Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. nóvember 1972 í gær náðum við tali af nokkrum fulltrúum verka- lýðsfélaga utan af landi og inntum þá frétta úr heimabyggð þeirra. Misjafnt er hljóðið i þessum fulltrúum á A.S.í. þingi og mótar það málatilbúnað þeirra á þinginu til atvinnuuppbyggingar i heimabyggð þeirra. Sumsstaðar rikir vartsýni og atvinnuhorfur taldar iskyggilegar á 1 imandi vertið, annars staðar er bjartsýni og fran cvæmdahugur. Eru þeir á Hellissandi jafnvel að kaupa toppskipið Albert af Grindvikingum, en Alb rt hefur fiskað vel á undan- förnum vertiðum. v & K'U Rætt við fulltrúa á ASÍ þingi Júlíus í Grindavík Kg er svartsýnn á vertiðina næsia vetur i Grindavik og verða að koma lil róttæk úr- ^ ræði til þess að koma bátunum 'S'ffy út og skapa það jafnvægi að J frystihúsin vilji kaupa fiskinn af bátunum, sagði Július |lS|i Danielsson, fulltrúi verka- lýðsfélags Grindavikur á A.S.l. þingi. Kndurbætur hala verið ÉHB gerðar á frystihúsum i flES Grindavik og hcfur þar af leið- t?/’•'] andi verið litið að gera i frysti- i húsunum. Verkamenn hafa þó ,• haft nóg að gera , en verka- 8SEI konur hafa verið á atvinnu- WBm leysisskrá núna i hausl. Þannig hafa bátar þurft að ■■ selja aflann út fyrir staðinn ! og hefur gengið afar illa að la . þennan fisk gerðan upp, svo Wi/v útgerðarmenn hafa haft baga af, sagði Július. Þá verður vart við að frysli- |l|gj húsin treysti sér ekki til að kaupa sumar lisktegundir til J7r.vinnslu - einkum þykir ýsan ||||1 dýr. Þegar maður hefur lal af út- iiPpl gerðarmönnum i Grindavik jplll hafa þeir þrennt að ásteyt- |ij|g ingssteini. t fyrsta lagi kvarta y þeir yfir aflaleysi og l'er aflinn i/''l, minnkandi þrátt fyrir fjölgun *' bátanna. i öðru íagi gengur illa að losna við aflann og eru 8 l'rystihúsaeigendur ekki allt of 8 lusir að kaupa fiskinn og þykir , . hann of dýr til vinnslu. t þriðja , , •; lagi gengur svo illa að fá þann * lisk greiddan er bátarnir selja ; til Keflavikur og i Vogana svo að dæmi séu tekin af stöðum. Kndurbætur hafa einkum fariö fram á Hraðfrystihúsi ' Grindavikur. Þá er Arnarvik //// að byggja saltfiskverkunar- |||j| stöð. Eru ekki færri en átta til -- tiu saltfiskverkunarstöðvar i vf, ’ Grindavik fyrir. Þegar ég mæti sem fulltrúi 'V'. Verkalýðsfélagsins i Grinda- vik á þessu A.S.t þingi hef ég mestan áhuga á ráðstöfunum flgP'fyrir bátana og frystihúsin. . Aðeins róttækar ráðstafanir duga fyrir vertiðina næsta !;! vetur, sagði Július. Annars er hætt við að útgerð og fisk- ; vinnsla lamist i þessari ver- m stoð. Gísli á Hofsós Mér lizt ekkert á atvinnu- horfurnar á Hofsósi i vetur, sagði Gisli Kristjánsson, full- Irúi verkamannalélagsins Karsæls á þingi A.S.t. Kinn 300 tonna togbátur er gerður úl frá lloísósi. Heitir hann örninn SK og leggur hann aflann upp i frystihúsinu. Kru þetta tvö meginatvinnu- tækin i þorpinu. örninn hefur yfirleitt haft tiu daga úlivist núna i haust og tekur um þrjá daga að vinna úr afla bátsins i Irystihúsinu. Ilefur verkafólk þannig um tiu daga vinnu i mánuði. Léleg útkoma er á rekstri bálsins og helur komið lil tals að senda hann á loðnu i vetur. Skellur þannig á algert at- vinnuleysi i þorpinu fyrir verkafólk. Gerð hefur verið tilraun um veiði hörpudisks i Skagafirði. Heldur hefur skelin þótt smá i vinnslu á skelfisksmiðum. Að minu mati þyrfti að kanna belur hugsanleg hörpudisks- mið af þvi að vinnsla á skel- liski skapar mikla atvinnu, sagði Gisli. öllu lengur verður ekki dregið að heíja einhverjar varanlegar úrbætur i atvinnu- lifi þorpsins. Ké hefur verið veill lil atvinnuuppbyggingar á slærri stöðum. Þannig vilja smáu staðirnir gleymast, sagði Gisli. Iðnaður er rekinn hér i smáum slil og hef ég þar i huga verksmiðjuna Stuðla- berg. Kramleiðir hún króka- járn i miklum rnadi lyrir sláturhús á landinu. Kg var að hringja heim i morgun. Er nú allt á bólakafi i snjó nyrðra. Guðný á Egilsstöðum Eg hef mestan áhuga á málefnum iðnverkafólks,, sagði Guðný Guömundsdóttir, fulltrúi verkalýðsfélags Kljótsdalshéraðs á A.S.Í. þingi. i verkalýðsfélaginu eru 30 iðnverkakonur, sem starfa hjá prjónastofunni Dyngju á Egilsstöðum og um 20 konur úr skóverksmiðjunni Agilu á sama stað. Þá eru lika nokkrir iðnverkamenn i félaginu frá þessum fyrirtækjum. iðnverkafólk hefur ekki stofnað sérstaka deild i verka- lýðslelagi Kljótsdalshéraðs, sagði Guðný. Við höfum þó mótað sérstaka kjara- samninga fyrir iðnverkafólk og höfðum þá mið af Iðju- samningunum i Keykjavik á sinum tima. Nú er hinsvegar búið að samræma kjara- samninga iðnverkafólks um allt land. að minnsta kosti á Ákureyri, Egilsstöðum, Keykjavik og Hafnarfirði. Margar iðnverkakonurnar eru húsmæður er vinna úti hálfan eða allan daginn. Vinnutimastyttingin kom þessum húsma'ðrum virkilega til góða á sinum tima. Hætta þær kl. 17 að deginum i stað kl. 10 áður og eiga þær betra með að sinna innkaupum og hcimilisstörfum að loknum vinnudegi. Mánaðarkaup iðnverka- kvenna er riflega 20 þúsund kr. lrá kl. 0 til 17 að deginum. Dyngja hefur haft næg verkefni á þessu ári. Hefur hún lramleitt 10 þúsund kápur lyrir Kandarikjamarkað. Er það hlutur af stærri pöntun er Álafoss sér um og úthlutað hefur verið til framleiðenda á einstökum stöðum. Vorum við að saúma þessar kápur frá þvi i desember á fyrra ári og vorum búnar núna i sept. Það stendur til að framleiða meira af svona kápum hjá Dyngju á Egilsstöðum. En það hefur ekki verið gengið frá næstu pöntun ennþá. Guðný kvaðst að lokum telja góðar atvinnuhorfur á Egilsstöðum i vetur. Marteinn í Bakkakoti Á A.S.f. þingi situr Marteinn Jóhannsson sem fulltrúi fyrir Verkalýðsfélagið Samherja i Vestur-Skaftafellssýslu. Er mikið af bændum i þessu félagi er vinna við vegavinnu i sýslunni og i sláturtiðinni á Kirkjubæjarklaustri á haust- in. Marteinn er frá Bakkakoti i Meðallandi og er varaformað- ur félagsins. Eru um 75 félags- menn i félaginu, bæði konur og karlar. Allir félagsmenn ha*a haft nóga vinnu á árinu. Mikil vinna hefur verið vif vega- gerðina á Skeiðaráre andi i sumar. Byrjað var snemma i vor á þessun vegi. Hefur veg- ur verið lagður frá Kirkju- bæjarklaustri að Lómagnúpi i sumar. Þá er hafin brúargerð við Núpsvötn og Súlu og miðar vel áfram. Utanfélagsmenn vinna þó meira að þeim fram- kvæmdum. Eru þar að verki hæfir brúarsmiðir. Mikil vinna hefur þegar verið lögð i þennan veg og miðar verkinu vel áfram, sagði Marteinn. Eitthvað af félagsmönnum sækir vertið i Eyjum og á Suðurnesjum, einkum ungir menn I sviitunum að venju. Margir f ilagsmanna stunda búskap. Oft koma eyður og falla þá ýmis störf tii á félags- svæðinu. Viö höfum samt aldrei farið i verkfall og höfum tekið mið af samningsgerð Vikverja i Mýrdal og Dagsbrúnar i Reykjavik. Bjarni í Súðavík Sæmileg atvinna hefur verið i Súðavik i haust, sagði Bjarni Guðnason, fulltrúi verkalýðs- og sjómannafélags Álft- firðinga. Ágætis afli hefur verið á linu hjá Vikingi III, 140 tonna báti. Þá hafa þeir verið að veiða hörpudisk i firðinum og hafa fengið þetta þrjú til fjögur tonn á sólarhring. 1 vetur kemur atvinnulifið til með að standa og falla með togbátnum Kofra. Hefur veriö tregt hjá þeim báti i haust, sagði Bjarni. Aðalvinnan núna i haust hefur verið við skelina. Hefur verkafólk unnið allt að tiu timum á dag við vinnslu hennar. Var keyptur nýr bátur i haust frá Skagaströnd. Heitir hann Kolbeinn i Dal og er 22 tonn að stærð. 1 vor er væntanlegur hingað til Súðavikur 500 tonna skut- togari frá Noregi. Þó nokkuð hefur verið byggt i sumar á Súðavik. Hafa verið þar niu einbýlishús i smiðum. Þar af eru átta hús i byggingu á vegum hreppsins. Eru sex þeirra orðin fokheld og seld þannig einstaklingum á 700 þúsund kr.. Húsin eru 110 fer- metra að stærð og þykja góð til búsetu. Bjarni byrjaði að sinna verkalýðsmálum árið 1933 i Sjómannafélagi tsfirðinga. Beitti hann sér fyrir stofnun Alþýðuhússins þar. Hann hefur verið i stjórn verkalýðs- félagsins á Súðavik i 20 ár og þar af formaður i sjö ár. HrannHi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.