Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. nóvember 1972 Síðara bindi skáldsögu Vésteins Lúðvikssonar komið út Út er komið hjá Heims- kringlu síðara bindi skáld- sögunnar ,,Gunnar og Kjartan" eftir Véstein Lúð- víksson. Smásagnasafn VésteinSj Átta raddir úr pipulögn, þótti óvenju- sterk byrjunarsögn ungs höfund- ar er hún kom út fyrir nokkrum árum. Fyrri hluti Gunnars og Kjartans kom út i fyrra og vakti góöa athygli. Höfundur fór þá af stað með raunsæislega skáldsögu — er þar i miöpunkti Kjartan, ungur og um margt óráðinn menntskælingur, sem kynnist Gunnari, eldri manni og fróðari — flækir sá þann yngri i mjög flókið fjárkúgunarmál gegn ætt þeirri rikri og voldugri sem Gunnar er sjálfur meiður af. Voru i senn sögð ótiðindi af ,,fina pakkinu” i bókinni og kappkostað að láta lesendum ekki leiðast i atburða- leysi. Bókin skildi við Kjartan á vegamótum, og segir sögu hans og Gunnars áfram á rúmum 300 siðum seinna bindisins. „Roðin” sósíalískt tímarit í Færeyjum Vernliarður Linnel og Þorsteinn Guðnason i hlutverkum sinum. „Góðir eiginmenn sofa heima” í Þorlákshöfn Leikfélag Þorlákshal'nar frum- sýndi 17. þ.m. gamanleikinn ,,Góðir eiginmenn sola heima” eftir Walter Kllis, og siðan voru tvær sýningar 19. þ.m. Undir- tektir áhorfenda voru mjög góðar. Kélagið mun á næstunni sýna leikinn i nærsveitum. Aðalhlutverk leika Vernharður Linnet, Agnes Guðmundsdótlir, Þorsteinn Guðnason og Sigurður Þ. Sigurðsson sem einnig ásamt leikstjóra málaði ágæt leiktjöld. Leikfélag Þorlákshafnar var stofnað árið 1970 og setti þá á svið tvo einþáttunga. t janúar s.l. sýndi lelagið gamanleikinn ,,Pélur er kominn heim” eftir Leslie Sands. Leikstjóri er nú eins og i siðasta verkefni félagsins Kyvindur Krlendsson. Kormaður Leikfélags Þorláks- hafnar er Vernharður Linnet. H.Bj. „Roðin" heitir róttækt rit í Færeyjum. Það hefur að undanförnu flutt margar greinar um landhelgis- málið auk annarra fróð- legra greina um þjóðfélagsmál og stjórn- mál. Kinkunnarorð ritsins eru „Fiskimenn, Arbeiðsmenn — Haldið saman!” Ritnefndin nefnir blaöið ,,blað færeyskra sósialista”. Ritstjóri er D.P. Danielsen. „Roðin” kemur út mánaðarlega. Þjóðviljanum hafa borizt nokkureintök af „Roðin”,Þar eru itarlegar greinar um Kfnahags- bandalagið og stöðu Færeyja í þvi samband. Þar eru greinar um jafnréttismál kynjanna, „reyðu KAUPMANNAHOFN Samkvæmt Gallupskoðanakönnun vilja 47% Dana lögleyfa ókeypis fóstureyðingar án takmarkana. 29% vilja óbreytta fóstureyðinga- löggjöf, sem gerir ráð fyrir þvi að tóstureyðingar séu leyfðar i ýms- um sérstökum tilvikum. 9% vilja að hert sé á lagaákvæðum gegn fóstureyðingum. Hluti stjórnarandstöðunnar hefur farið fram á þjóðaratkvæða- greiðslu um mál þetta, en stjórnarfrumvarp um frjálsar fóstureyðingar hefur þegar verið lagt fyrir danska þingið. sokkarnir”. Þá eru greinar um sjálfstæðismál Kæreyinga og sýnt er fram á að Færeyingar geti staðið i eigin fætur fjárhagslega sem sjálfstæð þjoð. tslenzkir sósialistar sem kynnu að hafa áhuga að fá „Roðin” geta skrifað til ritstjórans i Box 118, Þórshöfn. „ Vitringarnir frá Austurlöndum Belgar fækka í hernum, stytta herskyldu BRUXELLES — Bclgiska stjórnin hefur samþykkt lög sem skera herstyrk landsins niður um nokkur þúsund manns og stytta herskyldu um tvo inánuði. Fækkað mun i fastahernum úr 54,5 þúsund manns i 47 þúsund og herskyldum mun fækka úr 46þús. manna hámarksfjölda i 40 , þúsund. Liðsforingjum mun fækka um næstum þvi eitt þúsund manns. Herskylda verður tiu mánuðir en var tólf áður. Aðalstöðvar NATO hafa lýst óánægju sinni meö þessar ráð- stafanir. Allmikill hluti belgiska hersins hefur gegnt herþjónustu i Vestur-Þýzkalandi. Burtonhj ónin fá verðlaun LECCE, ltaliu. — Itölsk verðlaun, kennd við hetju þöglu kvikmyndanna Rudolfo Valentino, hafa fallið i hlut hjónanna Elizabeth Taylor og Richards Burtons. Er verðlaun- um þessum úthlutað á ári hverju til leikara, sem „að likindum verða helgisögn”. Úthlutunin fer fram i bænum Lecce, en þar fæddist árið 1895 maður sá sem siðar tók sér leikaranafnið Rudolf Valentino og varð einhver frægasti elskhugi hvita tjaldsins. Sýning á myndum Jóns Engilberts, í vinnustofu hans að Flókagötu 17, hefur nú staöið yfir í 10 daga, og sýningargestir orðnir á 3. þúsund. Flestar myndir sýningarinnar eru seldar. Sýningin verður opin til sunnudagsins 26. nóv., og er opin daglega frá 4-10. Gefið hefur verið út jólakort eftir einu af verkum og er það til sölu á sýningunni. Deilt um skilnaðar- löggjöf á Ítalíu RÓM Ný deila um skilnaðarmál er í uppsiglingu á Italíu. Kaþólska kirkjan og hægri- sinnaðir kaþólskir menn hafa gagnrýnt mjög harð- lega hina nýju skilnaðar- löggjöf sem tók gildi 1970 og segja hana ósamrýman- lega stjórnarskrá landsins. Munu lögfræðingar rikisins verja lög þessi fyrir stjórnarskrárdómstól Málið kom áður fyrir stjórnar- skrárdómstól i fyrra, og sam- þykkti hann með aðeins eins at- kvæðis mun, að skilnaður brjóti ekki i bága við það samkomulag sem Mussolini gerði við Vatikanið árið 1929. Samkvæmt þvi lætur rikið kirkjuna annast mál er varða löggjöfina. Siðar komst hæstiréttur að andstæðri niður- stöðu og hefur sent málið aftur til stjórnarskrárréttar. Um það er deilt, hvort rikið hefur dómsvald i hjúskaparmál- um eða ekki. Éb © (@ C3 Hnútar og millibör lllynur Sigtryggsson, veður- stofustjóri. Sjómaður spyr: 1) Hversvegna spáir veðurstofan ekki um hitastig? 2) Hvers vegna til- greinir veðurstofan ekki dýpt lægðanna, og hversu hratt þær fara yfir? Hlynur Sigtryggsson, veður- stofustjóri, sagði að erfitt væri að spá til um hita fyrir heila landshuta, þvi hann gæti verið svo breytilegur, en hægt ætti að vera að spá þvi hvort hann færi hækkandi eða lækkandi, og væri það oft á tiðum gert. Um seinni spurninguna sagði Hlynur, að almenningur hefði ekki mikið vit á dýpt lægðanna og hraða þeirra, auk þess sem slikar upplýsingar lengdu veðurspána til muna frá þvi sem nú er. Hins vegar kvað Hlynur það koma til greina, að upplýsing- um um dýpt lægða i millibör- um og hraða i hnútum væri • bætt inn i spá sem flutt er á nóttunni, þar sem með henni fylgdust menn, sem haft gætu gagn af slikum upplýsingum. —úþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.