið út ásamt blaði saman- teknu af Mclnnerny og Co (gerðu Tommy-umslagið) og nokkur þúsund eintök voru seld Baba- unnendum viðsvegar um heim. Aður en ég var búinn að semja lagið var Ronnie (Lane i Faces) búinn að setja saman texta sem fjallar um öll hugsanleg aðalsvið sem við förum i gegnum til aö ná hinu „mennska” sviði. Steinn, málmur, gróður, ormur, fiskur, dýr, loks til allrar óhamingju, maður. • Forever Is No Timc At All: Eftir Billy Nichols og Katie Mclnnerny (konu Mikes Mclnnerny). Caleb Quaye, náunginn sem spilar á gitar bakvið tjöldin á Elton John plötum, stjórnar ferðinni i þessu lagi, og auk gitarsins leikur hann þarna á trommur og bassa og á eitthvað af útsetningunni til að kóróna allt saman. Hann er „sjeni” og lagið er eitt af minum uppáhaldslögum. Ég læt það fljóta með þvi það var upphaflega á næstu plötu á eftir Happy Birthday, sem heitir I Am. Máiið fer að verða anzi flókið — ekki satt? • Let's See Action: Skrifað um kafla i Life House, um fólk sem tekur virkan þátt i byltingu og fólkið sem heldur að sér hendinni. Mér fannst það lika segja margt um það hvernig við gleymum oft- ast okkar eigin sál. The Who hafa gert stórkostlega útgáfu af þessu lagi með Nicky Hopkins á pianó og gáfu út á tveggja laga plötu. • Time Is Passing: Annað lag úr Life House. Einfalt, með kúreka- blæ. Ég spilaði þetta fyrir mandali (lærisveina) Mehers Baba þegar ég var á Indlandi i fyrra. lleartache: Þetta er Jim Reeves lag. Baba heyrði það og sagði að rödd Jims Reeves væri full and- legum krafti og ást. Ég hlustaði á hann syngja þetta lag og varð að samþykkja. Mér fannst mjög gaman að taka það upp. Sheraton Gibson: Fylgir með frekar fyrir tónlistarleg gæði en innihald textans. Ég bjó það til fyrir tveim árum eftir kjötveizlu með James Gang fyrir utan Cleveland. Það var góður dagur. Daginn eftir, i Pitts, var ég ekki eingöngu með heimþrá eins og venjulega, heldur saknaði ég lika Clevelands. Þetta var i fyrsta skiptið sem ég notaði „synthethizer” — i ekta Abbey Road stil. Content: þetta lag er fremst á Happy Birthday og gert við kvæði eftir Maud Kennedy. Hún elskar Baba á þann hátt sem ég vildi geta náð. Textinn er einfaldlega um að vera ánægður með að hafa kynnzt guði. Ánægður með að vita að á hverju sem gengur þá er hann alltaf til staðar og gefur rétta svarið. Parvardigar: Það er erfitt að tala um þetta,hina frábæru al- heimsbæn (Universal Prayer) Baba með aðeins breyttu orðalagi og við lag undirritaðs (P.T.) Fyrir mér og mörgum öðrum er bænin lofgjörð til alheims- sköpunarverksins og jafnframt messíasar. Útkoma lagsins i heild er af- leiðing eins þessara hversdags- legu atvika sem hefur svo mikil áhrif á þann sem verður fyrir þvi en sem snertir ekki aðra. Dag nokkurn var ég að reyna að finna hljómfall i bæninni , gá hvort hægt væri að syngja hana. Þann sama dag uppgötvaði ég mjög fallega stillingu fyrir 6 strengja gitar og helgaði Baba hana i huga mér. Það virðist sem honum hafi likað það þvi seinna sama dag flaug mér i hug að bænin mundi falla að þessari músiktilraun og þetta passaði saman eins og hanzki á hendi. — Ef þetta hljómar ekkieins og ég hafi sagt það þá er þetta kannski ekki ég. Peter Townshend, gitarleikari The Who. Meher Baba (a.m.k. fyrir ofan axlir).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.