Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 1
Eðvarð Sigurðsson á þingi ASÍ Kaupmáttur betri en þekkzt hefur áður Aðalverkefni okkar að varðveita kaupmáttinn og tryggja fulla atvinnu Kðvarfl Sigurðsson Höfuöverkefni okkar núna — meö tilliti til þess vanda sem viö blasir — er aö tryggja kaupmátt laun- anna og að sjá til þess að tryggð veröi full atvinna ! landinu. Um þessi verkefni erum við að sjálfsögðu fús að eiga samvinnu við ríkisstjórn landsins og önnur stjórnvöld þessa lands. — Meðal annars á þessa leið mæltist Eðvarð Sigurðssyni, formanni Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, er hann hafði framsögu fyrir ályktun þeirri um kjara- og at- vikkumál, sem nú er til meðferðar á þingi Alþýðu- sambands íslands. Hér verður aðeins drepið á örfá atriði i framsöguræðu Eðvarðs Sigurðssonar, en nánari frásögn af ræðu hans biður birtingar i blaðinu. t framhaldi af þeim ummælum, sem áður eru rakin, sagði Eðvarð Sigurðsson að nú ætti sér stað Gæsir á haustflugi. (Ljósm. sj) mikil atvinnuuppbygging i land- inu. Minnti hann á skuttogara kaupin en þegar eru ákveðin kaup 36 skipa. Sum þessara skipa eru nú að koma i gagnið. >á minnti hann á miklar endur- og nýbygg- ingar um allt land. Auðvitað hefur staða efnahags- og atvinnu- málanna bein áhrif á kjör okkar hvort sem við viljum það eða ekki. Við verðum að taka fullt til- lit til staðreynda. Nú eru uppi áætlanir um stór- aukna iðnþróun i landinu, áfram- haldandi stórvirkjanir og fleira. öllum þessum þáttum atvinnu- byggingarinnar fagnar verka- lýðshreyfingin heilshugar. Mark- mið þessara framkvæmda er að treysta atvinnu- og efnahagslif þjóðarinnar og skapa atvinnu- öryggi og skilyrði fyrir bættum kjörum. Alvariegasta málið i sambandi við atvinnumálin er sú hætta sem felst i þvi er áframhaldandi minnkun verður á fiskaflanum. Fari svo er vandséð hversu við fengjum variö kjör okkar. bess vegna er landhelgismálið og verr.dun fiskimiðanna svo mikið lifshagsm unamál þessarar þjóðar og þá ekki sizt fólksins i verkalýðshreyfingunni. Fyrr i ræðu sinni rakti Eðvarð kjaramál siðustu ára, samn- ingana i fyrra og hitteðfyrra og kaupmátt launa, sem hann kvað nú betri en verkalýðshreyfingin hefði áður þekkt. Hér eru heimildirnar - fyrir tölum Þjóðviljans um kaupmátt og þjóðartekjur Ósannindi, æpir einkamál- gagn Gylfa Þ. Gislasonar i gær, vegna þeirra staðreynda, sem Þjóðviljinn hefur sett fram undanfarna daga um það, hvernig viðreisnarstjórnin sál- uga rændi nær öllum hlut lág- launafólksins úr vaxandi arði þjóðarbúsins, en deiidi arðinum til þeirra, sem hún hafði velþóknun á. Ilvorki Jóhann Hafstein né Alþýðublaðið hafa haggað staf- krók af þvi, sem Þjóðviijinn sýndi fram á, enda nær ein- göngu spunnið upp talnavef um aðra hluti, eins og óvandaðra manna er háttur, þegar þeir eru rökþrota. Við birtum hér hcimiidir okk- ar. Staðreyndirnar eru ljósar og kastljós þeirra mun ná til við- reisnarhöfðingjanna, þó að þeir reyni að hylja sig i eigin þoku. Alþýðublaðið segir, að hlut- lausir framámenn i embættis- mannakerfinu hneysklist á Þjóðviljanum. Gott og vel, en vill þá ckki Alþýðublaðið spyrja þessa sömu embættismenn sina, livað þeir segi um þá kenningu i leiðara Alþýðublaðsins I gær, að kaupmáttaraukning i tið núver- andi ríkisstjórnar sé aðeins 10% til láglaunafólks, þegar I skýrslu forseta Alþýðusam- bandsins til þings þess, sem nú situr, segir (Sjá bls. 301 i skýrsl- unni), að kaupmáttur tima- kaups verkafólks i almennri vinnu hafi á þessum tíma vaxið úr 104,4 sligum i 133,2 eða um milli 27 og 28%. Og svo eru það heimildir okkar: Linurit Þjóðviljans um þjóðartekjur hófst við 100 árið 1959, og endaði við 175 árið 1970 miðað við þjóðartekjur i heild og 149 miðað við þjóðartekjur á mann. Heimild Þjóðviljans að upp- hæð þjóðartekna (vergra á markaðsvirði) árið 1959 er Töl- fræðihandbók Hagstofu Islands, gefin úr 1967. I henni er tafla nr. 71 sem fjallar um þjóðarfram- leiðslu og verðmætaráðstöfun, og þar, á bls. 85 getur að lita töl- una 7.963 miljónir kr. um þjóðartekjur árið 1959 á verð- lagi ársins 1960. Upplýsingar um upphæð þjóðartekna fyrir lokaár linu- ritsins, 1970, eru fengnar úr ár- legri skýrslu Efnahagssam- vinnustofnunarinnar um ís- land: OECDEconomic Surveys, Iceland, March 1972. A bls. 51 i þvi riti stendur stærðin 13.945 milj.kr.um þjóðartekjur 1970 á verðlági 1960. Sama tafla er gef- in upp um þetta atriði á bls. 43 I bæklingnum „Þjóðarbúskapur- inn, Framvindan 1972 og horfur 1973”, útgef. Framkvæmda- stofnun rikisins, hagrann- sóknardeild, október 1972, en hann kom út um siðustu helgi og er m.a. i hödnum þingfulltrúa á Alþýðusambandsþingi. Talan 13.945 er 75,1% hærri en talan 7.963. Hins vegar var 17,7% fleira fólk i landinu 1970 en 1959. Sé nú deilt með 117,7 i 175,1 er útkoman 148,8. Vöxtur þjóðartekna á mann á timabil- inu nemur þvi 48,8%. Svo ein- falt er það. Þjóðviljinn varð að sækja upplýsingar um upphafsár og lokaár raðanna um þjóðar- tekjur i tvö mismunandi rit, enda er blaðinu ekki kunnugt um að þessar stærðir sé nokkurs staðar að finna i einu riti. En raðir sem hefjast 1960 er hins vegar hægt að sjá allviða. Þetta á ekki að koma að neinni sök, þvi að aðeins einn aðili hefur haft með höndum útreikning á þjóðhagsstærðum eins og þjóðartekjum hverju sinni i landinu. t upphafi var það hag- deild Framkvæmdabanka ts- lands, siðan Efnahagsstofnunin og nú hagrannsóknardeild Framkvæmdastofnunar. Þær tölur sem þessir aðilar hafa sent frá sér hverju sinni á undan- förnum árum verður að lita á sem réttar, opinberar tölur. Um þróun kaupgjalds annars vegar og verðlags hins vegar (visitölu framfærslukostnaðarog visitölu vöru og þjónustu), — þ.e. þróun kaupmáttar timakaups verka- manna á árunum 1959 — 1972 byggjum við á prentuðum samningum Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar og Hagtiðindum, sem gefin eru út af Hagstofu lslands. Vilji Morgunblaðið, Alþýðu- blaðið cða viðrcisnarráðherr- arnirgera einhverja vitræna til- raun til að hrekja upplýsingar okkar, en ekki bara fimbul- famba um hluti, sem linurit Þjóðviljans fjölluðu ckki um, — þá getum við sýnt þeim blað- siðutölin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.